Dagur - 02.10.1980, Side 7
Niðurstaða rannsóknarinnar cr einfaldlega sú að bregðast þurfi við nú þegar og fyrirbyggja að frekari mengun geti átt sér stað. Mynd: Helgi Hallgrímsson.
’ , ...............
Astandið ekki eins slæmt
„Mengunarástandið í heild sinni
er ekki eins slæmt og ýmsir hafa
talið að það væri og við hefðí
mátt búast við núverandi að-
stæður. Á hinn bóginn verður
ekkert fullyrt um þær breytingar
á gróðri og dýralífi sjávarins í
innanverðum Eyjafirði, sem
kunna að hafa orðið á undan-
förnum áratugum vegna meng-
unar, því samanburð vantar frá
fyrri tímum. Samt ættu núverandi
rannsóknir að vera nokkuð stað-
góður grundvöllur til saman-
burðar við athuganir er síðar
verða gerðar til að fylgjast með
mengunarástandinu, en á því
hljóta allar ráðstafanir til úrbóta
að byggjast. Verði ekkert aðhafst
til úrbóta getur ástandið aðeins
og búist var við
þegar rannsóknir hófust
versnað og fyrr en varir getum við
setið uppi með „dauðan sjó“ segir
í heildarniðurstöðum.
Þar segir að í yfirborðslagi
Pollsins og innsta hluta fjarðarins
(innan Krossaness) séu áhrif
skólpmengunar auðsæ, einkum
nteð vesturlandinu, næst útrásum
skólpsins og í lygnum víkum.
Áhnfin koma m.a. fram í:
a) miklu magni saurgerla í yfir-
borðslaginu.
b) óvenju háu hlutfalli jurtanær-
ingarefna, einkum fosfórs.
c) litlu gagnsæi að suntrinu, sem
bendir til mikils svifgróðurs.
d) fátæklegum gróðri og dýralífi
í fjörum og á grunnum með
föstum botni.
e) óvenjulegu magni vissra dýra-
tegunda (orma) sem geta nýtt
úrganginn.
Sum þessara atriða má þó að
einhverju leyti skrifa á reikning
ferskvatns sem fellur í fjarðar-
botninn og hefur óheppileg áhrif
á sjávarlíf.
Djúplagið í Pollinum og álnum
þar fyrir utan virðist hins vegar
hafa orðið fyrir furðu litlum
áhrifum af skólpmengun. sem
fram kemur m.a. í:
a) nægilegu magni uppleysts
súrefnis við botninn og vönt-
un á brennisteinsvetni í leðj-
unni.
b) ríkulegu og fjölbreyttu botn-
dýralífi.
Skýringa á þessum mismun er
að leita í lagskiptingu sjávarins í
firðinum sem rekja má til fersk-
vatnsstreymisins í fjarðarbotninn
og mismunandi strauma í lögun-
um (Sbr. straumaskýrsluna).
Líklegt er þó að einhverra
„áburðaráhrifa" gæti á bolnlífið í
Pollinum, sem eigi þátt í að auka
magn sumra tegunda.
Aðgerða
er þörff
Nú hefur Náttúrugripasafnið
lokið sínu hlutverki í þessu verki
að sinni og heilbrigðisncfnd á
næsta leik. Reyndar var boðað
til fundar fyrir skömmu þar sem
þeir sérfræðingar sem unnu
skýrslurnar kynntu niðurstöður
þeirra fyrir heilbrigðisnefnd,
starfsmönnum bæjarins og
nokkrum bæjarstjórnarfulltrú-
um. Nefndarmenn munu nú
fjalla um málið og leggja frani
tillögur til úrbóta fyrir bæjar-
stjórn þegar þar að kemur.
„Sérfræðingarnir telja að
ástandið geti aðeins versnað og við
erunt sammála því. Það þarf að
grípa til einhverra aðgerða". sagði
Valdimar Brynjólfsson. heilbrigð-
isfulltrúi á fundi þar sem niður-
stöður rannsóknanna voru kynntar
fulltrúum fjölmiðla.
En hvað er hægt að gera til að
draga úr mengun? Valdimar kvað
það nauðsynlegt að setja ákveðin
mengunarntörk og hefjast handa
nú þegar. í því sambandi hefur
verið rætt um forhreinsun á þvi
skolpi sem rennur nú til sjávar.
Með forhreinsun er átl við það að
sett eru sigti í rörin og reynt með
því móti að sía úr föstu efnin.
Forhreinsun er fyrsta skrefið að
hreinsistöð en bæjaryfirvöld hafá
þegar tekið frá lóð fyrir slíka stöð
við Glerárósa. Þegar er farið að
vinna að því að safna saman út-
rennslisopum og má í því sambandi
minna á að sífelll minna skolp
rennur í sjóinn sunnan við Odd-
eyrartanga. Til dæmis hefur lögn-
um í Strandgötu verið snúið svo
skolpið rennur i safnæð i Gránufé-
lagsgötu. En hvenær mun svo full-
komin hreinsistöð rísa á Akureyri?
Þeirri spurningu er erfitl að svara.
Sjálfsagt mun þeim kandidötum
sem bjóða sig fram við bæjar-
stjórnarkosningar i framtíðinni
þykja vænlegra að lofa ntalbiki og
grænum svæðum en skolphreinsi-
stöð við Glerárósa.
ttna&wtoiilriim
Dæmi um nokkmvalkDSti af mörgum sem 'bjóöast.
SPARNAÐAR- TÍMABIL DÆMI UM MANAÐARLEGA INNBORGUN SPARNAÐUR í LOK TÍMABILS IÐNAÐARBANKINN LÁNARÞÉR RÁÐSTÖFUNAR- FÉ MEÐ VÖXTUM MANAÐARLEG ENDURGREIÐSLA ENDURGR. TÍMABIL
100.000 300.000 300.000 613.000 105.940 rz;
/ 125.000 375.000 375.000 766.125 132.425 o ,
IXlðxIlL, 150.000 450.000 450.000 919.250 158.910 man.
100.000 600.000 600.000 1.252.250 110.545
v—J , 125.000 750.000 750.000 1.565.062 138.181
maii. 150.000 900.000 900.000 1.878.376 165.817 man.
12 100.000 1.200.000 1.200.000 2.609.503 120.135
JJhO , 125.000 1.500.000 1.500.000 3.261.872 150.169
iliáii. 150.000 1.800.000 1.800.000 3.914.250 180.203 man.
Þúsundir fólks hafa notfært sér IB-lán
Iðnaðarbankans. Tilgangurinn er
auðvitað margskonar. Sumir sjá fyrir
þunga afborgun, aðrir hyggjast kaupa
sér eitthvað, - eða fara í ferðalag. Allir
eiga það sameiginlegt að sýna
fyrirhyggju, - hugsa nokkra mánuði
fram í tímann.
Margir notfæra sér líka þjónustu
Iðnaðarbankans, sem IB ráðgjafarnir
veita, hver í sínu útibúi. Þeir veita fólki
allar upplýsingar um IB-lánin og þá
fjölbreyttu möguleika sem bjóðast.
Vertu velkominn í Iðnaðarbankann og
ræddu við IB-ráðgjafana um IB-lán.
BanMþeirra sem hyggja aó foamtíómni
Mnaðarbankinn
Akureyri: Glerárgata7
Hafnarfjörður: Strandgata 1
Reykjavík: Dalbraut 1, Drafnarfell 14-18
Háaleitisbraut 58-60, Lækjargata 12
Selfoss: Austurvegur38
T
fl
11
E3
DAGUR.7
s
- .'
V,