Dagur - 02.06.1981, Blaðsíða 5

Dagur - 02.06.1981, Blaðsíða 5
Nýjungaranr fylgia DAMIXA Örugg og tæknilega fullkomin. Ódýr, stílhrein og auöstillanleg. Glæsileg i nýja badherbergiö og eldhúsiö og auötengjanleg viö endurnýjun á gömlu. Leitiö upplýsinga. Biöjiö um myndlista. „Færum hjall- ana strax þeg- ar við fáum við- unandi pláss fyrir þá“ - segir Gísli Konráösson, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akur- eyrmga „Við erum reiðubúnir að færa þessa hjalla strax og við höfum fengið viðunandi pláss fyrir þá, en á því stendur í dag“ sagði Gísli Konráðsson fram- kvæmdastjóri Útgerðafélags Akureyrar í samtali við Dag. Útgerðarfélagið hefur reist fiskihjalla bæði sunnan og norð- an Glerár, og eru hjallarnir norð- an megin árinnar ekki nema steinsnar frá húsunum við Lyng- holt. Heilbrigðisnefnd tók málið fyrir á fundi sínum 6. maí, og var eftirfarandi bókað um málið: „Borist hafa kvartanir vegna fiskihjalla, flugnagangs o. fl. Heilbrigðisnefnd leggur áherslu á að það þolir enga bið að finna framtíðarsvæði fyrir fiskihjalla og beinir því til bæjarráðs að það hlutist til um að nú þegar verði fundin framtíðarlausn á þessu máli. í þessu sambandi bendir nefndin á 194. gr. heilbrigðis- reglugerðar sem kveður á um að fiskihjallar séu ekki nær íbúðar- húsum en 500 m.“ Byggingarnefnd ályktaði um málið viku síðar, og kemur fram í fundargerð nefndarinnar að fiskihjallarnir sunnan við Glerá séu byggðir í heimildarleysi, og bendir nefndin á að svæði í landi Þórsness eða Blómsturvalla séu vel til þess fallin að taka við þessari starfsemi. „Okkur finnst þetta svæði ekki heppilegt“ sagði Gísli Konráðs- son. „Við þurfum svæði þar sem jarðvegur er mjög þéttur, helst melar svo hægt sé að aka þar um allt árið. Það er dýrt spaug að fara í jarðvegsskipti vegna þessa. En málið er í athugun og það stendur ekki á okkur að færa hjallana þegar við fáum viðundandi pláss fyrir þá.“ öm Helgason. Aldrei sofið við opna glugga hér ‘1 Gisli Konráðsson. „Ég ætla bara að vona að við þurfum ekki að upplifa annað eins sumar varðandi þetta eins og í fyrra, það var svo til aldrei neinn möguleiki á því að hafa opin glugga, það var allt orðið fullt af flugum um leið og þeir voru opnaðir“ sagði örn Helgason sem býr í Lyngholti 24 er við ræddum við hann um „sambýlið“ við fiskihjalla út- gerðarfélagsins. fbúar við Lyngholt eru orðnir mjög þreyttir og argir vegna þess „hvernig hefur verið farið með okkur" eins og örn orðaði það. „Lyktin er nógu slæm sem slík, en flugurnar eru þó mun verri. f fyrrasumar gleymdi ég tvívegis að loka gluggum á kvöldin, og þá vöknuðum við 1 fnyknum við „árásir" flugnanna. Við erum orðin afar langeygð eftir því að þessum málum verði kippt í lag, því það er hreinlega ekki hægt að búa við þetta ástand lengur“ sagði örn. — Það er greinilegt að íbúð- arnir í Lyngholti hafa reynt allt sem þeim hefur dottið í hug í baráttunni við fnykinn og flug- urnar. f einu húsinu þar sem við litum við hafði húsmóðirin tekið það til bragðs að kaupa gardínu- efni og með því hafðí hún klætt af opnanlegu gluggana þannig að hún getur nú opnað þá án þess að allt fyllist af flugum inni. númer 16 við Lyngholt sat 17 ára piltur, Ómar Gunnarsson og kepptist við próflestur. Við trufluðum hann smástund og spurðum hann hvernig hann færi að því að lesa úti, hvort lyktin frá hjöllunum gerði það ekki ókleyft. „Þetta er ekki svo slæmt núna þegar hann er af þessari átt, og maður hefur óneitanlega vanist þessu. En ég neita því ekki að þetta er oft slæmt þegar vindátt er frá hjöllunum og að húsunum." MJÓLKIN AÐ Kaupfélag Þingeyinga Húsavík AUKAST „Hér hefur ekki verið sofið við opin glugga í mörg ár“ sagði um- rædd húsfreyja sem ekki vildi láta nafns síns getið. Ég læt vera með lyktina, maður er orðinn sam- dauna henni, En þetta er ekki allt. Við hjallana eru moldarslóðir, og það hefur oft komið fyrir að moldin hafi borist hingað í mekki undan bílunum og hef ég oft lent í því að þurfa að taka þvott af snúrunum og þvo hann aftur vegna þessa.“ Uppi á svölum á húsinu Allt er reynt. Fyrstu tvo mánuði þessa árs, var innvegin mjólk hjá mjólkursam- lögunum 14,7% minni en sömu mánuði 1980. f mars í ár tóku mjólkursamlögin á móti tæplega 6,7 milljónum lítra, en það var 8,6% minna en f mars í fyrra. Af stærri samlögunum var sam- drátturinn mestur hjá mjólkursam- laginu í Borgarnesi 14,1%, en til- tölulega minnstur hjá mjólkursam- laginu á Akureyri 3,2%. Hjá Mjólkurbúi Flóamanna var sam- dráttur frá í fyrra 9,8%. Innvegin mjólk hjá mjólkursamlögunum í apríl var tæplega 8,2 milljónir lítr- ar, en það var aðeins 250 þúsund lítrum minna en í apríl í fyrra eða 3,0%. Hjá mjólkursamlögunum á Blönduósi og Sauðárkróki varð smávegis aukning í innveginni mjólk í apríl miðað við apríl apríl- mánuð í fyrra. Hjá mjólkursamlagi KEA á Ak- ureyri var mjólkin aðeins 0,8% minni en í fyrra og hjá Mjólkurbúi Flóamanna var samdrátturinn 4,0%. Aftur á móti var mjólkin 11,5% minni hjá mjólkursamlaginu í Borgarnesi. Fyrstu 4 mánuði þessa árs hefur verið tekið á móti 27,3 milljónum lítra af mjólk en það var rúmlega 3 milljónum lítra minna en sömu mánuði 1980 eða 10,0%. Það hefur orðið veruleg breyting á mjólkurframleiðslunni nú síðustu 5 vikurnar og ef þessi þróun helst eitthvað hliðstæð áfram, þá kemur ekki til að verði mjólkurskortur í ár. M n Ljóst er að verulega góður árangur hefur náðst í þeirri viðleitni að miða framleiðsluna við þarfir landsmanna. Það er því mikilvægt að mjólkurframleiðendur gæti að sér og auki ekki framleiðsluna um- fram þau mörk, sem sett hafa verið, þ.e. 105-108 milljónir lítra af mjólk í ár. Ómar Gunnarsson. DAGUR■5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.