Dagur - 04.05.1982, Side 1

Dagur - 04.05.1982, Side 1
MIKIÐ ÚRVAL FERMINGAR GJAFA GULLSMIÐIR SiGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 65. árgangur Akureyri, þriðjudagur 4. maí 1982 47. töiublað Dyravörður í Alþýðuhúsinu á Akureyri varð fyrir fólskulegri líkamsárás sl. föstudagskvöld. Hann kom þar að sem gestir voru að deila og ætlaði að stilla til friðar, en þá skipti engum togum að annar deOuaðilanna réðst á hann og sló tíl jarðar. Hann lét ékki þar við sitja held- ur sparkaði í dyravörðinn svo sprakk fyrir augnabrún. Dyra- vörðurinn var fluttur á sjúkra- húsið og var þar gert að sárum hans, en árásarmaðurinn í fangageymslur lögreglunnar. Að sögn lögreglunnar var mikil ölvun á Akureyri um sl. helgi og alls gistu sex fangahúsið vegna ölvunar á almannafæri. Tveir ökumenn voru teknir - grunaðir um ölvun við akstur. Um helgina valt bifreið við Sílastaði í Kræk- lingahlíð. Ökumaður, sem var einn í bifreiðinni, slasaðist ekki. Harður árekstur varð á gatnamót- um Mýravegar og Skógarlundar. Miklar skemmdir urðu á bifreið- unum og lítilsháttar meiðsl á fólki. Rytju- tíðá Fjöllum „Það er rytjuhríð hjá okkur núna en annars hefur ekki snjóað mikið,“ sagði Kristján Sigurðsson bóndi og símstöðv- arstjóri á Grímsstöðum á FjöO- um í samtali við Dag á föstu- daginn síðasta. Kristján sagði veturinn hafa verið ansi leiðinlegan. Hefði hann lagst snemma að, eða strax í lok september. Skammdegið hefði verið kalt, en þó hefði tíðarfarið skánað í mars og hefði verið ágætt þar til nú að aftur hefði kólnað í veðri. Mannlífið sagði Kristján hafa verið með ágætu móti á fjöll- unum í vetur en ekki hefði verið mikið um félagslíf. Fyrir all- nokkru hefði vegurinn um öræfin verið opnaður og væri hann óvenju lítið skemmdur eftir vet- urinn. lli.ii.m—— Kosningaskrífstofa FramsóknarOokksins er að Hafharstræti 90 Opin virka daga kl. 09-22, um helgarld. 13-18. Símar: 21180-24442-24090. Stuðningsmenn B-tistans sýnum nú samtakamáttinn, mætum til starfa á skrífstofunni. Áframhaldandi framsókn tiiifamfara v * JMBl áAkureyrí Jón Sigurðarson um álvershugmyndir sjálfstæðismanna: „Virðast ekkert hafa lært af fyrri álsamningi“ „Flestir Akureyringar eru sam- mála um það, að atvinnumálin séu aðalmál komandi bæjar- stjórnarkosninga. Nauðsynlegt er að um þessi mál verði vönd- uð og málefnaleg umræða í kosningabaráttunni. Það veld- ur því miklum vonbrigðum, þegar sjálfstæðismenn á Akur- eyri reyna að þyrla upp mold- viðri rangtúlkana og blekkinga, í stað þess að stunda málefna- lega umræðu.“ Þannig kemst Jón Sigurðarson, fimmti maður á lista framsóknar- manna á Akureyri, að orði í grein í opnu blaðsins í dag, þar sem hann fjallar um atvinnumálin. Hann segir ennfremur: „Sjálf- stæðismenn skortir vel grundaða afstöðu í þessum málum. Væru þeir trúir hugsjón sinni ættu þeir að halda því fram að óheft ein- staklingsframtak eitt gæti leyst allan hugsanlegan vanda í atvinnumálum Eyjafjarðar- byggða . . . Álverskalþað verða, hvað sem það kostar og fram- sóknarmenn skulu kallaðir stefnulausir um atvinnumál fyrir þá sök eina að þeir vilja láta fara fram nauðsynlegar athuganir áður en ákvörðun um álver er tekin.“ Ennfremur segir Jón Sigurðar- son í grein sinni: „Sjálfstæðis- menn hafa einu sinni haft forystu um samningsgerð við erlent áliðn- aðarfyrirtæki. Alkunna er hvern- ig þá tókst til. Furðulegt má heita að þeir virðast ekkert hafa lært af reynslunni og vilja enn ana áfram að óathuguðu máli.“ Sjá grein í opnu. Um síðustu helgi sátu nokkrír félagar í Lionsklúbbnum Hæng og pökkuðu herðatrjám. Félagsmenn munu ganga í hús nk. laugardag og bjóða fólki herðatré til kaups og verður ágóðanum varið til styrktar öldruðum. Félagarnir sem Dagur ræddi við sögðu að þeir ætluðu að seija 10 þúsund herðatré og töldu engin vandkvæði á að losna við þau öll. Mynd: áþ. Vegir víða ófærir Hjá Vegagerðinni fengust þær upplýsingar í gær, að fært væri yfir Öxnadalsheiði en stórhríð í Skagafirði stæði í vegi fyrir mokstri yfir Vatnsskarð. Að sjálf- sögðu var Ólafsfjarðarmúli ófær í gær en til Dalvíkur var rutt frá Akureyri, en á þeirri leið var Hámundastaðahálsinn mestur flöskuháls að vanda. Einnig var brautin rudd til Húsavíkur í gær en þar var þæfingsfærð fyrir jeppa áður. Þá var ætlunin að moka til Þórshafnar og Vopnafjarðar í gær. Starfsmenn vegagerðarinnar voru búnir að taka snjóverkfæri af tækjum sínum þegar óveðrið skall á, eins og þruma úr heiðskíru lofti og urðu þess vegna seinir fyrir við moksturinn. Bílaeigendur voru einnig flestir komnir með sumar- dekk á ökutæki sín og mega því passa sig á hálkunni. Bjartsýni að húsið verði tekið í notkun í haust Jóhann Pálsson forstöðumaður Listigarðsins: „Lítið annað hægt að gera en krossa sig og bíða“ „Það er lítið annað hægt að gera en krossa sig og bíða,“ sagði Jóhann Pálsson forstöðu- maður Listigarðsins í gær, innt- ur eftir áhrifum veðráttunnar á gróðurfar hér á Akureyri. Jóhann sagði að páskahlýind- unum í fyrra hefði gróður verið kominn álíka langt og nú fyrir hretið og þá kom einnig kulda- kast, en með vægara frosti en nú. Þá urðu nokkrar skemmdir á gróðri. Gætum við því búist við jafnvel meiri skemmdum nú, t.d. er hætt við að ribs, reynir og jafn- vel ösp láti á sjá. Jóhann sagði ennfremur að mest væri hættan ef hæð kæmi yfir landið með sólfari á daginn og frosti um nætur. „Ég er ekki ýkja hræddur um fjölærar jurtir, þær eru ekki eins viðkvæm- ar og trjágróðurinn. T.d. eru sum tré ekki ennþá búin að ná sér eftir kalda sumarið 1979,“ sagði Jó- hann að lokum. Dagur hafði samband við Ævarr Hjartarson ráðunaut og sagði hann að tún hefðu komið ágæt- lega útlítandi undan snjó í vor og víða hefðu þau verið tekin að grænka fyrir hretið. Það væri bót í máli að snjórinn hlífði gróðrinum fyrir frostinu en héldi þessu veður lagi eitthvað áfram væri ómögu- iegt að segja hvað gerast kynni. Vorverk tefjast að sjálfsögðu hjá bændum vegna veðráttunnar en aftur á móti fresta kindurnar ekki, burði þött illa ári og mun erfiðari verður sauðburðurinn bændum í þessu tíðarfari en þegar vel vorar. „Það er nánast bjartsýni að gera ráð fyrir að húsið verði tekið að einhverju leyti í notk- un í haust,“ sagði Hermann Sigtryggsson íþróttafulltrúi þegar Dagur spurðist fyrir um hvernig liði byggingu svæðis- íþróttahússins. Fjárframlög frá bænum hafa verið lækkuð en fjárveiting frá ríkinu var mun minni en búist hafði verið við. Af þessum sökum hefur framkvæmdaáætlunin verið endurskoðuð og er því óvíst hvort takist að ganga frá salnum og 2 búningsklefum eins og stefnt var að. Nú erunnið af krafti við pípu- lagningar í húsið „og við vonumst til að geta tekið salinn í notkun í síðasta lagi í vetur, en ég held að það sé best að segja sem minnst. Þetta ræðst allt af þeim fjárfram- lögum sem fást.“

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.