Dagur


Dagur - 20.04.1982, Qupperneq 1

Dagur - 20.04.1982, Qupperneq 1
MIKIÐ ÚRVAL FERMINGAR GJAFA GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 65. árgangur Akureyri, þriðjudagur 20. aprfl 1982 42.tbl. Eining: Tekið verði miðaf yfir- borgunum Verkalýðsfélagið Eining hélt almennan félagsfund 13. aprfl s.l., þar sem aðallega var fjall- að um stöðuna í kjaramálum og m.a. samþykkt ályktun, þar sem höfuðáhersla er lögð á að bætt verði kjör verkafólks í hin- um lægri launaflokkum, ekki síst með tilliti til þess, að nýleg könnun sýni, að fólk í efri launa flokkum nýtur í ýmsum tilvik- um talsverðra yfírborgana, sem hins vegar eru nær óþekktar í lægri launaflokkum. I ályktun fundarins eru for- dæmd harðlega þau vinnubrögð Vinnuveitendasambands íslands, að neita fneð öllu leiðréttingu á kjörum launafólks innan ASÍ. „Lágmarkskrafa er að samning- arnir verði að minnsta kosti færðir til samræmis við það sem gerist í raun í dag og að lægst launaða fólkið sem ekki nýtur slíkra yfir- borgana fái umtalsverðar launa- hækkanir, umfram þá betur settu“, segir í ályktun fundarins og er skorað á stjórnvöld að sker- ast í leikinn og tryggja með ein- hverjum ráðum, að þessi hópur fái nú réttarbætur, sem ekki hverfi eins og dögg fyrir sólu. Þá samþykkti fundurinn stuðn- ing við byggingu steinullarverk- smiðju á Sauðárkróki. Ennfrem- ur var samþykkt að félagið leggði 30.000 kr. sem hlutafé í Iðnþró- unarfélagi Eyjafjarðarbyggða. Loks var samþykkt að færa elli- heimilinu á Olafsfirði gjöf á sumardaginn fyrsta, en þá verður heimilið formlega vígt. Umsóknarfrestur um starf tækni- manns við útibú Ríkisútvarpsins á Akureyri rann út í síðustu viku. Umsækjendur um stöðuna eru þessir: Árni Jóhannsson, Akur- eyri, Vébjörn Eggertsson, Akur- eyri, VilhjálmurRúnarHendriks- son, Akureyri, Davíð Jónsson, Akureyri, Björn Sigmundsson, Akureyri, Snorri Hansson, Akur- eyri og Helgi Jónsson, ísafirði. Krossanesverksm i ojan: Mengun úr sögunni og minni orkunotkun — stjórn verksmiðjunnar sendi fólki í Þorpinu konfektkassa í þakklætis- skyni fyrir þolinmæðina Helgi Bergs bæjarstjóri og Pétur Antonsson framkvæmdastjóri við gangsetn- ingu tækjabúnaðarins. Mynd: H.Sv. Sem þakklætisvott fyrir um- buröarlyndið undanfarin ár vegna mengunar úr Krossa- nesverksmiðjunni sendi stjórn hennar 130 konfektkassa, af stærstu gerð, í jafnmargar íbúðir í Glerárþorpi austan Hörgárbrautar sl. föstudag. Tilefnið var það að langþráðum áfanga var náð, þegar ný tæki voru tekin í notkun, sem m.a. valda því að mengun frá verk- smiðjunni er úr sögunni. Þessi nýju tæki gera Krossanesverk- smiðjuna eina allra nýtískuleg- asta sinnar tegundar, orku- notkun mun minnka um nær helming með endurvinnslu þeirrar orku sem áður fór út í Ioftið og öllum vinnslurásum er tölvustýrt úr sameiginlegri stjórnstöð. Ný gerð þurrkara hefur verið tekin í notkun í Krossanesverk- smiðjunni, svokallaður óbeinn loftþurrkari, í stað gamla eld- þurrkarans. Hin nýja þurrkaðferð veldur því m.a. að mjölið verður mun ljósara á litinn og er talið allt eins góð afurð og frá gufu- þurrkara, að sögn Péturs Antons- sonar, framkvæmdastjóra verk- smiðjunnar. Með nákvæmri stýr- ingu á öllum stigum vinnslunnar er tryggður hagkvæmasti vinnslu- máti, þ.e. hámarksnýting hráefn- is, framleiðslutækja og vinnslu- afls. Kostnaður við þessar fram- kvæmdir og þær breytingar sem þurft hefur að gera nemur um 15 miiljónum króna. Pétur Antonsson framkvæmda- stjóri, lýsti með nokkrum orðum þeim breytingum sem gerðar hafa verið á verksmiðjunni við gang- setningarathöfnina á föstudag. Helgi Bergs, bæjarstjóri og stjórn'arformaður Krossanesverk- smiðjunnar, gangsetti hana síðan og sagði í stuttu ávarpi, að það hefði verið áhyggjuefni stjórnar verksmiðjunnar um langa hríð, hversu mengunin væri mikil frá henni. Frá 1976 hefði verið unnið að miklum endurbótum og nú væri svo komið að nær öll verk- smiðjan hefði verið endurnýjuð, nema helst grunnurinn og stálbit- arnir sem héldu húsunum uppi. Ýmislegt væri þó eftir að gera og t.d. væri hugmyndin sú, að reisa starfsmannaaðstöðu og skrifstofu hús á lóð verksmiðjunnar. í lok ræðu sinnar þakkaði bæjarstjóri bæjarbúum umburðarlyndið á undanförnum árum, sérstaklega þeim sem búa í Glerárhverfi, en þeim hefði vafalaust oft súrnað í augum. Að Iokinni ræðu Helga tók full- trúi Rafhönnunar og Raftákns til máls og afhenti skrautritað skinn, sem gestir við athöfnina rituðu síðan nöfn sín á. Þessi fyrirtæki höfðu umboð fyrir tölvubúnað og stýrikerfi verksmiðjunnar. Megn- ið af tækjabúnaðinum kom frá Noregi, en starfsmenn verksmiðj- unnar sáu um uppsetningu og fyrirtækin Ljósgjafinn, Norður- ljós, Raf og Raforka önnuðust raflagnir. Búið að stofna Iðnþróunar- félag Eyjafjarðarbyggða samtök á Á laugardag var haldinn fram- haldsstofnfundur Iðnþróunar- félags Eyjafjarðarbyggða, en fyrri hluti stofnfundar var laug- ardaginn 20. mars. Gengið var frá stofnun félagsins og eru að- ilar að því um 30 talsins, sveit- arfélög, sýslufélög, stéttar- samtök og kaupfélög á Eyja- fjarðarsvæðinu. Hlutafjár- loforð á stofnfundi námu 1 mill- jón króna en heimilt er að hækka það upp í tvær milljónir. Tilgangur félagsins er að stuðla að iðnþróun og eflingu iðnaðar við Eyjafjörð, m.a. með skipu- lagðri leit að hagkvæmum fjár- festingartækifærum á sviði iðnað- ar og með frumkvæði að stofnun nýiðnaðartækifæra, hugsanlega í samvinnu við aðra aðila. Stjórn félagsins er þannig skipuð: Helgi Bergs, bæjarstjóri á Akureyri, formaður, Valur Arn- þórsson, kaupfélagsstjóri KEA, varaformaður, Valdimar Braga- son, bæjarstjóri á Dalvík, ritari og meðstjórnendur Elías I. Elías- son, sýslumaður og Jón Helga- són, formaður verkalýðsfélagsins Einingar. Friöar- samtöká Akureyri S.l. sunnudag voru stofnuð Friðarsamtök á Akureyri. Á almennum fundi sem haldinn var á Hótel KEA voru mættir um 140 manns og framsögu- menn voru séra Gunnar Krist- jánsson, Knútur Árnason eðlis- fræðingur og Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður og fundarstjóri var Tryggvi Gísla- son skólameistari. Friðarsamtökin á Akureyri eru frjáls samtök einstaklinga, flokks- pólitískt óbundin. Markmið þeirra er að efna til umræðu um friðarmál og afvopnun og var á fundinum samþykkt ályktun (sjá bls. 10). Innan tíðar verður fund- að með stofnfélögunum 90 talsins og framhaldið ákveðið. Nýr Drangur í júní Loks er búið að ganga frá kaup- um á nýjum Drangi, sem not- aður verður til siglinga um Eyjafjörð. „ , JJ Skipið sem keypt var, er smíðað í Rúmeníu árið 1981. Það er tæpar 300 lestir að stærð, 37.5 metra langt og 10 metra breitt og er ganghraði þess 10 sjómflur. Nú er verið að vinna að breyt- ingum á skipinu, en þegar þeim er lokið ér gert ráð fyrir að verð skipsins verði rúmar 14 milljónir króna. Nýi _<rangurervæntanleg- ur til heimahafnar um miðjan júní. Það er útbúið fyrir gáma- flutning og er með skutlúgu þann- ig að hægt er að aka um borð. Skipið getur bæði flutt gáma, bíla og þungavinnuvélar og það er út- búið með bómu með 56 lesta lyfti- getu. Aðstaða er fyrir 50-60 far- þega.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.