Dagur - 04.05.1982, Side 7

Dagur - 04.05.1982, Side 7
 Hver vill kaupa geislavirkan fisk af íslandsmiðum? : Nú fyrir skemmstu voru stofn- uð Friðarsamtök á Akureyri. A fjölmennum stofnfundi að Hótel KEA hélt Knútur Arnason, eðlisfræðingur, framsöguerindi og ræddi þar um eðli og áhrif kjarnorku- sprengingar. Knútur hefur verið manna virkastur í undir- búningi að stofnun þessara samtaka og leituðum við því til hans með spurningar tengdar samtökunum og hlut- verki þeirra. Koma öllum viö Hver eru tildrögin að stofnun Friðarsamtaka á Akureyri? Það var í byrjun nóvember að hópur manna kom fyrst saman til að ræða friðarmál og möguleikann á því að koma þessum samtökum af stað. Síðan var fundað nokkuð reglulega í vetur þar sem mál- in voru rædd fram og aftur og árangurinn af því starfi var síðan þessi vel heppnaði fund- ur 18. apríl, þar sem Friðar- samtökin á Akureyri voru ■ v. ' MYND II. Við sömu sprengingu og á mynd I. Innan innsta hringsins er eyðileggingin alger, 80% deyja vegna geislunar innan innsta geirans, 50% innan þess næsta og 20% innan þess ysta. formlega stofnuð og 86 manns skráðu sig sem stofnfélaga. En til hvers að stofna friðar- samtök hér á Akureyri? Vígbúnaðarmál eru mál sem koma öllum við. Vopna- búnaður í heiminum nú er orðinn það fullkominn að ekki skiptir lengur meginmáli hvar þau eru staðsett, þeim er nánast hægt að skjóta í kring um hnöttinn. En .það sem snertir okkur íslendinga hvað harkalegast er það að nú í seinni tíð hefur áhugi her- veldanna beinst æ meir að því að færa kjarnorkueldflaugar sínar af landi út í kafbáta. Stafar þetta bæði af aukinni andstöðu Evrópubúa gegn fyrirhuguðum kjarnorkueld- flaugum staðsettum í Evrópu, en einnig af því að kafbátar eru mun hreyfanlegri og auð- veldara að fela þá en eld- flaugastöðvar á landi. Þessi þróun er vægast sagt uggvæn- leg fyrir íslendinga því haf- svæðið í kring um landið er afar hernaðarlega mikilvægt og komi til átaka með þátt- töku stórveldanna verða lík- lega átök, og þau hörð, ein- mitt hér í kring. íslendingar byggja afkomu sína á fisk- veiðum í þessu hernaðarlega mikilvæga hafi og fari nú svo að barist verði í sjónum, og kjarnorkuvopn notuð, þá getum við beðið guð að hjálpa okkur. Hver vill kaupa geisla- virkan fisk af íslandsmiðum? GIUK-hliðið í hverju er þetta hernarðar- lega mikilvægi íslands fólgið? Sovétmenn eru með aðal flotastöð sna á Kólaskaga þar sem norðurfloti þeirra hefur aðsetur. Til þess að komast út á Atlantshafið þarf hann að sigla í gegn um sundin í kring úm ísland, hið svokallaða GIUK-hlið á hernaðarmáli (Greenland, Iceland, United Kingdom). í þessu hliði er neðansjávarhryggur og haf- dýpi minna en annars staðar, og opnar það möguleika fyrir NATO-herinn að stöðva sov- éska flotann í þessu hliði. Fari svo að ófriður, t.d. í Evrópu, dragist á langinn mun fljótlega þurfa að koma til birgðaflutninga milli Bandaríkjanna og Evrópu. Þessa flutninga munu Sovét- menn væntanlega reyna að stöðva með kafbátaflotanum og þess vegna munu NATO- herirnir reyna með öllum til- tækum ráðum að stöðva hann í GIUK-hliðinu. í þessum átökum yrðu flugherir afar mikilvægir og þ.a.l. aðstaða á íslandi, en óvíst er að annar aðilinn mundi una hinum þeirrar aðstöðu. Einnig eru herstöðin í Keflavík og njósnastöðin á Stokksnesi NATO-herjum afar mikil- vægar til að njósna um ferðir kafbáta. Ég vil taka það fram að þessar upplýsingar eru ekki tilbúningur, heldur eru þær byggðar á áætlunum NATO. ( Hins vegar er erfiðara að ráða •< í hvað Sovétmenn hyggjast fyrir þar eð upplýsingar þaðan liggja ekki á lausu. Þær hafa náð árangri En hvers eru friðarhreyfingar a megnugar gagnvart þessuni j risum? Það hefur sýnt sig að þær friðarhreyfingar sem að undanförnu hafa sprottið uppí Evrópu hafa vissulega náð arangri. T.d. er mjög óvíst hvort Hollendingar og Belgíumenn taka við þessum margumræddu meðaldrægu eldflaugum vegna andstöðu hreyfingarinnar þar, og e.t.v. má líka að einhverju leyti þakka það friðarhreyfingum að Sovétmenn og Bandaríkja- menn skuli ræðast við um af- hennar hlýtur einnig að vera að miðla upplýsingum og vekja almenna umræðu. Langtímamarkmið friðar- hreyfingar hlýtur að vera al- þjóða afvopnun en það gerist ekki nema almenningur um allan heim krefjist þess. Att þú von á því að stofnun Friðarsamtaka á Akureyri eigi eftir að leiða til stofnunar slíkra samtaka víðar um landið? Já, ég á von á því. Á ísafirði veit ég að starfandi er friðar- nefnd, einnig í Keflavík og munum við setja okkur í sam- band við þær og reyna að stuðla að stofnun friðarsam- taka sem víðast, en það gerist ekki nema fyrir tilstuðlan al- mennings sjálfs. MYND I. Á myndinni er sýnd dreifinggeisTunar frá hugsanlegri sprengingu (1 MT) kjarnorkusprengingu yfir Miðnesheiði í VS-V átt (vindhraði 25 km/klst). Svæðið innan ysta ferilsins yrði óbyggilegt í u.þ.b. 1 viku, innan þess næst ysta í ca. 1 mánuð, þess þriðja í ca 5 mánuði og innan þess innsta í ca. 1 ár. Einhliöa afvopnun vopnun í Genf. Almenn- ingsálit getur haft áhrif á víg- búnaðarmál. Getur friðarhreyfing á íslandi haft einhver áhrif, og hver ættu verkefni hennar að vera? Verkefni friðarhreyfingar- innar á íslandi er náttúrulega að reyna að sporna við þeirrir þróun að hafið hér í kring verði gert að vopnabúri fyrir kjarnorkuvopn. Friðarhreyf- ing á íslandi getur beitt stjórn- völd þrýstingi til að taka á þessum málum. Hlutverk Nú hefur það oft verið gagn- rýnt að friðarhreyfingar í Evr- ópu berðust fyrir einhliða af- vopnun og sambærilegar hreyfingar fyrirfinndust ekki austan járntjaldsins. Hverju vilt þú svara þessu? Þessu er því til að svara að nú er staðan í vígbúnaðar- kapphlaupinu orðin það fá- ránleg að þó svo að annað ris- aveldið gerði eins harkalega skyndiárás og mögulegt er og hreinlega þurrkaði hitt ris- aveldið út af landakortinu, myndi hið burtþurrkaða ríki samt sem áður vera í stakk búið til að gjöreyða hinu á eftir. Á árunum upp úr 1960 lét Robert S. McNamara þá- verandi varnarmálaráðherra Bandaríkjannna gera kjarn- orkuvígbúnaðaráætlun sem hljóðaði upp á það að ef til uppskiptastríðs kæmi milli risaveldanna, gætu Banda- ríkjamenn eytt Sovétríkjun- um (þ.e. drepið 30% Sovét- manna og lagt 75% iðnaðarins í rúst). Sérfræðingar reiknuðu út hversu mikið magn kjarn- orkuvopna þyrfti til að geta náð þessu marki. Árið 1979 höfðu NATO-ríkin u.þ.b. sextánfalt þetta magn kjarn- orkuvopna. Af þessu má sjá að þó svo að NATO-ríkin fækkuðu kjarnorkuvopnum sínum um helming, hefðu þau samt sem áður margfalt það magn vopna sem þarf til að gjöreyða Sovétríkjunum. Friður á jörðu En ef við snúum okkur að Friðarsamtökunum á Akur- eyri aftur. Hvernig getur fólk sem áhuga hefur á þessum málum, nálgast samtökin? Enn sem komið er eru sam- tökin á götunni en við munum væntanlega halda framhalds- stofnfund fljótlega þar sem framhaldið verður ákveðið og samtökin sett í fastari skorður. Ég vil benda þeim sem vilja kynna sér málin að hér á landi hafa verið gefin út rit um þau. Öryggismálanefnd hefur gefið út rit sem heitir GIUK-hliðið og einnig rit um friðlýsingu Indlandshafs og hvaða lærdóm við getum dregið af því. Þá er fyrirhuguð útgáfa á riti frá síðustu jólúm sem helgað er friðarmálum. En umfram allt vil ég hvetja fólk til að hafa samband við samtökin. Ef nógu margir fylkja sér undir kjörorðið, Friður á jörðu, er e.t.v. von um að mannkynið geti forðast sjálfstortímingu. mmm. , Sil i - Jón Sigurðarson: „Vandaða og málefnalega umræðu um atvinnumár „Hvað segir fólk í.d. við því, að það flúormagn sem féll tiljarðar á Norðurlandi í Heklugosinu fyrír tveimur árum erjafnmikið og 130 tonna álverksmiðja mundi skila á 80 árum miðað við að hún væri búin nutíma hreinsitækjum. “ (Gunnar Ragnars í grein í ís- lendingi 7. apríl sl.). Málefnaleg stjórnmálaumræða er hornsteinn lýðræðis. Því miður verður þaö að segjast, um suma þá menn sem áberandi hafa verið í stjórnmálum þessa lands, að þeir hafa sinnt meira um slagorðaglamur en rökræðu. Þessir menn vinna lýð- ræðinu mikið ógagn. Þcir eru orsök þeirrar andúðar sem alltof margir virðast hafa á stjórnmálum. Hver kannast ekki við setningu eins og þessa: „Það er ekkert að marka þessa pólitíkusa." -Sem bet- ur fer hefur umræða um bæjarmál á Akureyri veriö með öðru sniði. Menn hafa varst ótímabær stóryrði, útúrsnúninga og blekkingar. Atvinnumálin eru aðalmál Flestir Akureyringar eru sammála um að atvinnumálin séu aðalmál komandi bæjarstjórnarkosninga. Nauðsynlegt er að um þessi mál verði vönduð og málefnaleg um- ræða í kosningabaráttunni. Það veldur því miklum vonbrigðum, þegar sjálfstæðismenn á Akureyri reyna að þyrla upp moldviðri rang- túlkana og blekkinga, t' stað þess að stunda málefnalega umræðu. Sjálfstæðismenn skortir vel grundaða afstöðu í þessum málum. Væru þeir trúir hugsjón sinni ættu þeir aö halda því fram að óheft ein- staklingsframtak eitt gæti leyst allan hugsanlegan vanda í atvinnumálum Eyjafjarðarbyggða. Þeir vita að þessu trúa fáir. Efling félagslegs rekstrar, hvort sem hann er á vegum samvinnuhreyfingarinnar eða ann- arra, er eitur í þeirra beinum, enda er Sjálfstæðisflokkurinn í eðli (nu andfélgaslegur flokkur. Virðing sjálfstæðismanna á Akur- eyri fyrir kjósendum er ekki meiri en svo, að þeir leita ódýrra slagorða og nú virðast þau fundin. Álver skal það vera, hvað sem það kostar og framsóknarmenn skulu kallaðir stefnulausir um atvinnumál fyrir þá sök eina að þeir vilja láta fara fram nauðsynlegar at- huganir áður en ákvörðun um álver er tekin. Ekki sambærilegt Mengunarmál skulu afgreidd með samanburði við Heklugos, saman- ber ofangreinda tilvitnun í grein Gunnars Ragnars. Úr orðum hans má lesa að flúormengun úr síðasta Heklugosi hafi ekki valdið sýnileg- um skemmdum á gróðri. Þess vegna hljóti þetta að sleppa til með álver við Eyjafjörð. Eldgos og rekstur álvers verða ekki borin saman og með þeim sam- anburði afgreitt jafn mikið alvöru- mál og flúormengun. Benda má á, að sá flúor sem barst yfir Norðurland með eldfjallaösku úr Heklugosinu 1980 skolaðist burtu með regnvatni á tiitölulega skömm- um tíma þ.a. jurtir „innbyrðu" ekki nema hluta þess flúors sem að þeim barst. Reynslan hefur sýnt, að gróður sem orðið hefur fyrir flúor- mengun er fljótur að Iosa sig við flúor, þegar mengun er ekki lengur til staðar. Þessu er ekki til að dreifa þar sem stöðugt berst flúor að gróðri Jón Sigurðarson. svo sem í nágrenni álvera. Flúor sem frá álveri kemur er mun auðupptakanlegri fyrir gróður en sá sem er bundinn eldfjallaösku. Einnig má benda á það, að stór munur er á flatarmáli Norðurlands alls og þess svæðis þar sem mengun- ar mundi gæta frá álveri. Svona mætti lengi telja, en höfuð- atriði er, að áður en ákvörðun verð- ur tekin um það, hvort skuli byggja álver verður að gera viðamiklar og vandaðar rannsóknir á veðurfars- legum aðstæðum. Út frá þeim rann- sóknum er hægt að segja fyrir um flúormengun í nágrenni verksmiðj- unnar. Með þessar staðreyndir, ásamt upplýsingum um m.a. þjóðhagslega hagkvæmni og rekstrargrundvöll fyrirtækisins er hægt að taka ákvörðun. Þessir hlutir þurfa að liggja fyrir hið fyrsta, þannig að hægt sé að afgreiða þetta mál. Slæm reynsla af álsamningum sjálfstæðismanna Sjálfstæðismenn hafa einu sinni haft forystu um samningsgerð vð erlent áliðnaðarfyrirtæki. Alkunna er hvernig þá tókst til. Furðulegt má heita, að þeir virðast ekkert hafa lært af reynslunni og vilja enn ana áfram að óathuguðu máli. Þess vegna er rétt að leyfa öðrum að rannsaka og taka ákvörðun um ál- ver við Eyjafjörð. í stefnuskrá framsóknarmanna við komandi bæjarstjórnarkosning- ar á Akureyri segir eftirfarandi um orkufrekan iðnað: „Framsóknarmenn á Akureyri telja rétt að innlend orka verði not- uð til að efla atvinnulíf og bæta enn afkomu á Eyjafjarðarsvæðinu. í því sambandi skal m.a. hafa eftirfarandi í huga: a) Eyjafjörður er vistfræðilega mjög viðkvæmt svæði og land- búnaður er einn aðalatvinnuveg- ur íbúanna. Því skal ekki stofna lífríki svæðisins í hættu. b) Meta verður félagslega röskun vegna framkævmda og rekstrar stórfyrirtækja. c) Kanna þarf þjóðhagslega hag- kvæmni og hver fjárhagslegur ávinningur Eyjafjarðarsvæðinu er í slíkum fyrirtækjum.“ Þarna er því lýst hvernig við vilj- um meta þær hugmyndir sem upp koma um orkuiðnað á Eyjafjarðar- svæðinu. Þannig viljum við athuga þær hugmyndir sem nú eru uppi um álver. Það þarf einnig að leita fleiri hugmynda um orkuiðnað sem hent- að gæti við Eyjafjörð. Það er verð- ugt verkefni fyrir nýstofnað Iðn- þróunarfélag Eyjafjarðarbyggða. Við megum ekki láta iðnaðarráðu- neytið stilla okkur upp gagnvart tveimur valkostum, álveri eða eng- um orkufrekum iðnaði. Starfandi fyrirtæki fái rekstrargrundvöll Undirritaður telur t.d. sjálfsagt að athuga hvort ekki er rétt að stefna að byggingu kísilmálmverksmiðju á Eyjafjarðarsvæðinu. Breytir þar engu þótt ákveðið verði að reisa slíka verksmiðju á Austurlandi. Að mati framsóknarmanna er það þó höfuðatriði við lausn að- steðjandi vanda í atvinnumálum Akureyrar, að þeim fyrirtækjum sem þegar eru starfrækt í bænum verði skapaður rekstrargrundvöil- ur, sem geri þeim kleift að fjárfesta og auka umsvif sín og þar með atvinnuframboð. Þrír efstu í Firmakeppninni. Frá hægri: Björn Þorsteinsson, á Bylgju, Elísabet Skarphéðinsdóttir á Þorra frá Höskuldsstöðum og Jón Olafur Sigfússon á Rispu Sigfúsar Jónssonar. FIRMAKEPPNI LETTIS: Margir fagrir Hin árlega firmakeppni hesta- mannafélagsins Léttis var haldin sunnudaginn 25. aprfl sl. á Þórunarstræti, vestan sjúkrahússins. Frekar óhag- stætt veður var til keppninn- ar, hvasst og moldryk. Tæplega 100 fyrirtæki tóku þátt í keppninni og var keppt í tveimur flokkum. í unglinga- flokki kepptu tæplega 30 ung- lingar og þar sigraði Hugrún ívarsdóttir og sat hún Óðinn Gunnars Jakobssonar, en sá hestur hefur oft á undanförnum árum verið í eða við fyrsta sætið. Þau kepptu fyrir Teppaland. í öðru sæti varð Sigmar Bragason á Glóa sem hann á sjálfur og kepptu þeir fyrir Flugleiðir hf. í þriðja sæti varð Jón Páll Tryggvason á Mósa sem hann á sjálfur. Keppti hann fyrir Rafljós. Einnig voru veitt knapaverð- laun og hlaut þau Hugrún ívars- dóttir. Áberandi er hve ungling- ar á Akureyri eru yfirleitt á góð- um hestum og sitja fallega. Er þar væntanlega að skila sér sú reiðkennsla sem hefur verið stunduð á Akureyri undanfarin ár. í flokki fullorðinna var jöfn og skemmtileg keppni og mikið af góðum hestum mættir til leiks. Sigurvegari varð Björn Þor- steinsson á Bylgju sinni Sörla- dóttur og keppti hann fyrir Val- smíði. í öðru sæti varð Elísabet Skarphéðinsdóttir á Þorra frá Höskuldsstöðum, Sörlasyni. Keppti hún fyrir Mjólkursamlag KEA. Þriðji varð Jón O. Sigfús- son á Risnu Sörladóttur, eig. Sigfús Jónsson. Keppti Jón fyrir Tækniteiknistofuna Glerárgötu 20. I fjórða sæti kom svo Árni Magnússon á graum gæðingi sem hann á, einnig undan Sörla frá Sauðárkróki. Knapaverð- laun fullorðinna hlaut Elísabet Skarphéðinsdóttir. Dómarar voru Stefán Frið- geirsson Dalvík, Albert Jónsson S.-Garðshorni og Magnús Jó- hannsson Akureyri. Skiluðu þeir starfi sínu fljótt og vel. Mót- ið fór vel fram og þakkar firma- keppnisnefnd Léttis fyrirtækj- unum fyrir þátttökuna og knöp- um fyrir góða mætingu og drengilega keppni. J.O.S. 6-DAGUR-4. maí 1982 4. maí 1982 - DAGUR - 7

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.