Dagur - 27.04.1955, Blaðsíða 6
6
DAGUR
Miðvikudaginn 27. apríl 1955
DAGUR
Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Erlingur Davíðsson.
Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sími 1166.
Árgangur kostar kr. 60.00.
Blaðið kemur út á hverium miðvikudegi.
Gjalddagi er 1. júlí.
' S55
PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F.
Rafmagnsverð og iðnaður
MIKIÐ ER skrafað og skrifað um hækkun raf-
magnsverðsins og í sumum blöðum (Alþm. og
Verkam.) er deilt á meirihluta bæjarstjórnar
fyrir að samþykkja hina nýju gjaldskrá. Verður
ekki séð, að sú ádeila sé á rökum reist. Bæjar-
stjórnin átti ekki annars úrkosta en hækka verð á
seldu rafmagni. Rafveitan þarf mjög auknar tekj-
ur til að greiða hækkað heildsöluverð á rafmagni,
en sú hækkun stafar af því hve lánskjör Laxár-
virkjunar eru slæm. Hefur sú saga verið rakin hér
í blaðinu. Þegar hefur verið reynt að fá lánskjör-
unum ibreytt, en án árangurs, og mun þeim til-
raunum haldið áfram. En jafnvel fulltrúar þeirra
flokka, sem komu sér undan því að horfast í augu
við raunveruleikann, 'hafa viðurkennt á bæjar-
stjórnarfundum, að lítil von sé um árangur af slík-
u<m viðræðum meðan rafmagnsverð til alls al-
mennings hér á Akureyri er lægra en verðið í
Reykjavík. En sú er staðreyndin hvað við kemur
rafmagni til heimilisnotkunar eftir hækkimina.
MiSað við sömu notkun er verð á heimilistaxta hér
nú, eftir hækkunina, 46 au. á kwst., en í Reykja-
vík 54,8 aurar. Er því harla vonlítið að tala um það
hér, að fá banka og ríkisvald til þess að veita Ak-
ureyringum sérstök kjör með því að breyta skuld-
bindingum sem bærinn hefur þegar undirgengist.
En það er rétlætiskrafa Akureyringa, að heild-
seluverð á rafmagn frá Laxárvirkjun sé ekki.
•hærra en söluverð rafmagns frá Sogsvirkjun.
Þeirri kröfu þarf að halda á lofti. Enda óséð enn,
hvort hækkun sú, sem nú hefur verið gerð, dugar
nema skamma hríð.
t
EINS OG ALLT er hér í pottinn búið, er órétt-
]átt að deila á bæjarstjómina fyrir orðinn hlut.
Hún átti engra kosta völ. En blöð þessi hafa látið
hjá líða að benda á annað atriði hinnar nýju
gjaldskrár, sem samþykkt var á síðasta bæjar-
stjórnarfundi að tillögu eins af bæjarfulltrúum
Sjálfstæðismanna. En það er hækkun rafmagns til
iðnaðar. ^Er nú svo komið, að rafmagn til smærri
iðnaðar og verkstæða er hér orðið mun dýrara en
í Reykjavík fyrir þessar aðgerðir. Hér kostar slíkt
srafmagn nú 8 aurum meira kwst. en í Reykjavk.
Hér er oft um að ræða fyrirtæki, sem keppa þurfa
á Reykjavíkurmarkaði. Er þeim gert erfitt fyrir
með þessu og vissulega er slík aðgerð af hálfu
bæjarstjómar ekki til þess fallin að laða hingað
fjármagn til iðnaðar eða greiða fyrir stofnun
nýrra iðnaðarfyrirtækja. Var þó fyrirheit um slíka
fyrirgreiðslu í loforðaskrá Sjálfstæðisflokksns við
síðustu bæjarstjórnarkosningar. Má því kalla, að
illa hafi setið á þeim flokki að beita sér fyrir
þessari hækkun á iðnaðarrafmagni. Vel má vera,
að örlítið minni hækkun heimilistaxtans en áður
var ráðgerð gangi í augu, en varhugaverðar eru
ráðstafanir, sem eru fjötur um fót atvinnulífinu.
Þá er og vafasöm sú ráðstöfun, að selja hér dýr-
ara rafmagn til lýsingar í verzlunum og fyrirtækj -
um en í Reykjavík, en sá mismunur er nú orðinn
verulegur; eða um 19 aura á kwst. Loks er ótalið,
að hér er í gildi rafmagnstaxti — sem að vísu var
látinn kyrr liggja nú — er tekur 25% hærra gjald
fyrir rafmagn til frystihúsavéla en greitt er í
Reykjavík. Verður slíkur taxti fjötur um fót hrað-
hnnmmwnrrnií<tt,f» nwMiiiifitrri w*iTMíligfatgBRHiW
frystihússrékstrinum fyrirhugaða
og þarf endurskoðunar. Skylt er
að geta þess, að gjald fyrir raf-
magn til stæri iðnaðarvéla, er hér
enn lægra en í Rvík, eða um 10
aurum á kwst., miðað við 50
þús. kwst. ársnotkun.
HÉR ER EKKI verið að halda
því fram, að þessi hækkun þurfi
endilega að verða iðnaðinum til
trafala, en hitt er ljóst, að aðgæta
þárf vel, hvort ekki er þegar of
langt gengið að gera iðnaðinum
hér erfitt fyrir í samkeppnnni á
stærsta markaði þjóðarinnár. Ef
iðnaður á að geta orðið ein styrk-
asta stoð atvinnulífsins hér til
frambúðar verður að hlynna að
honum og láta hann njóta rétt-
lætis í skiptum við bæjarfélagið
sjálft. Hagkvæmast væri, að geta
boðið iðnaðarfyrirtækjum hér
betri aðstöðu til reksturs en ann-
ars staðar gildir. Má minna á, að
upphaf stærri iðnaðar hér má
rekja til þess, að hér var aðstaða
á ýmsan hátt betri en syðra. Nú
er sú tíð liðin, og snúið við á
þeirri braut. Má bæjarfélagð gá
að sér, að það dragi ekki dilk á
eftir sér.
Fegrun og flaggskreyting.
„v.“ skrifar blaðinu á þessa
leið:
„FEGRUNARFÉLAG Akur-
eyrar virðist vera „velvakandi" í
orði og verki, eins og vera ber um
félag með svo kröfufreku nafni!
Og þökk sé því fyrir allt það, sem
það hefur þegar gert, og það ei nú
sitt af hverju tagi. Og er gott eitt
um margt af því að segja. Ekki
virðist það þó hafa auga á hverj-
um fingri, enda er til vill ekki
þess að vænta af sjálfkjörnum
sérfræðingum í jafn mikilli fjöl-
fræði og bæjarfegrun er. „Undir-
ritaður“ hefur undanfarin ár haft
augun dálítið með sér og haft orð
á ýmsu, sem honum virðist, að
gleymst hafi um of, bæði bæiar-
kjörnum og sjálfkjörnum aðil-
um. Er þar meðal annars
Kirkjubrekkan!
„UNDIRRITAÐUR" hefur rætt
talsvert um þennan merka stofn
að einni mestu bæjarprýði hér-
lendis,- sem enn á þó margt eftir,
unz fullkomnuð sé, svo sem verða
•mun siðar, en ætti að verða sem
fyrst! Hina einföldu og undrafall-
egu flaggskreytingu kirkjutröpp-
unnar og miðbæjarins hef eg eitt
sinn nefnt „bros bæjarins“ — og
það er það einnig sannarlega!
Fvrir skömmu var brosi þessu
brugðið upp — um páskana — til
mikillar prýði! — Eftir á stóðu
stengurnar kyrrar á sínum stað
um all-langa hríð. Var eg farinn
að verða hálfsmeykui um, að þær
myndu ekki fá lengi að standa
„óáreittar“ fyrir hinum athafna-
sama hluta æskulýðs bæjarins.
En á hinn bóginn bjóst eg við, að
ástæðan til þessa væri sú, að
sumardagurinn fyrsti var í nánd,
— einn helzti og mesti hvers-
dagslegi hátíðisdagur þjóðarinn-
ar! Og í góðu veðri og fögru —
eins og raun varð á — yrði þetta
hin fegursta sumarkveðja og
bæjarprýði að vanda! — En hef
alltaf talið sjálfsagt, án þess að
spyrjast fyrir um það, að það sé
einmitt Fegrunarfélag Akureyr-
ar, sgm staðið hafi að baki þess-
arar fegrunar frá upphafi
JÆJA. En viti menn: Skömmu
fyrir sumardaginn fyrsta voru
stengurnar loks horfnar, og þótt
bærinn væri þá fallega fánum
skrýddur, bæði einstaklinga og
ýmissa fyrirtækja og verzlana,
sást ekki votta fyrir hinu bjarta
brosi bæjarins í Kirkjubrekk-
unni og umhverfis Kaupvangs-
torgi! — Hvað olli þessu! — Hver
var svona blindur — eða saklaus-
ara að segja gleyminn? — Mér
hefur orðið tíðhugsað um þetta
torræða fyrirbrigði síðan! — —
Eg mun á næstunni rabba öðru
hvoru við Fegrunarfélagið um
hitt og þetta, sem eg tel vera
muni í þess verkahring! — v.“
Enn um áfengismál.
Jóhann Valdimarsson, Akur-
eyri, skrifar blaðinu:
„MIKIÐ ER NÚ rætt og ritað
um áfengismál hér á Akureyri. í
síðasta tbl. Dags birtist skýrsla
um áfengissendingar hingað frá
Reykjavík og Siglufirði. Og er
gefin upp söluupphæð frá báðum
þessum stöðum. Mun hún vera
kr. 1.894.072 og salan frá útibú-
inu hér, 1.—9. jan. 1954, kr.
384.590.00, eða samtals á árinu kr.
2.278.662.00. Svo er miðað við
sölu frá árinu áður í útsölunni
hér, sem var mjög mikil, af þeirri
einföldu ástæðu, að kosnngar um
héraðsbannið voru látnar fara
fram löngu áður en lokað var og
fjölda margir því búnir að birgja
sig til langs tíma fyrir þau ára-
mót. Enda fjarri sanni að halda
því fram að áfengisrteyzla hafi
stórminnkað. Ekki hef eg getað
séð það, og sagt hafa mér.forráða-
menn samkomustaða, að þeii geti
ekki séð það. Þó eru afbrot vegna
áfengisneyzlu í minna lagi. Þá er
ekki hægt að miða við töluna kr.
7.019.204.00,’ eins og gert er (frá
1953), því að það áfengi seldist
hér um allar nærliggjandi byggð-
ir, til þorpanna og sveitanna hér í
kring. Allir vita, að það voru
fleiri en Akureyringar, sem skiptu
við útibú áfengisverzl. hér
á staðnum. Það sem gefið er upp
um sölu frá Reykjavík og Siglu-
firði, er aðeins það, sem póst-
sent hefur verið hingað og Akur-
eyringar hafa pantað sjálfir. En
mikið mun keypt, sem ekki fer
gegnum í pósthúsið. Loks er þess
að geta, að síðan 'héraðsbannið
kom hefur aukizt drykkja á ýmsu
öðru, sem ekki er merkt Áíengis-
verzlun ríkisins. Það er hætt við,
að meðan áfengi er selt í landinu
verði lítill hagur að héraðsbanni."
„Ekki er ráð nema í tíma sé
tekið.“
ALDRAÐUR bóndi norðlenzk-
ur bað kunnan bílstjóra og ferða-
mann nýlega þeirrar bónar að
reyna að útvega sér fáeinar
flöskur af góðu víni. Kvaðst. hann
óttast verkfallið og fleiri vand-
ræði á eðlilegum viðskiptum, en
nú stæði svo sérstaklega á að
hann ætti merkisafmæli í vænd
um. Hefði hann þegar hafið
nokkum undirbúning með að-
drætti, en þó mundi enn ekki
nægilega séð fyrir drykkjarföng-
um. Bílstjórinn tók vel málaleit'
un þessari, enda slíku vanur og
spurði bónda hvenær afmælið
væri. „í janúar næsta ár,“ svaraði
bóndi og tiltók daginn. Sannast
hér sem oftar að mönnum finnst
„ekki ráð nema í tíma sé tekið.“
Hverju mundir þú svara?
Það er nú mjög í tízku, er menn hittast í kvöld-
boðum eða á almennum skemmtunum, að stofna til
spurningaþáttar í stfl við útvarpsþáttinn „Já eða
nei?“ Er þetta oft góð skemmtun, en þreytandi er
til lengdar lætur. Er því þörf á nýrri dægradvöl,
sem grípa má til að auka fjölbreytnina.
Ekki þarf að svara öllum spurningum með ,.Já
eða nei?“ Er meira að segja oftast uppbyggílegra
að svara þeim í lengra máli. Hér eru nokkrar spurn-
ingar, sem gaman getur verið að glíma við, og
fróðlegt fyrir þátttakendur, bæði nokkur sjálfkönn-
un og sálfræðileg rannsókn á náunganum:
Á hvaða aldri mundir þú helzt kjýsa að vera
til æviloka?
Það aldursskeið, sem menn kjósa, er helzt sá
tími, sem hver einstaklingur telur sig hafa verið
hamingjusamastan og í blóma lífsins. Þeir, sem
óska helzt að hverfa til bernskunnar hafa ekki full-
þroskað tilfinningalíf (segja sálfræðingarnir, þeir
vísu menn) en þeir, sem óska sér að eldast ekki
frá deginum í dag, eru venjulega þeir, sem vel
hafa komizt áfram. Eldri menn kjósa gjarnan 10
ár aftur í tímann. Og sagt er, að eðlilegast sé að
konan óski að vera 30 ára áfram!
Ef þú lentir í eldsvoða, og gætir aðeins gripið
einn hlut úr eigu þinni, hvaða hlut múndir þú
þá kjósa?
Þeir, sem þá nefna eitthvað fatakyns tiÍ að skýla
nekt sinni (en gengið er út frá að maður væri eins
og Adam) eru taldir gætnir, jafnvel íhaldssamir.
Ef mínn kjósa ‘helzt einhvem minjagtip, eru þeir
tflfinningasamir, rómantískir. Éf rhenn grípa verð-
mætan hlut, þá eru þeir efnishyggjúmenn. )En ef
menn grípa veskið sitt, eða skilríki sín, eru þeir
raunsæismenn og fyriihyggjusaípiy, , *
Ef þú gætir valið þér stað til að búa. á það sem
eftir er ævinnar, hvar mundi hann vera?
Ef maður velur núverandi heimkynni sifct, þýðir
það, að maður hefur komizt vel af þar og haft
nægileg verkefni, bæði andlega og líkamlega, til
þess að láta sér líða vel. Ef maður velur einhvern
fjarlægan stað, er maður líklega draumóramaður.
En ef maður getur ekki ákveðið neinn stað, þá er
maður óstöðugur í rásinni og ekki haldinn sterk-
um ættar- eða fjölskylduböndum.
Ef þú vissir, að þú ættir aðeins eftir að lifa í
sólarhring, hvemig mundir þú þá eyða tímanum?
Ef þú kýst helzt að dvelja með ástvinum þínum,
ertu tilfinninganæmur og hjartahlýr. Ef þú .vilt vera
einn, ertu einrænn, sennilega óánægður með til-
veruna innst inni fyrir. Ef þú kýst að „lifa hátt“
síðustu stundirnar, ertu sennilega forlagatrúar, en
ef þú geymir með sjálfum þér vitneskjuna, og segir
engum, hefurðu sterk bein og ert ekki líklegur til
að bogna í baki.
Hvar mundir þú leita hjálpar, ef þú lentir á
alvarlegum örðuglcikum?
Þeir, sem ekki mundu leita hjálpar neins staðar,
eru harðir í skallann og haldnir miklu sjálfstrausti.
Þeir, sem leita til fjölskyldu og vina, eru oft líklegir
til þess að vilja fá vernd annarra og flýja ábyrgð-
ina. Þeir, sem mundu leita til óviðkomandi manna,
er líklegastr væru til að geta orðið að liði fyrir
borgun, eru raunsæismenn.
Og þannig má halda áfram. Slfltar spurningar
geta verið ærið umhugsunarefni.