Dagur - 19.09.1951, Blaðsíða 6

Dagur - 19.09.1951, Blaðsíða 6
6 D A G U R Mi'ðvikudaginn 19. sept. 1951 r 555555555555555555555555555555555555^ DAGUR Ritstióri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 1168 Blaðið kemur út á hverjum miðrikudegi. Árgangurinn kostar kr. 40.00. Gjalddagi er 1. júli. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. &5555555555555555555555555555555555555 J Samvinnulireyfingin og stjórnmálaflokkarnir ANDSTÖÐUFLOKKAR okkar Framsóknar- manna og blöð þeirra eru hvergi nærri alltaf sér- lega ánægðir með frammistöðu okkar, stefnumál eða háttalag, né heldur ákaflega upp með sér af ritmennsku, stefnu og stjórn Framsóknarblað- anna. Það er meira að segja öldungis onaett að kveða svo sterkt að orði, að þessir flokkar og blöð þeirra séu lengstaf alveg sérlega óánægðir og hneykslaðir á öllu okkar framferði í hvívefha. En allra óánægðastir og hneykslaðastir eru þó þessir 7 % r flokkar og ritfinnar þeirra á afstöðu Framsóknar— flokksins og blaða hans til samvinnuhreyfingar- innar og kaupfélaganna í landinu. SÉ BETUR AÐ GÁÐ, kemur þó berlega í ljós, að ekki er öll þessi óánægja og allar þessar hneykslanir af einni og sömu rót x-unnar,,heldur ber þar æði mikið á milli. — Flokkarnir tveir, sem kenna sig báðir — að vísu með ærið vafasömum rétti og líkindum — við vei'kalýðinn og alþýðuna í landinu, eru auðvitað engan veginn algerlega blindir fyrir þeirri þýðingu, sem samvinnustefnan og kaupfélögin hafa fyrir vei'kamenn og alla al þýðu hér og annars staðar í heiminum. Þessir flokkar og blöð þeix-ra gætu því sennilega gjarnan hugsað sér að sýna samvinnuhi-eyfingunni og mál stað hennar nokkurn trúnað, ef þeir gætu gert sér einhverjar vonir um að ná fullum ráðum yfir henni og fellt hana gersamlega inn í flokkskerfi sitt sem algerlega þægt og trútt vei'kfæi'i í hinni pólitísku baráttu. En meðan svo illa vill til — að þeh'i'a dómi — að samvinnuhreyfingin og kaup- félögin kjósa að ganga sína eigin götu frjáls og óháð að þessu leyti, en leita annai's styrks og halds i hinni pólitísku baráttu hjá Framsóknaiflokkn- um öðrum flokkum fremur, sökum óhvikuls trún aðar þess flokks við málstað samvinnuhreyfing arinnar frá upphafi — er ekki nema mannlegt og eðlilegt, að þessir flokkar og blöð þeirra líti slíkt samstarf og gagnkvæmt traust og trúnað öfund- araugum og séu bæði óánægðir og hneykslaðir þegar Framsóknarflokkurinn og blöð hans sýnir sig maklegan fylgis þess og fulltingis, sem allir góðir og víðsýnir samvinnumenn hljóta að veita honum. „Vei'kalýðsflokkarnir“ svokölluðu eru því ekki fyrst og fremst óánægðir og hneykslaðir á fylgi Framsóknarmanna og blaðakosts þeirra við samvinnustefnuna, heldur eru þeir einkum og sér í lagi í harla vondu skapi vegna þess trausts og halds, sem allir góðir og sannir samvinnumenn hljóta að veita Framsóknai'flokknum og málstað hans. | ! ALLT ANNAÐ og alveg hið gagnstæða verður uppi á teningnum, þegar til kasta þi'iðja andstöðu- flokksins — Sjálfstæðisflokksins — kemur að þessu leyti. Fjái'plógsmenn hans og hvei's konar bx-askarar eru — svo sem alþjóð má vel vera kunnugt — aðal bakfiskur þess flokks og uppi- staða. Andstaðan og fjandskapurinn gegn sam- vinnuhreyfingunni og kaupfélögunum hlýtur þá ávallt að vera aðalatriðið í þeirra augum: — Framsóknarflokkurinn er raunar illur og óhæfur í eðli sínu — að mati þessara manna — en allar syndir skyldu honum þó fyrii'gefnar, ef hann að- eins gæti látið af fylgi sínu og stuðningi við kaupfélögin og málstað samvinnuhreyfingarinn- ar! — Uppistaðan í áróði'i naz- ista fyrir heimsstyi'jöldina síðari, og meginatriðið í boðun komm- únista nú, er vissulega það, að lýðræðisríkin ættu að vera varnarlaus og hlutlaus til þess að tryggja heimsfriðinn! Það mundi sízt við þeim blakað! í krafti xessai'ar kenningar sölsuðu naz- istai-nir undir sig hvert þjóðríkið á fætur öði'u, vai'nar- og við- námslaust. Og sama herbragði hafa kommúnistar löngum beitt gegn andstæðignum sínum og víst með góðum árangri fyx-st í stað. En nú hafa lýðiæðismenn hvai-vetna í heiminum áttað sig til fulls á þessu áróðui'sbragði, taka höndum saman og búast sem bezt um til þess að vera færir um að veita viðnám vopn- aðri árás með sams konar í'áðum og meðölum til hei-naðar sem fjandmenn þeirra beita. :AF SAMA TOGA er það og vissulega spunnið, er andstæð- ingar ;samvinnustefnunnar halda því éindregið fram, að hún ætti áð veia pqlitísþt hlutlaus og ekki veitá fylgi einum stjórnmála- flökki öðrum fi-emur. Þeir hafa lofað samvinnumönnum friði og ijafnvel stuðningi,.. ef þeir vilji aðeins getast hlutlausir og varn- ai'lausir í hinu pólitíska stríði. En reynsla kaupfélaganna hefur vex'ið allt önnur en þetta. Hún hefur oi'ðið sú sama og reynsla smáþjóðanna og lýðræðisríkj- anna, sem ofbeldisseggirnir lof- uðu friði og hvers kqnar fríð- indum, ef þau aðeins vildu af- vopnast og gerast hlutlaus. Og heimskir mættu samvinnumenn of foi'svarslið þeirra vei’a, ef þeir hefðu ekkert lært af þessai'i í-eynslu, — ef þeir treystu um of á fagurmæli og friðarorð þeirra manna, sem ávallt og alls staðar hafa leitazt við að vinna hags- munum þeirra og málstað sem allra mest ógagn. I TILEFNI samvinnudagsins síðasta sendi íhaldið samvinnu- mönnum enn kveðju sína og árn- aðaróskir á sína vísu! í það sinn hvatti það samvinnumenn til þess að trúa ekki innlánsdeildum kaupfélaganna fyrir sparifé sínu, því að þeim væru ekki treyst- andi til slíki-ar fjái'vörzlu! Nýlega hefur íhaldið einnig hamast gegn því, að bankarnir láni kaupfélög- unum rekstursfé og gegn skipa- kaupum samvinnumanna. Al- kunnu er einnig ki-afa þeirra um tvöfalda skattinn á samvinnu- menn og kvörtun þeirra um það, að kaupfélögin fái alltof riflegan hluta innflutningsins í sínar hendur. Svona mætti lengi telja dæmin um slíkan áróður og fjandskap íhaldsins í garð sam- vinnustefnunnar og kaupfélag- anna. Og svo eiga samvinnurhdnn að kaupa sér og .félagsskap sín- um frið með því að gei'ast póli- tískt hlutlausir og selja andstæð- ingum sínum sjálfdæmi á sviði þjóðmálanna! Trúi því hver sem vill, að slík „fi'iðar- og sáttaboð“ séu af heilindum gerð og á þeim sé nokkurt mai'k takandi! FOKDREIFAR Bréf urn brú og bæjarfram- kvæmdir. „Fjölskyldufaðir á Norður- brekkunni“ ski'ifar blaðinu á þessa leið: „NÚ ER SUNDHÖLLIN nýja efst í Laugarskarði risin af grunni og ytraborð hennar senn fullgei't í aðaldi'áttum. Bæjarbú- ar munu að sjálfsögðu almennt fagna þeim umbótum við sund- laug bæjarins, sem þai-na eru í uppsiglingu, innisundlauginni nýju, búningsklefunum og öði'um nýjungum og endurbótum. Og gjarnan mega bráðabirgðaskúr- arnir á norðui'bakkanum hvei-fa sem fyrst, og allt umhverfið þarna fsérast í það framtíðai'horf, að hægt vei'ði að ganga frá lóð- inni, eins og hún á að vex-a til frambúðar, í'ækta hana og skipu- leggja og sýna henni yfirleitt þann sóma, sem nauðsynlegt er og æskilegt, svo að hún megi verða bænum og sundstæðinu til sóma, en heimamönnum og gest- um til þess augnayndis, sem stað urinn hefur skilyrði til í hví- vetna. „Allt er gott, ef endirinn allra beztur verður“. OG EKKI VERÐUR heldur hægt að bera því lengur við til þess að afsaka seinaganginn á því að ganga endanlega frá Andakílnum eða fuglatjörninni þai-na í gilinu, að byggingarfram- kvæmdii'nar og jarðraskið, sem þeim er samfai'a, komi í veg fyrir endanlega lausn á því máli — ekkert sé hægt að gera þarna til fi'ambúðar, fyrr en þeim sé lok- ið. Það er kapítuli út af fyrir sig, hve mai'gar opinbei-ar fram- kvæmdir — byggingar og annað slíkt — standa oft og lengi hálf- karaðar og ófullgerðar hér bænum. En kannske er þó ekki svo séi'lega mikið um það að fást, ef þeim mun betur og veglegar er fi'á þeim gengið að lokum. — Kirkjutröppui'nar miklu eru raunar gott dæmi um þetta. Eg hygg, að nú sé komið nokkuð á annan ái'atuginn, síðan á því mannvirki var byi'jað. Og það er nú fyrst í sumai', að verulega sér fyrir endann á því ,hvernig þær eiga að vei-a fullgerðar. Og víst er það mannvirki myndai'legt, ein stakt í sinni röð og hin mesta bæjai-prýði, ef gengið yrði nú sem snarlegast frá Kaupvangs torginu og hótelhlaðinu í sam ræmi við stigann mikla og veg- lega, brekkan norðan við hann suðurbakki Grófai'gils — hlaðin vel upp, eða frá henni gengið sæmilega á annan hátt, kirkju- lóðin fullgerð ,að eg tali nú ekki um það, ef við mættum eiga von á því innan skamms að losna alveg við það, sem eftir er af Cai-oline Rest, og fengjum þar veglegt bílatoi-g í staðinn, þá væi'i þetta hjai-ta bæjarins oi'ðið bæjaryfir- völdunum og öllum hlutaðeig andi til sóma. Brúin á Brekkunum. ANNARS ER allt það, sem hér hefur verið sagt, aðeins eins kon- ar inngangur þess, sem eg ætlaði fyrst og fi'emst að segja: — Þeir sem virt hafa fyrir sér austui'hlið sundhallarinnar nýju, eins og hún er nú, munu vafalaust hafa tekið eftir steypustyrktarjárnun um, sem standa þar út úr veggn um á hæð við gilbakkana til beggja handa. Þar mun, samkv (Fi'amhald á 11. síðu). 4 Okkur vantar leikskóla Húsfreyja ein í bænum hringdi i mig á dögunum og bað um, að hér yrði hreyft máli, sem henni ligg- ur mjög á hjai'ta. Kona þessi hefur átt böx'n í dag- heimilinu Pálmholti, og harmaði hún mjög, að það skuli hætta stöi'fum jafn snemma og raun ber vitni um, en það mun vera 15. sept. ár hvei't. Lét hún í ljós rnikla ánægju yfir störfum dagheimilisins og kvaðst ákaflega þakklát fyrir, að sú stofnun skuli nú vei-a til, en það eina, sem sig langi til að finna að sé, að það skuli ekki starfa lengur að haustinu. Að sjálfsögðu er þetta ekki hægt með þau böm, sem komin ei-u á skólaaldur, en óneitanlega væi'i gott, ef yngri börnin gætu dvalið þar ögn lengui'. Leikskóli að vetrinum. í sambandi við þessar hugleiðingar sínar kvaðst umi-ædd rnóðir hafa fai'ið að velta því fyi'ir sér, hve mikil nauðsyn jafn stórum bæ og Akureyri er orð- in, væri á því, að hér kæmist á fót leikskóli fyrir börn á forskólaaldri, sem starfaði yfir veturinn. Kona þessi ,sem sjálf hefur starfað við leikskóla í Reykjavík, hugsar sér að slíkur leikskóli gæti orðið með svipuðum hætti og þar tíðkast. Venja er að boi'nin dvelji 3—5 tíma í leikskólanum, einn hópur- inn frá 9 f. h. til 12 og annar frá 1—6 (éða 5). Börn xau, sem dvelja seinni hluta dags í skólanum. hafa með sér brauð og mjólk, sem þau drekka þar, en þau, sem dvelja að morgninum boi'ða morgunverð heima, áður en farið er af stað og koma síðan heim í hádegisverð. Húsnæði — gæzla — leikföng. Slíkur leikskóli væri stórkostleg hjálp fy-rir marg- ar mæður og gæti, eins og áðurnefnd móðir benti í-éttilega á, jafnast á við húshjálp fyi'ir heimilin, en nú ei', eins og allir þekkja, bæði erfitt og dýrt að hafa slíka hjálp. Það er einkum þrennt, sem til þarf, til þess að leikskóli geti risið hér upp. 1 fyrsta lagi er það hentugt húsnæði, í öðru lagi kona eða konur til þess að gæta barnanna og í þriðja lagi leikföng ýmiss konar, sem börnin hafa afnot af meðan þau dvelja í leikskólanum. Ef ein kona sér um hvern hóp, eins og æskilegast er, þykir ekki x-áðlegt að í hópnum sé fleiri en 20—25 börn, og er þá auðssett, að ekki muni þurfa neitt stórhýsi til þess að í'úma þann hóp. Væri ekki hægt að hugsa sér, að bærinn myndi vilja leggja þessu máli lið með því að sjá minnstu borgurunum fyrir húsnæði til nokkurrar stundar leikdvalar daglega? Eitthvað af leikföng- um myndi e. t. v. mega fá að láni hjá Pálmholti? Það, sem kæmi því í hlut foreldranan að greiða, væri kaup gæzlukonu, en það ætti ekki að geta orð- ið stór upphæð, ef skólinn yrði sóttur. Og þá kemur einmitt sú spurningin, hvort bæjarbúar myndu vilja nota leikskóla, ef hann kæmist upp. Leikskóli er ekki skóli. Þessu máli er hreyft hér að beiðni konu einnar eins og fyrr getur. Kona sú er ekki ein um það, að dást að dugnaði „Hlífar“-kvenna við að koma dag- heimilinu Pálmholti á laggirnar. En það vantar hér einn lið í hlekkinn, þ. e. leikskóla fyrir börn á for- skólaaldri, sem starfar að vetrinum. Hver vill taka það mál að sér? Að lokum má minna á það, að leikskóli er ekki skóli í venjulegri merkingu þess orðs. í leikskóla læi-a börnin að umgangast hvert annað, þau læra að leika sér og þeim eru kennd ljóð og lög og e. t. v. eitthvei't föndui'. Leikskólinn er í senn bein að- stoð við heimilin og undirbúningur undir það, sem koma skal, fyrir böi'nin sjálf. A. S. A.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.