Dagur - 26.03.1952, Blaðsíða 4

Dagur - 26.03.1952, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudagmn 26. marz 1952 Hin nýja landhelgisiína gengur í gildi Afhyglísverðir hljómleikar 15. maí næsfkomandi Ríldsstjórnin hefir gefið út reglugerð um grunnlínu undan yztu annesjum og eyjum og landlielgislínu 4 mílum utar Siðastliðinn miðvikudag birti ríkisstjórnin ákvarðanir sínar um aðgerðir í landhelgismálinu og er aðalefni þeirra,að ný laiidhelgitek- ur gildi 15. maí næstkomandi. Er dregin grunnlína uinhverfis landið við yztu annes og yztu eyjar og sker, og landhelgislínan 4 mílum utar og lokar fjörðum og flóum. Ríkisstjórnin gaf samdægurs út eftirfarandi fréttatilkynningu um þetta mál. „Það er kunnara en frá þurfi að segja, að afkoma íslendinga byggist mjög á fiskveiðum þeirra umhverfis land sitt. Kemur það greinilegast fram í þeirri stað- reynd, að 95% af útflutningi landsmanna eru sjávarafurðir. — Hins vegar eru innflutningsþarfir landsins hlutfallslega mjög mikl- ar og afkoma landsmanna verður af þeim sökum enn háðari út- flutningnum. Það eru fiskveið- arnar, sem gera landið byggilegt og íslendingar hafa því með vax- andi ugg fylgzt með síaukinni of- veiði og þverrandi aflafeng á fiskimiðunum umhverfis landið. Hinn 22. apríl 1950 'var gefin ut íeglugerð um verndun fiski- miða fyrir Norðurlandi á grund- vellí laga nr. 44 frá 5. april 1948, um vísindalega verndun fiski- miða landgrunnsins, þar sem ráð- herra er heimilað að setja reglur er gilda skuli á fiskimiðum land- grunnsins. Síðan hafa verið í at- hugun frekari ráðstafanir til að forða fiskimiðunum umhverfis landið frá þeirri tortímingu, sem þeim hefur lengi verið búin. 4 mílna vamarlína. Var í dag gefin.út reglugerð, sem kemur í stað reglugerðarinn- ar frá 1950. Heitir hún reglugerð um verndun fiskimiða umhverfis ísland. Jífni hennar er það, að dregin er grunnlína umhverfis landið frá yztu annesjum, eyjum og skerjum og þvert yfir mynni flóa og fjarða, en síðan sjálf markalínan 4 mílur utar. Á þessu svæði eru baniiaðar allar botn- vörpu- og dragnótaveiðar, jafnt íslendingum sem útlendingum, og útlendingum einnig hvers konar aðrar veiðar. Þá segir einnig, að atvinnumálaráðuneytið geti tak- markað fjölda veiðiskipa og há- marksafla hvers einstaks skips, ef það telur að uin ofveiði verði ella að ræða, og að sækja verði um leyfi til sumersíldyeiða— fyrir Norðui’landí eíns og véiiSibefúr. Loks eyu sett refsiákyæði í sam- ræmi Við bráðabirgðalog um það efni. Reglugerðin er gefin út samkv. landgrunnslögvtnum frá 1948 og gengur hún í gildí 15. maí 1952.“ Ný ákvæði um viðurlög. Sama dag gaf ríkisstjómin einn- ig út ný bráðabirgðalög um breytingu á landgrunnslöguhUm frá 1948, þar sem samræmd eru ákvæði um viðurlög eins og þarf til framkvæmdar hinnar nýju reglugerðar. Olafur Thors atvinnumálaráð- herra, flutti útvarpsræðu á mið- vikudagskvöldið urn þetta mál, þar sem hann rakti ýtarlega stig af stigi þróun íslenzkra landhelg- ismála og lýsti bakgrunni þeirra ákvarðana, sem nú hafa verið teknar. Ríkisstjórnin hefur aflað mikilla gagna og ólits erlendra og innlendra þjóðréttarfræðinga um þessi mál og tekið ákvarðanir sínar að ráðleggingum þeirra. Er augljóst, að fylgt hefur verið í meginatriðum reglum þeim, sem nú gilda um norska landhelgi og alþjóðadómstóllinn í Haag hefur nú viðurkennt með dómi sínum. f niðurlagi ræðu sinnar komst atvinnumálaráðherra svo að orði: „Það er að vonum, að margir muni nú spyrja hverra undir- tekta sé að vænta frá öðrum þjóðum út af þessum ráðstöfun- um íslendinga. Um það er bezt að fullyrða sem minnst á þessu stigi málsins, enda að því leyti ekki ástæða að hafa um það miklar bollalegging- ar, að íslendingar eiga um ekkert að velja í þessu máli. Síminnk- andi afli íslenzkra skipa bregður upp svo ótvíræðri og geigvæn- legri mynd af framtíðarhorfum íslenzkra fiskiveiða, ef ekkert verður aðhafzt, að það er alveg óhætt að slá því tvennu föstu: 1. Að engin íslenzk ríkisstjórn er í samræmi við íslenzkan þjóð- arvilja og þjóðarhagsmuni nema hún geri ráðstafanir til að vernda íslenzk fiskimið og 2. að þess er enginn kostur að ís- lendingar fái lifað menningar- lífi í landi sínu nema því aðeins að þær verndunarráðstafanir ’ komi að tilætiuðum notum. Aðgerðir íslenzkra stjórnar- valda í þessu máli eru sjálfsvörn ’smáþjóðar, sem á líf sitt og frelsi að verja. Að dómi ríkisstjórnar- innar byggjast þær auk þess á lögum og rétti. í heimi samstarfs og vinarhugs ættu íslendingar því að mega treysta því að máls- staður þeirra verði skoðaður með sanngirni. Það nægir íslend- ingum. Ella er að taka því sem að höndum ber.“ Þann 20. þ. m. hélt Lúðrasveit Akureyrar, undir stjórn Jakobs Tryggvasonar, hljómleika í Sam- komuhúsinu. Viðfangsefni voru sjö talsins,]þ. á. m. Suita, í Handelsstíl, í fjórum þáttum, öll vel við lúðra- sveitarhæfi, og sum allerfið, svo sem Vals triste eftir Sibelius, Ov- erture að óperunni Títus eftir Mozart o. fl. Ennfremur lék hinn góðkunni trompetleikari, Jón Sig- urðsson, Andante, úr konsert fyrir trompet, eftir Haydn og Culver Polka eftir Steinhauser, með pí- anóundirleik Jakobs Tryggvason- ar. Vitnaði leikur hans um all- mikla hraðtækni, kannske helzt til fyllilega á borð við sjálfan tóninn, enda eru lúðrar, að valdhorninu helzt undanteknu, lítt fallnir til einleiks, nema með lúðra- eða hljómsveitarundirleik, sem að sjálfsögðu léttir langtum meira undir með sólóistanum en píanóið. Enginn vafi er á, að lúðrasveitin hefur tekið miklum framförum upp á síðkastið, svo að undravert má kallast. Samræmi og tónmýkt var því víða með ágætum er sæma mundu fyllilega stærri og reyndari Iúðrasveitum. Og með þá stað- reynd í huga, að þessi lúðrasveit Erfiðari landhelgisgæzla í viðtali við Tímann síðastl. fiimntudag, segir yfirmaður landhelgisgæzlunnar, Pálmi Loftsson, m. a. að hið nýja verndarsvæði verði erfiðara að verja en fyrr var. Þótt landhelgislínan liggi nú utar en áður, nær hún á fáum stöð- um út fyrir þau mið, sem tog- arar hafa sótt á, svo að ekki eru líkur til að ásókn erlendra skipa á íslandsmið minnki til muna. Er líklegt að skipin verði að veiðurn við varðlín- una sem oft fyrrum. Vamirn- ar gætu orðið auðveldari ef stækkunin væri svo mikil að línan lægi Utan lielztu togara- iniða landgrunnsins og er- lendum skipum væri lítill fengur að því að sækja hingað. Pálmi telur augljóst að land- helgisgæzlan þurfi hraðfærari tæki en áður, hraðskreið skip og flugvélar og muni ekki hægt hér eftir að notast við litla báta til landhelgisgæzlu að neinu ráði. Hins vegar telur þann þáð mikinn léttir við gæzluna ef dragnótaveiði vél- báta hættir með öllu eftir að hin nýja skipan tekur gildi, því að þessir bátar hafa að undanförnu verið erfiðastir viðfangs fyrir landhelgisgæzl- una. samanstendur að talsverðu leyti af unglingum, sem fyrir fáum árum voru hér í Barnaskólanum, og hafa, mér vitanlega átt lítinn kost á annarri tilsögn í lúðrablæstri, en þolgóðri iðkun á eigin spýtur, get- ur maður ekki annað en dáðst að því þrot, — en sjálfsagt miklu síð- ur, þrautlausa—starfi, er hlýtur að liggja að baki þeirrar glæsilegu og ágætu frammistöðu, sem lúðra- sveitin hespaði af sér á fimmtu- dagskvöldið. Að sjálfsögðu vitnar þó slík frammistaða fyrst og fremst um hæfni og vandvirkni stjórnandans, enda var stjórn hans hin glæsilegasta, allt í senn, ákveðin, sköruleg og það sem mestu skiptir, lístræn. Þó að kannske sé vart í frásögur færandi — þar eð slíkt er plagsið- ur hér um slóðir og stundum að ástæðulitlu — var bæði lúðra- sveitin og einleikara óspart klapp- að lof í lófa, en í þetta skipti mjög að verðleikum. Þurftu og hvorum tveggja, lúðrasveit og einleikari, að endurtaka ýmis viðfangsefni. Akureyri, 23. marz 1952. Um síðastliðna helgi voru haldnar fyrstu svifflugæfingarnar á þessu ári á vegiun Svifflugfé- lags Akureyrar. Voru farin 3 flug á Olympíu- svifflugu og 4 flug á Schweitzer- flugu, frá Melgerðisflugvelli. — Flaug ungur Akureyringur, Ti'yggvi Helgason, forstjóra Tryggvasonar, flugunni í öll skiptin og eru þetta fyrstu flug hans á þessum svifflugutegund- um. Er mikið álit á Tryggva í hópi svifflugmanna og telja þeir hann þegar í hópi færustu svif- flugmanna hér á landi. • Þýzkur kennari væntanlegur. Von er á þýzkum svifflugmanni hingað í sumar og mun hann þjálfa meðlimi Svifflugfélags Ak- ureyrar. Maður þessi hefur gull C-próf í svifflugi, er veðurfræð- ingur að menntun. Ráðgert er, að þegar hann hverfur héðan til Þýzkalands aftur, muni Tryggvi Helgason, svifflugmaður, fara með honum til framhaldsnáms og þjálfunar. Mun Svifflugfél. hér, að nómi hans loknu, eignast góðan kennara, þar sem hann er, en mikill hörgull er á svifflug- kennurum hér á landi. Ung hjón, vön sveitastörfum, óska eft- ir jörð til leigu í vor, helzt með áhöfn. — Tilboð óskast sencl afgr. blaðsins fýrir 20. JMyndin sýnir grunnlínuna, sem dregin er við yztu annes og sker, og síðan nýju landhelgislínuna 4 míl- um utar. Áður fyrr sóttu togarar langt inn á flóa, t d. Faxaflóa og Húnaflóa. Björévin Guðmundsson. Þýzkur sviffluglœimari væntanlegur hingað til Akureyrar í sumar: Ungur sviflugmaður héðan mun stunda framhaldsnám í Þýzkalandi r

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.