Dagur - 27.04.1955, Blaðsíða 12

Dagur - 27.04.1955, Blaðsíða 12
12 Daguk Miðvikudaginn 27. apríl 1955 Samvinnunefnd til að finna grund- völl í kaupgjaldsmálum Þ'nigsályktunartillaga Framsóknarmanna um þetta efni samþykkt einróma á Alþingi Ymis tíðindi úr nágrannabyggðum Afgreidd var 20. þ. m. sem álylít- un Alþingis til riliisstjórriarinnnr ttllagn til þingsályktunar um skiþ- un satnvinnunefndar atvinnurek- enda og verkalýðssamtaha til þess að finna grundvöll í kaupgjaldsmal- um. Var tillagan samþykkt ' sarn- hljóða. Flutningsmenn hennar voru tveir þingmenn Framsóknarflokks- ins, þeir Karl Kristjánsson og Páll Þorsteinsson. í tillögunni er gert ráð fyrir að Alþýðusamband íslands og Vinnu- veitendasamb. íslands skipi hvort um sig tvo fulltrúa í samvinnu- nefnd, er afli árlega upplýsinga, sem nefndin telur sig þurfa um af- komu atvinnuvega landsins og hag almennings, til þess að leita megi Björgvin Guðmundsson tón- skáld lætur af stjórn Kantötukórs Akureyrar nú upp úr mánaða- mótunum, og af því tilefni efnir kórinn til kveðjuhljómleika dag- ana 3. og 4. maí næstk. í Nýja- Bíó. Mun tónskáldið þar stjóma kórnum í síðasta sinn. Fluttir verða þættir úr óratóríó Björg- vins, Friður á jörðu, og hafa þeir ekki verið fluttir hér áður. Með kórnum koma fram margir ein- söngvarar í einsöngvum og dúett- um. Sýslufundi lauk í gær í gær lauk hcr Sýslufundi Eyja- fjarðar, og hafði fundurinn staðið síðan á þriðjudag s. 1. Verður vænt- anlega liægt að segja frá fundinum hér í blaðinu á laugardaginn kem- ur. rökstudds álits herinár, þegar á- greiningur verður um kaup og kjör. Hagstofu íslands er skylt að veita nefndinni aðstoð við skýrslugerð og útreikninga. Fjárveiti'ngáriefnd mælti eindrcg- ið tneð tillögunni með lítils háttar breytingúm, og hafði Hannibal Valdimarsson framsögu af hennar hálfu. Kvað hann hér um merki- lega tilraun að ræða, sem sjálfsagt væri.að gera. Fyrri flutningsmaður, ICarl Krist- jánsson, jtakkaði fjárveitinganefnd afgreiðslu málsins svo og þeim, sem tekið. héfðu þátt í umræðum um tillöguna og allir hefðri verið henni fylgjandi. Forráðamenn kórsins hafa skýrt blaðinu svo frá, að þeir vænti þess, að bæjarbúar fjölmenni á þessa kveðju'hljómleika og heiðri þannig tónskáldið á þessum tíma- mótum. Athyglisverð kvikmynd í Nýja Bíó Nýja-Bíó sýnir um þessar mundir ensku kvikmyndina „Fljótið“, en hún gerist í Ind- landi; á bökkum Gangesfljóts. — Fjallar myndin um líf enskrar fjölskyldu, er þar býr, en mynd- ina gerði franski leikstjórinn Jean Renoir, sonur impressjón- istans heimsfræga Pierre Renoir. Mynd þessi hefur hlotið mikla viðurkennngu og m. a. verðlaun á kvikmyndahátíð í Feneyjum árið 1951. Bárðdælir hafa rekið geldfé til afréttar Bárðardal. Hagstæð tíð hefur verið und- anfarið, sunnanátt og hlákur. — Snjó, sem aldrei var mikill, leysti hægt og snjólaust er orðið nema í fjöllum. — Kaldara er nú aftur og snjóföl. — Dálítill gróður er kominn. Búið er að reka geldfé til af- réttar vestan fljóts úr dalnum og verður gert austanmegin þegar aftur hlýnar. Meiri hugur er í mönnum nú en áður að reka geldféð. Það mun lí'ka vera fleira en undanfarin ár. Vegir eru slæmir og ófærir þungum bflum.skemmdir eru tals verðar á köflum af vatnavöxtum og ruðningi úr Skjálfandafljóti í vetur. — Þ. J. Fosshóli á mánud. Síðastliðinn föstudag ráku bændur úr Bárðardal vestan- verðum geldfé suður í svonefnda Hjalla, en það eru haglönd vest- ur af ísólfsvatni. Reykdælir munu hafa lagt af stað með geld- fé sitt í gær, til afrétta, en þeir reka í Austurdali, austan Skjálf- andafljóts, langt suður fyrir Svartárkot. Þar fremra er kom- inn ofurlítill gróður og víðir í þann veginn að springa út. — Deildarfundir K. Þ. eru nú haldnir í héraðinu og fleiri fundir kallaðir saman áður en vorannir hefjast. „Noiðlendingi44 fagnað í Húsavík Húsavík. Hinn 19. þ. m. kom b.v. Norð- lendingur hingað til Húsavíkur í fyrsta sinni. Var afli hans 148 lestir. Fór fiskur þessi að mestu í herzlu. Þennan dag voru flestir fánar við hún í Húsavík. Bátar, sem róa héðan, hafa haft ágætan afla undanfarið. Til beitu hafa þeir haft loðnu, en þurfa nú að sækja hana austur í Axarfjörð. Alt Heidelberg. Að undanförnu hefur Leikfélag Húsavíkur og karlakórinn Þrymur sýnt sjónleikinn „Gamla Heidelberg“ fyrir fullu húsi. — Með aðalhlutverkin fara Ari Kristinsson, Páll Kristinsson, Njáll Bjarnason og Herdís Birg- isdóttir. Leikstjóri er Sigurður Hallmarsson. Leiktjöld málaði Benedikt Jónsson. Félagsheimili byggt í Ólafsfirði í sumar Ólafsfirði á mánudag. Sunnudaginn 17. apríl var stofnað sameignarfélagið Tjarn- arborg í Ólafsfirði. Stendur Ól- afsfjarðarkaupstaður og 10 cnnur félög að stofnun þessari. Hið nýja félag hyggst reisa félagsheimili nú á þessu sumri. í stjórn þessa nýja félags eru: Ársgrímur Hr.rt- mannsson bæjarstjóri, Gísli Magnússon múrarameistari, Jak- ob Ágústsson rafveitustjóri, Sig- urður R. Guðmundsson kennari. Jónmundur Stefánsson bflstjóri, Ármann Þórðarson bóndi og Björn Stefánsson kennari. Hér hefur verið einmuna tíð og veðurblíða undanfarið og er nú orðið alautt í byggð. í gær kóln- aði og gránaði niður á láglendi. Síðan kalt og krapahríð. 7 stiga frost var síðastl. nótt. Trillubátar hafa fiskað ágæt- lega undanfarna daga, og nú síð- ast með nýja beitu er veiddist í höfninni á sunnudaginn, þá fengu bátarnir prýðilegan afla. Skólafólk á Sauðár- króki sýnir árangur handavinnukennslu Sauðárkróki. Sunnudaginn 10. þ. m. var sýn- ing á handavinnu nemenda úr Barnaskóla Sauðárkróks og Gagnfræðaskóla Sauðárkróks. — Voru þar til sýnis ýmiss konar munir, smíðaðir og renndir, allt frá leikföngum og upp í skrifborð. Handavinna stúlkna var mjög fjölbreytt og vönduð. Alls konar útsaumur, fatasaumur, púðar, dúkar og veggteppi. Þá voru og sýndar teikningar nemenda, vinnubækur og skrift. Fjöldi fólks úr bænum sótti sýninguna, sem var opin frá kl. 1 til kl. 7 síðd. Kvenfélag Sauðár- króks hafði kaffiveitingar til ágóða fyrir sjúkrahússbyggingu á Sauðárkróki — sjúkrahússkaffi — og urðu margir til þess að styrkja gott málefni jafnframt því að fá sér góða hressingu hjá kvenfélagskonunum. Allgóður afli er hér nú þegar á sjó gefur Lítil dorgarveiði í Mývatni Reynihlíð. Hríðarveður og kuldar voru í Mývatnssveit og snjó dró í skafla í hretinu um helgina. ísinn á vatninu var að verða óiraustur og autt við löndin. Nú hefur ísinn aftur vaxið, enda voru frosthörkur í fyrri viku. Dorgarveiði var ofurlítiþen verð- ur tæplega stunduð að ráði hét' eftir. Frá Vogum var geldfé rekið austur á Búrfellsmel fyrir nokkru. Aðrir bændur í Mý- vatnssveit munu að venju sleppa fé sínu austur í maíbyrjun ef að vanda lætur. Erfiðir mjólkurflutn- ingar úr Höfðahverfi Þrjár trillur, sem reru frá Grenivík, hafa aflað ágætlega fram að síðustu helgi. Aðrir trillubátar eru ekki komnii á flot ennþá, bar sem eigeitdur þeirra eru fyrir sunnan á vertíð, en munu væntanlegir heim upp úr næstu mánaðamótum. Mjólkurflutningarnir valda bændum í Höfðahverfi nokkrum erfiðleikum. Vegir eru að vísu góðir í Höfðahverfi, en aflcitir þegar kemur inn á Svalbarðs- strönd. Komast venjulegir mjólk- urbílar ekki lengra og verða þá trukkbílar að taka við og skila mjólkinni til Akureyrar. Veldur þetta töfum og ýmsum óþægind- um og eykur þar að auki fram- leiðslukostnað mjólkurinnar Stofnaður Rotary- klúbbur Ólafsf jarðar Ólafsfirði. Sunnudaginn 17. apríl var stofnaður Rotary-klúbbur Ólafs- fjarðar. Þorvaldur Árnason um- dæmisstjóri og Pétur Bjarnason kaupmaður, forseti Rotaryfélags Siglufjarðar, ásamt séra Ingólfi Þorvaldssyni, höfðu undirbúið þessa félagsstofnun og fvrstu stjórn skipa: Séra Ingólfur Þor- valdsson forseti, útvegsmaður Magnús Gamalíelsson varafor- seti, héraðslæknir Jóhann J. Kristjánsson gjaldkeri og bæj- arstjóri Sigurður Guðjónsson. Rotary-klúbbur Siglufjarðar er verndari hins nýstofnaða klúbbs. 50 ára afmæli Búnaðarfélagsins. Á laugardaginn var átti Bún- aðarfélag Ólafsfjarðar 50 ára starfsafmæli og var þess minnst með kaffisamsæti í samkomuhús- inu. Þar var til skemmtunar ræðuhöld. og kvikmyndasýning. Á eftir var stiginn dans fram eftir nóttu. Félaginu bárust nokkur heillaskeyti við þetta tækifæri. Sundlaugarbygging í Hrísey. Reytingsafli var á Hríseyjar- bátana um hálfsmánaðar skeið, en fór þó minnkandi síðustu dag- ana sem róið var. Liðin eru 3 ár síðan Hríseying- ar hófu sundlaugarbyggingu. Voru þá steyptir veggir og laug- inni valinn staður í miðju þorp- inu. Þá var fyrirhugað að hita vatnið í lauginni með kælivatni frá rafstöðnni. Nú er útlit fyrir að ytri aðstæður kunni að breyt- ast í næstu framtíð, hvað raf- magnsmálin snertir, og þá um leið sundlaugarinnar. Vona Hrís- eyingar að fá rafmagn frá Laxá og geta lagt sína rafstöð niður. Þá er einnig mjög líklegt að jarð- hiti, sem fundizt hefur á eynni vestanverðri 1V2—2 km. frá fyr- irhugaðri sundlaug, verði athug- aður fljótlega með hagnýtingu vatnsins fyrir augum. Hafa rann- sóknir ekki verið gerðar með þeim tækjum, sem til eru og jafnan eru notuð til slíkra íann- sókna og oft með góðum árangri. Prófessor Trausti Einarsson, athugaði staðhætti lauslega er hann var staddur í Hrísey fyrir nokkru. — Sýndst honum margt benda til þess að árangur næðist með borun. Kvenfélagið í Hrísey hefur unnið ötullega að sundlaugar- málunum og hefur lagt ríflegan skerf til þeirra. íþróttafulltrúinn Þorsteinn Einarsson skoðaði ný- lega sundstaðinn á eynni og mun ásamt heimamönnum hafa ráð- gert um framtíð sundlaugarinn- ar, sem vissulega er mikið áhuga- mál allra eyjarbúa að náist sem fyrst fram að ganga. Ferguson-dráttarvélar stöðvaðar á leið til bænda í olíuporti á Oddeyri eru geymdar margar Fergusondráttarvélar, sem verkfallið hefur stöðvað á leið til bænda liér á Norðurlandi. Komu vélarnar hingað með Reykjafossi í sl. mánuði, en aðeins fáar kom- ust á ákvörðunarstað áður en verkfallið skall liér á. Verkfallið veldur hændum nú vaxandi erfiðleik- um. Einkum er ískyggilega, ef áburðarflutningar tefjast mikið meira en orðið er. Björgvin lætur af sfjórn Kanfötu- kórsins snemma í næsfa mánuði Kveðjukonsert eftir helgina Hrisey

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.