Dagur - 02.06.1981, Blaðsíða 9

Dagur - 02.06.1981, Blaðsíða 9
Leysir stcersta vundann í minnsta baðherberginu Rest baðherbergi og salerni eru í minna lagi fyrir steypiböð, og þrengsli koma tíðum í veg fyrir uppsetningu sturtuklefa. En nýju Huppe-sturtuklefarnir leysa þennan þrengslavanda. . Þeir opnast á horni með tveimur stórum rennihurðum, sem hafa I vatnsþétta-segullokun, niður og upp úr. 1 Þess vegna kemst hann fyrir á ótrúlega litlum gólffleti. Einnig f eru til einstakar rennihurðir. Hringið — skrifið — komið og við | veitum allar nánari upplýsingar um stærð, gerð og verð fljótt og I örugglega. Ef þú hyggst fjárfesta í Ijósrit- unarvél, þá er svariö: Canon býöur stærri og smærri gerðir. NP-200 á kr. 35.400,00. 20 afrit pr. mín. duftvél, tekur aö stærðinni A3. NP-30 á kr. 29.000,00. 12 afrit pr. mín. tekur að stærðinni B4 og á glærur. Athugið: Enginn annar býöur samsvarandi véiar á lægra veröi. og CdHOH gæöi þekkja aliir. Leitið upplýsinga. SkrifoÉlin hf Suðurlandsbraut 12. Sími 85277. Avölefrihom Vatnsþétl segullokun Kúlulegur jfc-nMnSMtggM&BMm Byggingavörur Sængurfatagerðin Baldursgötu 36, sími 16738 (áður Hverfisgötu 57 a). Sæng og koddi. Það er lausnin. Sængur stærðir: 140x200 120x160 100x140 90x110 Koddar stærðir: 55x80 50x70 45x60 40x50 35x40 Tilvalin gjöf við flest tækifæri. Einnig eigum við sængurverasett. Sendum gegn póstkröfu. Geymið auglýsinguna. Stórsigur hjá KA Á sunnudagskvöldið léku i fyrstu deild KA og FH og fór leikurinn fram á Sanavelli að viðstöddum fjölda áhorf- enda. FH ingar léku nú sinn fjórða leik í deildinni, og þegar þeir mættu til leiks höfðu þeir ekkert stig fengið. Ekki bætti þessi leikur í stigasafn þeirra því KA vann verðskuldaðan sigur, en þeir skoruðu fimm mörk gegn einu. KA byrjaði leikinn af nokkr- um krafti, en til að byrja með tókst þeim ekki að skapa sér af- gerandi marktækifæri. Um miðjan hálfleikinn fóru FH ingar að koma meira inn í leik- inn, sérstaklega virtist sem KA gæfi þeim eftir miðjuna og oft á tíðum spiluðu þeir mjög vel, en það fór fyrir þeim eins og hjá KA að marktækifærin vantaði. Fyrsta mark leiksins kom á 25. mín. Þá var hornspyrna að Óvæntur sigur hjá Þór marki FH. Donni tók spyrnuna, vel fyrir markið og þegar bolt- inn barst að marklínu kom hann í FH-ing og fór í netið. Þetta var sannarlega óvænt mark og við það komu KA menn aftur meira inn í leikinn. FH fékk hins vegar gott mark- tækifæri fimm mín. síðar þegar gefinn er góður bolti fyrir KA markið og Aðalsteinn hálfver og FH-ingar komu brunandi á boltann, en á siðustu stundu tókst Eyjólfi að bægja hættunni frá. Skömmu síðar fór Gunnar Blöndal upp hægri kantinn og komst inn í vítateiginn en gott skot hans var varið í horn. Annað markið kom síðan á 40. mín. KA fékk innkast alveg við endamörk hjá FH. Hent var inn í teiginn á Gunnar Gíslason sem lagði boltan fyrir Donna sem skoraði örugglega I blá- hornið. Á síðustu mín. hálfleiksins kom síðan þriðja markið. Hornspyrna tekin að FH mark- inu og Donni sendir vel fyrir markið og Gunnar Gíslason skallar í netið. Síðari hálfleikur var aðeins einnar mín. gamall þegar fjórða markið kom og jafnframt það glæsilegasta. Donni, Ásbjörn og Gunnar Gísla spinna sig í gegn um vörn FH, og Gunnar vippar boltanum laglega til nafna síns Blöndal sem afgreiddi boltan viðstöðulaust að markinu og I stöng og inn. Sannkallað draumamark hjá Blöndal og mjög vel að því unnið. Nokkrum mín síðar fær KA aukaspymu og gefið fyrir markið til Ásbjörns sem skallar en varið á línu. Skömmu síðar sendir Elmar góðan bolta fyrir markið og Gunnar Gíslason tók hann viðstöðulaust en mark- maður varði. Fimmta mark KA kom síðan á 23 mín. Úr innkast er hent til Ás- björns sem nikkar aftur fyrir sig á Gunnar Gíslason sem skallar af öryggi I netið. Á 38 mín. minnkaði Pálmi Jónsson mun- inn fyrir FH, með marki eftir varnarmistök hjá KA. Rétt fyrir leikslok vörðu FH- ingar aftur á línu skalla frá Ás- birni, en þegar flautað var til leiksloka hafði KA unnið stór sigur á FH, og hlotið sitt fjórða sig, en FH tapað átta af jafn mörgum mögulegum. 1 liði FH eru margir góðir einstaklingar, en liðið nær ekki saman, og á meðan svo er vinna þeir ekki leik. KA lék vel í þessum leik og áttu allir leikmenn gott skilið því þeir skiluðu hlutverki sínu vel, en án sterkrar liðsheildar vinnst ekki stórsigur í knatt- spyrnu. Þórsarar áttu heldur betur erindi sem erfiði, þegar þeir sóttu Frammara heim og léku við þá í 1. deildinni Þórsarar komu norður aftur með bæði stigin, eftir 1-0 sigur í leiknum. Þórsarar áttu ágætan leik, og voru mun betri aðilinn. Fram- marar voru hinsvegar mjög daufir og gerðu lítið til að skapa sér færi. Það var Guðmundur Skarphéðinsson sem skoraði mark Þórs. KA-Valur á morgun Á miðvikudagskvöld kl. 20.00 leika á Laugardalsvelli Valur og KA í fyrstu deild. Vals- menn hafa á að skipa ungu liði og marga nýja leikmenn. Fróðlegt verður að sjá ivernig rauðu Ijónum gengur á móti KA. Gunnar Gtslason skorar með skalla, flmmta mark KA. Mynd: KGA. DAGUR.9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.