Dagur - 17.12.1955, Síða 10
10
JÓLABLAÐ D AGS
sína. Hann bjó með konu og barni
í timburhúsi, sem hann hafði þá
nýlokið við að byggja. I>að var
stórt, en myndi ekki talið nýtízku-
íbúð hér hjá okkur. Úr forstbfu var
gengið beint inn í eldhúsið, sem
var í senn eldhús, borðstofa og dag-
stol'.a. Kuldaúlpur og leðurjakkar
voru hengdir á króka, en byssur á
veggi. Bakarasveinninn frá Kaup-
mannahöfn er orðinn veiðimaður í
Cliurcliill við Hudsonflóa. Á vetr-
um gengur hann á skíðum með
byssu um öxl og leggur að velli
héra, refi og carbiou-hreindýr.
Þótti mér örlög danska bakara-
sveinsins nokkuð iinnur, en vænta
mátti að óreyndu. Þeim hjónum
'þótti Veturinn langur og strangur,
en efnahagsafkoman allgóð. Húsið
sagðist hann myndi eiga skuldlaust
eftir 5 ára vist í landinu.
Norðmaðurinn leystur út með
gjöfum.
jVorðmanninum varð líka vel
agengt. Hann uppgötvaði að helztu
framkvæmdamenn þorpsins og að-
alkapítalistar voru norskir feðgar.
Gengum við allir því á fund þeirra.
Þetta var fyrirfólk; okkur var boðið
til stáss-stofu, sem var vel búin hús-
gögnum. Norðmennirnir voru rót-
grónir í Churchill, höfðu komið
sér vel fyrir. Sonurinn hafði verið
á herskipum á Kyrrahafi á stríðsár-
unum og ræddi gjarn'a um dvöl
nteð blóðheitum. Suðurhafseyja-
meyjum á kóraleyjum jaeirra ævin-
týraslóða; en hér í Churchill átti
liann samt heima, og hér ætlaði
liann að byggja sitt hús til fram-
búðar.
Norðmaðurinn okkar naut jress,
'að hans menn voru norskir fyrir-
menn þeirra, er við hittum Jætta
kvöld, því að hann var leystur út
með gjölfum. Fengu landar hans
honum mikinn hvítabjarnarfeld að
skilnaði, og var það höfðingleg
gjöf. Hafði sonur hússins lagt björn
þann að velli í marzmánuði þá um
veturinn allskammt frá Churchill.
Að áliðnu kvöldi snerum við þre-
menningarnir til flugstöðvarinnar
og bárum feldinn í milli okkar.
Þótti ítölsku, frönsku og grísku
ferðafélögunum það mikilfengleg
sjón, er við Norðurlandabúarnir
birtumst hróðugir með hvítbjarn-
arfeldinn í milli okkar. Og víst var
gjöfin góð og vitnaði um norræna
höfðingslund.
Sérkennileg byggð.
Snemma næsta morgun var lagt
af stað frá Churchill. Vegalengdin
til næstu lendingarstöðvar revndist
2200 kílómetrar. En margar
klukkunstundir liðu, áður en sást
til byggða. Freðmýrin og hinn
strjáli skógur norðurslóða þessara
er tilbreytingarsnautt land. F.n við
ós Churchillfljótsins er sérkennileg
og sögurík byggð, sem gaman er að
minnast. H. Sn.
c-
1