Dagur - 22.12.1965, Blaðsíða 26

Dagur - 22.12.1965, Blaðsíða 26
26 JÓLABLAÐ D AGS fölkið, flest a. m. k.: Fyrst þytur í eyrum, senr vakti ákaían hjartslátt og maður hélt niðri í sér andanum. J næstu andrá titringur undir fót- um manns og enn meiri hjartslátt- ur. Síðan dó titringurinn nt og maður varpaði öndinni léttara. — J’etta varð þó ekki meira að þessu sinni. I}etta taugastríð urðu Svarfdæl- ir að búa við allt hið ógleymanlega sumar 1934 o<> raiinar lanm fram á O O vetur. Fyrstu vikurnar a. m. k. leið ckki sá dagur, að ekki kæmu fleiri cða færri kippir, en það er skennnst frá að segja, að enginn jreirra komst í hálfkvisti við þann fyrsta og ollu heldur engu tjóni á mannvirkjum. Þeir voru hins vegar býsna skæðir við að brjóta niður taugastyrk inargra manna, einkum þeirra, sem vciklaðir voru lyrir. Sjálfur var ég æðismeykur. Þó var forvitnin öllu sterkari þennan fyrsta dag. Mig dauðlang- aði til að sjá hvernig umhorfs væri á Dalvík, svo ég fékk leyli til að skreppa þangað niður eftir, enda var ekki neinn vinnuhugur í mann- skapnum lengur. Kom nú hjólið í góðar jrarfir. Ég hjólaði sem leið liggur. Hér og þar voru sprungur yfir jrveran veginn og nokkur ræsi löskuð. A cinum stað út undir Dal- vík var svo víð sprunga, að ég vildi ekki hætta hjólinu í svo ljóta tor- færp.og Jyfti því þess vegna ylir. j Þegar niður að Ásgarði' kom, sem er skamöit fyrir framan sjálft kaup- jtúnið, blasti viðurstyggð eyðilegg- ingarinnar við- í Ásgarði var ný- byggt íbúðarhús, steinsteypt, kjall- ari og tvær hæðir, en lítið að flatar- máli. Húsið stóð að vísu nokkurn veginn í allri sinni hæð, en ekki voru jjað útveggirnir, sem héldu því uppi, heldur miklu fremur inn- viðirnir, því veggirnir voru allir kurlaðir og gúlpuðu út á ýmsutn stöðum allískyggilega. Fólkið var að sýsla við búslóðina, sem að einhverju leyti hafði verið borin út fyrir vegg í skyndingu. Ekki er að orðlengja jrað, að svip aða sjón var að sjá við fjöhnörg hús á Dalvík þegar jrangað kom, en að auki voru tjöld komin upp á ýms- um stöðum, j)ví að fáir kærðu sig um að gista í húsum sínmn-þá og næstu sólarhringana. Lambhagi. — Húsið þar sem sængur- ltonan var. Hér verður ekki frekar gerð til- raun til að lýsa ástandinu á Dal- vík eftir þennan atburð, heldur birtar nokkrar myndir, ])\ í sjón er sögu ríkari ef tnyndirnar koma vel út. En margár sögur um atburði dags ins gengu manna á nreðal og bárust fram um sveitina þá og næstu daga: í húsinu Latnbliaga hafði hús- móðirin alið meybarn rétt áður en jarðskjálltinn dundi yfir. Rusl úr veggjum og lofti hrttndi yfir rúm sængurkonunnar, en í eldhúsinu skall leirtausskápurinn um koll og eldavélin steig dans unt gólfið, svo sonur hjónanna (Þorgils Sigurðs- son. nú símstjóri), komst ekki iit, Jrótt ltann feginn vildi. Sængurkon- an bað ljósmóðurina að forða sér út með barnið, en sjálf beið hún hin rólegasta, þangað til menn komu til aðstoðar og báru hana út. Lárns Frímannsson, jtá nýfluttur úr Háagerði niður á Dalvíkina, var inni í hésthúsi hreppsins að leggja við hross, sem haim átti þar innst inni í húsinu. Húsið var annars fullt af hrossum, því að margir sveitamenn voru í kaupstaðarferð einmitt Jaennan dag. Þegar ósköpin dundu yfir, hófst feykilegur darra- dans í hestlnisinu, og þótti Lárusi, sem nú væru góð ráð dýr, ef hann ætti að sleppa h’eill úr hildarleikn- um. CJreip hann til Jress heillaráðs, að snara sér á bak hestinum, sem um leið tók undir sig stcikk og rudd- ist í gegnum Jrvöguna allt fram að dyrum. Þar stökk Lárus af baki og komst út meðan jörðin lék enn á reiðiskjálli. S:i hann sjávarbakkann Iraman við hesthúsið ganga í bylgj- um og sprungur opnast í kantinn. í>egar hann kom heim, að skammri stundu liðinni, voru konurnar ný- búnar að slökkva eldinn í eldavél- inni sem lá á livolfi frammi á miðju gólfi. Baldvin þihannsson, útibússtjóri og kona lians, Stefanía Jónsdóttir, höfðu verið úti í Hrísey að tína kríuegg kvöklið áður og ekki kom- ið heim fyrr en seint um nótt. Með jreim var í för meðal annarra bróð- ir Stefaníu, Oskar (nú langferðabíl- stjóri), J)á 8—9 ára gamall og svaf liann eníi í herbergi þar í húsinu. Frúin átti tvær stórar skálar kúf- lullar af kríueggjum, sem stóðu á eldhúsborði. Nú dundi jarðskjálft- inn yfir og fór allt af stað í húsinu. Meðal annars hoppuðu eggjafckál- arrtar niður á gólf og varð niinna úr þeirri lífsbjörg en efni stóðu til. Fn nú var um arlnað að hugsti eil nokkur brotin kríuegg. Hitt var heldur að bjarga’ungbarni, senr lá í \öggu sinni útí á svöluin hússins og svo að \’itja utrt drenginn í her- berginu. En jrégar átti að opna dyrnar, sem gengu inn, reyndist Jrað ekki auðgertl Rúm Óskars, sem staðið hafði undir vegg andspænis dyrum, hafði Jrá henzt yfir jrvert

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.