Dagur - 16.06.1981, Blaðsíða 5

Dagur - 16.06.1981, Blaðsíða 5
Heilsuhælið í Kjarnalandi: Skólaslit hjá G.A. Gagnfræðaskóla Akureyrar var slitið 27. maí. Skólastjórinn, Sverrir Pálsson, minntist í upp- hafi ræðu sinnar frú Sigurjónu Pálsdóttur Frímann, eiginkonu Jóhanns Frímanns, fyrrv. skóia- stjóra, en hún er nýlátin. Innritaðir nemendur voru alls 654, og voru 194 í 9 deildum fram- haldsskólans og 460 í 20 deildum grunnskólans. Kennarar voru alls 67, 39 fastakennarar og 28 stunda- kennarar. Brautarstjórar fram- haldsdeilda voru Guðfinna Thorl- acius og Margrét Árnadóttir á heilbirgðissviði, Bernharð Har- aldsson á uppeldissviði og Valtýr Hreiðarsson á viðskiptasviði. Yfir- kennari er Ingólfur Ámannsson. Af heilbrigðissviði 3. árs munu að þessu sinni brautskrást 29 sjúkraliðar, en námslok þeirra dreifast á tímabilið janúar-ágúst, eftir því hvenær þeir ljúka hinum verklega námsþætti í sjúkrahúsi. Úr 3. bekk viðskiptasviðs luku 9 nemendur verslunarprófi hinu meira, en hæstu meðaleinkunn hlaut Harpa Halldórsdóttir, I. ág. 9,0. Hæstu einkunn á heilbrigðissviði 2. bekkjar hlaut Baldvina Magnús- dóttir, 8,1, á uppeldissviði urðu hæstar og jafnar Kristín Kolbeins- dóttir og Vala Ágústsdóttir, 7,9, og á viðskiptasviði (almennu verslun- arprófi) varð hæst Aðalheiður Pét- ursdóttir, 8,6. Fyrir það fékk hún bókaverðlaun og farandbikar frá Kaupmannafélagi Akureyrar. Einnig hlutu Harpa Halldórs- dóttir, 3.V, og Þóra Vala Haralds- dóttir, Elfar Aðalsteinsson og Magnús Hilmarsson, öll í 9. bekk, bókaverðlaun frá skólanum fyrir ágætan námsárangur, en Þuríður Sigurðardóttir, 2.U, formaður nemendaráðs, Fjölnir Freyr Guð- mundsson, 8.D, og Ingimar Eydal, 8.F, fengu verðlaun fyrir forystu í félagsmálum nemenda. Grunnskólaprófi luku 140 nem- endur, þar af náðu rétti til fram- haldsnáms 112 eða 80%. Meðaltal stiga í einstökum greinum á sam- ræmdu grunnskólaprófi hjá nem- endum skólans var yfirleitt alllangt yfir landsmeðaltali. Við skólaslit talaði Haraldur Óli Valdemarsson fyrir hönd gagn- fræðinga 1951 og afhenti peninga- upphæð frá þeim í bókasjóð skól- ans. Aðalsteinn Júlíusson talaði af hálfu gagnfræðinga 1961, sem gáfu 5000 krónur í listaverkasjóð. UNNIÐ AF KRAFTI ISUMAR í fyrrasuniar hófust fram- kvæmdir við byggingu Heilsu- hælis í Kjarnalandi og var þá steyptur um 600 fermetra kjall- ari. Veðurguðirnir tóku hins vegar í taumana er fram á haustið kom, og var ekki hægt að Ijúka steypu á loftplötu kjallarans. Hún verður hins vegar steypt í sumar og þá er einnig áformað að ljúka við smíði innisundlaugar sem felld verður í loftplötu kjallarans. Næsti áfangi í byggingu heilsuhæl- isins verður síðan að steypa upp 1. hæð af þeim þremur sem byggðar verða á kjallara þessarar álmu heilsuhælisins. Á 1. hæð er gert ráð fyrir eldhúsi, matsal, böðum og annarri endur- hæfingu ásamt móttöku dvalar- gesta og læknaaðstöðu. Á annarri og þriðju hæð verða herbergi dval- argesta, eins og tveggja manna með snyrtingu í hverju herbergi. Lyfta verður í húsinu og greið leið fyrir fólk í hjólastólum. Öllu fjármagni sem varið er til byggingarinnar eraflað með frjáls- um framlögum óg miklu starfi fé- laga í Náttúrulækningafélagi Ak- ureyrar. Hafa ýmsir sýnt byggingu heilsuhælisins mikinn áhuga, og má nefna það að á aðalfundi Kaupfélags Eyfirðinga á dögunum var samþykkt að gefa 100 þúsund krónur til byggingarinnar. Um byggingarkostnað heilsuhælisins er ekki gott að segja nákvæmlega, upprunalegar áætlanir miðuðust við að hver hæð kostaði um 50 milljónir gkr. en sennilega hafa þær tölur hækkað talsvert. Náttúrulækningafélag Akureyr- ar hafði kynningardag að Hótel KEA um miðjan maí þar sem boð- ið var upp á hlaðborð með góm- sætu brauði og kökum. Félagskon- ur gengu um beina og verslunin Akur hafði sýningu á ýmiskonar hollvörum. ísak Hallgrímsson yfirlæknir Heilsuhælisins í Hveragerði flutti fróðlegt erindi um aðdraganda og uppbyggingu hælisins í Hveragerði og kom farm í máli hans að í Hveragerði eru um 500 manns á biðlista. Sautjándi júní tákndagur fengins sjálfstœðis, minningardagur fornrar frelsisbaráttu, hátíðar og gleðidagur hvert íslenskt sumar, vakningardagur, sem minnir á œvarandi verkefni frjálsrar þjóðar í frjálsu landi. Samvinnuhreyfingin óskar öllum landsmönnum heilla á SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.