Dagur - 02.06.1981, Blaðsíða 12

Dagur - 02.06.1981, Blaðsíða 12
Akureyri, þriðjudagur 2. júni 1981 m VATNSKASSAHOSUR s (O Norðlensk samvinna um byggingaframkvæmdir: SIGLFIRSK EININGAHUS REIST VIÐ BORGARSÍDU í sumar verður gert skemmti- legt átak í byggingarfram- kvæmdum við Borgarsíðu hér á Akureyri. Að átakinu standa Byggir s.f. á Akureyri með framieiðslueiningum frá Hús- einingum h.f. á Siglufirði, gleri frá íspan h.f. á Akureyri, en teikningar gerði A. Viðar Olsen, byggingatæknifræðing- ur. Boðin verða fimm hús til sölu. Hæð og ris úr timbri Húsin, sem hér um ræðir eru hin nýju tvílyftu einingahús frá Siglufirði, sem vakið hafa sem mesta athygli meðal húsbygg- enda undanfarið. Húsin eru reist á fáeinum dögum, en unnt er að taka þau í notkun í tveimur áföngum, þar sem innrétta má neðri hæðina fyrst, en þá efri, síðar, ef vill. Margir hafa hrifist af þessum nýju húsum, m.a. vegna þess að unnt er að innrétta efri hæðina í baðstofustíl, þar sem halli á risi er góður. Þar má hafa þaksperrur og skammbita sýni- lega. Hús þessi hafa hlotið nafnið Fjarðarhús, en verð þeirra hefur verið sambærilegt við verð á 4ra herbergja íbúð í Reykjavík. Þrjú byggingar- stig í boði Fjarðarhúsin við Borgarsíðu verða fimm talsins — Borgarsíða 23-31. Húsin eru 163,5 m2 (Brúttó), sérhönnuð fyrir þessar lóðir. Grafið verður út fyrir híl- skúr og bílastæði. Hægt verður að velja milli 3ja byggingarstiga við kaup á húsunum. Fyrsta byggingarstig er þegar húsið er fokhelt, frá gengið að utan, — útveggja einingar klæddar að utan, útihurðir og gluggar frágengnir í einingum með tvöföldu verksmiðjugleri, Þaksperrur klæðning og bárujárn á þak, þakrennur og tilheyrandi. Annað byggingarstig er þá að viðbættu efni í innveggjaeiningar og innihurðum í bæði efri og neðri hæð, ásamt klæðningu á útvegg og loft efri hæðar. I út- veggi kemur 6” einangrun en í loft kemur 7” einangrun. Þriðja byggingarstig bætir við efni í innveggjaeiningar og inni- hurðir í bæði neðri og efri hæð ásamt klæðningu og einangrun í loft neðri hæðar. Stigi á milli hæða fylgir með þessu bygging- arstigi. Norðlensk samvinna Eins og minnst var hér á að framan er hér um að ræða myndarlegt átak í byggingarmál- um hér norðanlands. Hér er um að ræða samvinnu hjá Húsein- ingum, fspan og Byggi um að gera Byggi s.f. kleift að bjóða til sölu fimm hús við Borgarsíðu nú Grétar sýnir Á laugardaginn kl. 16 opnar Grétar Ingimarsson sýningu á málverkum og tcikningum í Iðnskólanum. Þetta er fyrsta einkasýning Grétars, en áður hefur hann sýnt á nokkrum samsýningum. Grétar sýnir 20 olíumálverk og u.þ.b. 40 pastelmyndir og nokkrar tússmyndir. Myndimar eru flestar gerðar eftir 1977. Sýningin verður opin á virkum dögum frá kl. 17 til 22, en um helgar milli kl. 15 og 22. Sýningunni lýkur sunnudaginn 14. þ.m. Ólafsfirðingar gera hafbeitar- tilraun í ósnum í rúma viku hafa rösklega sjö þúsund laxaseiði verið geymd í tveimur flotbúrum í ósnum t innanverðum Ólafsfirði. Hér er um að ræða gönguseiði, sem vógu hvert fyrir sig um 25 grömm þegar þeim var sleppt í búrin. Ætlunin er að sleppa seiðunum eftir u.þ.b. sex vikur, en þá eiga þau að hafa náð 40 g þyngd og vera orðin vön söltu vatni. Miklar vonir eru bundnar við þessa tilraun, sem er gerð í samvinnu félags landeigenda, Fiskifélags íslands og Ólafs- fjarðarbæjar. Nýr blaðamaður •* « * Gylfi Kristjánsson Nýr blaðamaður hefur nú hafið störf á ritstjórn Dags. Hann heitir Gylfi Kristjánsson, 32ja ára gam- all, ættaður úr Reykjavík. Gylfi var áður blaðamaður á dagblaðinu Vísi í rösklega fimm ár og þar áður annaðist hann íþróttaskrif fyrir Morg- unblaðið, sem lausráðinn blaðamaður. Gylfi mun ann- ast öll almenn störf á ritstjórn blaðsins. Þess má geta að með komu Gylfa fjölgar starfsmönnum á ritstjórn Dags um 50%. þegar, en húsin verða tilbúin til afhendingar í ágúst/september. Teikningar og upplýsingabækur til reiðu Sigurður Sigurðsson hjá Byggi s.f. sagði blaðinu í viðtali nú fyrir helgina, að allar upplýsingaryrðu gefnar hjá fyrirtæki sínu að Sunnuhlíð 10, sími 24719, en þar verður einnig hægt að fá teikningar og upplýsingabók um einingahús. Upplýsingatími verður daglega frá kl. 7-10 (19-22) fram til 10. júní n.k. Sagðist Sigurður vonast til að þetta yrði aðeins fyrsta átakið í miklu stærra byggingarverki, þar sem augljóst væri að fólk kynni að meta falleg og vönduð hús, sem hægt væri að kaupa á við- ráðanlegu verði. Ósinn er um margt sérstakur og e.t.v. mjög vel fallinn til hafbeitar. Dr. Björn Jóhannesson og Unn- steinn Stefánsson hafa rannsakað vatnið síðan 1978 og nt.a. hefur komið í ljós að fyrstu 2,5 m eru ferskt vatn, en þar fyrir neðan er það salt. Ferska vatnið úr ánni flýtur einfaldlega ofan á því salta og til sjávar og blöndun er tiltölu- lega lítil. Hitamælingar, sem gerðar voru í ágúst s.l. sumar sýndu að hitinn í salta laginu var 20 stig og helmingi minni í því ferska. í des- ember var hitastigið athugað enn á ný og þá var ís á vatninu. Þá var salta vatnið á 4 m. dýpi um 10 stig. 1 apríl var slata vatnið 8 stig og ísinn enn á vatninu. Skýringin á vatns- hitanum er e.t.v. sú að salta vatnið tekur betur við sólarhita og það blandast lítið við yfirborðslagið. Búrin eru 4 m. djúp og er talið að seiðin geti vanist vel söltu og fersku vatni vegna umræddrar lagskipt- ingar í ósnurn. Könnunin beindist m.a. að því hvort þessi seiði verði ekki vel undir það búin að fara í sjóinn í sumar og skili sér því vpl á næsta og þarnæsta ári. Næsta vor verða settar upp gildrur við ósinn og ætlunin er að telja laxana sem koma heim á ný. Stangveiðimenn hugsa gott til glóðarinnar, ef laxi verður hleypt upp í ána. Seiðin voru fengin frá Laxamýri, en laxinn þaðan er stórvaxinn. Það er Sveinbjörn Árnason, Kálfsá, sem annast fóðrun seiðanna, en Ingi- mar Jóhannsson, fiskifræðingur hefur átt stóran þátt í að ráðist var í þessa tilraun. ÍD la £7 r—n f 1 SÍI gjL II i. - mU # Þakkirtil bæjaryfir- valda á Akureyri Það er sjaldan sem menn þakka yflrvöldum, hvaða nafni sem þau kunna að nefnast, en að sjálfsögðu ber að virða það sem vel er gert. Bæjaryfírvöld á Akureyri hafa að undanförnu látið sá í auð- svæði og vörubílar hafa los- að gróðurmold á vanhirta bletti. Ljóst er að þegar búið er að slétta úr öllum þelm moldarhlössum, sem sjá má víða á Akureyri þessa dag- ana, og þegar gras er farið að spretta á nýjum svæðum, verður allt annað um að litast í bænum. § En betur má gera í miðbænum Þrátt fyrlr að bæjaryfirvöld geri sitt hvað til að bærinn líti betur út geta einstaklingar lagt sitt af mörkum Ifka og raunar er það siðferðisleg skylda hvers og eins. Mlðbær Akureyrar veitir t.d. ekki af andlftslyftingu. Það er rauna- legt að sjá sum húsin í hjarta bæjarins — þau Ifta út eins og eigendur þeirra séu blá- snauðir ölmusumenn. Fyrir tveimur árum sfðan birti blaðið myndir af bakhliðum margra húsa f miðbænum og benti á að ýmlslegt mætti betur fara. Því miður hafa eigendur og umráðamenn flestra þeirra, ef ekki allra, látið það vera að gera nokkuð og bíða e.t.v. eftir opinberum styrk til að snurfusa húsin. % Lofsvert framtak Eins og fram kemur á þessari síðu ætla Ólafsfirðingar að reyna fyrir sér með hafbeit laxa. Þetta framtak Ólafsfirð- inganna er lofsvert og vonandi snúa sem flestir laxanna aftur heim. Ef tilraunin heppnast má allt eins gera ráð fyrir að Ólafsfirðingar geti skapað umtalsverða atvinnu í sam- bandi við hafbeitina og e.t.v. hafið ræktun á fleiri sjávar- skepnum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.