Dagur - 16.06.1981, Page 10
„Það má segja að golfíþróttin
bjóði iðkendum sínum upp á
fjöldamargt og menn stunda
þessa íþrótt sér til skemmtunar
og heilsubótar allt frá barns-
aldri og fram á elliár,“ sagði
Frímann Gunnlaugsson for-
maður Golfklúbbs Akureyrar í
viðtali við Dag.
Ritstjórinn heimtaði „golf-
síðu“ í blaðið, sagðist vilja fá
að vita hvað það væri við þessa
íþrótt sem ylli síauknum vin-
sældum hennar. Sjálfur þékkti
hann ekkert til goifsins, en þar
sem sá er þessar línur ritar
hefur verið að sniglast í kring
um golfmenn endrum og eins
þótti tilvalið að senda hann í
verkefnið.
„Það er margt sem stuðlar að
vinsældum golfsins“ sagði Frí-
mann. „Að sjálfsögðu er um holla
útiveru að ræða, menn ganga um
stórkostlegur og samheldni
manna í golfinu er mikil. Þetta er
stórgóður félagsskapur því sá sem
ekki kann mannasiði þrífst ekki í
golfklúbb."
Á Norðurlandi eru fimm golf-
klúbbar, og eru þeir á Akureyri,
Húsavík, Siglufirði, Ólafsfirði og
á Sauðárkróki. Klúbburinn á
Akureyri er þeirra elstur og fjöl-
mennastur. Hann erstofnaður 19.
ágúst 1935 og fer því að nálgast
fimmtugsafmælið.
Fyrst á Eyrinni
Fyrsti völlur klúbbsins var nið-
ur á Eyri þar sem Slippstöðin er
nú, en síðan fluttist klúbburinn
upp í Þórunnarstræti og var þar
til 1970 að flutt var að Jaðri þar
sem klúbburinn hefur komið sér
upp hinni myndarlegustu að-
stöðu og þar er ekkert lát á
framkvæmdum.
„Félagatalan var lengi þetta
Þorvaldur Asgeirsson golfkennari kemur ávallt nokkrar ferðir til Akureyrar á hverju sumri. Hér sést hann fylgjast
með sveiflunni hjá Jóninu Pálsdóttur.
„Sá sem ekki kann mannasiði
þrífst ekki í golf klúbbi11
um leið og virkir félagar verða
fleiri, verður auðveldara að ráð-
ast í stærri verkefni. Þannig erum
við núna langt komnir með að
byggja upp 9 holur til viðbótar
þeim 9 sem fyrir eru, og er
áformað að vígja 18 holu völlinn
formlega 22. og 23. ágúst er
Minningarmótið um Ingimund
Árnason fer fram.“
„Púttin“ eru nákvæmnisverk og vissara að vanda sig við þau.
10 km ef þeir leika 18 holur sem
er mjög algengt að menn geri 1
hvert skipti er þeir skreppa upp á
völl. Þetta er tilvalin fjölskyldu-
íþrótt því eftir að börnin eru orðin
10-12 ára getur öll fjölskyldan
farið saman í golf og allir
skemmta sér hið besta. Og eins og
ég sagði áðan þá leika menn golf
fram á gamalsaldur. Og ekki má
gleyma félagsskapnum sem er
50-100 manns,“ sagði Frímann.
„En það má segja að upp úr 1975
hafi komið verulegur kippur í
fjölgun golfleikara á Akureyri og
á henni er ekkert lát enn þann dag
í dag. Á síðasta ári gengu um 100
manns í klúbbinn og var félaga-
talan þá orðin á fjórða hundrað
manns.“
„Þessi aukna aðsókn er auðvit-
að mjög gleðileg fyrir okkur, því
Dýrt en ekki dýrt
„Jú þetta er dálítið dýrt sport,
það er að segja á meðan menn eru
að koma sér upp áhöldum. Það er
best fyrir byrjendur að kaupa sér
notaðar kylfur af þeim sem lengra
eru komnir og eru að endurnýja.
en það má komast af með nokkr-
ar kylfur til að byrja með. Ég
myndi ætla að byrjandi geti
fengið sér tæki fyrir upphæð á
bilinu 1000-2000 krónur."
„Ársgjöldin höfum við þannig
að þeir sem eru að byrja greiða
lægra árgjald en aðrir eða kr.
400,00. Á öðru ári greiða menn
800,00 krónur og fullt árgjald er
1.200,00 krónur. þá höfum við
sérstakt gjald fyrir 13 ára og yngri
sem er 120,00 krónur, og loks má
nefna hjónagjald sem er 1.500,00
krónur. Það má því e.t.v. segja að
ársgjaldið sé ekki svo dýrt, menn
fá sennilega ekki allstaðar veiði-
leyfi í góðri laxveiðiá fyrir
Golflcikar eru á öllum aldri. Hér er einn úr hópi þeirra yngstu að skila boltanum
i holuna.
Golfklúbburinn hefur hina myndarlegustu aðstöðu að Jaðri, og fyrirhugað eru frekari byggingar þar. Ljósmyndir: g.k.
1.200,00 krónur sem er fullt ár-
gjald hjá okkur í dag.“
Forgjöfin
Eitt er það sem gerir golfið
skemmtilegri íþrótt en margar
aðrar en það er forgjafarfyrir-
komulag það sem viðhaft er þeg-
ar menn reyna með sér. Þegar
byrjandi kemur í golfklúbb fær
hann 24 högg í forgjöf. Þeir sem
lengst hafa náð í íþróttinni hér á
landi eru með 2-3 högg í forgjöf
þannig að ef byrjandinn hættir
sér út í keppni við snillingana
21-22 högg í forgjöf gegn þeim.
Þetta gerir það að verkum að í
golfinu getur hver sem er keppt
við hvern sem er á
„jafnréttisgrundvelli.“
„Réttu tökin
strax í byrjun“
Golfklúbbur Akureyrar hefur
kappkostað að nýjir félagar
klúbbsins hafi jafnan átt þess kost
að njóta tilsagnar, og hefur Þor-
valdur Ásgeirsson golfkennari
komið að Jaðri 2-3 sinnum á
sumri og þá staðið við í 7-10 daga
hverju sinni og haft nóg að starfa.
„Það er nauðsynlegt að hugsa
vel um þetta atriði, ekki hvað síst
þegar nýliðum hefur fjölgað
jafnmikið og raun ber vitni,“
sagði Frímann. „Ef menn gera
hiutina ekki rétt í byrjun þá getur
orðið erfitt að lagfæra vitleysurn-
ar þegar fram í sækir, og menn
skyldu ekki láta það blekkja sig
þótt þeir sjái furðulegar sveiflur á
golfvelli sem gefa árangur. Það
eru alltaf einhverjir sem fara
„eigin leiðir" í þessu eins og öðru,
en þeir eru undantekningin sem
sannar þá reglu að menn skyldu
læra rétt handtök strax í byrjun.“
„Jákvætt
andrúmsloft“
( lokin báðum við Frímann
Gunnlaugsson að skýra okkur frá
því hvernig bæjaryfirvöld hafi
búið að þessari íþróttagrein und-
anfarin ár.
„Við höfum alltaf lifað í mjög
jákvæðu andrúmslofti gagnvart
bæjaryfirvöldum, og kvörtum
ekki. Hinsvegar er geysilega dýrt
að reka golfklúbb, það þarf allt að
vera til, flatarsláttuvélar, braut-
arsláttuvélar og fleira og fleira og
viðhald vallarins er dýrt. En við
höfum mætt skilningi og það,
ásamt þeirri aukningu sem hefur
átt sér stað í félagatali okkar gerir
það að verkum að við göngum
hræddir til verkefna þeirra sem
leysa þarf. Þannig erum við nú
auk þess að vera að ljúka við
uppbygningu 18 holu vallarins að
fara út í viðbyggingu við skála-
húsið okkar og það er margt fleira
í deiglunni.“
10.DAGUR