Dagur - 17.12.1955, Page 5

Dagur - 17.12.1955, Page 5
JÓLABLAÐ D AGS 5 snýi' þegar frá. Byrinn grípur seglin og bilið milli báts og skips lengist óðfluga. Skipið stefnir í norðaust- ur, en bátsmenn horfa fengi á eftir því án þess að aðhafast nokkuð. Loks eru settar út árar og reist upp siglutré. Bátnum er snúið til suð- vesturs. Segiskipið náði fram til Englands síðsumars, og forráðamennirnir 'þar um liorð til gálgans áður en margir mánuðir voru liðuir. Þeir voru dæmdir fyrir uþpreist gegn skipstjóranum og fyrir það glæp- samlega athæfi að skilja hann eftir við 7. mann í léttabáti og við lítinn kost, úti á lítt kunnu og svalviðra- sömu innhafi, við hrjóstruga strönd nær ókannaðs lands. — En til skip- stjóra og manna hans spurðist aldrei síðan, svo að vitað sé með vissu. — Margir leiðangrar voru gerðir út honum til bj'argar, en þeir urðu' í reynd merkar land- könnunatferðir, en ekki björgunar- leiðangrar. Þannig bar það að, að einn merkasti landkönnuður o<> * > fullhugi 17. aldar, Henry Hudson, týndist á flóa þeim, er nú ber nafn hans. Hann lvafði lagt upp frá Eng- landi á skipinu Discovery vorið 1610. Cabot hafði sannað löngu fyrr, að með Jvví að sigla nógu langt norður með Atlantshafsströnd Am- eríku, mátti um síðir snúa stefnu til vesturs, í gegnum sund og síðar inn á stórt haf. Kannske var þar leiðin til Kín'a. Hudson sigldi inn á flóann um mitt surnar 1610, og fylgdi síðan strönd lians nógu lengi til þess að sannfærast um að þarna var ekki leiðin til Kína. Hann og menn lians urðu að hafa vetursetu við sunnanverðan. fló'ann. Það hef- ur verið meiri þrautatíð, eu hægt er með hægu móti að ímynda sér í dag. Leiðangur hans var ekki bú- inn undir heimskautavetur, enda <eru lönd þessi ekki svo norðarlega á hnettinum, að slíks megi vænta að óreyndu. En reynslan kenndi annað. ískaldir norðanvindar næða um þessar slóðir vetrarlangt; ströndin er víðast hvar viðsjál freðmýri; ár og vötn hverfa undir ís. Með komu skammdegis leggst landið í dvala. Þeir Hudson skrimtu af veturinn, en er vora tók, hóf hann könnun sína á ný. En skipsmenn hans sumir hverjir vildu ekki eiga á hættu anrian vetur á svo ömurlegum stað og því fór sem fór. Þegar frá leið leitinni að Henry Hudson, og glötuð var vonin um að finna hann, eða komast Jressa leið til ævintýralanda austurheims, lögðust af ferðir til HuJdbonfÍóa- stranda, enda var þar engin byggð hvítra manna. Leið svo hálf öld, að Jtessi lönd — og auðæfin, er þau varðveittu — biðu 'síns vitjunar- tíma. Furðulegur ævintýramaður kemur til sögunnar. Þá kemur til þessarar sögu furðu- legur ævintýramaður af frönskum ættum, erheitir Pjerre F.sprit Rabi- son. Saga Norður-Ameríku geymir nöfn margra furðulegra manna, en kannske fá, er standast samjöfnuð við R'abison. — Hann hafði sótt norður til veiðilanda Indíána frá byggðum Frakka við Lawrence- fljót. Kvnnst þeim og ekki staðið þeim að baki í veiðikænsku og grimmd. Mouhauh-Indíánar hand- tóku hann og ætluðu að festa á pyntingarstaur, en honum var bjargað af Indínastúlku. F.ftir jretta lét Rabison sér ekki fyrir brjósti brenna að lesta andstæðinga sína upp á pyntingarstaura, né taka þátt í villimannlegum fagn'aði Indí- ána Jiessara, en um þetta allt er til greinargerð hans sjálfs, svo að óþarft er að rengja. En dagbók hans er sögð tak'a fram öllum skáldskap í lýsingum á grimmdar- æði og frumstæðri villimennsku. Um jDessar inundir voru lönd þau, er lágu norðan veiðilanda Frakka, ókönnuð að kalla, og Jrví ókunriugt um suðurhluta Hudson- flóa, eða innhaf þess í innhafi, er nú heitir James-flói. <En Rabison rambaði á Jressar slóðir í veiðileið- angri tneð Indíánum. Þeir komu að sunnan, um skógarlönd, yfir vötn og ái', og náðu allt í einu fram til stiandar við liaf. Þar sagðist Rabison síðar hafa fundið ktftarúst- ir hvítra manna og aðrar leifar, og hefur verið getið til, að þar hafi Henry Hudson og menn hans eitt sinn leitað hælis, er Jreir sneru aftur til lands eftir uppreistina. Rabison var ekki svo blár, að hunn skildi ekki þýðingu þeirrar uppgötvun'ar, að hægt væri að kom- ast sjóleiðina í námunda við hiri miklu veiði- og loðskinnalönd norðan Lavvrencefl jóts. Flutningar yfir viðsjál óbyggðalönd höfðu til Jjessa verið einn mesti Jnándur í götu loðskinna-kaupmanna í Mont- real. Þá sýndist augljóst, að sækja mætti fenginn á skipum til Hud- son-flóa og sigla rakleitt til Mont- real eða jafnvel til Evrópu! Bretar hlustuðu á Rabison. Rabison brauzt þegar til baka og til byggða Frakka og sagði.frá upp- götvun sinni. En saga hans festi ekki rætur; maðurinn sjálfur bauð tortryggninni heim. En liann lét sig ekki, var sannfærður um, að hann lrefði rambað á auð og völd, ef rétt væri á haldið. Hann hélt til Frakkkmds. En frönsk stjórnarvöld trúðu betur virðulegum kaup- mönnum og embættismönnum í Montreal, en rustalegum ævintýra- manni, sem engin hegðunarvottorð hafði upp á vasann. Þannig vildi Jrað til, að Frakkar misstu af gullnu tækifæri, en það urðu keppinautar Jreirra, Bretar, sem hrepptu það. — Rabison hélt vonsvikinn til Bret- lands, og til komu hans j^angað með sögu sína má rekja uppliaf

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.