Dagur - 27.04.1955, Blaðsíða 7

Dagur - 27.04.1955, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 27. apríl 1955 DAGUR 7 „Skjaldvör fröllkona" effir Pál J. Árdal á Eeiksviði að Hrafnagili BJARTARI HLIÐIN A EVROPU ============ Eftir ART BUCHWALD .. = Ándlegt heilbrigði Breta í hættu Á sunnudagskvötdið var frum- sýning á sjónleiknum Skjaldvör iröllkona eftir Pál ]. Árdal í þing- húsi Hrafnagilshrepps. Stóð Ungmennafélagið í sveitinni að sýningunni, en leikendur voru allir úr framsveitum Eyjafjarðar. — Leiðbeinandi var Hólnigeir Pálma- son frá Akureyri. Áhorfendur voru eins niargir og húsrúm leyfði, og var sýningunni ágætlega fagnað. Er þetta stærsta viðfangsefni, sem ráð- izt hefur verið í að sýna þar um slóðir, og hefur kostað mikið starf. En það hefur ekki verið talið eftir. Hér er fyrir gott málefni starl'að, þar sem er félagsheimilissjóður sveit arinnar. Þyngra á metunum mun þó liitt, að mikill leiklistaráhugi er í þessum byggðum, og hefur svo lengi verið. Saga leiklistarinnar í Eyjafirði er að kalla jafn gömul leikstarfsemi liér í kaupstaðnum. Fyrir 70—80 ár- um hófst leikstarfsemi og leikritun í sveitinni, og liefur lengi lifað í þeim glæðum. Þeir, sem nú halda uppi leikstarfsemi í félagsheimilum og þinghúsum eru arftakar leikend- anna frá Grund og Saurbæ fyrir 70 —80 árunt. Og leikritið, sem valið var, er sprottið úr jarðvegi eyfirzkr- ar leikmenntar fyrri ára. Páll J. Ár- dal var Eyfirðingur og arftaki Ara á Þverá, Ólafs á Espihóli, Jónasar í Sigluvík og -'Eómasar á Hróarsstöð- urn í 1 e.iíHÁWficré;,og þeim fremri um ílest. Skjaldvör tröllkona er annað höfuðleikrit Páls. Það er frá síð- ustu árum íyrri aldar, og var fyrst sýnt hér á Ákureyri árið 1897, og altur 1912—1913. A seinni áratug- um hefur það verið sýnt nokkrum . sinnum þér við £-yjaijörð, síðast á Dal.vík og í., QlHfsjfÍrði. En líklega ér _þetta fyrsta sýning lciksins í S'teitum þeiih; seni fóstruðú Pál J. Árdal. -*• •' -1; ' Leikrit þctta éi ékki mikill skáld- skapur. Höfundur klæðir þjóðsög- una búningi leikrits, og ber sú gerð æðimikinn- keim af Skugga-Sveiui og Nýjársnóttinni. Hér eru tröll kornin í stað útilegumanna og galdramenn í stað huldufólks. Leik- ritið er samið til sýningar við að- stæður, sem hér voru á öldinni sem leið, og fyrir áhorfendur, sem lifðu freniur í hugarheimum þjóð- sögunnar cn nútímafólk. En þó að verkið sé heldtir klunnaleg smfð, geymir það samt eitthvað af töfrum þjóðsögunnar og þjóðtrúarinnar og snertir áhorfendur eins og allur sannur alþýðuskáldskapur. Það er saga þjóðarinnar og náttúra lands- ins, sem gefur leikritun af þessu tagi lífsmáttinn. Sýningin á Hrafnagili býr við erfiðar aðstæður. Leiksviðið er lítið og ófullkomið og aðstaða <>1I lyrir leikendur iátækleg. En tilgangur sýningarinnar er m. a. að bæta úr því, ella félagsheimilissjóð og flýta byggingu bétra leikhúss. Leikendur fóru margir prýðisvel með lilutverk sín. Allir eru þeir á- hugamenn, komnir beint úr önn dagsins upp á fjalirnar. En alþýðu- leikurinn naut sín vel í liöndum þeirra. Hallgrím bónda í Hlíð leikur AÖalsteinn Jónsson, bóndi í Krist- nesi. Framsögn hans er olt með á- gætum, en í leik sínum er liann þó heldur hlédrægur af slíkum stór- bónda og fyrirmanni að vera. Eigi að síður er Hlíðarbóndinn Iifandi og sannfærandi persóna í meðferð Aðalsteins. Hildi dóttur Iians, lieimasætuna á bænum, leikur frú liósa Arna- dóttir frá Jódísarstöðum. Þetta er hið klassiska heimasætuhlutverk í íslenzkum sveitaleikritum. Unga stúlkan á að vera falleg og góð, en höfundur leggur litla rækt við per- sónusköpun að öðru leyti. Frú Rósa er hvort tveggja, og er einkar geð- þekk á sviðinu. Hún syngur falleg- ar og angurværar vísur, er höfund- ur leggur henni í munn, á látlausan og viðfelldinn liátt. Ragnar, unnusta Hildar, leikur Va/geir Axelsson í Torfum. Hann er einkar geðjtekkur ungur maður, og á leiksviðinu nær hann því tak- marki höfundar, að vera andstæða meðbiðilsins, Nikulasar, skálksins frá Skálholti, sem Jóhann Valdi- marsson á Möðruvöllum svnir, og gerir hin beztu skil. Er látbragðs- leikur hans oft skennntilegur og Nikulás hans broslegur í tilburðum sínuin fremur en viðsjáll. Kötlu, hina fjölkunnugu fóstru Ragnars, leikur frú Pálina Jóns- dóttir á Grund og gerir það mynd- arlega. Vinnumenn leika Jón Hallgríms- son í Reykhúsum, Haraldur Hann- esson, Víðigerði og Aðalsteinn Hall- dórsson í Hvammi. — Jón er frem- ur daúfur sem hinn einfaldi en trúaði sauðamaður, en Haraldur skemmtileg persóna og telíst vel að gera gamansemi hölundar lifandi. Aðalsteinn er hressilegur í litlu hlutverki. Skafta biskupssvein leikur Ottar Skjóldal á Ytra-Gili, og er það lítið hlutverk. Skjaldvöru tröllkonu, sem mjög kemur við sögu, leikur Pá'll Rist á Litla-Hóli. Páll er raddmaður mik- ill og verður æði trölislegur, þegar hann er kominn í gæruskinnsúlpu sína og liefur sett upp tröllkonu- höfuðið. Leiktjöld I útisenum liefur Þor- geir Pálsson gert. Leiðbeinandinn,-/ióbrtgeuY Pálina son, hefur áugsýnilega lagt- mikla rækt við að gera leikinn scm bczt úr garði, eftir þvi sem aðstæðurnar hafa leyft. Að öllu samanlögðu er hinn mesti rnyndarbragur á þessari sýningu. Á hún því skilið að hljóta uppörvun og viðurkenningu góðrar aðsóknar úr byggð og bæ. Lætur hærinn byggja fjölbýlishús? Fyrir nokkru kaus bæjarstjórn nefnd manna, til-þess að athuga um möguleika á byggingu fjöl- býlishúsa i bænum. Nefnd }>essi skilaði áliti á síðasta bæjarstjórnar- fundi. Hafa athuganir liennar leitt í ljós, að ódýrara muni vera að reisa fjölbýlishús, en smá- íbúðir þær og einbýli, sem nú eru mest í tízku, ekki einungis fyrir bæjarfélagið, heldur einnig fyrir einstaklingana. Einnighefir nefndi komist að raun um að enn eru i bænum til hentug svæði fyrir fjöl- býlishús. Að þessum athugunum gerðum, lagði nefndin fram svohljóðandi tillögur, sem ásamt nefndarálitinu í heild var vísað til bæjarráðs. 1. Að þegar sé ákveðið hvar byggja skuli fjölbýlishús eða raðhús á Jjví svæði, sem nú er skipulagt til íbúðarhúsabygginga. 2. Að bærinn hafi forgöngu um byggingu eins fjölbýlishúss, 8—12 íbúða, á næsta ári. 3. Að bæjarráði sé falið að útvega fé, sem bærinn láni til Jieirra, er kanpa íbúðirnar fokheldar, a. m. k. 50—60 þúsund krónur á íbúð, og gangist ennfremur fyrir út- vegun íbúðarlána hjá ríkinu, 4. Að athugað sé, hvort ekki sé hægt að fá byggingarfélög í bænum til að byggja íjölbýlishús. Ferming í Lögmanns- hlíðarkirkju Sunnudaginn 15. mai 1955. Amalía Ingvarsdóttir, Grænuhlíð. Árný Björnsdóttir, Brekku. Ásta H. Bergsdóttir, Sa’borg. Hrafnhildur Gunnarsd., Steinaflötum. Steingrímur 1. Björnsson, Lyngholti. t Lögmannshlíðarkirkju: 22. mai. Björg Sveinsdóttir, Bandagerði. Rósa Magnúsdóttir, Sunnuhvoli. 'Jón Kató Friðriksson, Kollugerði II. Ómar ólafsson, Mclstað. ólafur Gíslason, Árnesi II. Sigmundur S. Björnsson, Kollugerði. Stefán V. Þorsteinss. Blómsturvöllum. Víglundur Þorsteinss. Blómsturvölhun. örn Snævarr Ólafsson, Mclstað. Art Buchwald skrifaði frá París nú á dögunum, er stóð sem hæst verkfall rafmagns- manna í London, e rstöðvaði nær alla blaðaútgáfu í stór- borginni um fjögra vikna skeið: Loksins kom að því. Og það hlaut að reka að því. Englend- ingur birtist hér í París og átti það erindi eitt, að lesa dagblað. Maðurnn heitir Úlfur Mankowitz, skrifar bækur og kvikmyndaleik- rit, og þegar vér rákumst á hann hér í París, var hann á kafi í blöðum. „Þetta er dásamleg til- finning,“ sagði hann og þrýsti síð- ustu útgáfu af „France-soir“ að hjarta sér. „Maður var nærri því búinn að gleyma lyktinni af prentsvertunni." — Hefur verkfall rafmagns- mannanna í blaðaprentsmiðjun- um haft mikil áhrif á borgarlífið í London? „Hvort það hefur! Kæri vinur, þið vitið lítið um það hér, hvað gengið hefur á. Bretar hafa að vísu fyrr staðið uppi einir í bar- áttunni, en hingað til hafa beir þó alltaf getað skvlt sér með ,Daily Telegraph". Nú er það sund líka Iokað.“ „Menn eru búnir að leggja sér til nýtt göngulag. Veniulega ganga Lundúnabúar með dagblað’ undir handleggnum, en nú dingl- ar handleggurinn máttlaus, og jafnvægi líkamans gengur allt úr skorðum." —o— , „Annars hefur aðalhlutverk Lundúnablaða jafnan verið að forða Englendingum frá því að 'byrja samtal við náungann á op- inberum stöðum. Biöðin héldu fólki frá því að kynnast, og þar liggur falinn leyndardómurinn um lifshamingju brezku þióðar- innar. En síðan blöðin hættu að koma út, eru menn famir að tala hver við annan, og nú heyrist ekkert nema rifrildi í járnbraut- arvögnimum, strætisvögnunum og á torgum. Blaðið var líka verndari heimilisfriðarins. Hús- bóndinn las blaðið sitt, er hann kom heim á kvöldin. Konan las það meðan hann borðaði, en síðan tók maðurinn aftur til að lesa, til að ganga úr skugga um, að ekkert hefði farið fram hjá honum. Og svo fóru hjónin í háttinn án þess að segja orð, nema hvað annað hvort lét þess e. t. v. getið, að myndin af drottningunni í blað- inu væri ákaflega vel lukkuð, eða drap á fréttina um að hundur hefði aftur bitið einn af lifvörð- um drottningar í fótinn. En brezku blöðin eru nytsamleg til miklu fleiri hluta. Efnafólkið Skautaferð upp á Vaðlaheiði Á sumardaginn fyrsta lögðu nokkrir uilgir menn úr Skautaíé- lagi Akureyrar í nýstárlegan leið- angur, J>ar sem var skautaférð á Veigastaðavatn, sem er á -Vaðla- heiði, skammt norðan við Skóla- vörðuna. Var ágætt skautasvell þar uppi og veður hið fegursta. Svo kalt var, að ísinn klökknaði ckkert um hádaginn. Þótti ferð )>essi hin bezta skemmtun og æfing, en íslaust er nú orðið alls staðar á láglendi. A sumardaginn fyrsta fór og ungt fólk á skíði upp á Glerárdal og Hlíðarfjall. en J>ar er nógur skíða- snjór enn í dag. notar þau til þess að breiða undir í stóru ferðakoffortin dótturinn- ar, miðstéttin notar þau til að breiða á hillurnar í búrinu, og spara sér ísskáp, en láglauna- fólkið safnar þeim til að selja þau „fish&chipsjí' sjoppunum. Annars er sá ágæti réttur, „fish & ehips“, ókaupandi lengur vegna dýrtíðar. En það vitnar uni félagsJegar framfarir, að yfirstéttin er farin að eta „fish & chips“ úr blaðaum- búðum, sem alþýðan leggur til. Hvar gæti slíkt gerzt nema í lýð- ræðisþjóðfélagi?“ — Hefur verkfallið haft áhrif á businessinn í fisk- og kartöflu- húðunum? „Já, heldur að bragði. Maður þarf sérstaka tegund af dagblaði utan um „fish & chips“. „Daily Worker" er til dæmis ákaflega óhentugt blað. Pappirinn er hrip- lekur og þunnur, og maður er út- ataður, áður en maður hefur komið upp í sig einum bita.“ — En hvernig dugar „The Daily Express“? „Eg er anzi hræddur um að stóru fyrirsögnunum þar hætti til að lenda utan á fiskinum og skilja þar eftir afþi-ykk.“ — En má ekki nota , Daily Mail“? „Það er of næmt fyrir ediki. Nei, bezta blaðið er án alls efa „The Times“. Það er eins og smjörpappír. Það er þykkt og grotnar ekki sundur. Og prent- svertan gengur ekki yfir á fisk- inn. Maður veit hvað maður hef- ui', þegar maður hefur keypt fisk og kartöflur innpakkað í Timás.“ — Koma Lundúnablöðin «að öðrum notum? Ýmsir nota blöðin til þess að varna því að blettir komi á skyrtubi-jóstn þeirra á matar- tímum. Aðrir hafa þau fyrir und- irlag í öskutunnum sínum.“ — Hvað haldið þér að borgin standi lengi dagblaðalaus? „Enginn veit það með vissu. Eg hef þá trú, að hún mundi seiglast lengi án dagblaðanna á virku dögunum, en það sem fer með hana, er skorturinn á sunnudaga- útgáfunum. En helgin í Bretlandi er, eins og allir vita, algerlega dauður tími. Þá skeður bókstaf- lega ekki neitt. Engar leiksýning- ar, engar biómyndir og starfsemi bjórstofanna er átakanlega tak- mörkuð. Þar að auki rignir ævin- lega um helgar. Andlegt heil- brigði brezku þjóðarinnar er að þakka dagblöðunum. En ef menn fá ekki „NewÝ of the World“ á sunnudögum, er fjandinn laus. Og þar að auki þekkist varla miðstöðvarhitun í Bretlandi En til þess að kveikja upp í arninum er nauðsynlegt að hafa stór sunnudagsblöð við hendina.“ — Þér teljið þá andlegt þrek Lundúnabúa að þrotum komið? „Já, það má taka svo til orða. Nú verða menn að treysta á út- varpjð til að fá fréttir, og það er ekki uppörvandi. Eini ljósi púnt- urinn í öllu saman er, að verk- fallið skyldi þó ekki koma þegar cricket-keppnin stóð sem hæst. Ef það hefði orðið, hefði mátt bú- ast við almennri uppreisn. — Churchifl hefði ekki fengið að fara frá upp á þær spýtur.“ — Haldið þér að Bretar hafi lært eitthvað af verkfallinu? „Ekki nema að það hafi runnið upp fyrir einhverjum, að til þess að drepa dagblað þarf ekki minna en rafmagn.“ (Einkaréttur NY Herald Tribune.) VIÐ SUMARMAL. Sumarið nálgast, við sjáum hve fönnin þver, sunnan í móti örlar á nýjum gróðri. Skammdegisþreyttum búum það blessun er og búfé, er skrimtir á lélegu vetrarfóðri. Um sumarmál tíðin þó stundum er stirð og þver, með stormum og frosti og hríð, sem um miðjan vetur, og forsjón veðranna fyrir það gagnrýnd er, því flestum virðist sem hægt væri að stjórna því betur. Hamingjan góða — ef þeir, hinir misvitru menn, mættu veðrunum stjórna um jörðina alla. Hvort mundi ekki blása af ýmsum áttum í senn, og úrhellis-rigning úr heiðskíru lofti falla? Hugsum okkur svo allt það múður og jag, áróður, skammir, blaðadeilur og þrætur, og kannsek næðist að síðustu samkomulag um sumartíðina — rétt fyrir vetumætur. DVERGUR.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.