Dagur - 02.06.1981, Blaðsíða 1

Dagur - 02.06.1981, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR ; SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI 64. árgangur Akureyri, þriðjudagur 2. júní 1981 42. tölublað Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga: TRAUST FJARHAGSSTAÐA EN ERFIÐLEIKARIREKSTRINUM % Matvöruverslunin í fyrsta sinn gerð upp með tapi % 150 milljóna gkr. afsláttur veittur á s.l. ári frá leyfilegu „Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika í Valur sagði, að matvöruverslun- rekstrinum á s.l. ári, var þó ann- in í heild væri nú í fyrsta skipti gerð að sem gekk vel og í heild má upp með tapi, en nettótapið nam segja að fjárhagsstaða félagsins í árslok 1980 sé mjög traust og sennilega með því traustasta sem gerist meðal íslenskra fyr- irtækja,“ sagði Valur Arnþórs- son, kaupfélagsstjóri í skýrslu sinni á aðalfundi KEA, sem haldinn var á föstudag og laug- ardag í síðustu viku. rösklega 26 milljónum gkr, eða 0,11% af heildarveltunni. Heildar- salan án söluskatts nam 22,5 milljörðum gkr. Valur sagði að ástæða slæmrar afkomu matvöru- verslunarinnar væri fyrst og fremst sú stefna stjórnvalda, að leyfa ekki endurmat vörubirgða, og allt of lág álagning á landbúnaðarvörum, sem væri stærsti liðurinn í sölu matvara. Þá væri vaxtabyrðin mjög erfið, sérstaklega í sérvöruverslun- inni. Afkoma þjónustufyrirtækja KEA var slæm í heildina og var nettótap á rekstrinum rösklega 111 milljónir gkr. eða 6,42%. Mest munaði um mikinn hallarekstur á Hótel KEA, en þar nam tapið tæp- lega 83 milljónum gkr. eða 11,11%. Valur sagði að þessi hallí stafaði fyrst og fremst af miklum sam- drætti í sölu og að fyrirsjáanlegur Málshöfðun til brottnáms húss- ins Skipagata 21 Þar sem eigandi Skipagötu 21, sem er Skipaafgreiðsla Jakobs Karlssonar við Torfunef, hefur ekki sinnt kröfu Akureyrarbæj- ar um að fjarlægja húsið af lóð- inni án bóta og ekki náðst samningar við hann þar um, fól bæjarráð bæjarstjóra að höfða mál til viðurkenningar brott- námi hússins bótalaust. Konur með sér framboð? „Þetta er ekki undir mínum rifj- um runnið, en mér list vel á hugmyndina“ sagði Soffia Guðmundsdóttir bæjarráðs- maður ef haft var samband við hana og hún spurð hvort hún væri viðriðin það að konur yrðu með sérframboð í bæjarstjórn- arkosningum að ári, en sögu- sagnir þess efnis hafa verið í gangi að undanförnu og hefur Soffía verið sterklega orðuð sem „kandidat“ í 1. sætið. „Ég held að það þurfi eitthvað svona, en auðvitað yrði maður að sjá stefnuskrá slíks framboðs áður en maður segir meira“ sagði Soffía. Passíukórinn með tónleika fimmtudaginn 4. júní mun Passíukórinn flytja Carmina Burana eftir Carl Orff á tónleikum í íþróttaskemmunni á Akureyri og hefjast þeir kl. 20.30. Einsöngvarar með kórn- um verða að þessu sinni Katrín Sigurðardóttir sópran og Michael Clarke bariton. Píanóleikarar verða Paula Parker og Bjami Jónatanssom Slagverksleikarar verða 8 og fær kórinn fjóra þeirra frá Reykja- vík. Þetta verða 3. tónleikar Passíukórsins á þessu starfsári kórfélagar eru 35, stjórnandi kórsins er Roar Kvam. hámarksverði væri mikill samdráttur í mannafla, ef ekki yrði söluaukning. Hjá sjávarútvegsfyrirtækjum KEA varð hagnaður sem nam rösklega 166 milljónum, eða 2,54% af heildarveltu. Mest munaði þar um mjög góða útkomu fiskverkun- arinnar 1 Hrísey, þrátt fyrir tap í frystingunni. Sagði Valur Arnþórs- son að afkoma fiskverkunarinnar í Hrísey væri líklega með því besta sem þekktist á landinu, en nettóhagnaðurinn nam 154 milljónum gkr. eða 5,8%. Hjá iðnfyrirtækjum varð nettóhagnaður að upphæð 17,6 milljónir gkr. eða 0,41% af veltu. Þar af nam hagnaður af kjötiðnað- arstöð 36 milljónum eða 1,40% og af smjörlíkisgerð tæplega 12 milljónum gkr. eða 2,44%. í heildina sýnir reksturs- reikningur ársins 1980 hagnað að upphæð rösklega 47 milljónir gkr. en heildarvelta félagsins í aðal- rekstri var 50,8 milljarðar, að viðbættum afurðareikningum, og hafði aukist um 47,3% frá fyrra ári. Heildarvelta félagsins og sam- starfsfyrirtækjanna nam 65,6 milljörðum og hafði aukist um 57,2% frá.fyrra ári. Fjármunamyndun í rekstri félagsins á árinu varð alls 1.367 milljónir gkr., en auk þess voru tekjur utan reglulegrar starfsemi rösklega 450 milljónir gkr., aðal- lega jöfnunarhlutabréf, og færðust þær beint á höfuðstól. Það kom frarn í ræðu Vals Arn- þórssonar, að ekki væri grund- völlur fyrir endurgreiðslu tekjuaf- gangs til félagsmanna að þessu sinni, þar sem rekstursafkoma verslunarinnar gæfi ekki svigrúm til þess. Hins vegar mætti geta þess, að félagið hefði á síðasta ári lækk- að vöruverð frá leyfilegu hámarks- verði um 150 milljónir gkr., sem mætti teljast myndarlegur fyrir- fram greiddur tekjuafgangur. Mjög vel var mætt á fundinum, en þar áttu sæti 244 fulltrúar 7.305 félagsmanna í KEA, sem á síðasta ári starfaði í átta byggðarlögum, en það níunda sem er Hjalteyri, hef- ur nú bæst í þann hóp. Sjá nánar í opnu Léleg þjónusta Þessi ungi sveinn horfði tortrygginn á Ijósmyndarann þegar hann brá upp mynd inni, en langaði þó greinilega til að handleika þessi nýstárlegu tæki. Mynd: áþ. Hafa Flugleiðir ekki yfir nægum flugvélakosti að ráða? Þessi spurning brann á vörum margra sem áttu leið til eða frá Akureyri s.l. miðvikudag. Vegna þoku var flugvöilurinn á Akureyri ófær fram að hádegi, en þrátt fyrir að hann opnaðist um það leyti, kom fyrsta Flugleiðavélin til Akur- eyrar um kl. 18. Klukkan 12.15 fór flugvél frá Flugfélagi Norðurlands til Ólafs- fjarðar og þaðan suður til Reykja- víkur. Sama vél kom til Akureyrar á undan Flugleiðavélinni. Ástæðan fyrir því að Flugleiðir sendu ekki fyrr vél norður, mun vera sú að á þriðjudag var ekki flogið til nokkurra staða og þegar ekki var hægt að lenda á Akureyri um morguninn voru ferðir dagsins skipulagðar í samræmi við það. Að vonum voru t.d. þeir sem þurftu að treysta á flug Flugleiða á milli Ak- ureyrar og Reykjavíkur lítt ánægðir með þjónustuna s.l. miðvikudag. Einn viðmælanda blaðsins hafði uppi þau orð að á slíkum dögum væri rétt að gefa farþegum kost á að komast með leiguflugi — ef slík vél væri til staðar. Sá hinn sámi tók fram að ekki ætti að skipta máli þó leiguflugvélin væri í eigu annars fyrirtækis, en að sjálfsögðu yrði vélin að vera nægjanlega örugg og fargjald hóflegt. Ekki neinn svefnfriður vegna ágangs flugnanna — Ibúar í Lyngholti una illa „sambýlinu“ við fiskihjallana Sú ákvörðun Útgerðarfélags Ak- ureyrar að staðsetja fiskihjalla norðan Glerár rétt við íbúðargöt- una Lyngholt hefur mætt mikilli mótspyrnu íbúa götunnar. Segjast þeir ekki geta búið við það ástand lengur að ekki sé hægt að opna glugga á húsum sínum vegna yfir- gangs flugna frá hjöllunum, og lyktin sem frá hjöllunum berst smýgur allsstaðar inn og gerir fbúunum lffið leitt. „Hér hefur ekki verið sofið við opinn glugga í mörg ár, ef það ger- ist óvart, vaknar maður í fnyknum og flugnamergðinni“ sagði einn fbúanna f Lyngholti f samtali við Dag. „Það stendur ekki á okkur að færa hjallana þegar við fáum við- unandi pláss fyrir þá“ segir hins- vegar Gísli Konráðsson fram- kvæmdastjóri Útgerðafélags Ak- ureyrar. Bæði Byggingarnefnd og Heil- brigðisnefnd hafa fjallað um mál- ið og gert ákveðnar bókanir i sambandi við það. Sjá nánar á bls. 5 Gripió hefur verið til þess ráðs f einu húsanna að klæða opnanlega glugga af á þennan hátt. AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJÓRN: 24166 OG 21180

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.