Dagur - 16.06.1981, Blaðsíða 9

Dagur - 16.06.1981, Blaðsíða 9
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Hafnarstræti 90, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 21180 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamenn: Áskell Þórisson, Gylfi Kristjánsson Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Rrentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Norðurland þarfnast atvinnuaukningar í nýútkominni skýrslu Þjóðhags- stofnunar um framvindu efna- hagsmála fyrstu fjóra mánuði þessa árs kemur meðal annars fram, að varðandi atvinnuleysi skeri Norðurland eystra og þó einkum Akureyri sig úr. Þetta ástand hefur verið nokkuð stöðugt á Akureyri, en ekki minnkað eins og á öðrum stöðum, og margir óttast að það eigi eftir að versna. Rétt er að minna á í þessu sam- bandi, að eitt af höfuðviðfangs- efnum núverandi ríkisstjórnar samkvæmt málefnasamningi er að halda uppi fullri atvinnu. Verst hefur gengið á Norðurlandi eystra í þessum efnum og því hljóta stjórnvöld að leggja á það kapp að bregðast við í atvinnumálum þess svæðis, að svo miklu leyti sem það er á þeirra valdi. Efla þarf þá atvinnustarfsemi sem fyrir er í fjórðungnum eins og aðstæður leyfa. Það dugar hins vegar ekki til og því verður að skapa atvinnu á Norðurlandi í tengslum við orku- vinnslu og virkjanir, enda virðast augum nú einkum beint að þeim atvinnumöguleikum sem orku- vinnsla og iðnaður í tengslum við hana skapa. Það er því Ijóst, að það skiptir öllu fyrir atvinnuástand á Norðurlandi hvar næst verður virkjað. Málið er í rauninni ofur einfalt. Ein af meginforsendum þess, að meðalstórum orkufrekum iðnfyrir- tækjum verði komið á laggirnar er sú, að mannafli sé nægur. Á Norðurlandi er fólksfjöldi nægur og við bætist, að þetta fók vantar meiri atvinnu. Aðrar forsendur eru og fyrir hendi. Á Austurlandi er hins vegar ekki atvinnuleysi og þar er auk heldur of fátt fólk til að taka við stórum atvinnufyrirtækj- um án þess að hefðbundnar at- vinnugreinar raskist stórlega og leggist jafnvel niður. Ef orkufrekur iðnaður verður settur niður á Reyðarfirði er nauð- synlegt að til verulegra hreppa- flutninga á fólki verði að koma, með öllum þeim kostnaði sem það leiðir af sér. Með þessum orðum er ekki verið að hafa á móti því, að Austfirðingar fái meiri fjölbreytni í atvinnulífið og aukna atvinnu- starfsemi í fjórðunginn. Hér er að- eins verið að benda á það, að Norðlendingar hafa mun meiri þörf fyrir aukna atvinnu og eru auk þess betur í stakk búnir til að veita henni viðtöku, heldur en Austfirð- ingar. Af þessum sökum eru illa grundaðar og fljótfærnislegar að- ferðir Hjörieifs Guttormssonar, iðnaðarráðherra, til að réttlæta Fljótsdalsvirkjun með kísilmálm- verksmiðju og eldsneytisverk- smiðju og heitavatnsleiðslum um fjöll og firnindi beinlínis skað- samlegar. BLESSAÐ ILLGRESHE) Túnfífilsbreiður f vegkanti á Akurcyri. Vorið er tími vaxtar og gróandi. Menn sá og planta og gleðjast yfir því þegar nýr jurtarangi skýtur upp kollinum eða festir rætur. En ekki eru allar jurtir jafn vel séðar af garðyrkjufólki, þótt einkennilegt megi virðast. Komu fleiri en boðnir voru, hugsar það um leið og það sér arfakló í fína matjurtabeðinu og reytir hana sem snarast í burtu. „Illgresið“ lætur ekki að sér hæða, og árlega er miklu púðri eytt á það. í formi alls konar eiturlyfja (svo- nefndra illgresiseyðingarlyfja), að ótalinni þeirri miklu vinnu sem margir leggja í að uppræta það. Til er meira að segja bók á íslenzku (að vísu þýdd) er nefnist Illgresi og 111- gresiseyðing, og í garðyrkju- og búnaðarritum er fjöldi greina um sama efni. Allar eru ritsmíðar þessar gegnsýrðar af þeirri hugsjón, að útrýma illgresinu á sem einfald- astan og ódýrastan en þó virkastan hátt, og til þess er best að nota „lyfin“. (Það er ekki laust við að manni gruni stundum, að lyfja- framleiðendur eða seljendur hafi greitt greinarhöfundum væna fúlgu fyrir að rita þetta). Það er fróðlegt að sjá í áður- nefndri bók. hvaða jurtir eru þar flokkaðar með illgresinu, en það eru t.d, baldursbrá, brennisóley, klóelting, túnfífill, hundasúra, músareyra, heimula, og varpa- sveifgras, auk annara alkunnra jurta eins og haugarfa, hjartarfa og húsapunts. En eru „illgresin" þá eins slæm og af er látið? Ég held varla. I gömlu íslenzku túnunum var fjöldi jurta sem nú um skeið hafa verið flokkaðar undir illgresi (sbr. upp- talninguna hér að ofan). Þær hafa þó eflaust gegnt því mikilvæga hlutverki að auka frjósemi jarð- vegsins og fjölbreytni í efnasam- setningu heysins, og átt þannig ekki óverulegan þátt í því að viðhalda heilbrigði húsdýranna og fólksins sem á þeim lifði. Þær komu þannig að vissu leyti í staðinn fyrir það svonefnda kjarnfóður, sem nú tíðkast að gefa kúm og kindum, til að bæta þeim upp fábreytni heys- ins. í þessu tilviki er því orðið „ill- gresi“ argasta öfugmæli, og svo mun reyndar oftast vera þegar málin eru skoðuð ofan í kjölinn. Mörg „illgresi“ eru meðal feg- ursiit blóma sem þekkjast hér á landi. nægir þar að nefna baldurs- brána, brennisóleyna og túnfífil- inn. Því miður er nú orðið sjald- gæft, að sjá túnin „loga í sóleyjum“, en vart getur fegurri sýn. I ruðn- ingslandi kaupstaðanna breiðir baldursbráin sitt hvíta blómaskart yfir mölina og draslið og fær mann til að gleyma því um stund, hvað umhverfið er nöturlegt, en annars staðar þekur klóeltingin ósómann eins og iðjagrænt flosteppi. Meira að segja heimulan skartar oft miklu litaskrúði síðsumars. Hver kannast ekki við hinn stórvaxna og ilmríka kjörvel, sem heita má að setji svip sinn á Akureyri á sumrum. Hann myndi þó víst af sumum vera kall- aður illgresi. Er þetta einskis virði? Loks er þess að geta að ýmsar af þessum svonefndu illgresisjurtum eru ágætis matjurtir, sem gefa ýms- um þeim jurtum sem við erum að baksa við að rækta alls ekkert eftir. Verður nokkurra þeirra getið nánar hér á eftir. Heimula Rumex longifolius eða domesticus), einnig nefnd njóli, heimilis- eða heimulunjóli og far- dagakál, er alkunn og stórvaxin planta af súruætt (náskyld túnsúru og hundasúru). Hún vex yfirleitt aðeins í kringum mannabústaði (sbr. nafnið), og þó einkum í kaupstöðum, í gömlum kartöflu- görðum o.s.frv. Hún byrjar jurta fyrst að spretta á vorin, (sbr. nafnið fardagakál), og eru blöðin þá fal- lega rauðleit, einkum ef kalt er í veðri. Njólablöðin hafa verið notuð til matar frá fornu fari, einkum á vorin. „Blöð urtarinnar eru hollasta kálmeti í súpum og grautum, ekki einungis hraustum og heilbrigðum, heldur og svo veikum sem ekki þola annan mat“, segir Oddur Hjaltalín læknir í Grasafræði sinni (1830), og Einar Helgason segir í Hvönnum (1926) „Blöðin eru ágæt snemma á vorin og koma sér vel á þeim tíma þegar lítið er um mat- jurtir. Best er að matreiða njóla- blöð á sama hátt og spínat". Þegar líður á sumarið tréna blöðin og verða ekki eins góð til átu, en þá má nota blaðstönglana í grauta ásama hátt og rabarbara. Heimula var einnig notuð til lækninga og til lit- unar. Gefur hún gulan lit soðin með álúni, „sem verður enn fegri, sé því strax eftir blekkt í staðið þvag,“ segir Hjaltalín. Tfinfífill (Taraxacum officinale), einnig nefndur fífill, blaðka, rót eða rótarlauf, rótarblaðka, hrafna- blöðkur, biðukolla, ætifífill og blöðin (blöðkurnar) best til átu og jafnast fyllilega á við besta salat, enda hafa þau verið notuð þannig um aldaraðir suður í Evrópu, svo sem í Frakklandi og Belgíu, þar sem það tíðkast einnig að rækta fíflana í þessu skyni, oftast í nokkrum skugga, því þannig halda blöðin sér betur og verða meirari. Hérlendis mun fífillinn ekki hafa verið talinn til matjurta, nema þá Túnfífillinn vex hér upp úr gangstéttinni. húsfreyjuhrellir. Alkunn jurt af körfublómaættinni, sem óx áður fyrr mikið í túnum. en nú helzt í graslendi eða hlaðvörpum heim við bæi, og í kaupstöðum, en er reynd- ar algengur út um hagann líka og jafnvel upp á háfjöllum, enda talið að um sé að ræða mörg misniun- andi kyn eða stofna af honum. Eins og heimulan vex fífillinn oft snemma á vorin og á þeim tíma eru helzt ræturnar. Þekktist það á Suðurlandi að grafa upp rætur fífilsins á haustin, og voru þær soðnar í mjólk eða notaðar i brauð, eða jafnvel sem kaffibætir. (Kaffi- bætir eða „Export" var gerður úr fífla- og síkoríu rótum). Sjálfum finnst mér best að borða vorblöð fífilsins eins og salat, gjarnan með púðursykri eða hunangi og rjóma, og getur vart meira hnossgæti. Túnfífill var einnig alkunn læjcn- ingajurt, eins og latneska heitið of- ficinalis bendir til (það var notað um jurtir og lyf á almennri lyfja- skrá), og er enn að fá í apótekum víða um heim undir heitunum Herba taraxaci (blöðin) eða Radix taraxaci (rótin). Sem meðal verkar það örfandi á meltingarkirtlana, styrkir lifrina og bætir hægðir. Með blómunum má lita gult, og af þeim ásamt blómleggjunum er hægt að brugga sérlega bragðgott vín. Haugarfi (Stellaria media), einnig nefndur arfi, hlaðarfi, arfablað, taðarfi o.fl., er í hugum flestra fs- lendinga hið sanna „illgresi" og víst má til sanns vegar færa að hann sé illur viðureignar á stundum enda ótrúlega seigur að stinga sér niður, blómgast og fella fræ. En arfinn hefur líka sér til ágætis nokkuð, því hann er af sumum tal- inn einhver besta matjurt sem völ er á hérlendis. Þó er mér ekki kunnugt um að hann sé talinn í venjulegum matjurtabókum, svo hann getur ekki talist viðurkenndur sem slíkur. Arfann niá sjóða í graut, eða nota hann hráan með öðrum mat eins og salat. Best er að taka hann þar sem nokkuð er skuggsælt og rakt. Arfinn hefur einnig lækn- ingamátt „er kælandi, mýkjandi og græðandi" segir Hjaltalín, og hann er talinn góður við ýmsum melt- ingarkvillum. Við þetta má bæta, að baldurs- brá. spánarkerfill, brennisóley og hjartarfi eru í gömlum fræðum taidar mikilvægar lækningajurtir, og kerfilinn má einnig nota sem salat eða kryddjurt. Hér skal nú látið staðar numið, þótt margt mætti um þetta rita. Vonandi hefur sá grunur læðst að einhverjum við lesturinn, að „ill- gresið" svonefnda eigi kannske líka nokkurn rétt á sér. Byggingarþjónustan setur upp útibú á Akureyri Myndin er tekin f aðstiiðu Byggingaþjónustunnar á Akureyri og á henni eru Ingólfur Jónsson, forniaður Mcistarasambands byggingamanna á Norðuriandi, Ólafur Jensson, framkvæmda- stjóri Byggingaþjónustunnar, Marinó Jónsson, framkvæmda- stjóri Meistarasambandsins og Ágúst Bcrg, húsameistari Akureyrarbæjar og fulltrúi bæjarins hjá Byggingaþjónustunni. Mynd: H.Sv. Þess kann að verða skammt að bíða, að húsbyggjendur á Akur- eyri geti á svipstundu fengið á tölvuskermi upplýsingar um nær hvað eina sem varðar bygging- armálefni, t.d. hvaða flísar henta best í baðherbergi eða hvaða gerð staðlaðra eldhúsinnrétt- inga passa best í viðkomandi húsnæði. Það er Byggingaþjón- ustan, sem kemur til með að veita þessa þjónustu áður en langt um líður, en fram að þeim tíma verða menn víst að láta sér nægja að heimsækja stofnunina á fjórðu hæð í Hafnarstræti 107 (Útvegsbankahúsinu) og fá þær upplýsingar um byggingarefni og fleira, sem þar er að finna í bæklingum, auk þess sem fag- menn verða til lciðbeiningar. Byggingaþjónustan hefur sem sagt sett upp útibú á Akureyri. Ólafur Jensson, framkvæmda- stjóri Byggingaþjónustunnar, kynnti þessa starfsemi fréttamönn- um og þeim sem vinna að bygg- ingamálum, á föstudag. Auk hans voru á fundinum Ágúst Berg, full- trúi Akureyrarbæjar í fyrirtækinu, Ingólfur Jónsson, formaður Meist- arafélags byggingamanna á Norð- urlandi, og framkvæmdastjóri þess félags, Marinó Jónsson, sem ásamt Þorbjörgu Jónasdóttur, starfs- manni Meistarafélagsins, mun hafa með höndum daglega umsjón úti- búsins á Akureyri. Byggingaþjónustan hefur verið starfandi í Reykjavík frá árinu 1959. Fyrstu 20 árin var hún rekin af Arkitektafélagi íslands, en frá áramótum 1978/1979 hefur Bygg- ingaþjónustan verið sjálfseignar- stofnun. Aðilar að Byggingaþjón- ustunni eru, Akureyrarbær, Arki- tektafélag íslands, Félag ísl. iðn- rekenda, Húsnæðisstofnun ríkisins, Iðntæknistofnun íslands, Lands- samband iðnaðarmanna; Rann- sóknarstofnun byggingariðnaðar- ins og Reykjavíkurborg. Starfsemi Byggingaþjónustunn- ar, sem fyrst og fremst snýr að al- menningi, er að allan ársins hring er dagleg sýning byggingarefna og tækja í 600 ferm. sýningarsal að Hallveigarstíg 1. í Reykjavík. Þar eru jafnframt veittar ýmsar upp- lýsingar um það sem sýnt er og af- hentir bæklingar frá fyrirtækjun- um, sem eru í dag um 100. Jafn- framt er á hverjum þriðjudegi kl. 16-18, byggingameistarar til viðtals og á miðvikudögum á sama tíma er arkitekt til viðtals og gefa þeir fag- urfræðilegar og tæknilegar leið- beiningar. Öll þessi þjónusta er al- menningi ókeypis, og vonir standa til þess að innan tíðar verði sams konar þjónusta veitt á Akureyri. Tæknirit og bækur frá Rann- sóknarstofnun byggingariðnaðar- ins og staðlar frá Iðntæknistofnun íslands eru til sölu hjá stofnuninni. Þad hafa yfir 30 þúsund manns leitað til Byggingaþjónustunnar eftir upplýsingum á þessu ári, síðan Byggingaþjónustan var opnuð í húsi iðnaðarinsað Hallveigarstíg I, í Reykjavík. Af þessu má sjá þá miklu þörf, sem fyrir hendi er uni upplýsingar um byggingarefni, hvar þau fást, notkunarmöguleikar og meðhöndlun þeirra. Stjórnendur Byggingaþjónust- unnar hefur verið kunnugt um þörfina fyrir slíka starfsemi víðar úti á landi, þar sem minna úrval byggingarefna og tækja er og oft ekkert úrval. Fólk hefur verið að gera sér sérstakar ferðir til Reykja- víkur til þess að skoða í búðum og gera innkaup. Með opnun þessarar aðstöðu að Hafnarstræti 107 á Ak- ureyri er reynt, þó í litlum mæli sé, að bæta úr mikilli þörf með því að safna saman á einn stað bæklingum og vöruskrám yfir byggingarefni og tæki sem sýnendur hjá Bygginga- þjónustunni hafa á boðstólum. Nú eru þrjú fyrirtæki á Akureyri sýn- endur í Reykjavík, en þau eru Efnaverksmiðjan Sjöfn, Hagi h.f. og Stuðlafell. Þessi aðstaða á Akureyri verður opin almenningi mánudaga til föstudaga kl. 13-16. Félagar úr „Stórkostlegt að vera kominn — Norskur herflugmaður heimsækir Akureyri eftir 39 ára f jarveru „Það er stórkostlegt að vera kominn hingað aftur eftir all- ann þennan tíma, það rifjast upp og skýrast gamlar minningar sem ég á frá Akur- eyri“ sagði norðmaðurinn Brendo Thurmann Nielsen sem leit við á ritstjórn Dags á dögunum. Níelsen var hér í norskri eftir- litssveit á vegum norska flug- hersins frá því í september 1941 og þar til í desember árið eftir. „Mig hefur alltaf langað til að koma aftur til Akureyrar, hér var mjög gott að vera, fólkið elsku- legt, gott veðurfar og héðan á ég ekkert nema mjög góðar minningar. Ég hef komið til ís- lands frá því 1942, en þá var ekki að komast vegna tíma- nokkur möguleiki norður á Akureyri skorts." — Við spurðum Níelson hvert hefði verið aðalverkefni þessarar norksu flugsveitar sem var stað- sett á Akureyri, hvernig hún hefði verið útbúin og hvert hann gæti ekki sagt okkur frá einhverjum skemmtilegum atvikum sem komu upp á þessum tíma. „Við vorum hér með þrjá sjó- flugvéiar og í allt voru hér um 70 manns tengdir sveitinni. Okkar aðal starf var að fara í eftirlits- ferðir og fylgjast með ferðum sovétmanna, aðallega kafbáta- ferðum úti fyrir norðaustur- og norðurlandi." „Ég gæti auðvitað nefnt mörg skemmtileg atvik sem upp koniu. Eitt sinn fórst t.d. flugvél hjá okkur á Pollinum i flugtaki en engan sakaði þótt vélin gjöreyði- legðist. í annað skiptið misstum við niður djúpsprengju úti á Pollinum og varð af mikill hávaði og læti. Dauðir fiskar flutu uppi um allan Pollinn og það gekk mikið á þegar menn voru að ná sér í soðið.“ — Það er greinilegt að Níelsen er skemmt er hann rifjar upp endurminningar frá veru sinni hér fyrir um 40 árum. Hann sagðist hafa átt hér mjög góðan dag í fylgd Björgvins Júníussonar sem hann sagðist hafa kynnst hér 1941 er þeir hefðu farið saman á skíði en Björgvin „lóðsaði" Níel- son um s.l. fimmtudag og sýndi honum bæinn. Séra Benjamín Kristjánsson 80 ára Arkitektafélagi íslands, sem starfa hér á Akureyri, aðrir hönnuðir í húsagerð og byggingameistari úr Meistarafélagi byggingarmanna á Norðurlandi verða til viðtals fyrir almenning á þriðjudögum kl. 16-18 og gefa fagurfræðilegar og tækni- legar upplýsingar. Þann 11. júní s.l. yar aðalfundur Þjóðræknisfélagsins á Akureyri. Þá var séra Benjamín Kristjánsson fyrrum prestur og prófastur á Laugalandi kjörinn heiðursfélagi félagsins. Þennan sama dag varð séra Benjamín áttræður. Hann dvelur nú á heimili bróður síns séra Bjartmars Kristjánssonar og mág- konu frú Hrefnu Magnúsdóttur á Laugalandi. Á þessum merku tímamótum í lífi séra Benjamíns líta vinir og vandamenn hans yfir farinn veg, og senda honum árnaðaróskir. — Sá heiður, sem hann varð aðnjótandi á aðalfundi vinafélags Vestur-ís- lendinga á sér rætur í víðtæku og gagnmerku starfi hans fyrir þjóð- arbrot okkar vestan hafs. Eins og kunnugt er var séra Benjamin prestur Vestur-fslendinga árið 1928 til 1932. Um mitt sumar 1932 var honum veitt Grundarþing í Eyjafirði, og því prestakalli þjónaði séra Benja- mín til 1967, er þau hjónin fluttu til Reykjavíkur eftir 35 ára farsæl störf í byggðum Eyjafjarðar. Þóaðséra Benjaminogfrú Jónína væru aðeins fjögur ár í Kanada, — þá varð sú dvöl þar á ýmsan hátt til að móta líf þeirra og störf. — Áhugi þeirra á málefnum Vestur-íslend- inga var mikill, og þau unnu þeim margt til heilla. Séra Benjamín var mikill ætt- fræðingur og fræðimaður. Það má Ijóst vera af bókum hans. Hann bjó Vestur-íslenzkar æviskrár undir prentun, en það ritverk hans varð fjögur bindi. Þó að séra Benjamín 8.DAGUR nyti góðrar aðstoðar við ritverkið. með upplýsingum er safnað var urn menn vestan hafs, þá var hér um að ræða stórkostlegt verk af hans liendi. Vestur-íslenzkar æviskrár munu um aldur og ævi bera vott uni ritleikni og afköst séra Benja- míns og hve drjúgan skerf hann lagði til persónusögu Vestur-ís- lendinga með bókum sínuni. Ef ætti að fara að rekja ritverk séra Benjamíns, yrði það langur listi. Hann var sískrifandi. ýmis voru það blaðagreinar eða bækur. seni hann skrifaði. Séra Benjamín gleymdi ekki sinni heimabyggð. Hann samdi niargar ritgerðir og frásagnir. cr einkuni varða sögu Eyjafjarðar. Þessir söguþættir komu út í Eyfirð- ingabók sem Bókaforlag Odds Björnssonar gaf út i tveimur bind- um. Þar er gott sýnishorn urn það. hvernig séra Benjamín vann að rit- störfum. fróðleikur hans og áhugi að varðveita sagnir og heimildir uni byggðarlag sitt. einkum það er varðar kirkju og kristni. Séra Benjamín og frú Jónína áttu stóran þátt í félags- og menningarlífi Eyjafjarðar fram um 35 ára skeið. Þau voru mikilvirk í þjónustu sinni og gestrisni. Heimili þeirra var ákaflega gestkvæmt og þau samhent í því að taka á móti gestum bæði innlendum og er- lendum. Mátti svo heita, að hver Vestur-íslendingur. seni koni hing- að norður, væri boðinn inn að Laugalandi. Hinn 24. sept. 1967 verður rnér minnisstæður. en þá voru þau hjónin séra Benjamín og frú Jónína að kveðja prestakall sitt og bvggð. Þeim var haldið samsæti í Frey- vangi. og þeim flutt lof og þökk fyrir mörg og gifturík störf. Það var hlýr og kærleiksríkur straumur sem fór um salinn í félagsheimilinu og lék um þau sæmdar og heiðurs- hjónin. þar sem þau voru umkringd af sóknarbörnum sínum. vinum og vandamönnum. Jónína Björnsdóttir lézt 9. des- ember 1977. Frú Jónina var mikil- hæf kona. gáfuð og hjartahlý. — Blessuð sé minning hennar. Séra Benjamín nýtur þess í ell- inni að dvelja hjá bróður sínum og mágkonu á Laugalandi. í næsta nágrenni við fæðingarstað sinn og æskustöðvar. Þangað berast nú til hans blessunar- og hamingjuóskir frá fjölmörgum vinum hans bæði hér austan hafs og vestan. Fvrir hönd okkar hjóna þakka ég honuni góða vináttu og gestrisni. og við biðjuni honuni og fjölskvldu hans blessunar Guðs um ókomna daga. Pétur Sigurgeirsson. Norrænt vinabæjamót á Akureyri Um næstu helgi hefst á Akureyri norrænt vinabæjamót þar sem 10 æskulýðsleiðtogar koma frá hverjum vinahæ Akureyrar á norðurlöndunt. Þessir bæir eru Lahti í Finnlandi, Randers í Danmörku, Vásterás í Svíðþjóð og Álasundi í Noregi. Þátttakendur frá Akurevri eru úr hinum ýmsu æskulýðs- og íþrótta- félögum bæjarins. Auk þess er boðið tveim fulltrú- uni frá Narssak. vinabæ Akurevrar á Grænlandi. Mótið stendur í eina viku og verður m.a. dvalið í 3 daga á Hrafnagili. þarsem fvrirlestrarog umræður fara fram um æskulvðs- mál o. fl„ farin verður dagsferð til Mývatnssveitar og siðan dvelja er- lendir þátttakendur í heimahúsum á Akureyri í 3 daga. Þá daga verður bærinn skoðaður. Farið verður í heimsóknir á söfn og vinnustaði. I tengslum við þetta norræna mót verður málverkasýning opnuð í Iðnskólanum 25. júni kl. 15.06. Málverkin eru eftir skólafók i vinabæjunum á aldrinum 13-18 ára og myndefnið er „Akureyri i dag". Mótinu lýkur 27. júní o'g halda þá erlendir þátttakendur heim. DAGUR.9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.