Dagur - 02.06.1981, Blaðsíða 8

Dagur - 02.06.1981, Blaðsíða 8
Davfð Geir klæðist búningi lögreglu- þjóns á Raufarhöfn f sumar. ISLANDSMÓT IHESTA- IÞRÓTTUM íslandsinót í hestaíþróttum 1981, verður haldið að Mel- gerðismelum í Eyjafirði 25. og 26. júli n.k. Að mótinu standa hestamanna- félögin Funi, Léttir og Þráinn í Eyjafirði. I mótsnefnd eru: Haukur Lax- dal, Jón Höskuldsson, Svanberg Þórðarson, Jónas Vigfússon og Þröstur Jóhannesson. Mótsstjóri verður Jónas Vigfús- son. Keppt verður í öllum greinum viðurkenndra hestaíþrótta í öllum flokkum, svo og víðavangshlaupi, opnum flokki. Víðavangshlaup verður kynnt á staðnum og gefur það ekki stig, en veitt verða verðlaun. Verðlaun verða að öðru leyti með hefðbundnum hætti. Þar sem íslandsmót verður nú haldið á Norðurlandi verður sér- stakt Norðurlandsmót ekki haldið í ár, en ætlunin er að veita efstu keppendum úr hestamannafélög- unum á Norðurlandi farandgripi þá sem til eru varðandi Norður- landsmót. Aðstaða til að halda íþróttamót er mjög góð á Melgerðismálum og búast heimamenn við miklum fjölda gesta. Tjaldstæði og veitingasala verða á staðnum og verður dansleikur haldinn í næsta nágrenni á laugar- dagskvöldið. Það verða sætaferðir milli Akur- eyrar og mótsstaðar á mótsdagana. Keppendum verða útveguð her- bergi á Akureyri óski þeir þess með nægum fyrirvara. Lágmarksmörk til þátttöku verða ekki að þessu sinni en æski- legt er að keppendur í flokki fullorðinna nái eftirfarandi lág- mörkum: í tölti 65 stigum, í fimm- gangi 45 stigum, í fjórgangi 40 stig- um. Skráningargjald er kr. 50 fyrir hverja skráningu, sem verður síðan endurgreitt á mótsstað til þeirra keppenda sem mæta. Skráning er hafin og þurfa keppendur að hafa skráð sig og greitt skráningargjald fyrir 20. júní. Skráning fer fram hjá: Jóni Höskuldssyni, Kvistagerði 1, Ak- ureyri, sími 96-21554 eða Svanberg Þórðarsyni, Kambagerði 6 Akur- eyri, sími 96-22443. Tvær deildir næsta vetur Bændaskólinn á Hólum mun starfa í' tveimur bekkjadeildum næsta vetur. Takmörkuðum fjölda nem- enda verður gefinn kostur á að Ijúka búnaðarnámi á einum vetri. Þeir nemendur sem bestan undir- búning hafa og þá einkum verk- legan, njóta forgangs að þeirri 8.DAGUR Plötusnúður í lögreglubúning „Það hefur verið stórskemmti- legt að vera plötusnúður hér í H-100“ sagði Davíð Geir Gunnarsson sem í síðustu viku lét af því embætti eftir rúmlega eins árs starf. Hann var kvaddur þar með mikilli viðhöfn, enda maður vinsæll og hefur gert góða hluti í Há-inu. Davíð Geir er enginn nýgræð- ingur í þessum „bransa". Hann hafði áður verið plötusnúður í Danmörku og í Hollywood í Reykjavík. „H-100 kemur mjög vel út í samanburði við Hollywood til dæmis“ sagði Davíð Geir. „Stað- urinn hefur verið í stöðugri framför og það er verst að vera að fara núna þegar það eru að koma glæný tæki í diskótekið.“ — En hvað tekur við hjá plötu- snúðnum? „í sumar ætla ég að vera lög- regluþjónn á Raufarhöfn en næsta vetur verðum við hjónin svo í Reykjavík. Svo er meiningin að koma hingað aftur næsta vor, og þá væntanlega alkominn." HERAÐSSYNING Á KYNBÓT AHROSSUM Hrossaræktarsamband Eyfirð- inga og Þingeyinga ásamt með hestamannafélögunum Funa, Létti og Þráni, gangast fyrir héraðssýningu á kynbótahross- um, gæðingakeppni, unglinga- keppni og kappreiðum á Mel- gerðismelum dagana 20. og 21. júni. n.k. Að sögn hins landskunna rækt- unar- og reiðmanns Magna Kjart- anssonar í Árgerði, þá hefur rækt- unarstarf undanfarinna ára skilað góðum árangri og má reikna með fjöldanum öllum af glæsilegum kynbótahrossum og gæðingum á mótinu. Formaður kynbótadómnefndar verður hrossaræktarráðunautur Búnaðarfélags íslands, Þorkell Bjarnason. Reiðskólar hafa verið starfræktir fyrir unglinga á vegum hesta- mannafélaganna. Árangur þess starfs er þegar komin í ljós í mikilli kunnáttu unglinganna í meðferð og stjórnun hesta sinna og eru þeir líklegir til stórra hluta. Nú þjálfa menn stíft gæðinga vegna væntanlegs íslandsmóts í hestaíþróttum, sem halda á á sama stað, mánuði síðar. Með tilliti til þess, er að vænta mikillar sýningar. Kappreiðar verða með svipuðu sniði og verið hefur og ætla má, að hvatlega verði skeiðað og stokkið. Þess má geta, að á öðrum stað í blaðinu er auglýsing um skráningu hrossa. Merktar aurhlífar í flesta bfla <0)-NESTIN Dalvíkingar! Verðum með plöntur á Dalvík fimmtudagskvöld 4. júní klukkan átta. Garðyrkjustöðin Laugarbrekka Ibúð til sölu Frá nemendasýningunni i Barnaskóla Akureyrar. Frá Barnaskóla Akureyrar: IHÁLFA ÖLD ÁSAMA STAÐ í tilefni þess að í haust voru 50 ár liðin frá vígsiu húss Barna- skóla Akureyrar var haldin veg- leg nemendasýning í skólanum, og voru þar til sýnis ýmsir hiutir sem nemendur hafa unnið s.s. handavinna og fleira. Þá var deild. Tekið verður inn í skólann til eins vetrar náms 1. október. Hin bekkjardeildin tekur til starfa 1. nóvember. Verða nemendur teknir í hana samkvæmt námsskrá til tveggja ára búfræðináms. Frekari upplýsingar fást hjá skólastjóra Bændaskólans á Hólum. AUGLÝSIÐ f DEGI einnig sýning á gömlum ljós- myndunt tengdum skólanum og starfi hans, og fleiri gamlir munir. Að sögn Gísla Bjarnasonar sem gegnt hefur skólastjórastarfi við skólann s.l. fimm ár var skólahúsið vígt 18. október 1930, en frá 1871 hafði skólinn starfað á ýmsum stöðum í bænum. Það var Guðjón Samúelsson þáverandi Húsameist- ari ríkisins sem teiknaði húsið, sem var 3 hæðir, kjallari og ris. Síðan var byggt við húsið um 1950, en að sögn Gísla skólastjóra hefur eldri byggingin haldið alveg útliti sínu að utan. Eins og gefur að skilja hafa átt sér stað ýmsar breyt- ingar og lagfæringar innanhúss á þessum langa tíma. í vetur stund- uðu 490 nemendur nám við skól- ann. Til sölu er 4ra herbergja íbúð við Garðarsbraut 67, Húsavík. íbúðin er fullfrágengin og í mjög góðu ásigkomu- lagi. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboðum skal skilað til Kristjáns Mikaelssonar Garðarsbraut 67, Húsavík fyrir 15. júní, og veitir hann jafnframt allar nánari upplýsingar. Heimasími er 41881 og vinnusími 41301. í framhalds- deildum Gagnfræðaskóla Akureyrar verður um þessar námsbrautir að velja skólaárið 1981-1982: 1. Heilbrigðissvið, 1., 2. og 3. ár. — Fyrstu 2 árin (4 annir) er námið að miklu leyti bóklegt en á 3. ári er að mestu verklegt nám í sjúkrahúsi og lýkur með prófi sem veitir starfsréttindi sjúkraliða. 2. Uppeldissvið, 1. og 2. ár. — Nú verða í boði félagsmálabraut, sem veitir réttindi til aðstoð- arstarfa við dagvistir, og íþróttabraut, sem veitir réttindi við þjálfun á vegum íþróttafélaga. 3. Viðskiptasvíð, 1., 2. og 3. ár. — 2. ári lýkur með almennu verslunarprófi, en 3. ári með sérhæfðu verslunarprófi (verslunarprófi hinu meira). Að því loknu geta nemendur þreytt stúdentspróf með tveggja anna viðbótarnámi í menntaskóla. 4. Fornám, ætlað þeim nemendum, sem hafa ekki náð tilskildum árangri í einstökum greinum. Starfað verður að mestu eftir eininga- og áfangakerfi, og það sem hér segir um lengd náms- tíma er miðað við venjulegan námshraða. Umsóknir skulu póstlagðar í síðasta lagi 5. júní. Þeim fylgi afrit af einkunnablöðum umsækjenda. Skólinn tekur til starfa 15. september 1981. Skólastjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.