Dagur - 25.09.1981, Síða 11

Dagur - 25.09.1981, Síða 11
NOREGSPÓSTUR Atli Rúnar Halldórsson RÉTTIR OG PRI.NCE POLO Laufin á trjánum fyrir utan gluggann minn eru byrjuð að gulna og detta af. Trén hér á lóð- inni á stúdentagörðunum voru fagurgræn fyrir hálfum mánuði, en eru nú or.ðin gul-græn að lit. Haustið er komið. Enginn getur víst efast um það. Hitastigið á daginn fer líka ört lækkandi. Fyrstu 10 dagana eftir að við hófum vetursetuna hér, var glampandi sólskin, 18-20 stiga hiti dag eftir dag. — Hreinasta sumarblíða og aldeilis hreint óþolandi að sitja á skólabekk; Norðmennirnir hlupu um nótt sem nýtan dag í stuttbuxunum sínum og stutterma bolum. Nú sé ég þá hafa tekið fram síðbuxur og síðerma trimmgalla. Þetta fólk er yfirgengilega heilbrigt: hjólar hleypur og spriklar hvar sem er, hvenær sem er. Því lætur það svona? Ég læt sem ekkert sé. Horfi í aðra átt þegar heilu fjöl- skyldurnar þjóta fram hjá mér á hlaupum eða horfi íbygginn og hugsi til jarðar. Líkt og svarf- dælskur bóndi sem röltir um að vorlagi og spáir í hvort torfu- skækillinn hafi komið kalinn undan snjófarginu. Norðmenn eru annars bestu skinn og líklega verður að telja trimmbrjálæðið þeim til tekna. Þeir eru dálítið stífir á meining- unni en vinalegir vel. Jafnvel einum of vinalegir við íslend- inga! Stundum velti ég fyrir mér hvernig Óli Norðmaður vill lifa lífinu notalega. Svona líkt og þegar við, syndum spillt fólk, viljum hafa það huggulegt yfir safaríkum steikum á laugardags- kvöldum, plægja síðan skemmti- staði fram á miðja nótt og ekki ósjaldan skralla eitthvað áfram fram undir morguninn. Von að ég spyrji! Hér í borg þarf maður nefnilega að vera kominn í biðröð við skemmtistaði milli kl. 7 og 8 á og matargerð, jafnt í vöku sem svefni. Þeir lifa fyrir mat og huggulegheit. Norðmenn líta á máltíð sem nauðsynlegan lið í að viðhalda þreki til að vinna og trimma. Matur er í þeirra augum eitthvað gums sem maður potar inn í gat ofarlega og bíður eftir að kvöldin til að komast inn. Ballinu lýkur venjulega á , bilinu 12.30-1.30. Og þá þjóta Norsarar heim í háttinn. Staðir sem hafa opið til kl. 2 að nóttu eru auglýstir sem næturklúbbar! Hvað erþetta annað en óþolandi heilbrigði? Svo er það maturinn. Jónas yf- irsmakkari hjá Vikunni segir að Norðmenn kunni ekki að búa til mat og hafi yfirleitt engan áhuga á því. Það trúi ég sé rétt hjá hon- um. Sjáum Danina til saman- burðar. Þeir hugsa og tala um mat skili sér út um annað gat neðar- lega með tíð og tíma. Ég verð ekki var við neitt hér sem kalla mætti norsk matgleði. Ég ætla að halda áfram að vera fúll út í Norðmenn. Þeir gera ís- lenskum innflytjendum lífið leitt með þvi að hafa prinspólókex ekki til sölu í sjoppum og mat- vörubúðum yfirleitt. Prinspóló- sjúklinga rekur í rogastans að ganga hér búð úr búð og fá hvergi kexið sitt! Við fréttum þó fljót- lega að það fengist á SAS-hötel- inu í Osló, kannski eini staðurinn í borginni þar sem prinspóló er selt! Annað vandamál mætir Is- lendingum sem flytjast til Osló, sérstaklega þeim sem vilja þrífa gólf sín oft og vel. Hér tíðkast ekki að hreinsa ryk og rusl af gólfum með sóp eins og heima, heldur með gúmmísköfum. Ekki ósvipað áhald og ég notaði við flórverkin i fjósinu á Jarðbrú forðum. En viti menn: ein búð í Oslóborg selur sópa. Þangað leggur landinn leið sína. vilji hann ekki skafa gólfin að norsk- um sið. Svona vandamálum mætum við armir innflytjendur í norskt samfélag. Ég sé í almanakinu í vasabók- inni minni að septembermánuður er hálfnaður. Það þýðir auðvitað ekkert annað en að göngur og réttir eru franiundan í Svarfaðar- dalnurn um næstu helgi! Ég er fjarri góðu gamni þá. Skyldi þeim á Bakka takast að reka safnið sitt heint án minnar ómetanlegu að- stoðar? Skyldi Hjörtur detta af baki i þrígang eins og um árið? Það veit ég að Klemens í Brekku hefði gaukað að mér fleyg og beðið mig að súpa hraustlega á. Þó má vera að hann hefði hugsað sig um tvisvar. Ég saup svo vel á í fyrra. Það veit ég að Árni á Ing- vörum mætir á skyrtunni einni fata ofan mittis, með brett upp fyrir olnboga, og vindur sér glað- beittur í að draga rollur út og suður. Það veit ég að Jóhann Dan stórsöngvari Svarfdælinga þegir ekki lengi eftir að rollum fækkar í almenningnum. Og ekki þætti mér ólíklegt að Magga frá Hofsárkoti kæmi nálægt kven- félagskaffinu í skúrnum. Einhvernveginn er allt þetta óskaplega tengt Tunguréttinni i Kollinum. Gestkvæmt verður náttúrulega á Bakka á 'gangnadaginn ef að líkum lætur. Þangað er gott að koma. Enda ekki beint rikjandi sparnaðarstefna í útdeilingu hangikjöts og brennivíns sjálfan hátíðisdag gangnanna. Tæpast standa menn upp frá borðurn á Bakka fyrr en fullmettir í öllum skilningi. Húsaskipanin býður líka upp á skemmtilega niögu- leika fyrir átvögl. Fyrst skal setið góða stund í eldhúsinu hjá Tóta og Stínu, étið og drukkið á við þrjá. Að því búnu skal horfið á braut án mikils fyrirgangs. rölta upp stigann og stefnt á eldhúsið þeirra Ingva og Helgu. Þar á að staðnæmast í dyragætt. setja upp sultarsvip og mæna á kræsingar á. borðinu. Illa er ég svikinn ef við- komandi er ekki umsvifalaust drifinn í sætið og hvattur óspart til áts og drykkju. Þannig liður réttardagur Svarfdælinga í Ijúfasta léttsukki. Síðast en ekki síst er svo kvöldið. þegar rnenn dansa sem óðastir á Höfðanum og dufla úti í móum eða á landareign Atla og Höllu á Hóli. Er nema að furða að mig langi heim? Osló 15. septeniber. A.R.H. Nei, þaöer ekkert allt of hreinlegt þar niður frá, friösælt né rólegt — viö sendum þúsundir feröamanna þangað. •UBJO QB Ii||m ijjeuut.! jjjsuja BJJ n))SO|j nfguij jjdXait uuunujABjdjijsQj/^ :uui|BsjXq JIIJSÁJS JO UUBl| ‘jBiuqoj j •jsjáj Jæ|s uBqqniq jo i)|)|3 -g -uinuuoui uin|uioá iunjso|j p 8o sujo ‘jjjjS B8o|)|jri 'i JÁUS QjJOU UIOS JJ9 BtJ J '9 AJJ S O JllSBp -nuBUi ‘jnáBpnuung :of§ •£ *puB|uaBJ3 •p ‘JBU)|BA UUBq |jj JB<J -f 'UUJitBp p BJO§ 7 -uuB|joq Bjofjq qb jiiqjoa jnpBpv -j •ujba 3o EJÁO ‘jnjpjOJ J jnpBiu ‘Jjoqqo ‘8os ‘npj ‘jBujnujpfjg nfl9Ap§BQ I Uin)B§ B JIUSnBQ ÍÞRÓTTIR Sigbjörn Gunnarsson Olíkt gengi KA og Þórs Viðburðaríkt íþróttasumar er senn liðið. f fyrsta sinn i sögu knattspyrnunnar hér á Akureyri, léku nú tvö lið í 1. deild, eins og öllum er kunnugt. Ég sagði í síðasta spjaili mínu fyrir Helgar-Dag í vor er leið, að það yrði þungur róður fyrir félög- in okkar tvö, Þór og KA, að halda sæti sínu í deildinni. Það kom og á daginn. Þór hlaut þau örlög að falla í 2. deild, en KA sigldi lygnan sjó um miðja deild og uppskar 18 stig, eða árangur upp á 50%. Það er mín skoðun að Þór hafi náð mun betri árangri en menn almennt þorðu að vona. Ég átti til að mynda ekki von á öðru en Þórsarar yrðu miklir eftirbátar annara liða í deildinni og myndu „skítfalla" eins og sagt er á máli knattspyrnumanna. Annað kom hins vegar á daginn. Eftir harða baráttu á lokasprettinum féllu Þórsarar með jafn mörg stig og KR, en markatala Þórsara var óhagstæðari. Að mínu viti sóttu Þórsarar stöðugt í sig veðrið eftir því sem á leið mótið. Framan af virtust leikmenn ekki hafa ýkja mikla trú á eigin hæfileikum, en þeim mun meiri á hæfileikum andstæðing- anna. Slikt kann ekki góðri lukku að stýra í knattspyrnu fremur en öðrum greinum keppnisíþrótta, en voru þó í fyllsta máta eðlileg hjá svo ungum og lítt reyndum knatt- spyrnumönnum, sem skipuðu Þórsliðið. Það er trúa mfn að Þórsarar muni án erfiðleika vinna sæti í 1. deild að nýju næsta ár, hafi liðið sama mannskap á að skipa og í ár. Fari svo, er ég hcldur ekki í minnsta vafa um að liðið komi til með að festa sig í sessi i 1. deild- inni, því þá hafa leikmenn öðlast þá reynslu sem vissulega þarf til að leika í 1. deild og munu mæta til leiks fullir vilja og trúar á eigin möguleika. Gengi KA í deildinni má telja nokkuð viðunandi. Ekkert meira en það þó. Það lcikur ekki vafi á að KA hefir aldrei haft eins sterku og reyndu liði á að skipa og ein- mitt í ár og þess vegna mátti gera nokkrar kröfur um árangur. Liðið tryggði stöðu sína nokkuð fljótt í deildinni, en um miðbik sumars var þó eins og dálítið slaknaði á, en síðan kom dágóður sprettur sem skyndilega gaf nokkrar vonir um toppsæti í deildinni, en við það var allur vindur úr KA-mönnum. Þess má þó gæta að KA fékk ein- ungis á sig 18 mörk i dcildinni og er það út af fyrir sig ágætt, en aftur á móti var gengið upp við mark andstæðinganna ekki eins gott. Ég hygg annars að það sé nokkuð almennt álit knattspyrnu- unnenda hér á landi að deilda- keppnin í ár hafi ekki boðið upp á sérlega skemmtilega knattspyrnu, en spennan var hins vegar afar mikil allan tímann bæði á toppi og botni deildarinnar og þannig á það að vera. Eftir harða baráttu voru það Víkingar sem stóðu uppi sem sig- urvegarar, í fyrsta sinn í 57 ár. Ég hygg að Víkingar hafi verið vel að sigrinum komnir þar sem þeir leiddu keppnina lengst af og höfðu að mínu viti jafnasta liðinu á að skipa. Enn hafa íslenskir knatt- spyrnumenn vakið athygli hjá er- lendum stórliðum og „umboðs- mönnum“. Góður sigur yfir Tvrkjum á dögunum á sinn hlut þar að máli svo og það, að svo kallaðir umhoðsmenn fara i flokkum um heiminn og reyna að koma leikmönnum á framfæri. Það er ekki af umhyggju fvrir knattspyrnunni eða leikmönnum sem þessir herrar eru á ferðinni. heldur eigin von um ábata sem ræður, og því miður hefir ýmsum orðið Ijóst að auðvelt er að gera „góð kaup“ hér á fslandi. Er von- andi að leikmenn og knattspyrnu- forystan grípi í taumana þegar í stað og geri sér grein fyrir hver vá er fyrir dyrnum. Raunar hefir KSÍ haft í hótunum um að kæra einn tiltekinn „umboðsmann“ þar sem sá hinn sami hefir ekki farið að lögum FIFA varðandi þessi mál. Er óskandi að KSI geri sitt til að koma i veg fyrir ólöglega starf- semi af þessu tagi. Sigb. DAGUR.11

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.