Dagur - 02.10.1980, Side 4

Dagur - 02.10.1980, Side 4
TELEX TELEX TELEX TELEX TELEX TELEX TELEX TELEX TELEX TELEX R Á ,BOTNI VERALDAR HR. FRETTAM., HERMANN SVEINBJORNSSON, C/- RIKISUTVARP ISLANDS, UTVARPSHUSID REYKJAVIK, ICELAND. SAELL VERTU. KVEDJA FR SUDUR- POLNUM. EG ER KOMINN NIDUR A ,BOTN‘ VERALDAR AFT- UR. STARFA THAR A VEGUM ASTRALSKA RIKISINS A VISINDA- OG VEDURATHUGUNAR STOD SEM HEIT- IR„MAWSON“. EG ER EINN AF 4 LOFTSKEYTAM. HER. THESSI STOD ER SU STAERSTA AF THREMUR SEM ASTRALSKA RIKID STARFRAEKIR A SUDUR- HEIMSKAUTS- LANDINU. HUN ER LIKA LYKILSTOD I FJARSSKIPTA KERFI SUDUR SKAUTSINS. THAD SEM KALLAD ER DREIFINGA STOD. (RELAY STATION). VID SOFNUM UPPLYSINGUM (DATA) FRA STODVUM AF YMSUM THJODERNUM (RUSSAR, S-AFRIKA, FRAKKAR, JAPANIR) OG KOMUM THEIM ALEIDIS, ADALLEGA TIL MEGINLANDSINS AFRIKU (PRET- ORIA) OG ASTRALIU (MELBOURNE). THADAN ER THEIM SIDAN DREIFT UM ALLAN HEIM. STARFID ER BAEDI FJOLBREYTT OG SKEMMTILEGT. NUNA ER VOR I LOFTI A SUDUR POLNUM. VET- URINN VAR LANGUR OG DIMMUR EN OVENJU MILDUR. FROST FOR NIDUR I 36 STIG (CELSIUS) OG VINDHRADI UPP I 115 HNUTA. ALGENGAST ,KULDA- STIG‘ YFIR VETRAR MANUDINA ER MINUS 30 STIG. DVOL OKKAR SEM HAFA MANNAD THESSA STOD SIDAN I LOK DESEMBER’80 ER SENN A ENDA. VID YFIRGEFUM STADINN OG SIGLUM TIL MELBOURNE I LOK FEBRUAR ’81. THA TAKA VID NYIR MENN. VID HLOKKUM ALLIR TIL AD KOMAST I ,HLYRRA‘ LOFTSLAG OG SJA VINI VANDAMENN EFTIR 15 MANADA EINANGRUN A KALDASTA LANDI JARDAR. DAGUR VILHJALMSSON LOFTSKEYTAM., M AWSON-ST ATION, ANTARCTICA. (AAT-AUSTRALIAN ANTARCTIC TERRITORY) i» hann var loftskeytamaður. Hann sagði meðal annars frá því, að á frívöktum sínum stundaði hann útilegur og náttúruskoðun og byggi þá í tjaldi. Nú er Dagur aftur kominn á Suðurskautið og þaðan barst meðfylgjandi skeyti frá hon- um. Við ætlum að reyna að senda nafna hans til hans, þ.e.a.s. þetta eintak af Degi, með góðri kveðju frá okkur og foreldrum hans, sem nú búa á Húsavík. Þau heita Vilhjálm- ur Sigtryggsson fyrrum odd- viti á Þórshöfn og Kristrún Jóhannesdóttir. Þau voru svo væn að lána okkur þessar myndir af syni sínum og fé- lögum hans í Mawson-stöð- inni í Suðurheimskautsland- inu. Dagur er lengst til hægri á stóru myndinni. Hin myndin er tekin á hafnarbakkanum í Melbourne í Ástralíu. Nú er vor í lofti á Suður- pólnum. Eftir nær samfellda nótt kemur nær samfelldur dagur. Þar er allt öfugt við það sem er hér á norður- hveli jarðar. Þar er nótt þegar hér er dagur, sumar þegar hér er vetur og þar standa menn á haus, miðað við okkar stöðu í alheims- kerfinu. Dagur Vilhjálms- son frá Þórshöfn er einn þeirra sem snýr iljunum upp, miðað við okkur á norðurhveli. Hann er and- fætlingur okkar og starfar sem toftskeytamaöur í ástr- alskri vísinda- og veðurat- hugunarstöð. Hann sendi okkur skeyti frá Suður- heimskautslandinu, sem millilenti á f.éttastofu út- varpsins á Skúlagötu í Reykjavík. Skýringin á þessu er sú, að einn starfsmanna þessa blaðs átti útvarpsviðtal við Dag Vil- hjálmsson fyrir u.þ.b. tveimur árum síðan. Þar greindi hann frá störfum sínum og veru á Suðurskautslandinu, þar sem TELEX TELEX TELEX TELEX TELEX TELEX TELEX TELEX TELEX TELEX Norðlenskir umsjónar- menn Litla barnatímans Gréta Ólafsdóttir, kennari við Oddeyrarskólann hefur að undanförnu annast barnatíma í útvarpinu og mun gera það út október, en þá tekur Heiðdís Norfjörð við og Nanna G. Jónsdóttir verður með þáttinn í desember. Allar eru þessar konur Akureyringar, en um- sjónarmaður barnatíma út- varpsins hefur lagt á það áherslu að þjálfa fólk utan Reykjavikur í að stjórna bamatímum. „Þessi þáttur er á föstudögum, þegar allir eru í búðum, og börnin úti að leika sér, en þátturinn er á dagskrá klukkan 5.20. Hann nefnist Litli barnatíminn og und- irtitillinn er: „Þetta viljum við heyra“. Síðara nafnið kom til af 4.DAGUR því að ég fékk börn úr Oddeyrar- skólanum til að hjálpa mér við að flytja efnið og velja það sem þau héldu að krakkar vildu hlusta á“, sagði Gréta Ólafsdóttir, þegar blaðam. heimsótti hana og Björgvin Júníusson í hljóðhúsið við Norðurgötu, en þar voru þau að leggja síðustu hönd á barna- tíma. Gréta sagði að það væri e.t.v. erfiðast að finna börn til þess að lesa í útvarpið, því þó börnin væru góð að lesa í skólanum giltu aðrar reglur um upplestur fyrir útvarp. Til þess að kenna börn- unum að lesa vel hefur Gréta hafið nokkuð nýstárlega keppni í bekk sem hún kennir. Keppnin er fólgin í því að börnin lesa eins lengi og þau geta — án þess að gera vitleysur. „Þetta hefur gefist vel,“ segir Gréta, „en ég æfi þau í skólanum á morgnana og kem með þau hingað seinni partinn og þá hefur þetta gengið miklu bet- ur“. „Ég hef blandað efninu mjög mikið. Þetta eru t.d. stuttar sögur eða brot úr þeim“, sagði Gréta er hún var spurð um á hvað hún hefði lagt áherslu í efnisvali. Hún sagðist m.a. hafa reynt að kynna bækur sem hún hefði lesið sjálf fyrir mörgum árum og börn þekkja lítt í dag. I því sambandi nefndi Gréta bókina „Þegar við Kalli vorum strákar“ og bækurnar eftir Ármann Kr. Einarsson. Þar koma við sögu Olli ofviti, Árni í Hrauni og Gussi eins og þeir þekkja sem lásu bækurnar hans Ármanns. „Ég hef tekið eftir að krakkarnir hafa haft mjög gaman af því að lesa þessar bækur um leið og þeir hafa uppgötvað að þær voru til. Ég vann á bóka- safninu í Oddeyrarskóla um tíma og kynntist því þá eftir hverju krakkarnir spyrja aðallega, og hvað þau vita í rauninni lítið um hvað er til í safninu — nema þau heyri úr bók í útvarpi eða að bókin sé sérstök. Þetta er skemmtilegt starf og það er e.t.v. skemmtilegast að finna út hvað krakkarnir vilja hlusta á“, sagði Gréta að lokum. — Enginn vilí reka ... (Framhald af bls. 1). Þá sagði Vigfús að ekki væri enn fyllilega komið í ljós, hvort laxa- stiginn með tilheyrandi útbúnaði þjónaði sínu hlutverki sem galla- laust mannvirki. Talið væri að nið- urgöngulax hefði farið í vélar virkjunarinnar, en ekki niður stig- ann. Sést hafa stórskemmdir laxar, sem taldir eru hafa farið i gegnum túrbínur virkjunarinnar. Um þetta atriði sagði Knútur Otterstedt, að alltaf hafi verið vitað að svona gæti farið, því langtímum saman notaði virkjunin allt vatn árinnar. Hugmyndir voru uppi um að taka laxinn í gildrur við Grenj- aðarstað og flytja hann uppfyrir, en slíkt hefði kostað brotabrot af því sem þessar framkvæmdir eru búnar að kosta, sagði Knútur. Hann vildi ekki fullyrða neitt um hver kostn- aðurinn væri, en heyrst hefur að kostað hafi um einn milljarð á nú- virði að reisa þetta mannvirki, sem enginn virðist nú vilja annast reksturinn á. Fiskvegurinn sem útbúinn hefur verið og umræddur laxastigi eða raunar stigar eru í, nær alveg frá gömlu Laxárbrúnum og upp fyrir efri stífluna og er talinn lengsti fiskvegur í Evrópu. AU6LÝSIÐ í DEGI

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.