Dagur - 19.09.1951, Blaðsíða 11

Dagur - 19.09.1951, Blaðsíða 11
Miðvikudagir.n 19. sept. 1951 D A G U R 11 BILAFLAUTUR, 3 tegundir BÍLA-MIÐST ÖÐVAR LJÓSKASTARAR KVEIKJUPARTAR í Chevrolet VINNULJÓS fyrir bíla og fl varahlutadeild JÓN EINARSSON frá Rauðhúsum, sem andaðist 12. þ. m., verður jarðsunginn að Saurbæjar- kirlcju laugardaginn 22. þ. m. kl. 1 e. h. — Blóm og kransar afbeðnir. Vandamenn. - FOKDREIFAR v.Eramh. af 4. síðu) uppdrætti byggingarinnar, mein- ingin að byggja göngubrú, er tengi saman norSur- og suður- bakka gilsins — Hrafna'gilsstræti og Laugargötu. í mínum augum er þessi brú ákaflega þýðingar- mikil samgöngubót í bænum. Mikill fjöldi manna af Norður- brekkum á þarna leið um allan ársins hring, en þó einkum skólanemendur í gagnfræðaskól- anum og menntaskólanum á vetrum, og svo allir þeir, sem er- indi eiga í íþróttahúsið. Brúin nýja mundi stytta öllu þessu fólki mjög leiðina. En þó skiptir hitt miklu méira máli í mínum augum, að stígurinn og stigarnir neðan Andakíls eru oft illfærir og hættulegir umferðar sökum hálku og snjókyngi á vetrum, og marga skrokkskjóðuna og töfina hef eg sjálfur og krakkar mínir hlotið af þeim sökum, svo að eg veit vel, að þetta er satt og engar ýkjur. Er noklcur standspersóna á ínóti þessu? OG NÚ ER IWÉR fortalið af þeim, sem gerst mega vita. að efni í brúna sé að mestu tii á staðnum. byggingameistarar, mannvirkjafræðingar, smiðir og aðrir ráðamenn, sem til hafa ver- ið kvaddir, séu því mjög fylgj- andi, að hún verði byggð í sam- bandi við sundhöllina nú þegar, enda sé engan veginn hægt að ganga frá þeirri byggingu, fyrr en brúiii sé tekin með. Aðeins ein standspersóna, sem virðist stund- um vera ósköp mikið á móti full- gerjium mannvirkjum og vilja helzt. hafa alla hhrti ófullgerða og hálfkaraða í lengstu' lög — hvu vera mjög treg til að ljá sitt sam- þykki til þessarar naúðsynlegu brúargerðar. En í þeirri von, að þettá séu getsakir' einar, og standspersóna . þessi, sé einmitt sérlega fylgjandi málinu, læt eg það undan draga að geta hennar nánar að sinni, eða. neína nokkur nöfn. En eg hygg ,að allir vér norðanvérar — íbúar á Norður- brekkunum — þeir, sem annars nokkuð hafa um þetta hugsað, séu því sérlega fylgjandi, að margnefnd brú komist á laggirn- ar og í gagnið sem allra fyrst.“ Jarðárför konunnar minnar, HREFNU HALLGRÍMSDÓTTUR, fer fram laugardaginn 22. þ. m. kl. 2 e. h. frá Akureyrarkirltju. Jarðað verður að Möðruvöllum í Hörgárdal. Akureyri, 19. september 1951. Jón Sigurgeirsson. Móðir og tengdamóðir okkar, GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju 22. þ. m. — Athöfnin liefst kl. 3 e. h. Ingibjörg Sigtryggsdótitr, Þorbjörn Kaprasíusson og böm. IJR BÆ OG BYGGÐ í*s» meo og an liettu PEYSUR á telpur «g ílrcngi Vef iwðarvörudeilcl. Verð frá kr. 20.50 metrinn Vefnaðarvörudeild Kirkjan. Messað á Akureyri sunnudaginn 23. setp. kl. 2 e. h. F. J. R. Hjúskapur. Anna María Guð- mundsdóttir, Eskifirði, og Pétur Sigurjón Kristjánsson, Eyri í Glerárþorpi. Gift 14. sept. — Björg G. Kristjánsdóttir og Bjarni E. Bjarnason, Hrísey. Gift 15. sept. — Séra Friðrik J. Rafn- ar gifti. Séra Friðrik J. Rafnar hefur beðið blaðið að geta þess, að hann verði væntanlega fjarverandi’frá, mánudeginum 24. sept. til mið- vikudagsins 3. október. Kirkju- bækur verða þann tíma ,hjá séra Péíri Sigufgeirssyni. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 50 frá S. H. — Kr. 20 frá X. Móttek- ið á'afgf. Dags. Til Sólheimadrengsins. Kr. 100 frá H. E. Móttékið á afgr. Dags. Kvenfélagið Framtíðin heldur fund í Alþýðuflokkshúsinu við Túngöíu fimmtudaginn 20. sfept. kl. 8.30 e. h. Stjót'tiih. ' r' Glæsilegasta happdrætti ársins er til styrktar blaðaúfgáfu Framsóknarflokksins. —■ Vinn- ingar eru margir og ágætir, m. a. Msðjarðarhafsferð. — Miðar fást m. a. á skrifstofu Dags. Hjónaband. 15. sept. voru gafin saman, í hjónaband ungfrp Að^I- björg johanrtsdótjir Steinssonar og' Bjaíhé" Krögh;' 'lögféglúþjofih í Oslb, Heimili þeiit4';‘Vferour’iáð Grue Solör, Noi-egi-.eSÉJca Eétur Sigurgeirpsoi; ,;,,gaf,,brúðhjóuin tsa,)íaiú . ,‘rjí..........i •• ■ Nýjuni ljósastauritm héfur verið komið upp á nokkrum stöðum,. í .juiðhmnum ,.í, sjað gomlu síma- og rafmagns- stauranna, sem gegndu jafn- framt hlutverki ljósastaura. — Er veruleg bót að þessum framkvæmdum og setur hinn geðslegasta svip á umhverfið. Þessari endurnýjun ljósastaur- anna þarf að haída áfram. Hjónaefni. Sunnudaginn 16, opinberuðu trúlofun sína ungfrú Guðný Jónsdóttir, Norðurgötu 48, og Björn Þórhallsson stúdent, Kópaskeri. @ St.: Andr.: X HULD, 535192Ö7, IV/V, Ileims. V. S. V. □ RÚN — 59519217 — Heims. V. S. V. Harðbakur náði langbeztu sölu sumarsins í Grimsby 12. þ. m. — Seldi 213 lestir fyrir 10.164 pund, eða kr. 2.15 á kg. Skólastjóri Gagnfræðaskólans hefur beðið blaðið að vekja at- hygli á eftirfarandi: Öll börn, sem burtfararprófi luku frá Barnaskóla Akureyr- ar sl. vor, eru skólaskyld í Gagnfræðaskóla Akureyrar, nema sérstakar undanþágiir og atvik komi til, samkv. löguni og reglugerðum 'um þctta efni. — Athygli þessara unglinga og aðstandendá þeirra skal vakin á auglýsipgu frá skola- stjóra gagnfræðaskólans, er birtist í öllum bæjarblöðunum í síðustu viku, þar sem hann biður börnin, eða aðstandendur fyrir þeirra hönd, að koma íil viðtals við sig sem allra fyrst, einkum til þcss að ákveða, í samráði við skólastjórann, hvorí þau skuli seíjast í hók- náms- cða verknámsdeiidir skólans. Þetta er mikil nauð- syn, svo að hægt sé að ganga frá áætlun um kennsluna, kennarahald og síundaskrá fyrir veturinn. Skólastjórinn verður veniulega til viðtals heima kl. 5—7 síðdegis. Sjötug varð sl. mánudag frú Guðfinna Eydal, kona Ingimars Eydal, fyrrv. ritstjóra. ííjúskaþúr. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Birni Stefánssyni ungfrú Þórný Þór- arinsdóttir óg Haukur Eiríksson stúdent. Heimili þeirra er að Klapparstíg 1 hér í bæ. Sókn“ hefur vetrarstarfsemi sína með Framsóknarvist að Hót- el Norðurland næstk. föstudags- kvöld kl. 8.30. Er þess vænst að þátttaka verði góð. Þessi saga gengur nú manna á milli austan járntjaldsins: — Loksins er búið að koma því í kring að innrétta sérsíaka kommúnistíska deild á himn- um, og er hún aðskilin frá hinni kapítalísku deild með járntjaldi og þar stendur félagi Sankti Pétur vörð. Dag nokk- urn kerr.ur virðulegur, grá- skeggjaður eldri maður og bið- ur um inngengu. „Hvað varst þú í jarðlífinu?“ spurði Pétur. „Eg var iðnrckandi,“ svaraði maðurinn. „Úr hvaða slétt var móðir þín?“ spyr Pétur. „Ilún var kaupmannsdóttir,“ svaraði maðurinn. „Hvað hefur þú starfað?“ spyr Pétur. „Það er nú ekki mikið.“ svarar gestur- inn, „eg skrifaði nokkrar bæk- ur, en lifði annars af eignum mínum.“ „Hver var könan þín?“ spyr Pétur. „Hxin var barónessa,“ segir maðurinn. „Og þér dettur í hug að þú fáir aðgang að hinum kommúnis- tíska himni?“ scgir Pétur stór- hneykslaður. „Ja, eg hélt kannske að nafnið myndi hjálpa,“ segir ínaðurinn. „Eg heiti Karl Marx.“ Iíjónaefni. Ungfrú Hildigunnur Halldórsdóttir frá Húsavík og Svavar Ottesen, prentari, Akur- evri. Hjálpræðishcrinn, Strandg. 19B. Sunnud. kl. 11 f. h.: Hslgunar- samkoma. Kl. 2 e. h.: Sunnu- dagaskóli. Kl. 4 e. h.: Útisam- koma. Kl. 8.30 e. h.: Hjálpræðis- samkoma. Lautinant Karl Nilsen stjórnar. Söngur og hljóðfæra- sláttur. Allir velkomnir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.