Dagur - 16.04.1982, Page 11

Dagur - 16.04.1982, Page 11
Hljómleikar í Skemmuimi Sextíu og þriggja manna hljómsveit flytur tónlist eftir Vaughan Williams í íþrótta- skemmunni á Akureyri, laug- ardaginn 17. aprfl og daginn eftir í Hamrahlíðaskólanum í Reykjavik, og hefjast tónleik- arnir kl. 17 á báðum stöðum. Hljómsveitin - „Að sunnan og norðan“ - er skipuð ungu tónlistarfólki frá Reykjavík og Akureyri. Mark Reedman stjórnar hljómsveitinni, en hann er stjómandi Strengjasveitar Tón- listarskólans í Reykjavík, sem leikur með í stóru hljómsveitinni og mun bráðlega taka þátt í al- þjóðlegri keppni strengjasveita í Júgóslavíu. Guðný Guðmunds- dóttir kosertmeistari í Sinfóníu- hljómsveit íslands, leikur ein- leik með hljómsveitinni í tón- verkinu The lark ascending, seneröðu fyrir fiðlu og hljóm- sveit, sem er nú flutt í fyrsta skipti hér á landi, og gerir óvægnar tæknilegar kröfur til einleikarans. Fantasía um lagið Green- sleeves, sem er eitt af vinsælustu hljómsveitarverkum tónskálds- ins, concerto grosso fyrir strengjasveit og fantasía um stef eftir Thomas Tallis kemur til með að gleðja tónleikagesti. Akureyrarkirkja rúmar ekki svo fjölmenna hljómsveit svo ákveðið var að gera nauðsynleg- ar lagfæringar á íþróttaskemm- unni fyrir tónleikana á laugar- daginn, enda er strengjasveitin sú fjölmennasta sem leikið hefur á tónleikum utan Reykjavíkur. Auk strengjanna tekur hópur blásara þátt í flutningnum. Vaughan Williams er eitt vin- sælasta og virtasta tónskáld breta. Hann var frumkvöðull í söfnun þjóðlaga í heimalandi sínu, og notaði síðan oft lögin sem uppistöðu og efnivið í tón- smíðar sínar. Tónleikarnir á Ak- ureyri verða haldnir á vegum fé- lagsins á þessu starfsári. Sala að- göngumiða fer fram í bókabúð- inni Huld á Akureyri og við inn- ganginn á báðum stöðum. Lexía áplötu Nýlega kom út hljómplata með hljómsveitinni LEXÍU, sem er starfandi danshljóm- sveit í Miðfirði í Vestur- Húna-vatnssýslu. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem hún- vetnssk hljómseit gefur út plötu, enda hafa Húnvetning- ar tekið henni vel og hafa þú þegar pantað á annað hundr- að eintök af plötunni. Platan með LEXÍU er hin áheyrilegasta og greinilegt að þarna eru engir viðvaningar á ferð, þó enginn hljómsveitar- meðlima hafi hljómlistarflutn- ing að aðalstarfi. Hljómsveitina skipa Axel Sigurgeirsson (trommur) en hann er bóndi í Miðfirði, Björgvin Guðmunds- son (gítar, raddir) er mjólkur- fræðingur á Hvammstanga, Guðmundur Þór Ásmundsson (hljómborð, söngur, raddir) er skólastjóri í Laugabakkaskóla, Marinó Björnsson (bassi, gítar, raddir) er kennari við sama skóla og Ragnar Jörundsson (söngur, raddir, ásláttur) er múrari og býr að Laugabakka. Á plötunni eru tólf lög, öll eftir bassaleikarann Marinó Björnsson. Textar eru eftir Arn- ór Benónýsson, Ragnar Inga Aðalsteinsson og LEXÍU. Hljóðritun fór fram í Hljóðrita í Hafnarfirði, en útgefandi er Tónaútgáfan á Akureyri. Fríðarftindiir Síðastliðinn vetur hefur starfað á Akureyri hópur áhugafólks um friðar- og afvopnunarmál. Kveikjan að þessu starfi er sú mikla umræða sem orðið hefur í kjölfar andólfs evrópskra friðar- hreyfinga gegn kjarnorkuvíg- búnaði. Það hefur sýnt sig að þessar hreyfingar geta með andófi sínu haft áhrif á gang kjarnorkukapphlaupsins. Eitt áþreifanlegasta dæmið er að ráðamenn í Vestur-Evrópu virð- ast veigra sér við að taka á móti þeim meðaldrægu kjarnorku- eldflaugum sem staðsetja á í álf- unni. Afleiðing þessa er sú að at- hyglin hefur beinst æ meir að því að koma kjarnorkueldflaugum fyrir í skipum og kafbátum á höfum úti. Þessi þróun mála get- ur haft þau áhrif að hafið í kring- um ísland verði í æ ríkara mæli vopnabúr stórveldanna. Kjarnorkuvopn eru alvarleg- asta ógnun við tilveru mann- kynsins. Menn deila t.d. um hvort hægt sé að eyða Evrópu 20 eða 30 sinnum með þeim vopn- um sem þegar eru fyrir hendi. Til að ræða þessi mál og hugs- anlegar leiðir til úrbóta, hefur verið ákveðið að halda fund á Hótel KEA, sunnudaginn 18. apríl: Þar mun Knútur Árnason eðlisfræðingur tala um samsetn- ingu og eyðingarmátt kjarn- orkuvopna. Sr. Gunnar Krist- jánsson Reynivöllum í Kjós mun ræða um vígbúnaðarkapp- hlaupið og friðarhreyfingar. Síðan kynnir Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður til- lögu sína um að halda hér á landi alþjóðlega friðarráðstefnu sem m.a. myndi fjalla um friðlýsingu hafsins í kringum ísland gegn kj arnorkuvopnum. Fundar- stjóri verður Tryggvi Gíslason skólameistari. Ef áhugi er fyrir hendi er meiningin að stofna formleg friðarsamtök á fundinum. Þeir aðilar sem vilja hafa áhrif á stefnumörkun samtakanna eru sérstaklega hvattir til að mæta. Fréttatilkynning. Gunnlaugur Bjömsson, Brynjólfur Snorrason og Jón Steindórsson í nýju versluninni. GBJ s/f opnar á Akureyri Sl. laugardag var opnuð ný versl- áherslan lögð á að hafa gasvörur Einnig hefur verslunin á boð- unaðSkipagötul3áAkureyri,og ýmiskonar í miklu úrvali. Má stólum þrekhjól, reiðhjól og heitir hún GBJ sf. Eigendur versl- nefna að þar fást allar gasvörur í þrektæki. í sama húsnæði að unarinnar eru Gunnlaugur sumarbústaðinn frá litlum hellum Skipagötu 13 er einnig til húsa Björnsson, Brynjólfur Snorrason og upp í frystikistur, lagnir og allt Vídeóleigan sf. og Jón Steindórsson. sem til þarf. Þá er GBJ sf. einnig í hinni nýju verslun er aðal- með allar gasvörur í útileguna. Lausn Valdatafl Lelrhaus í Mývatnssveit Á annan í páskum frumsýndi Ungmennafélagið Mývetningur Leirhausinn í félagsheimilinu Skjólbrekku. Leirhausinn er gamanleikrit í þremur „atrenn- um“ eftir Starra í Garði. Tónlistin er eftir Örn Friðriksson og fleiri. Leikstjóri er Þráinn Þórisson. Leikendur eru 10. Leikurinn ger- ist í Mývatnssveit á sjöunda ára- tug aldarinnar og tekur mið af at- burðum, sem þá voru að gerast. Fullt hús var á frumsýningunni og fékk leikurinn framúrskarandi viðtökur. Næstu sýningar á Leir- hausnum verða sem hér segir: I Skjólbrekku, Þórshöfn á Laugar- dag og Vopnafirði á sunnudag. Að lokinni þessari leikför er fyrir- hugað að sýna aftur í Skjólbrekku og ef til vill víðar. JI. S-Mt ápríí 1S82-ÍDAGUR 11

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.