Dagur - 27.04.1955, Blaðsíða 4

Dagur - 27.04.1955, Blaðsíða 4
4 D AGUR Miðvikudaginn 27. apríl 1955 íH'? c >. ■ Minningarorð um frú Jóhönnu Júlíusdóttur Fædd 22. deseinber 1887. Dáin 19. apríl 1955. Frú Jóhanna Júlíusdóttir var fædd að Syðra-GarSshorni í Svarfaðardal, Eyjafjarðarsýslu. Foreldrar hennar voru þau hjón- in frú Jóhanna Björnsdóttir og Júlíus Daníelsson óðalsbóndi þar. Olst hún upp í foreldrahúsum ■ásamt stórum og glæsilegum systkinahóp. Það var mikið og irfitt starf, sem hvíldi á herðum húsfreyjunnar að Syðra-Garðs- horni á þeim árum, að ala upp og annast þann stóra barnahóp, en oá komu elskulegar dætur móður dnni til hjálpar, jafnskjótt og þær höfðu þroska til þess. Ein þeirra var Jóhanna, — Hanna, eins og hún var allt.af kölluð af öllum á heimilinu. Hún var hvers manns hugljúfi, góð og hjálpsöm, enda var oft til hennar leitað. Árið 1916 giftist Jóhanna heit. úr föðurhúsum Magnúsi Gísla- syni, múrara, hinum ágætasta manni, og reistu þau bú á Akur- eyri og bjuggu þar til æviloka. Þau hjónin eignuðust 3 sy.ni mannvænlega: Gísla, múrara- meistara, sem er búsettur í Olafs- firði, Júlíus, bílstjóra á Akuieyri, og K^-istinn, flugvélavirkja í Reykjávík. Mann sinn missti Jó- hanna árið 1952. Frú Jóhanna Júlíusdóttir var merk kona fyrir margra hluta sakir. Mun hennar ætíð verða minnst með hlýhug af frændum og vinum, og öllum sem kvnntust henni, vegna mannkosta hennar, gestrisni og höfðingsskapar. Frú Jóhanna sál. var vel gerð andlega og líkamlega og hélt heilsu sinni bar til síðustu ævi- árin. Banamein hennar var hjartaslag. Um leið og eg kveð þig, kæra frænka mín, þakka eg þér fyrir mína hönd og móður minnar heit. fyrir margra ára sanna vináttu og tryggð. Blessuð sé minning þín. Reykjavk, 20. apríl 1955. Valgerður líjörnsdóttir. Frá BændaklúFb Skagfirðinga: ag á bú- - tekin verði upp hreppa- og sýsfumörk Fóstudaginn 1. apríl sl. var ::undur haldinn í Bændakfúbb Skagfirðinga að Hótel Villa- ÚJova, Sauðárkróki. Á fundinum voru mættir 32 bændur, víðs veg- ar að úr Skagafirði. Framsöguerindi á fundinum 'íluttu Vigfús Iíelgason, kennari, Hólum, og Egill Bjarnason, ráðu- nautur, Sauðárkróki. Ráðunauturinn fl-utti mjög at- .nyg'iisvert erindi um Búfjárrækt- arlögin og framkvæmd þeinv. — Benti hann bændum á hin nleystu verkefni, er biðu þeirra og hversu mikils þeir mættu /æntu af kynbótastarfinu. Framsögumaður, Vigfús Helga- son, kennari, flutti erindi um bú- jármörk. Skýrði hann allýtar- .ega tillögur sínar, er hann lagði áam á fundinum. Fundarmönn- jm duldist ekki að hér var um stórmál að ræða. Kosin var nefnd :il að athuga tiílögur framsögu- nanns, og skyldi hún leggja nið- urstöður sínar fyrir fund í Bændaklúbbnum, svo fijótt sem auðið er. Tillögur Vigfúsar eru svohljóð- >ndi: 1. gr. Vlarka skaf eyru búfjár eftir ylg.jandi höfuðreglum: u) Á hægra eyra skal marka nark búfjáreiganda, og er það lans eignarmark. o) Á vinstra eyra skal marka neppamark og sýslumark og ;ngin ben önnur er leyfilegt að oarka á það eyra. Ekki má af- marka ben á því eyra, né afmá á neinn hátt. Mörk vinstra eyra skulu mörkuð með markaklipp- um (benjaklippum). 2. gr. Búfjármörk skal marka á eft- irfylgjandi hátt: a) Hægra eyra: Markist með venjulegum benjum á sauðfé, en aðeins með undirbenjum á hross- um. b) Vinstra eyra: 1) Hreppamörk skulu markast sem yfirmark á vinstra eyra sauðfjár, en sem undirben ntðan við mitt vinstra eyra aftan, hjá hrossum. 2) Sýslumörk skulu markast sem undirbén á vinstra eyra framan. Við flutning búfjár gilda eftirfylgjandi reglur um marka- breytingar: a) Hægra eyra: Eignarmark gildir áfram í hreppi þeim, sem fultt er inn í, nema sammerkt sé við markeiganda búsettan í hreppnum. Verður þá sá, er flyt- ur inn í hreppinn, að breyta marki sínu. b) Vinstra eyra: Hreppamörk: Hver hreppur skal eiga, auk áðurgreindra hreppamarka, auka herppamark er markist, þegar um búfjárflutninga er að ræða milli hreppa. Skal það mark vera gatben á vinstra eyra, er markist sem aukahreppamark í viðbót við það hreppamark, sem fyrir er á eyranu, og er þá orðið gildandi hreppamark, en hitt gefui til Heilbrigðisnefnd gagnrýnir harð- iega frágang öskuhauganna Hví hindra Sjálfstæðis- menn innflutning vörubíla? Senn eru liðnir fjórir mánuð- ir af þessu ári og er þó enn ekki hafin úthlutun innflutn- ignsleyfa fyrir vörubílum á ár- inu. Hjá Innflutningsskrifstof- unni liggja þó fyrir umsóknir úr flestum héruðum landsins og er víða um mlkla nauðsyn að ræða. Fulltrúi Framsóknar- fiokksins í innflutningsnefnd- inni hefur lagt til fyrir nær tveimur mánuðum síðan að út- hlutun leyfanna yrði hafin og ráðherrar Framsóknarflokksins Iiafa stutt það í ríkisstjórninni. Sjálfstæðismenn hindra útlilut- unina eigi að síður. Hvað veldur þessari afstöðu Sjálfstæðisflokksins? Eru þetta efndirnar á loforðum flokksins um sem frjálsastan innflutning á nauðsynlegustu samgöngu- tækjum fólksins meðan inn- flutningur á alls konar skrani er óhindraður? Forvígismenn Sjálfstæðisflokksins geta ekki komist hjá því að svara þessu afdráttarlaust. íkvikiiim í Norðurgötu Síðastl. föstudag var Slökkvi- liðið kvatt að Norðurgötu 26 hér í bæ. Er það steinhús með timb- urinm'éttingu,, tvílyft með risi. Hafði kviknað í dóti, sem var geymt í risi. Eldurinn var þegar slökktur. Skemmdir urðu óvem- legar. Sjötugur: PÉTUR jÓNSSON á Gautlöiiclum Pétur Jónsson bóndi á Caut- löndum er sjötugur í dag. Hann er fæddur í Reykjahlíð, þar sem foreldrar hans bjuggu lengi. Pét- ur hefur búið á 1/3 hlutu jr.rðar- innar Gautlönd frá 1910 og bætt hana stórlega. Hann stundaði lengi plægingar á yngri árum, meðan hestar voru notaðir til þeirra starfa. Fjármennsku hans er viðbrugðið, enda hefur hann átt afurðamikið fé. íþróttamaður var Pétur á yngri árum og einn snjallasti glimu- maður Þingeyinga á þeirri tíð. Eru eldri mönnum enn í minni glíma þeirra Péturs og Jóhannes- ar Jósefssonar glímukappa á ís- landsglimu hér á Akureyri og mátti þar vart í milli sjá. En í þeirri glímu fótbrotnaði Pétur. Kona Péturs, Sólveig Péturs- dóttir, alþingismanns á Gaut- löndum. verður 70 ára 4. maí n.k. Hún er nú heilsuveil orðin, en Pétur gengur enn að öllum al- gengum störfum. kynna hvaðan búféð var ílutt. (Gatben geta verið: Hringur (gat), þríhyrningur (hveppsla), tígull, samsíðungur, sporaskja o. fl., eða 2 saman eftir þörfum). 2) Sýslumörk: Þegar búfé er flutt úr einni sýslu í aðra skal sýslumark fyrri sýslunnar haldast, en sýslumark þeirrar síðari skal markast hjá sauðfé á vinstra eyra aftán, og verða þau gildandi sýslumörk framvegis, en hin gefa til kynna um flutning. f fundargerð heilbrigðisnefndar bæjarins frá 12. apríl sl., er harð- lega gagnrýnt sleifarlag við frá- gang öskuhauganna í Glerárgili, en þaðan leggur oft reykjarsvælu yfir nærliggjandi liús, og jafnvel yfir heil bæjarhverfi, og rusl úr haugnum þekur nii víðlend svæði hér vestan við bæinn. Er þetta sóðaskapur og ómenn- ingarvottur, sem ekki má þola. í greinargerð heilbrigðisnefndar, sem væntanlega kemur fyrir næsta bæjarstjórnarfund, segir, að miklar kvartanir bevist um óþrif frá öskuhaugunum, og telur nefndin þær á rökum reistar, enda „mikil brögð að því, að fok- ið hefur úr haugunum bréfarusl og annað þe'ss háttar, og safnast fyrir í stórum stíl á girðingum, í skrúðgörðum og á tún og garða á stóru svæði. Virðist nefndinni þetta stafa af því, að ekki hefur verið ekið möl eða öðru jarðefni yfir sorpið jafnótt og það hefur borizt að, og ekki verið lögð vinna í gæzlu og hirðingu sorp- hauganna eins og nauðsyn ber til....“ Vitnar nefndin síðan í fyrri ályktun um málið, sem bæj- arstjórn samþykkti á sínum tíma. Síðan segir svo í álitsgerð nefnd- arinnar, að „ástandið í máli þessu er fullkomlega óviðunandi, og kemst nefndin ekki hjá að víta sleifarlag sem á þessu virðist hafa verið, og krefjast þess að úr þessu verði bætt strax þegar unnt verður.“ Nefndin telur og að bærinn muni hafa kostnað af því að láta hreinsa rusl, sem þegar hefur fokið um stórt svæði. Nefndin gerði athuganir sínar 12. þ. m„ en nokkrum dögum áð- ur hafði einn af borgurum þeim, sem verða að þola ódaun og rusl frá öskuhaugnum, beðið tíðinda- mann blaðsins að líta á verksum- Aðalfundur Mjólkursamlags K. Þ. var haldinn þriðjudaginn 19. apríl sl. Fundinn sátu 30 fulltrúar og gestir. Mjólkursamlagsstjóri Haraldur Gslason, flutti skýrslu um rekst- ur samlagsins á sl. ári, las reikn- inga þess og skýrði þá. Innvegið mjólkurmagn varð 1.674.130 kg. og háfði aukizt um 10% miðað við árið áður. Meðal- fita mjólkur varð 3.7%. Seld ný- mjólk varð 270.290 ltr., og er það 16.6% af mjólkurmagninu. Fram- leitt skyr 36.990 kg., smjör 45.552 kg„ mjólkurostur 54.000 kg. og mysuostur 9.116 kg. Framleiðsluvörur samlagsins •höfðu sélzt vel, og varð t. d. sjald- an hægt að afgreiða allt það smjör, sem um var beðið. merkin þar efra. Var verkfall þá nýlega hafið hér, og ljóst, að ráðamenn bæjarins gátu þá ekki skotið sér á bak við það til að af- saka þá svívirðingu, sem um- hverfi öskuhauganna er. Blaðið vill taka undir það, sem heil- brigðisnefnd segir um málið. Þar er ekkert of sagt. Óþverri úr haugunum þekur stórar lendur, tré í skrúðgörðum eru líkust jólatrjám á þrettándanum, tætlur hanga á girðingum og 'staurum, og blakta í golunni. Á þessu svæði er barnaheimilið Pálmholt, þar sem 60 börnum er ætlað að dvelja í sumar. Óþverri úr haug- unum lá eins og hráviði um tún þess og hlað. Þennan dag logaði mikið í haugunum og lagði dökk- an reykjarmökk norður yfir hlíð- ina. Fáum dögum áður hafði vestanátt fært suðurbrekkubúum ilminn af haugunum. Sóðaskap- urinn í Glei-árgili hefur gert sum býli hér vestan við bæinn lítt byggileg. Fólkið verður þar að lifa í svælu og reyk dag eftir dag, þar er ekki hægt að opna glugga né hengjá út'þvott. Hús og lendur á þessu svæði hafa blátt áfram fallið í verði vegna hirðu- leysis og sóðaskapar sem við gengst í nafni b'æjarfélagsins. — Ótalið er hér, að þarna er helzta rottuuppeldisstöð Norðurlands, og þarna hefur bæjarfélagið veiðibjöllur í eldi, en þær eru vel ó veg komnar að gerspilla fugla- lífi víða hér nærlendis. Má mikið vera, ef það uppeldi varðar ekki beinlínis við lög. Á að líða ráðsmönnum bæjar- félagsins að setja blett á samfé- lagið með öllu -þessu ráðslagi? Það er ástæðulaust .með.. öllú. Bæjarstjórnin á að taka rögg á sig og fyrirskipa bæjarstjóranum og starfsmönnum hans að starfa þannig að öskuhreinsuninni og frágangi öskuhauganna, að sæmi siðuðu samfélagi. Finnur Kristjánsson kaupfé- lagsstjóri ræddi um byggingar- framkvæmdir samlagsins. Á sl. ári var byggð hæð ofan á suður- álmu hússins, mjólkurbúðin inn- réttuð að nýju, og fleiri smærri breytingar gerðar á húsinu. Byggingaframkvæmdir þessar höfðu mjög truflandi áhrif á dag- legan rekstur samlagsins í tvo mánuði sl. sumar, en nú að þess- um framkvæmdum loknum hafa öll framleiðsluskilyrði batnað til mikilla muna. Ufcborgað mjólkurverð varð kr. 2.27 pr. ltr. f fundarhléi skoðuðu fulltrúar hinar nýju byggingaframkvæmd- ir samlagsins. Forstöðumönnum samlagsins og starfsfólki voru þökkuð góð störf á undanförnum árum. Veruleg eukning mjólkurfram- leiðslu á félagssvæði K, Þ,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.