Dagur - 27.04.1955, Blaðsíða 9

Dagur - 27.04.1955, Blaðsíða 9
MiSvikudaginn 27. apríl 1955 D A G U K 9 69 Feftjuson dráffsrvélum var skipað á land á Akureyri í s.l. mánuði. Yfir 1000 íslenzkir bændur hafa valið FERGUSON dráttarvélar á síðustu fimm árum. Reynslan er hin beztu meðmæli, sem hægt er að fá. Kynnið yður verð og aðrar upplýsingar um þessa frægu dráttarvél. Upplýsingar í Véla- og búsáhaldadeid KEA Dráttarvélar h.f. Drengur 12—14 ára óskast á sveita- heintili. A. v. á. Sumarbústaður! F.r til s'ölu á fögrurn stað 7 km. frá bænum. Frímann Guðmundsson sími 1721. Stúlku vantar í eldlnis Fjórðungs- sjukrahússins á Akureyri um næstkomandi mánaða- mót. Uppl. í síma 1294 ÞVÖTÍALÖGUR í 3ja pela flöskum. •GÓLFÍÍLÚTAR 2 stærðir. - AFÞURKUNARKLÚTAR BRASSO-FÆGILÖGUR HÚSGAGNAÁBURÐUK GEYSIS-ÞVOTTADUFT, o. fl. til vor breingerninganna. Nýlenduvörudeild Orgel í mahóníkassa til SÖLU. Tvö gegnumgangandi spil, 13 stilli, sem nýtt. Uppl. í sima 1024 Til leigu: O \hl leigja einhleypri stúlku herbergi og eldhús í mið- bænum, gegn húshjálp eft- ir samkomulagi. Afgr. vfsar á. BRÉFASKÓLI S.I.S. Skípulag og starfshættir samvinnufélaga. — Fundarstjórn og fundarreglur. — Bókfærsla I. — Bókfærsla II. — Búreikningar. — íslenzk réttritun. — íslenzk bragfræði. — Enska fyrir byrjendur. — Enska, framhaldsflokkur. — Danska fyrir byrjendur. — Danska, framhaldsflokkur. — Þýzka fyrir byrjendur. — Franska. — Esperanto. — Reikn- ingur. — Algebra. — Eðlisfræði. — Mótorfræði I. — Mótorfræði II. — Siglingafræði. — Landbúnaðarvélar og verkfæri. — Sálarfræði. — Skák, fyrir byrjendur. — Skák, framhaldsflokkur. Hvar, sem þér stundið nám, getið þér stundað nám við bréfaskólann og þannig notið tilsagnar hinna færustu kennara. RRÉFASKÓLI S.Í.S. ! /- Avarp frá 1. maí ncfnd verkalýðsfélaganna á Akureyri Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna gengst nú, sem undanfarin ár, fyrit hátíðahöldum hér í bæ 1. maí næstkómandi. í flestum löndum heints hefur þessi dagur verið helgaður alþýðunni og samtökum liennar. Þá sýna hinar vinnandi stéttir mátt samtakanna, rifja upp baráttusögu sína, bera fram kröfur sinar, skýra stefnu og til- gang félagsstarfsins og ltorfa fram á veginn til nýrra áfanga í baráttunni f\TÍr bættum hag alþýðunnar — fólksins, sem vinnur og skapar grund- völl undir efnahagslegt og andlegt sjálfstæði þjóðanna. Aldrei hefur meiri ábyrgð hvílt á herðum hinna vinnandi stétta, sem mynda meirihluta hvers þjóðfélags, og aldrei hefur verið meiri þörf á samstöðu fjöldans í röðum alþýðunnar en einmitt nú. Viðsjár eru miklar í hehninum og vá í lofti. — Misvitrir valdamenn skáka í skjóli vítisvéla og vetnissprengja, og enginn veit framvinduna. Uggur og ótti við ægihörmungar nýrrar styrjaklar livílir sem mara á þjóðutn heims. En sterk og einhuga samtök alþýðunnar eru það vald, sem ekkert stenzt fyrir. Þau eru ekki einasta rnegnug að bæta og tryggja lífskjör meðlima sinna, þau eru einnig fær um, og ein fær um það, að tryggja varanlegan frið í öllum löndum, og bræðralagshugsjónin, sem jxau eru byggð á, getur ein skapað betri og bjartari framtíð. Þessa minnast samtök alþýðunnar um heim allan 1. maí. Hið sama er hlutverkið og sama starfið, hvar sem er. Akureyrsk alþýða kemur saman á baráttu- og háttðisdegi samtaka sinna, til að treysta raðirnar og boða sókn til bættra kjara og betri tíma. 1. maí-nefndin heitir á alla innan verkalýðssamtakanna, og aðra sam- herja, að fjölmenna á samkomur og skemmtanir dagsins og gera með því svip hátíðahaldanna glæsilegan og samboðinn samhentum og sterkum stéttarfélögum. Akureyri, 25. apríl 1955. í 1. maí-nefnd verkalýðsfélaganna á Akureyri: Stefán Arnason, formaður fulltrúaráðsins. Jón Ingimarsson, form. Iðju. Guðrún Guðvarðardóttir, ritari Einingar. Jón Pétursson, forrn. Vörubílstjórafél. Valur. Kristján Larsen, ritari Iðju. Torfi Vilhjálmsson, Verkamannafélaginu. Indriði Hannesson, Iðju. Ólöf Tryggvadóltir, Iðju. Kristin Jóhannsdóttir, Einingu. Eggert Ólafsson, Vélstjórafélaginu. Rósberg G. Snœdal, Verkamannafél. Höskuldur Helgason, Bílstjórafél. Baldur Svanlaugsson, Bílstjórafél. Stefán Sncebjörnsson, Vélstj.fél. Lórenz Halldórsson, varaform. Sjóm.fél. Hjálmar Halldórsson, Sjómannafél. Björn Gunnarsson, Verkam.fél. Sverrir Gcorgsson, Verkam.fél. Geslur Jóhannesson, Verkam.fél. Arnfinnur Arnfinnsson, Iðju. Dráftarvélatryggingar Margvísleg slys og óhöpp hafa komið fyrir á dráttarvélum og í sambandi við þær, og hafa eigendur vélanna oft orðið fyrir mjög miklu tjóni, sem hinar ódýru dráttarvéla- tryggingar hjá SAMVINNUTRYGG- INGUM hefðu bætt þeim að fullu. Bændur! Tryggið dráttarvélina strax! Allar nánari upplýsingar um þessar trygg- ingar gefa umboðsmenn okkar í öllum kaupfélögum landsins og aðalskrifstofan í Reykjavík. SAMVINNUTRYGGINGAR Umboð á Ákureyri: V'átryggingardeild KEA.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.