Dagur - 22.12.1965, Blaðsíða 44
44
Wulffs á Akureyri. Allt var loftið
tjaldað innan hvítum léreftum, og
var salurinn prýddur flciggum og
Ijósum og þótti þá ekki óveglegri
mörgum kirkjum.
Þessi mikla aðsókn vakti enn
íiýja áhugaöldu, svo að nú var þess
beðið með óþreyju, að hinn afdni
og heilsuveili prófastur safnaðist til
feðra sinna. Var ])ess lteldur ekki
mjög langt að bíða, því að hann
andaðist fám árum seinna, 17. okt.
1859.
Kirkjusmíðin liafin.
Aðeins nokkrum vikum eftir lát
prófasts, hinn 23. nóv. 1859, sóttu
Akureyringar enn, sem sámþykki
sóknarbænda, um það lil konungs,
að Hrafnagilskirkja mætti leggjast
niður og tekjur hennar flytjast til
væntanlegrar kirkju á Akureyri.
ákar þetta leyli veitt með konungs-
bréfi 29. júní 1860.
Nú var tekið á ný að safna lof-
orðttm um framlög til kirkjubygg-
ingar á Akureyri, því að gömlu
gjafaloforðin frá 1848 voru flest að
engu orðin. Þeir, sem þá höfðu
heitið gjiifum, voru nú margir
dánir en aðrir fluttir burt. Sumir
voru orðnr svo gamlir og fátækir,
að þeir gátu lítið af mörkum látið.
Fengust því að þessu sinni ekki
nema um 516 rd. En til viðbótar
vð þetta kom ,,portion“ Hrafna-
gilskirkju, setn í fardögum 1860
nam 876 rd., auk þess sem sjálf
kirkjan var metin á 400 til 500 rd.
En ekki mátti selja hana til niður-
rifs fyrr en nýja kirkjan væri orðin
messufær. Var því ]>etta síðasttalda
fé ekki handbært að sinni.
Sennilegt var talið, að kirkja
næglega stór og sómasamlega búin
gripum mundi kosta þrjú til fjögur
þúsund ríkb’dali, og vantaði ])ví
mikið fé til kirkjusmíðinnar.
Hvorki fékkst styrkur né lán frá
kirkjustjórninni, svo að það varð
helzta úrræði bygginganefndarinn-
ar, en í henni voru Eðvald Möller
og Páll Th. Johnson, verzlunar-
stjórar, og Jón Finsen liéraðslækn-
ir, að sækja um 1000 rd. lán hjá
Möðruvallaklausturskirkju, svo að
hægt væri að hefja byggingu þegar
í stað. Fékkst þetta lán með 3%
ársvöxtum til tíu ára, þannig að
greiða skyldi 100 rd. á ári. Var þá
fyrir hendi, þegar reiknað var með
gjafafénu og innistæðu Hrafnagils-
kirkju alls 2392 ríkisdalir.
Reisugildið.
Þótti nú fært að hefja smíði
k irkjunnar á iitmánuðum 1862, og
miðaði byggingu hennar svo vel á-
fram, að reisugildið var haldið 28.
maí um vorið með mikilli viðhöfn.
Þetta var miðvikudaginn fyrir upp-
stigningardag og segir svo um þenn
an atburð í Nórðanfara (I. ár., bls.
60): „Fagnaðarveifa var á hverri
stöng og siglutré, fallbyssunum var
skotið, svo að bergmálaði í fjöllun-
um.... blómakrans festur upp á
grindina, gleðiópin hljómuðu,
staupin klingdu full af hinum
gleðjandi og hressandi liig, sem oft-
ast verður að vera annars vegar þá
mikið er um dýrðir og samkoma
manna á að vera sem indælust og
minnilegust." En ritstjórinn bætir
svo við: „F.n oss yirðist Bakkus
ætti hvergi nærri að koma við slík
tækifæri, fremur en erfisdrykkjur
. . . ,'og aðra álvarléga atburði. Það
lrefði miklú betur átt við að'fá sökn
arpréstinú til að flytjá andlega
ræðu óg' syngja fágran sálm.“
Af þessú virðist méga ráða, hð
cnginn prestur hafi vérið nærri
staddur og er það reyndar mcrki-
legt, ef svo hefur verið. Yfirsmiður
jTessæ'ar kiikju var Jón Stefánsson,
trésmíðameistari. Kirkjan var 24
álna löng, 14 álna breið, 5% alin
undir bita og hvelfing 2]/2 alin. Var
það einkum gagnrýnt við bygging-
una, að turninn væri yfir austur-
enda og þótti sumum það ganga
JÓLABLAÐ DAGS
,
bneyksli næst. En inngangur var að
vestan, altari undir austurgafli og
prédikunarstóll milli kórs og fram-
kirkju eins og venja er til. Ekki
kom' ofn eða söngloft í kirkjuna
fyrr. cn mörgum árum seinna og
mun turninn þá hafa verið færður
og gerð forkirkja að vestan.
Þegar komið var frarn í febrúar-
mánuð 1863 voru peningar til
kirkjubyggingaririnar mjög á þrot-
um og horfði óvænlega um fram-
hald byggingarjnnar. Þá buðust
tveir menn úr byggingarnetndinni,
verzlunarstjórarnir Eðvald Möller
og Páll Th. Jolnrsen til að lána fé
sem þyrfti til að ljúka innbyggingu
l.irkjunnar, svo að hún gæti orðið
messuher í fardögum, Urðu allir
þessu fegnir og var þá aftur tekið
til við kirkjusmíðina og unnið ó-
sleitilega að henni þangað til henni
var lokið.
Fyrsti söngflokkurinn.
Engar heimildir hef ég í hönd-
um um vígslu Akureyrarkirkju, en
sjá má það af dagbók Sveins Þór-
arinssonar að hún hefur farið fram
sunnudaginn 28. júní 1863. Svo
undarlega bregður við, að þessa
atburðar finnst varla getið í Norð-
nnfara, eins og áhuginn virðist þó
hafa verið mikill fyrir kirkjubygg
ingarmálinu til ])ess tíma. Segir
aðeins í smáletursgrein allra síð-
ast í júlíblaðjnu, að kirkjan hafi
verið , vígð af sóknarprestinum
séra Daníel Halldthssyni prófasti
4 sunnudag .eftir trínitatis að við-
stödduni 315 manns og venjuleg
messugcvð flutt. á ef'tir. Ilins veg-
ar er þess getið í ágústblaðiriu, að
þegar messað hafi verið í kirkj-
unn í fyrsta sinn hafi söngurinn
þótt takast heldur ólaglega, og
varð þetta til þess, að Bcrnhard
Steincke, verzlunarstjóri, Jón Fin-
sen héraðskeknir og Jóhannes
Halldórsson cand. theol. tóku sig
saman um að „stofna söngskóla,