Dagur - 17.12.1955, Síða 6

Dagur - 17.12.1955, Síða 6
6 JÓLABLAÐ DAGS 'hins n'afntogaða Hudsonsflóa- félags, sem meira en nokkuð annað styrkti veldi Breta í Kanada á liðn* u.m öldum og átti meginþátt í könnun og landnámi mikils hluta landsins. Upphaf Hudsonflóafélagsins. Bretar gerðu út könnunarleið- angur til Hudsonflóastranda sum- arið 1668, og var Rabison með í lörinni. Þeir höfðu lítið skip, „The Nonesink", og héldu suður um fló- ann og inn í Jamesflóa, og fór allt eins og Rabison hafði sagt um feng þeirra. Var skipið hlaðið dýrindis grávöru, og síðan 'haldið heim til Bretlands. Þótti förin giftus'amleg, og fyrir atbeina Ruperto konungs- frænda í Bretlandi leiddi þessi sigl- ing beinlínis til stofnunar Hudson- flóafélagsins árið 1670. iÞetta féliag hlaut svo úr hendi brezku krúnunnar einkaleyfi til verzlunar og landnáms á flæmi því, er nefnt var í stofnskrá félagsins „Ruperts land“, en enginn. vissi þá takmörk 'þess. En reynsl'an átti eft- ir að sýna, að aldrei í sögum hala neitt viðlíka mikil landflæmi verið seld á leigu með einu skjali og einni unddirskrift. Með einkaleyf- isveitingu Karls II. Bretakóngs árið 1670 hlaut félagið raunverulega umráðarétt yfir allri strönd Hud- sonflóa og síðan, eftir því sem lönd opnuðust, rakleitt vestur að Kyrra- hafi, og öll þau lönd, sem nú nel'n- ast kanadisku óbyggðirnar og gífur- leg flæmi. þar setn nú eru mið- og vesturfylki Kanada. Að vísu afhenti Alexander páfi VI. Spánverjum og Portúgölum gjörvallan hinn nýja lieim til helmingaskipt'a, eignar og ábúðar, en aldrei varð það nema nafnið eitt og draumur og ljar- stæða. En stofnskrá Hudsonfióa- félagsins reyndist þeim mun traust- ari og raunhæfari. Hudsoníióa-félagið sat síðan að völduin öldum saman, viei-tti geysi- legumauðæfum lveim til Bretlands, hafði 'inikil og víðtæk áhrif á sögu Kanada og Kanadamanna. Enn í dag bera mannabyggðir á Hudson- flóa-strönd merki lélagsins. Nú er sá tími liðinn fyrir löngu, að grávaran ráði stríði eða friði að kalla má. Loðskinn eru enn dýr- mæt, en þau eru nú til dags tekin á búgörðum frernur en í veiðilönd- um. Þó eru loðdýraveiðar í Kanada enn atvinnuvegur fjölda manna, 'einkum á norðurslóðum, og frá ■þessum löndunr berst mikið af dýr- mætri grávöru á heimstnarkaðinn. Höfn hveitilandanna. En siglingaleiðin til Hudsonflóa- stranda er ekki lengur dýrmæt af þeim sökum. Hún er dýrmæt vegna þess, að Hudsonflói er í nokkrum skilningi liöín hinna miklu hveiti- landa mið- og vestur ICanada. Hann má kalla höfn Winnipeg eða Saskatnhewan og Caigary. Stórfljót- in, er falla í Hudsonflóa vestan og sunnan úr landi, eru geng smáskip- u'm. En þannig er beint samband til dæmis frá Winnipegvatni um Nelsonfljót tjl Hudsonflóa um óra- vegu. Vegna legu flóans er hag- kvænrt fyrir sléttid'ylkin að senda hveiti sitt á markað með skipum, ersæk ja það til Hudsonflóa-hafnar- innar Churchill. En frá Winnipeg, miðstöð hveitilandsins Manitoba, er 800 kílómetrum styttri vega- lengd til Liverpool á Bretlandi, sé farið um Churchill og Hudsonflóa en unt Montreal og Lawrencefljót, og frá Edmonton í Albertafylki er munurinn 1600 kílómetrar. Churchill er því orðin mikil út- skipunafhöln á hveiti og öðru korni sléttubænda, en háð þeim náttúruskilyrðum, sem norðlæg lega og íslagt innhaf skapar. Sigl- ingatíminn er 'aðeins skammur, ör- fáar vikur hásumarsins, en þá streyma skipin til Churchill og eru fiermd ómöluðu hvciti úr stór- um hleðslustrokkum, sem geyma það fyrir bændur til þessa tíma. Þá er alveg vafalaust, að þegar sá draumur rætist, að við íslendingar komum okkur upp kornmyllu og tökum að mala og sekkja okkar korn, eins og við eigum vissulega að gera sjálfir, þá sækjum við það ekki á skipum okkar suður til New York eða Montreal, heldur þá leið, sem er langt stytzt fyrir okkur og hagkvæmust, — um kverk Huclson- flóans til Churchill. En sú leið er nær því beint í vestur frá Islandi. Það er kannske ekki fjarlægur draumur, að íslenzk skip sæki sléttukornið til Jressara stranda, sem eru flestum Islendingum ókunnar í dag — flestum, en ekki öliu-m. Því að einnig á þessum slóðum, og raunar hvar sem komið ’cr í Kan- ada, rekst maður á íslendinga. Þeir -eru þó ekki sagðir nem-a rösk 20 þúsund alls í landinu og taldir flestir í mið- og vesturfylkjunum. En furðanlega hcfur þeim samt tek- izt að dreifa sér um landið, og þessi staðreyncl styrkir þá skoðun, að við séum miklir ferðalangar og ævin- týramenn að eðlisfari, unitm lítt kyrrsetum og tióglífi, len kjósum frekar áhættur og erfiðí. Eða má ekki líka sjá ævintýraþrána í því, livernig þessi kynslóð tekur til höndum við að byggja upp l'andið nú í dag? Komið til Fort ChurcliilL En nú skal staðar numið að sinni með að lýsa sögu landkönnunar við Hu-dsonflóa eða ræða sögu Hud- sonflóa-félagsins; hvort tveggja geta þeir sem vilja, kynnt sér af bók- um. Er sá fróðleikur, er ég hef hér þulið, líka að sjálfsögðu sóttur í -bækur og að mestu leyti grafinn þar upp úr -gleymsku nú í sumar er leið, er ég átti fyrir höndum að heimsækja þessar slóðir og dveljast um stund í Fort Churchill við ósa Churchill-fljóts, en þar er sögu-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.