Dagur - 22.12.1965, Blaðsíða 24

Dagur - 22.12.1965, Blaðsíða 24
I 24 VORIÐ 1934 er mér minnisstætt af tvennum sökmn: Þá í'crmdist ég í Vallakirkju og fékk m. a. að gjöf frá þremur góðum konum á Akureyri reiðhjól, forláta grip. Það var á hvítasunnu seint í maí. Og annan júní skeði hinn atburðurinn. Sá dagur var ekki frábjrugðinn mörgum öðrum vordögum í sveit, þ. e. a. s. vel fram yfir hádegi. Sól- skin var og blíðuveður eftir fremur kalt vor. Fannir voru enn miklar í háfjöllum kringum Svarfaðardal, en vel gróið hið neðra. Sauðburður var um garð genginp og kýr höfðu verið leystar út á ýmsum bæjum. Svqital'ólkið staidaði að■ vorverkum á hverjum bæ. Hér á Tjörn var. góð viðriðog þurrkurinn notaður Lil að stinga út úr fjáirhiúsutu. Trausti á Ingvörum i (Trausiti i P.étóitsspn nú prófastúr Sunmjíýliitka) >vafvJrér á vinnu daginn þann og stakk taðið. Tveir drengir, Tommi og Tóti, báru til dyra. Tvær stúlkur klufu taðið með þar til gerðum járnsveðj- um. Sjálfur hafði ég þann starfa að hjóla taðhnausunum á börum frá húsdyrunum út á blettinn til kven- anna. Nú stóð ég í króardyrunum og JÓLABLAÐ DAGS HJORTUR E. ÞORÁRÍNSSON: Pá skajf jörðin jjví gl og pvi gieymi eg a lclrei beið eftir hnausum. Ég hallaðist upp að dyrastafnum og studdist við gaffalinn. Þá reið höggið. Skyndilega lieyrðist gnýr mikill eða jjytur í lofti og á sömu andrá eða Jrví sem næst tók jörðin að bif- ast undir fótum mínum, fyrst hægt en síðan með meiri hraða unz hrist- ingurinn var orðinn svo feykilcgur, að mér fannst Jrví líkast sem ég stæði á dúki, sem tveir menn kipptu fram og til baka undir fótum mér eða jrannig hefur Jrað geymzt í minn ingunni. Öðru man ég þó enn betur eftir, cn það var hávaðinn allt í kringum migJiÞar átti aðalsök bárujárnið á húsjrökunumj sem glamraði með ó- r( skaplegum .látum. Ég sá strákana, sem báðir voru að konra innan króna, stingast hvorn ofan á sinn taðhnausinn, og síðan hrökklaðist ég eitthvað aftur á bak frá húsun- um og man ekki meir, fyrr en jörð- in var aftur orðin kyrr og gaura- gangurinn liðinn hjá, enda munu ósköpin ekki liafa varað nema brot úr mínútu. Ég leit ruglaður.í kringum mig. Hrossastóð, sem verið hafði á beit skammt fyrir ofan girðinguna, var nú í uppnámi og tekið á rás til fjalls, ákaft baul heyrðist úr fjós- iuu.,Mér varð litið upp í fjallið. Fannirnar, sem áður voru skjanna- hvítar, voru nú senr óðast að verða röndóttar af leirskriðum. Allt í einu voru foreldrar mínir og systir, sem liöfðu verið inni, k!omin út og til okkar hinna; pabbi var með rakhníf í hendinni og hálft andlitið hvítt af skeggsápu, því að hann var að búa sig á fund, sem halda skyldi í þinghúsi hreppsins þennan dag. Allt var kyrrt og hljótt og enn skein sól í heiði, en sjállum fannst mér nú kyrrðin búa yfir svikum, og ég man að ég jóskaði jrá og næstu stundirnar að hann h.vessti raTi- legaæða a. m. k. gerði dálitla rign- ingárskúr, eitthváð sem ryfi jressa óhugnanlegu kyrrð. F.n 'mér varð ekki að þeirri barnalegu ósk minni, Jiví allan daginn og marga næstu daga hélzt sama blíðskaparveðrið með hiturn og snjóbráði svo að vötn uxu óðflúga. Strax um kvöldið voru vatnavextir orðnir eins og Jreir gerast mestir í Svarfaðardal, neðri hluti dalsins eitt samfellt stöðuvatn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.