Dagur - 02.06.1981, Blaðsíða 6

Dagur - 02.06.1981, Blaðsíða 6
Aðalfundur KEA Aðalfundur KEA Aðalfundur KEA DAGUM Útgefandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Hafnarstrætl 90. Akureyrl Ritstjórnarsfmar: 24166 og 21180 Sfmi auglýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaöamenn: Askell Þórlsson, Gylfi Kristjánsson Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Meira en viðskiptafélög Það kom glögglega í Ijós á aðal- fundi Kaupfélags Eyfirðinga, sem haldinn var á Akureyri dagana 29. og 30. maí s.l., hversu erfið staða dreifbýlisverslunarinnar er. Hinn víðtæki verslunarrekstur kaupfélagsins átti við mjög mikla rekstrarörðugleika að etja á síð- asta ári og kom það einkum fram í matvöruversluninni. Erfiðleikarnir stöfuðu fyrst og fremst af utanað- komandi ástæðum, þ.e. vegna þess að stjórnvöld hafa ekki leyft endurmat vörubirgða og einnig vegna þess, að álagning á land- búnaðarvörum hefur verið mjög lág og ekki staðið undir launa- kostnaði, hvað þá öðrum rekst- urskostnaði. Þá var vaxtabyrðin verslunarrekstri Kaupfélags Eyfirðinga mjög þung í skauti. Sú þjónusta sem verslanir Kaupfélags Eyfirðinga veita í hin- um dreifðu byggðum er ómetan- leg og skiptir sköpum um það hversu fýsilegt er að búa á þess- um stöðum. Sama er raunar að segja um aðra atvinnustarfsemi félagsins og starfsemi kaupfélag- anna almennt um allt land. Stórum fjárfúlgum er varið til þess að veita þessa þjónustu og Kaupfélag Eyfirðinga hefur kappkostað að hafa sama vöruverð hvort sem verslunin er á Akureyri eða í Grímsey. Með þessu móti er hald- ið uppi raunhæfri byggðastefnu, en segja má að stjórnvöld hafi beinlínis unnið gegn þessari stefnu, þrátt fyrir það að allir hafi um það fögur orð að halda landinu í byggð. Þegar til lengdar lætur geta þessir erfiðleikar sem stjórn- völd skapa dreifbýlisversluninni varla haft önnur áhrif en þau, að þjónustan verður minni en ella hefði getað orðið. Nauðsynlegt er að breytingar verði gerðar á, til að auðvelda versluninni að sinna nauðsynlegri þjónustu í hinum dreifðu byggðum, en vonir standa nú til að einhverjar lagfæringar nái fram að ganga. Þó að róðurinn hafi verið þung- ur í rekstrinum hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á síðasta ári, má segja að hann hafi gengið áfallalaust. Fjárhagsstaða félagsins er með því traustasta sem þekkist hjá ís- lenskum stórfyrirtækjum, Þannig hefur starfsfólki og félagsmönn- um tekist að byggja upp traust og gott fyrirtæki, sem eins og önnur kaupfélög í landinu, miðar störf sín við það sem gera þarf og því ekki alltaf við það sem best borgar sig hverju sinni. Kaupfélögin eru meira en viðskiptafélög, því þau vinna að því að koma í fram- kvæmd ýmsum nauðsynjamálum, sem snerta hagsmuni heildarinn- ar. Að loknum fyrsta stjómarfundinum eftir aðalfund. Neóri röð f.v.: Gisli Konráðsson, SigurðurÓli Brynjólfsson, Hjörtur E. Þórarinsson, Valur Arnþórsson og Arnsteinn Stefánsson. Efri röð: Gunnar Hallsson, fulltr. starfs- manna, Þorsteinn Jónatansson, Valgerður Sverrisdóttir, Jóliannes Sigvaldason, Rögnvaldur Skíði Frið- björnsson, fulltr. starfsmanna, og Sigurður Jóhannesson, fulltr. kaupfélagsstjóra. Á myndina vatnar Jón Hjálmarsson, aðalmann í stjórn, og Sigurð Jósepsson og Magnús Stefánsson, varamenn. Myndir: H.Sv. Fjárfest fyrir rösklega einn og hálfan milljarð 14 styrkjum úthlutað úr Menningarsjóði KEA í skýrslu Menningarsjóðs KEA á aðalfundinum kom fram, að nýverið hefur verið úthlutað 14 stykjum til ein- staklinga og félaga, samtals að fjárhæð 8,8 milljónir gkr., eða 88 þúsund króna. Þeir sem hlutu styrk að þessu sinni voru: KFUM og K 3.500 kr. vegna starfsemi sinnar, hátíð vegna 1 þúsund ára kristniboðs- starfs á Norðurlandi hlaut 3.500 kr., blásarasveit Tónlistarskólans hlaut 7.000 kr. vegna starfsemi sinnar, Leikfélag Dalvíkur 5.000 kr., Michael J. Clarke 10.000 kr. vegna framhaldsnáms, Kristján St. Jónsson 7.000 kr. vegna list- náms, Leikfélagið Iðunn 5.000 kr., Karlakór Akureyrar 10.000 kr. vegna félagsheimilis og í til- efni 50 ára afmælis kórsins, Hér- aðsskjalasafn Svarfdæla 5.000 kr. vegna tækjakaupa, Náttúru- gripasafnið á Akureyri 3.500 kr. til útgáfu starfsemi, Söngsveit Hlíðarbæjar 5.000 kr„ Baldur Eiríksson 10.000 kr. sem viður- kenningu vegna framlags til al- þýðulistar, hjúkrunardeild aldr- aðra 10.000 kr. og Bjarni Guð- leifsson 3.500 kr. til endurbóta á gömlu leikhúsi á Möðruvöllum í Hörgárdal. „Góðir félagar. Samvinnustarf í Eyjafirði hefur farið þannig fram, að við hjónin teljum það sérstakan heiður að hafa verið boðin hingað á aðalfund Kaupfélags Eyfirðinga og við þökkum þann sóma. Það gæti verið efni ávarpsins, að rckja fagurt fordæmi Eyfirðinga í samvinnumálum, sem þjóð- frægt er og vel það og sem við bendum á með stolti innan- lands og utan, en um það mun ég þó neita mér, enda tala verkin hér umhverfis hvar sem litið er.“ Þannig hljómuðu upphafsorð Eysteins Jónssonar, fyrrum ráðherra og alþingismanns og fyrrum stjómarformanns Sam- bandsins, í ávarpi sem hann flutti á aðalfundi Kaupfélags Eyfirð- Hjörtur E. Þórarinsson frá Tjöm í Svarfaðardal, stjóm- arformaður Kaupfélags Eyfirðinga, setti aðalfundinn og ávarpaði fundarmenn nokkram orðum. Hann minnt- ist látinna starfsmanna og félagsmanna KEA og bauð síðan sérstaklega velkomin Eystein Jónsson, fyrrverandi ráðherra og formann stjórnar Sambandsins, og konu hans, frú Sólveigu Eyjólfsdóttur, en þau voru sérstakir heiðurs- gestir fundarins. Síðan voru kjörnir starfsmenn fundarins og vom fundarstjórar Birgir Þórðarson, Öngulsstöðum, og Skúli Jónasson, Akureyri, en fundarritarar voru Valgerður Sverrisdóttir, Lómatjörn, og Helgi Jónsson, Dalvík. í skýrslu Hjartar E. Þórarins- sonar, stjórnarformanns þar sem hann fjallaði m.a. um fjárfesting- ar á síðasta starfsári, kom fram að það sem hæst bæri í þeim efnum væri nýja Mjólkursamlagið við Súlnaveg, sem nú væri lokið byggingu á í aðalatriðum. Það var vígt 19. júní í fyrra og sagði Hjörtur, að það eitt væri nóg til að gera síðasta ár að viðburðaári í sögu kaupfélagsins. Bygginga- kostnaður mjólkurstöðvarinnar varð tæplega 2,9 milljarðar gkr., en framreiknað kostpaðarverð til verðlags í árslok 1980 er tæplega 6,9 milljarðar gkr. Meðal annarra stórra fjárfestingarverkefna var uppbygging fóðurvöruverslunar félagsins og kaup þess og kaup- félagsins á Svalbarðseyri á Búst- ólpa h.f. Á árinu var hafist handa við að breyta gömlu mjólkur- stöðinni í brauðverð og verður því verki væntanlega lokið á þessu ári. Áfram var haldið framkvæmdum við verslunar- miðstöðina við Sunnuhlíð í Glerárhverfi. I heild námu fjár- festingar félagsins á síðasta ári 1.543 milljónum gkr. I lok skýrslu sinnar sagði Hjörtur, að þegar á heildina væri litið hefði árið 1980 verið „nor- malár“. Reksturinn hafi gengið áfallalaust, þótt þungur hafi ver- ið. Hann gat þess, að Kaupfélag Eyfirðinga ræki nú verslun og aðra starfsemi á níu stöðum, en þeir eru Akureyri, Dalvík, Ólafs- fjörður, Siglufjörður, Grenivík, Grímsey, Hauganes, Hjalteyri og Hrísey. Hjörtur endaði skýrslu sína með þeim orðum, að ástæða þess að hlutirnir gengju vel og snurðulaust fyrir sig væri fyrst og fremst sú, að starfsmenn kaup- félagsins ynnu sín verk af skyldu- rækni og samviskusemi og ef svo væri ekki tæki byggingin að hall- ast. Eysteinn Jónsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra: „AÐ EFLA ANNARRA HAG UM LEK> OG SINN EIGIN“ Stef nuskráin verði samviska samvinnu- hreyfingarinnar Sérmál aðalfundar KEA var stefnuskrá fyrir samvinnu- hreyfinguna og flutti Hjörtur E. Þórarinsson framsöguerindi um málið. Hjörtur benti fyrst á það hversu víðtæka starfsemi samvinnu- hreyfingin ræki í nær öllum byggðum landsins og að hún væri stærsti atvinnurekandinn á land- inu, að ríkinu undanskildu. Vegna þessarar víðtæku atvinnu- og félagslegu uppbyggingar væri mikil þörf á stefnuskrá fyrir hreyfinguna. Stefnuskráin ætti að vera samviska samvinnuhreyf- ingarinnar. Hann sagði að sam- vinnuhreyfingin vildi taka virkan þátt í atvinnulífinu og henni væri nánast ekkert óviðkomandi. Hreyfingin ætti ekki að fást við annað en það sem óumdeilanlega væri nytsamt fyrir þjóðfélagið. Hann nefndi einnig, að sam- vinnuhreyfingin liti á sig sem út- valið tæki til að halda uppi hinum dreifðu byggðum í landinu. Það sem skipti þó öllu máli varðandi stefnu og starf samvinnuhreyf- ingarinnar væri að ná góðum starfsárangri. Að lokinni framsögu Hjartar störfuðu sex umræðuhópar að stefnuskrármálinu og skiluðu þeir álitum. Miklar umræður urðu um málið, en áður hefur fræðsludeild KEA haldið fjölmarga fundi um málið með almennum félags- mönnum. Ráðstöfun tekjuafgangs Eins og fram hefur komið annars staðar í blaðinu varð tekjuafgangur rösklega 47 milljónir gkr. og voru tillögur félagsstjórnar um ráðstöfun fjárins samþykktar. Samþykkt var að reiknaðir verði 34% vextir af innistæðum í stofnsjóði félagsmanna fyrir síð- asta ár, í stað 28% vaxta. Tiu milljónir gkr. voru lagðar í Menningarsjóð KEA og veitt var sama upphæð sem framlag til byggingar heilsuhælis Náttúru- lækningafélags Akureyrar. Eftir- stöðvar tekjuafgangs færðust á höfuðstólsreikning. inga á föstudag. Eysteinn rakti síðan upphaf samvinnustarfs hér á landi og stofnun kaupfélag- anna, sem „var ætlað að skapa sannvirði vara og þjónustu og að því hafa þau unnið í nálega heila öld, en þau voru líka upphaf byltingar i landinu í öllu því sem laut að jafnrétti og eðlilegri framkvæmd almennra mannrétt- inda. Jafn atkvæðisréttur allra ríkra sem fátækra og fullkomið jafnrétti í viðskiptum og þjónustu er þeirra aðalsmerki frá upphafi og er enn. Þetta var í raun og veru upphaf félagshyggju á íslandi, sem rækilega hefur gegnsýrt þjóðina og sett mark sitt á þjóð- arbúskapinn langt út fyrir sjálfa samvinnuhreyfinguna, en frá henni hefur þessi andi félags- hyggju streymt og streymir enn,“ sagði Eysteinn um upphaf sam- vinnuhreyfingar á landinu. Um kaupfélögin í nútíma þjóðfélagi sagði Eysteinn meðal annars: „Kaupfélögin starfa í öllum byggðarlögum. Þau eru fé- lög fólksins, opin öllum og þola súrt og sætt með íbúunum. Með starfi þeirra og tilstyrk styður þar hver einstaklingur annan og með mörgu móti er þeim beitt til þess að stuðla að framförum í byggðarlögunum og farsæld íbú- anna. Þau miða störf sín við það sem þarf að gera og því ekki alltaf við það sem best borgar sig — og eru því ómissandi í hverju byggðarlagi. Kaupfélögin eru því meira en viðskiptafélög. Þau eru líka hjálparhellur við að koma í framkvæmd ýmsum nauðsynja- málum, hvert í sínu héraði. Kaupfélögin hafa víða orðið kjölfesta í viðskipta- og atvinnu- lífi, sem aldrei hefur brugðist þótt ýmislegt annað hafi bilað og án þeirra hefði ekki orðið sú farsæla þróun, sem við blasir víðs vegar um landið.“ Eysteinn ræddi síðan um það, að kaupfélögin gætu aldrei orðið einokunarstofnanir eða ofjarlar einstaklinganna af þeirri einföldu ástæðu, að þau væru öllum opin og lýðræðislega stjórnað. Kaupfélögin hefðu stofnað Sam- band íslenskra samvinnufélaga til þess að þjóna sér og samvinnu- fólkinu á sem hagkvæmastan hátt. Þar væri einnig stjórnað eftir lýðræðislegum leiðum og Sam- bandið gæti því aldrei orðið „hringur“ og því síður „auð- hringur“, því það starfaði ekki til að ávaxta fé eigenda sinna og græða, heldur til þess að þjóna. „Samvinna er ekki andstæða einstaklingsframtaksins. Sam- vinna er þvert á móti vel til þess faliin að styðja heilbrigt framtak einstaklinganna eins og dæmin Fjölgað um tvo í stjórn KEA Á aðalfundi KEA voru gerðar nokkrar breytingar á sam- þykktum félagsins, þeirra á meðal sú, að í stjórn félagsins skuli nú sitja sjö menn i stað fimm áður. Einnig var vara- mönnum fjölgað um einn og em þeir nú þrir talsins. Úr stjóm kaupfélagsins áttu að ganga þeir Hjörtur E. Þórarinsson og Sigurður Óli Brynjólfsson, en þeir voru báðir endurkjörnir. Aðrir sem fyrir voru i stjórn eru Arnsteinn Stefánsson, Gísli Kon- ráðsson og Jón Hjálmarsson. Hinir nýju stjórnarmenn, sem kosnir voru, eru Valgerður Sverrisdóttir, Lómatjöm, og Þor- steinn Jónatansson, Akureyri. Varamenn í stjórn voru kosnir Jóhannes Sigvaldason, Akureyri, Sigurður Jósepsson, Torfufelli, og Magnús Stefánsson, Fagraskógi. sanna svo að segja hvar sem litið er í landinu. Með samvinnu leysa menn á hinn bóginn þau verkefni í sína þágu, sem sameiginlegt átak þarf til og styðja þar með framtak sitt og annarra," sagði Eysteinn Jónsson ennfremur. Meðal nýrra verkefna, sem Eysteinn taldi að samvinnuhreyf- ingin ætti að hafa áhrif á nefndi hann endurskoðun tilhögunar at- vinnulífs og þjónustustarfs til samræmis við nýja lífshætti og með hliðsjón af fjölskyldupólitík. Einnig nefndi hann örtölvubylt- inguna, sem sumir líktu við iðn- byltinguna miklu og áhrif hennar á mannlífið á sínum tíma. Stuðla þyrfti að því, að þessi bylting yrði til almennrar blessunar, en leiddi ekki til ofsagróða og ofneyslu fárra og umkomuleysi annarra, t.d. vegna skorts á verkefnum þ.e.a.s. atvinnuleysis. Þarna gæti verið sameiginlegt verkefni verkalýðshreyfingar og sam- vinnuhreyfingar. „Samvinnuhreyfingin byggist á samhjálp og samstarfi. Hugsjónin er sú, að menn styðji hver annan og efli annarra hag um leið og sinn eiginn.... Með því að efla samvinnuhreyfinguna og notfæra okkur úrræði hennar á sem flest- um sviðum, gerum við margt í senn, sem til farsældar horfir. Vinnum að bættum lífskjörum almennings, eflum mannúð, samhug og umburðarlyndi, treystum efnahag þjóðarinnar og vinnum gegn því að útlendingar nái á ný tökum á atvinnu- og efnahagslífi landsmanna. Ég tel engar ýkjur að segja, að samvinnuhreyfingin er ein styrk- asta stoð islensku þjóðarinnar og hætt er við að húsið hallaðist ef eina undirstöðuna vantaði, eða bara ef hún veiktist um of,“ sagði Eysteinn Jónsson í lok ávarpsins á aðalfundi KEA. Nokkrir aðalfundarfulltrúa á leið Í mat að loknum löngum og ströngum fundardegi. Nýja línan fní GUSIAVSBERG Hönnuö til aö mæta kröfuhöröum hagstil byggingamóös niunda áratugsins. Enda kaupa fleiri hér á landi GUSTAVSBERG en öll önnur hreinlætistæki samanlagt. Á veröi sem allir ráöa viö. Leitiö upplýsinga. Biöjiö um myndlista. GUSTAVSBERG Édk Kaupfélag Þingeyinga Húsavík 6.DAGUR DAGUR.7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.