Dagur - 02.06.1981, Blaðsíða 4

Dagur - 02.06.1981, Blaðsíða 4
NEI NÚ ER NÓG KOMIÐ Nú stofnum viö hreyfingu um aukið lýðræði í launþegahreyfingunni. Fuhdur í Alþýðuhúsinu n.k. fimmtudagskvöld kl. 20.00 Hópumræður. Og við verðum búin ekki seinna en kl. 22. MÆTUM ÖLL. Tilkynning frá Verkalýðsfélaginu Einingu Að gefnu tilefni vill stjórn Verkalýösfélagsins Einingar vekja athygli á eftirfarándi. Enginn getur orðið félagsmaður í Verkalýðsfélag- inu Einingu nema hann hafi áður undirritað inntökubeiðni og greitt fyrsta árgjald sitt til félags- ins kr. 20,00. Allir þeir sem hafa fengið félagsskýrteini Vlf. Einingar njóta forgangsréttar til allrar almennrar vinnu á félagssvæðinu. Geymið auglýsinguna. Stjórn VerkalýðsféJagsins Einingar. Almennir stjórnmála- fundir veróa haldnir sem hér segir. Þriðjudaginn 9. maí í Tjarnarborg Ólafsfirði kl. 20.30. Miðvikudaginn 10. maí 1 Víkurröst Dalvík kl. 20.30. Fimmtudaginn 11. maí í Hótel K.E.A. Akureyri kl. 20.30. Föstudaginn 12. maí í skólahúsinu á Grenivík kl. 20.30. Á fundina mæta alþingismennirnir Ingvar Gíslason, Stefán Valgeirsson og Guðmundur Bjarnason. Allir velkomnir. Stjórn Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra. Kennt á mikrotölvur á Akureyri: Gjörbylting í allri skrifstofuvinnu í nánd Að undanförnu hefur Tölvu- skólinn verið með byrjenda- námskeið í meðferð mikrótölva á Akureyri. Námskeiðið sóttu um 50 manns úr ýmsum greinum atvinnulífsins. Reynir Hugason, ieiðbeinandi á námskeiðinu, sagði að notkun tölva í atvinnu- lífi færi stöðugt vaxandi og þátttakendur á námskeiðum Tölvuskólans væru t.d. margir hverjir einfaldlega að kynna sér þá möguleika sem tölvur biðu upp á, en aðrir eru að bæta samkeppnisaðstöðu sína á vinnumarkaðinum. Reynir benti á að Ijóst væri að innan nokkurra ára yrði bylting á skrifstofum hvað tölvur áhrærði. Bein afleiðing tölvutækninnar er t.d. sú að nú geta lítil fyrirtæki með 3 til 10 menn i vinnu loks eignast og rekið sínar eigin tölvur. Lækna- stofur, fasteigna- og bílasölur, út- gerðarfyrirtæki og jafnvel einstaklingar hafa tekið tölvu- tæknina í sína þjónustu. Reynir sagði að hans fyrirtæki hefði t.d. gert forrit fyrir einu bílasölu lands- ins sem hefði tölvuvæðst. „Á fyrri- hluta námskeiðsins læra menn for- ritunarmálið BASIC, sem er einfalt1 og auðlært, en hér er um að ræða einar 30 skipanir. Á síðari hluta námskeiðsins læra menn að hag- nýta sér þessar skipanir, þ.e.a.s. að búa til forrit. Þá geta menn gert ýmis dæmigerð tölvuverkefni s.s. heimilisbókhald, skrifa út reikn- inga fyrir bílaleigur og vinna úr skoðanakönnun og ýmis fleiri verkefni. Auk þess snýst nám- skeiðið um það að kenna mönnum hvernig tölvur eru hagnýttar í at- vinnulífinu. Það gerum við með ýmsu móti. Við fjöllum um það í fyrirlestri hvað framtíðin ber í skauti sér á skrifstofum, en þar er ljóst að þar verður gífurleg tækni- bylting í framtíðinni,“ sagði Reynir Hugason. Umrædd bylting mun hafa náð fullum þunga um 1990 og sagði Reynir að möguleikar tölva á skrifstofum væru nánast ótæmandi. En byltingin mun einnig gera það að verkum að æ færri starfsmenn þarf til að sinna þeim verkefnum sem berast og sem dæmi má nefna að 30 til 50% af tíma vélritara fer í að endurrita verkefni. Með tölvum er slíkt úr sögunni. Fram til þessa hafa þjónustugreinarnar getað tek- ið við þvi fólki sem hefur komið á vinnumarkaðinn, en óvíst hvort svo verður mikið lengur. Fleiri smá- vægileg dæmi má nefna. Ef tvö fyrirtæki hafa aðgang að tölvum geta t.d. bréfaskriftir lagst niður og eflaust geta menn talað við tölvuna í framtíðinni og hún prentað á blað það sem við hana var sagt. „Á þessu námskeiði sýnum við einnig forrit, sem notuð eru við bókhald og textavinnslu og menn fá að reyna þetta. Þessi forrit, í svona tölvum — og Reynir bendir í litla tölvu með skermi, „getur þjónað öllum þörfum smærri fyrir- tækja s.s. fjárhags-, viðskipta- og lagerbókhald. Þessar tölvur geta skrifað út tollúttektarskýrslur, gert verðútreikninga svo eitthvað sé nefnt.“ tiinurt,ati°n r ®ða, uaP^Tuta stf®1* Je'PeSnað'aKs*u<Sí '1inU a ,ú)fu5b>uíðar sef e' CiW,“iuat1',0',;araVtSt"' e<°6* sU^ ardti'nU aðe' 0íinu(n' VÉIADEILD ( HALLARMÚLAMEGIN J CHEvHOlET 4. DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.