Dagur - 17.12.1955, Side 13

Dagur - 17.12.1955, Side 13
JÓLABLAÐ DAGS 13 inn í fögrum hvammi. Þar beið Kormlöð hans með litla drenginn. Vfeggir og þak hússins var hvort tveggja grænt og samlitt umhverl- inu. Það bar því ekki mikið á þess- um lyrsta bóndabæ á ÍMandi. Úti í'yrir tók Kormlöð glaðlega á móti honum með kossi. En dreng- urinn teygði litlu hendurnar í átt- ina til hans. Hann fagöi þá körfuna frá sér við húsvegginn og tók dvenginn í i'angið. ,,Þú hefur veitt lítið í dag, góði minn.“ ,,Já, netið var flækt í ann'an end- ann. En ég fann andarhreiður." ,,Það var gott. Ég ætla þá að sjóða egg lianda drengnum. Hann •er orðinn leiður á silungnum.“ ,,Já, gerðu það væna mín. En hvar er pabbi þinn?“ „H'ann gekk hérna suður fyrir vatnið til að tína sprek í eldinn.“ „Segðu mér eitt, Kormlöð. Er föður þínum larið að leiðast hér hjá okkur?" „Ég er hrædd um, að hann þrái hcim til írlands, þó að hann minn- ist lítið á það. En þó að svo ólíklega vilji til, að tækifæri bjóðist, vill hann ekki fara, nema ég komi með honum. Ég er eink'abárn hans eins og þú veizt.“ „Já, það er eðlilegt, að honum þyki dauflegt hér. Og lítil er von um skipskomu hingað. En oft hef ég dáðst að pabba þínum að vilja leggja með okkur í þetta ævintýri" „Okkur lrefur liðið vel hér. Nátt- f'ari. Hér hef ég lifað inínar sælustu stundir. Mér er nóg að hafa þig og drenginn lijá mér. Auðvitað þykir mér vænt um að hafa pabba líka. En hann verður þó að ráða gerðum sínum, ef tækifæri býðst til að flytja héðan.“ „Þú ert hetja, Kormlöð. Alltaf dáist ég meira og meira að þér. Þtt er heil í ást þinni, þess vegna liefur þú kosið þér þetta fábreytta líf í útlegð mcð mér.“ „Þú hefur einnig kosið þetta líf vegna ástar þinnar. En við írar er- um heilir bæði í ást og hatri." „Mér linnst aðeins eitt skorta hjá okkur. Það er að hafa einhvcrjar skepnur. Ég vildi við ættum geit eða kú, svo að við gætum fengið •mjólk handa barninu. Hér eru líka úrvals liagar fyrir skepnur og nógar engjar.“ „Það er ntx ekki til neins að tala um J>að, góði minn. Við förum ekki á bátkænunni okkar yf'ir hal ið. En við verðum að afla okkur þorskalýsis í sumar til að hafa nóg af jiví handa barninu í vetur, þegar ég liætti að hafa það á brjósti. En drengurinn hefur dafnað vel l’ram að Jiessu.“ „Já, þú ert hraust, Kormlöð, og nægjusöm. Það lief ég vitað fyrir löngu." Nú sáu Jiau hann koma sunnan með vatninu. Hann héll á sprekum í báðum höndum. En þau voru lmndin saman með víðitágum. Þegar hann kom heint að bæn- um, heilsaði hann heimafólki. „Þarna fannstu góð sprek, pabbi. Ég ætla þegar að kveikja upp í hlóðunum, og sjóða nýja silunginn og egg handa barninu. Viltu slægja silungana fyrir mig, af því að Nátt- l'ari er með barnið?“ „Ég skal gera Jiað. Annars tíndi ég saman mikið af sprekum, sem ég sæki smám saman. í holtinu sunn- an við vatnið er mikið af dauðum hríslum. Það verður góður eldivið- ur til vetrarins. Og svo fann ég eitt rjúpnahreiður. En hún bar sig svo illa, að ég tímdi ekki að taka egg- in.“ Hann fór Jrví næst að slægja sil- unginn, en Jiau fóru inn með þarnið. „Babbi lengi burtu. Babbi vera heima,“ sagði drengurinn og klapp- aði pabba sínum hlýlega á vang- Eiríkur Sigurðsson. íl 1 i 4im ltjm ob m ta a m Að jólum Ljósanna Ijós skini i skammdegi svörtu, skœrast logi hin björtu Ijósanna Ijós! Rósanna rós út sjiryngi öllum og veiti ilminn, — og heimilin skreyti rósanna rós! Jól, heilög jól, gefi, að gjörvallir lýðir gleðjist um friðarins tiðir, jól, heilög jól! Eilífa vald! Hljórna frd háliðalögum helga með jólanna dögum, eilífa vald! Algóði Guð! Hjörtu vor frið þinn lát finna, fögnuð'inn jólanna þinna, algóði Guð! Sólnanna sól Ijómar urn löndin og höfin, lýsir um skýjanna tröfin, sólnanna sól. Ljósanna Ijós skin inn i skammdcgið svarta, skœrast logar hið bjarta Ijósanna Ijós. Gunnar S. Haldal. ann.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.