Dagur - 19.09.1951, Blaðsíða 7

Dagur - 19.09.1951, Blaðsíða 7
Miðvikudagiiin 19. sept. 1951 DAGUR 7 Sfarf Bjarna Gísiasonar til að glöggva skilning Dana á ntennéngarsögu ísiands Rætt við Hugrúnu um Danmerkurferð og námskeið að Askov Frú Fillippía Kristjánsdóttir — Hugrún skáldkona — er nýlega komin heim úr för til Nor'ður- landa. Dvaldi hún m. a. um skeið á lýðháskólanum í Askov á Jót- landi og sótti þar námskeið fyrir norræna kennara. Dagur hefur komið að máli við frú Filippíu og rabbað við hana um þessa för. — Hvernig líkaði þér að dvelja á Askov? Það var ágætur tími. Júlímán- uður var fljótur að líða. Þó var tíðarfarið ekki sem ákjósanleg- ast. Ovenjulega kalt, sögðuDanir. En við sem vorum á námskeiðinu höfðum ekki mikinn tíma til þess að hugsa um veðrið. Hálfur dag- urinn fór í það að sitja inni og hlýða á fyrirlestra. — Var margt fólk þarna sam- ankomið? Það skipti hundruðum, bæði karlar og konur frá ýmsum lönd- um, bæði á júlínámskeiðinu og svo því, sem byrjaði 1. maí og lauk í júlílok, einnig voru fjöl- margar ungar stúlkur á Askov í sumarskóla. í Danmörk er skóla- fyrirkomulagið víða þannig, að þeir starfa. fyrir karlmenn að vetrinum, en stúlkur á sumrum, líklega notast námið betur á þann hátt. ■’ • • ■ > — Hvert er álit þitt á praktísku hliðinni, hvað þessi kennaranám- skeið snertir. Heldur þú að þau nái tilætluðum árangri? Eins og þú veizt, er eg ekki kennari, eg fékk bara að fljóta með, og það sem eg lagði mesta áherzlu á, var hið bókmennta- lega, kennarararnir verða að svara fyrir sig, Það "voru valdir menn og margfróðir, sem falið var að halda fyriríestra, auk hinna föstu kennara Askov lýðhá skóla, voru fengnir menntamenn frá öðrum löndum. Til dæmis kom doktor frá Ind- landi. Hann ræddi um Indland og indverska menningu. Prófessor Paulus Svenson kom frá Nor- egi. Aðalumræðuefni hans voru norskar bókmenntir. Pastor Sven Sorthan kom frá Finnlandi, ræddi um finnsku þjóðina og bókmenntir, og Mosesson frá Svíþjóð, hann talaði um sænsku kirkjuna. Tveir ungir, danskir kennarar töluðu um nýtízku danskar bókmenntir. — Var enginn ræðumaður frá íslandi? Jú, eg held nú það. Bjarni Gíslason rithöfundur hélt þar þrjá fyrirlestra, sem gerður var mjög góður rómur að. Hann var okkur íslendingum kærkominn gestur. — Um hvað fjölluðu erindi hans? Fyrst rakti hann menningar- sögu íslands frá siðaskiptatíma- bilinu upp til vorra daga. Hann sýndi meðal annars fram á það, hvernig ísland hafði haft sérkennilegar og sjálfstæðar bók menntir í alþýðuskáldskap sín- um, meðan ljóðagerð hinna Norðurlandanna og Þýzkalands hefði verið læst í hlekki. Sérstaka athygli meðal áheyrenda vöktu upplýsingar hans um að íslend- ingar hefðu verið á undan siða- bótalandinu Danmörk með út- gáfu lúterskra sálmabóka, og að við hefðum fengið nýjatesta- mentið á íslenzku tíu árum á undan biblíu Kristjáns konungs þriðja. Auk þess nefndi Bjarni að passíusálmar Hallgríms Pét- urssonar hefðu verið gefnir út 33 árum áður en hin lögskipaða kirkjusálmabók Thomasar Kings hefði verið send til Noregs og Færeyja. Áleit Bjarni að vakandi bókmentnaáhugi íslendinga á siðaskiptatímabilinu hefði bjarg- að íslandi’ frá að danskan yrði lögfest sem íslenzkt kirkjumál. Á áframhaldandi ferðalagi gegn- um söguna talaði hann sérstak- lega um Hallgrím Pétursson, Jón Vídalín, Bólu-Hjálmar, Matthías og Einar Benediktsson. í öllum fyrirlestrunum nefndi hann handritin og sýndi fram á, hvern- ig þetta mál væri tengt íslenzkri menningu á öllum tímum og hrakti þá villu í bókmenntasögu Dana, að íslendingar hefðu engan áhuga haft fyrir þjóðararfi sín- um, þegar handritin voru flutt til Danmerkur. Nefndi hann í því sambandi húsagatilskipun Harboes, sem bannaði sögulestur og rímnasöng á íslenzkum heimilum, og sagði hann að þess háttar bægslagang- ur lögskipunarvaldsins hefði ver- ið býsna óþarfur, ef þjóðin hefði ekki sýnt fornsogum neinn áhuga. — Minntist hann ekkert á skólamálin? Jú. Að síðustu ræddi hann um þau og lýsti íslenzkri heima- kennslu. Taldi hann, að íslend- ingar í nýjustu skólafram- kvæmdum sínum hefðu elt um of útlendar fyrirmyndir, og þá vantaði að skapa þjóðlegan, ís- lenzkan skóla. Bjarni M. Gíslason er kvæntur danskri menntakonu, og eiga þau heimili á Sjálandi. „Mér þykir gott að búa við sjóinn,“ sagði Bjarni við mig, „hann er þó alltaf líkur sjálfum sér, alveg eins og sjórinn við strendurnar heima.“ Nú hafa Sjálendingar boðið hon- um fasta kennarastöðu, og býst hann við því að taka því boði. — Er ný bók væntanleg frá Bjarna á næstunni? Það er mér nær að halda, og ef til vill fleiri en ein. — Hefur enginn kennarinn á Askov komið til íslands? Jú, í það minnsta tveir af þeim og annar þeirra, dr. Holger Kjær, hefur ferðast um landið. Einn daginn, á meðan eg dvaldi í Askov, flutti hann 2 erindi um veru sína hér og kynni af landi og þjóð. Það var mjög ánægju- legur dagur. Eg varð satt að segja alveg undrandi yfir því, hve hann hefur komizt í náin kynni við fólkið í sveitunum á ferðalögum sínum. Það var hrífandi að heyra hann lýsa íslenzkri sveitamenn- ingu og íslenzku bændafólki. — Þegar eg þakkaði honum fyrir erindin bað hann mig að skila kærri kveðju til íslands. „Eg er svo innilega glaður yfir veru minni þar,“ sagði hann. „Og þótt liðin séu 20 ár síðan, er hún mér enn í fersku minni og verður mér ávallt." Mér þykir vænt um að mega bera Islendingum kveðju þessa ágæta manns. Skólastjórinn J. Th. Arnfred er ágætur maður og vitur. Yfirleitt ríkti mjög góður andi í skólanum. Hver dagur byrjaði með andlegri hugleiðingu, bæn og sálmasöng, mest virtist mér vera sungið af sálmum eftir Grundtvig, enda er ekkert smáræði, sem eftir hann liggur af sálmum. Danir bera djúpa virðingu fyrir honum. Eins og kunnugt er hafa þeir reist kirkju stóra í Kaupmannahöfn, sem ber hans nafn. Askovkirkja er líka í raun og veru hans minn isvarði. Skólinn þar og fleiri skólar hafa orðið til vegna hans áhrifa. — Hvað mér virtist um kirkju- sóknina á Askov? ' Jú, hún er ágæt, full kirkja hvern sunnudag og mai-gir alt- arisgestir, og láta kennararnir sig ekki vanta, það fannst mér sér- staklega eftirtektarvert. — Fóruð þið ekki í ferðalög þarna frá skólanum? Jú. Við heimsóttum háskólann í Rödding. Á sumrum er hann aðeins starfræktur fyrir stúlkur, sem margir skólar í Danmörk. Sá skóli er nokkra kílómetra fyrir sunnan gömlu landamærin milli Þýzkalands og Jótlands. Þar er mjög fallegt og hlýlegt. Skóla- stjórinn tók okkur með mikilli rausn. Voru salir skólans skreyttir og kaffiborðin blómum skrýdd. Enn hefur engimi jákvæður árangur orðið af vopnahlésvið- ræðunum í Kóreu, sem hófust að frumkvæði Rússa, og telja ýmsir að tilgangurinn hafi heldur aldrei verið að koma á friði, heldur aðeins gefa hcrj- um Kínverja tækifæri til end- urskipulagningar og herstjórn kommúnista ráðrúrn til að draga að sér vopn og vistir. — Hvernig sem þetta er vaxið — og um það eru menn ekki sam- mála — virðast vestrænir stjórnmálamenn og blaðamenn á einu máli um, að ef Kóreu- stríðið blossar aftur upp af fullum krafti, er í því fólgin stóraukin hætta á hcimsstyrj- öld. I nýlegu Herald Tribune- blaði ræðir hinn kunni blaða- maður Joseph Alsop um horf- urnar á þessa leið: — Án undantekningar mun það skoðun bandarískra stjórnmála- manna, að valdamenn Rússlands óski ekki eftir heimsstyrjöld og enn hefur ekkert nýtt komið fram, sem breytt hefur þessari skoðun. Eigi að síður er augljóst, að hætta á slíkri styrjöld er vax- andi og þá einna helzt af því, að æ fleira bendir til þess að komm- únistar hyggist binda endir á vopnahlésumleitanirnar í Kae- song með allsherjarsókn á hend- ur Sameinuðu þjóðunum. Ekkert verður þó fullyrt um þetta enn, og þessi sókn, ef hún kemur, kann að reynast tak- mörkuð. En ef Kínverjar og Norður-Kóreumenn hefja hern- aðaraðgerðir á' ný af fullri al- vöru, er þar um að ræða miklu alvarlegra mál en hernaðinn áð- ur en Kaeson-viðræðurnar hóf- ust. Fyrst er að telja það, að þá verða uppi háværar raddir um að ekki sé lengur hægt að einskorða hernaðaraðgerðirnar við Kóreu heldur hljóti þær óhjákvæmilega að ná til fleiri A^íu-landa. Ef þær vonir um frið í Kóreu, sem Skólastjórinn rakti sögu skól- ans og skemmt var með leikfimi og söng námsmeyjanna þar. — Einnið ferðuðumst við til Engels- holms Höjskole við Bredstein, heimsóttum skóla í Vejle og Vindinghusmandsskole. Komum einnig til Jelling og skoðuðum kirkjuna þar, hún er mjög gömul og sérkennileg, hún stendur á milli hauga Gorms konungs og drottningar hans. í þeirri ferð ókum við um 1500 ára gamalan veg, elzta veg á Jótlandi að sögn fararstjórans, Jóhannesar Eng- bergs kennara. — Sáust nokkur merki eftir stríðið á þessum slóðum? Ekki sem órð er á gerandi, enda tækplega að búast við því, þó ókum við um langan vegar- kafla, sem Þjóðverjar höfðu látið búa til og notuðu sem flugvöll, er hann steinsteyptur og ágætur yf- irferðar. „Fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott,“ hugsaði eg á meðan bíllinn brun- aði • eftir veginum í glampandi sólskini. Jótland var í geislahafi þann dag, yndislegt og aðlaðandi í júlískrúða sínum. kviknuðu' í’ Bandaríkjuntím '-við ræðu Maldks í vol’, 'reynast vera falsvonii’ einár',má iþúast við því að' almenningsálifcið. í Bándaríkj- urtum" vérði svó llnöýkslað á framkomu kommúnista, að'hu'g- myndin um ■ „takmarkað stríð“ gangi gersamlega af hinni póli- tísku límingu. En hættan mesta er sarht í Töftinu ög hún er meiri en fólk flest gerir sér ljóst. Raifði flugherinn í næstu grösum. Ef þessi hætta,' sem tengd er loftstríðinu, verður að veruleika, verður það, í tveipaur áföngum. Hirtum'fyrri' er auðvelt að ná. f Mansjúríu eru 400—500 rúss- neskar þrýstiloftsflugvélar og 500 —700 orrustuflugvélar og sprengjuflugvélar af eldri gerð- um. Þessi flugstyrkur allur verð- ur sendur fram til orrustu um leið og sóknin hefst. Líklegt er að austur-evrópskir „sjálfboðaliðar“ stýri þessum flugvélum undir herstjórn Kínverja og N.-Kóreu- manna. Þessi flugher gæti líklega orðið til þess að kommúnistar næðu nokkrum árangri í upphafi sóknar sinnar, því að hersveitir S. Þ. eru óvanar lofthernaði af hálfu óvinanna. En jafnframt er það orðið brennandi dagskrár- mál, að gera árásir á flugstöðvar kommúnista í Mansjúríu. Þannig verður öðrum áfanganum náð. í desember ’ í fyrrá, þegar Attlee forsætisráðherra Breta flaug til Washington til þess að reyna að vinna gegn því að MacArthur hershöfðingi fengi leyfi til að láta gera 'árásir á flugbækistöðvar í Mansjúríu, er sagt að brezkar upplýsingar hafi legið fyrir, þess efnis, að árásir amerískra flug- véla á stöðvar í Mansjúríu, mundu kveðja rússneska flug- herinn í Síberíu til þátttöku. — Þetta átti að vera kjarni samn- ings milli Molotoffs og Mao-Tse- tungs þegar' þátttaka Kínverja í Kóreustríðinu var ákveðin. Samkomulag um hvað gera skuli. Mikið vatn er runnið til sjávar síðan þeir Attlee og Truman ræddu þessi mál í Hvíta húsinu í desember og viðhorfið er nú ljós- ara en þá. Ameríska herráðið hefur nú rætt ýtarlega við brezku og frönsku herstjórnina þessar mik- ilvægu spurningar: „Hvað á að gera ef sterkur óvinaflugher hef- ur þátttöku í Kórustríðinu?“ — Vafalítið er, að svarið við þessari spurningu var umsamið þegar fyrir Kaesong-viðræðurnar, og það hljóðar á þá leið ,að gagn- árásir á flugstöðvar í Mansjúríu yrðu óhjákvæmilegar. Það er því stefna lýðræðisþjóðanna, ef nauð syn krefur, að beita þeim aðferð- um, sem Attlee taldi í des. að mundu kalla á beina hjálp Rússa við árásarherinn. Vel má vera, að vitneskja um breytta stefnu Vesturveldanna að þessu leyti, hafi breytt ákvörðunum stjórnendanna í Kreml síðan í des. í hermála- ráðuneytinu í Washington er það útbreidd skoðun, að jafnvel þótt ! stórorrustur í lofti hefjist yfir Kóreu, muni Sovétstjórnin treg að senda loftflota sinn frá Síberíu til aðstoðar, nema ósigur Kín- verja og N.-Kóreumanna verði mikill. Verði sú raunin á, verður erfitt fyrir Sovétstjórnina að standa álengdar og gera ekkert. Mjög alvarlegt mál. Þátttaka síberískra flugsveita í Kóreustríðinu væri vissulega mjög alvarlegt mál, enda þótt ekki sé litið nema á Kóreustríðið sjálft og hernaðaraðstöðuna þar, þegar allt er talið, hefur herstjórn S. Þ. e. t. v. ráð á 18—20 flug- sveitum. En í viðbót við um 1000 flugvélar Kínverja og N.-Kóreu- manna, hafa Rússar rað a a ,m .k. 3000 bardagahæfar flugvélar í flugstöðvum sínum í Síberíu, frá Vladivostok inn í mitt land. Þess- ar sveitir hafa nýlega fengið nýj- ar flugvélar og mikil áherzla hef- ur verið lögð a að koma upp birgðastöðvum fyrir eldsneyti og annan útbúnað. í stuttu máli: Styrkur Sovétríkjanna í lofti er meiri í dag í Asíu en styrkur V esturveldanna. Þegar Kóreustríðið er skoðað í þessu ljósi má augljóst vera, hversu alvarlegar afleiðingar gata orðið af áframhaldi Kóreu- stríðsins. Vel má það vera að mesta hættan sé í því fólgin, að einvaldsherrarnir í Kreml sjái málið ekki nægilega glöggt í þessu ljósi. Kínvei'jar hvetja þá e. t. v. til aðgerða og kannske gera þeir sér von um skjotan sig- ur ef flugher þeirra hefst handa af alvöru og kannske vilja þeir hætta á að ná slíkum sigri, þótt því fylgi hætta á útfærzlu styrj- aldarinnar, því að styrjöld í Asíu mundi á vissan hátt ein- angra Bandaríkjamenn frá bandamönnum sínum í Evrópu. „Eg tel að þeir óski ekki eftir stríði í teóríunni,“ sagði háttsett- ur vestrænn embættismaður ný- ýega, „en hvað þeir gera í praksís er ekki hægt að gizka á lengur.“ Þannig munu fleiri líta á málin. (Lausl. þýtt). Kórea - Mansjúría - Síbiría? Aukinn lofthernaður konimún ista í Kóreu stóreykur hættuna á heimsstyrjöld

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.