Dagur - 20.04.1982, Síða 6

Dagur - 20.04.1982, Síða 6
f Síðbúin kveðja Jóhannes Oli Sæmundsson Fæddur 10. júlí 1906- Dáinn 17. janúar 1982 Þegar við nú félagarnir í Styrktar- félagi vangefinna á Norðurlandi höfum hvatt höfðingja okkar og vin, Jóhannes Óla Sæmundsson, getum við tekið okkur í munn orð Páls postula er hann segir: „Hann miðlaði mildilega, gaf hinum snauðu, réttlæti hans varir að ei- lífa“. Meginþáttur í lífsstarfi Jóhann- esar Ola var að miðla samferð- armönnunum einkum þeim yngri af reynslu sinni og visku og berjast fyrir betri kjörum til handa þeim er bágast áttu. Jóhannes Óli var í senn mikill hugsjóna- og framkvæmda- maður. Með brjóstvitið og bjart- sýnina að megin vopni, barðist hann af eldmóði fyrir því að gera hugsjónir sínar að veruleika og var hann þá hvorki smátækur eða lítilþægur. í starfi sínu sem kennari og námsstóri varð Jóhannesi Óla ljóst hvað vangefnir voru afskiptir í skólakerfinu og samfélaginu. Fyrir atbeina Jóhannesar Óla og nokkurra vina hans var Styrktar- félag vangefinna á Norðurlandi stofnað 1959. Tilgangur félagsins var að standa vörð um hagsmuni vangefinna á Norðurlandi. Fyrsta verkefni félagsins var að byggja vistheimili þar sem vangefnir mættu njóta sem mestrar og bestr- ar þjónustu óg kennslu. Barátta Jóhannesar Óla fyrir þessu óska- barni Norðlendinga sem síðar hlaut nafnið Vistheimilið Sólborg var einstök og um leið lýsandi dæmi um bjartsýni og baráttu- gl.eði hans þegar góður málstaður var annars vegar. Og ef einhver kynni að efast um faðerni óska- barnsins, þá skal það upplýst hér að faðirinn var Jóhannes Óli. Jóhannes Óli var formaður Styrktarfélags vangefinna á Norðurlandi frá stofnun þess til ársins 1980 og sat í stjórn Vist- heimilisins Sólborgar frá upphafi til ársins 1980, en þá baðst hann undan endurkjöri í báðum stjórn- unum vegna heilsubrests. Fjöl- mörgum öðrum trúnaðarstörfum gegndi hann hann á sviðum menn- ingar og mannúðar sem ekki verða tíunduð hér. Kærar þakkir Jóhannes Óli fyrir það sem þú hefur fyrir okkur gjört, tvöfalt mun það teljast hin- um megin, því trauðla til fulls það metið verður hér. Við sendum ástvinum öllum samúðarkveðjur. F.h. Styrktarfélags vangefinna á Norðurlandi. Kolbrún Guðveigsdóttir. (iil) 1957-1982 Nýjar plötur BEE GEES, living eyes BEACH BOYS Bestu lög 6. áratugsins BOB STROLL ROLL, safnplata CHARLIE DANIELS BAND. DIANA ROSS DAVID BOWIE DANCE DANCE DANCE, safnplata EGO, breyttir tímar EGLA ELTON JOHN, greatest hits FOREIGNER GO,GOS GULLNA HLIÐIÐ ÍSLANDSKLUKKAN JÓHANN HELGASON JOURNEY, i úrvali JAKOB MAGNÚSSON, í úrvali JETRO TULL, í úrvali LEXÍA NÆST Á DAGSKRÁ, íslensk safnplata O.M.D. POINTER SISTERS PLACIDO DOMINGO RITA COOLIDGE ROLLING STONES, ýmsar ROCK CLASSICS SARAGOZZA BAND SPYRO GYRA TOM ROBINSON BAND THE KINKS og fleira. SENDUM I' PÓSTKRÖFU ■acrm . P KAHZJm —TSfc. Im% feyri J Minningarmót um Jón Ingimarsson, hefst fimmtudaginn 29. apríi kl. 20 í Skákheimilinu og lýkur sunnudag- inn 2. maí. Umhugsunartími er 11/2 tími á 36 leiki og síðan V2 tími að Ijúka skákinni. Tefldar verða 7 umf. eftir Monrad kerfi. Keppendur verða að skrá sig fyrir þriðjudaginn 27. apríl, í síma 25245, 23926 og 23635 eftir kl. 17. Skákfélag Akureyrar. Takið eftir Okkur vantar bifvélavirkja og iaghentan mann sem allra fyrst. Mazda-þjónustan. Bifreiðaverkstæði Bjarna Sigurjónssonar, símar 21861 og 25857. Óskum að ráða einn til tvo smiði nú þegar, (ákvæðisvinna). Smári hf my sími 21234. Óskum að ráða vana byggingaverkamenn nú þegar. Smári hf., sími 21234. H-100 þriggja ára Veitingahúsið H-100 á Akur- eyri var stofnað þann 22. aprfl 1979, og verður þessi vinsæli skemmtistaður Akureyringa þvi 3 ára n.k. fimmtudag, sumardaginn fyrsta. Eigendur H-100 eru þeir Rúnar Gunnarsson og Baldur Ellerts- son, en þeir hafa átt staðinn frá upphafi og stýrt honum. Þeir ætla að efna til hátíðarhalda á afmælis- daginn, en „þjófstarta“ reyndar á miðvikudagskvöldið. Þá mæta „undanfarar" á staðinn en á fimmtudagskvöld verður húsið opnað kl. 20 Allar dömur fá blóm í barminn, og kl 22 verður boðið upp á af- mæliskokteil. Sérstakir hátíðar- gestir þetta kvöld verða allir þeir sem hafa verið plötusnúðar í H- 100 síðan staðurinn var opnaður 1979. Massey Ferguson MF VELAR Varanleg vél á góðu verði KAUPFÉLÖGIN OG Suðurlandsbraut 32 - Sími 86500 Reykjavík Wim ræstiduft aðeins kr. 5.50 - 300 gr. box. Nauðungaruppboð Laugardaginn 24. apríl nk. kl. 14 verður að kröfu innheimtu- manns ríkissjóðs og ýmissa lögmanna selt á nauðungarupp- boði við lögreglustöðina á Akureyri ýmisskonar lausafé, s.s. bif- reiðarnar A-6192, A-8268, A-2241, A-1867, A-8287, A-4196, A-5922, A-7606, A-1622, A-4712, A-1347, A-5724, A-5309, veðskuldabréf að fjárhæð kr. 90 þúsund, frystikista, ísskápur, þvottavél og 36 bindi af ritverkum Halldórs Laxness. Fyrir hönd bæjarfógetans á Akureyri, Erlingur Óskarsson. 6 - DAGUR-J20. apríl 1982

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.