Dagur - 17.08.1982, Blaðsíða 1

Dagur - 17.08.1982, Blaðsíða 1
GULLKEÐJUR^ 8 K. OG 14 K. ALLAR LENGDIRS VERÐ FRÁ KR. 234.00 ^ GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 65. árgangur Akureyri, þriðjudagur 17. ágúst 1982 88. tölublað Nýtt og reykt kjöt í kössum til Danmerkur „Yið erum að hefja útflutning á dilkakjöti til Danmerkur og það lítur mjög vel út með þá sölu,“ sagði Sævar Hallgríms- son framleiðslustjóri hjá Kaup- félagi Svalbarðseyrar í samtali við Dag. „Það sem um er að ræða er út- flutningur á unnu dilkakjöti í heil- um skrokkum, einn skrokkur í kassa og er sumt kjötið nýtt og sumt reykt. Lærin og hryggurinn er nýtt kjöt, frampartar úrbeinað- ir og reyktir og rúllupylsa unnin úr slögunum. Við sendum sýnishorn af þess- ari framleiðslu til Danmerkur og þeim líkaði mjög vel. Núna erum við því að ganga frá sendingu á 200 skrokkum og ég veit ekki bet- ur en að þeir séu allir seldir. Þetta lítur mjög vel út og allt bendir til þess að áframhald verði á þessu, við erum a.m.k. mjög bjartsýnir á að svo verði.“ Verðið sem fæst fyrir þessa framleiðslu er mun betra en al- mennt gerist er dilkakjöt hefur verið selt á markað erlendis til þessa. Hafa tölur verið nefndar í því sambandi og mun að sögn ekki fjarri lagi að allt að 30% hærra verð fáist fyrir kjötið ef það er selt á þann hátt sem Kaupfélag Svalbarðseyrar hefur nú gert. Vorvaka ’82: Hallinn háttí 200 þúsund? „Eg hef ekki spurst fyrir um reikinga vegna Vorvöku ’82 alveg nýlega, en línurnar varð- andi þá hljóta að fara að skýrast mjög bráðlega,“ sagði Helgi Bergs bæjarstjóri á Akureyri í stuttu spjalli við Dag. „Það hefur ekkert verið ákveð- ið með það hvort þessir reikning- ar verði sérstaklega gerðir upp til birtingar eða hvort þeir verði látn- ir bíða þess að reikningar bæjar- ins liggi fyrir. En ég geri þó ráð fyrir því að þetta verði tekið saman sérstaklega til þess að menn geti áttað sig á því hvernig Vorvakan hefur komið út. Það liggur alveg ljóst fyrir að það varð stórkostlegur halli á Vorvökunni. Það var reyndar aldrei reiknað með öðru en hall- inn verður mun meiri en við reiknuðum með. Menn voru að gera sér í hugarlund að hallinn yrði um 100 þúsund krónur en það verður meira og jafnvel upp undir 200 þúsund. Að vísu fer þetta eftir því hvernig hlutirnir verða gerðir upp. Það er ýmislegt sem kostað var til vegna Vorvöku sem hefur nýst í sambandi við fleiri sýningar s.s. sýningu á húsnæði fyrir aldr- aða, tónleika sem haldnir voru í Skemmunni og Flugdagurinn fékk lánuð skilrúm sem voru út- búin í sambandi við Vorvökuna. Það fer eftir því hvort Vorvakan verður látin bera allan kostnaðinn eða honum skipt eitthvað upp hver endanleg útkoma verður varðandi halla á Vorvökunni,“ sagði Helgi Bergs. Ljósmynd: KGA Á Dagverðareyrí, Siglufjörður: Aur- skriða fella bæinn! í gærmorgun á milli kl. 7 og 8 féll aurskriða úr fjallinu Hafn- arhyrnu sem stendur fyrir ofan Siglufjarðarbæ. Þetta var stór og mikil skriða sem hélt ferð sinni þar til hún var komin alveg niður í bæ. Menn gátu fylgst með skriðu- fallinu allt þar til það nam staðar á Suðurgötunni og var þá þar 10 metra hár bingur á götunni. Skriðan hagaði sér þannig að hún virtist nema staðar öðru hvoru, en fór svo af stað aftur. Hluti skrið- unnar fór alveg. upp að nýbyggðu húsi Sigurðar Hlöðverssonar tæknifræðings. Fór skriðan að einu horni hússins, en þá virtist sem allur kraftur væri úr henni svo skemmdir urðu eki umtalsverðar. Hinsvegar er lóð hússins full af grjóti og drullu. Undir skriðunni er hitaveitu- stokkur og óttast menn að skriðan kunni að hafa skemmt stokkinn þótt hann væri niðurgrafinn. Var unnið að því í gær að kanna það og veita vatni úr skriðunni í þann farveg að hitaveitustokkurinn væri ekki í meiri hættu. Skriða þessi kom úr sama gili og snjóflóð hafa oft komið úr á Siglu- firði, en aurskriður sem þessi eru sem betur fer sjaldgæf fyrirbrigði á Siglufirði. S.B. Lá við stórbruna í porti BTB: Brennuvargur á ferð Litlu munaði að um stórbruna yrði að ræða á fímmtudags- kvöld er eldur kom upp í porti við Byggingavöruverslun BTB við Glerárgötu. Talið er nokkuð víst að um íkveikju hafi verið að ræða, og var kveikt í timbri í portinu. Talsvert brann af timbri og einnig náði eldurinn að læsa sig í þakskegg hússins. Slökkviliðinu tókst þó að hefta frekari útbreiðslu eldsins, e» litlu munaði að þarna yrði stórtjón. Rannsóknarlögreglan biður þá sem urðu varir við grunsamlegar mannaferðir í námunda við timb- urport BTB um 23.30 á fimmtu- dagskvöldið að hafa samband við sig. „Þeir fara ekki hér innfyrir — Ræll við Jósavin Arason bónda í Amamesi um álver Nýlega birtist niðurstaða stað- arvalsnefndar um iðnrekstur eftir athugun á 10 stöðum sem til greina koma að hentuðu undir álver. 5 staðir af þessum 10 hefur staðarvalsnefnd úr- skurðað að komi til greina. • Einn þessara staða er svo- kallað Dysnes í landi Arnar- ness í Arnarneshreppi. Blaðið hafði samband við Jósavin Arason bónda á Arn- arnesi og spurðist fyrir um af- stöðu hans til þessarar niður- stöðu. „Ég er náttúrulega alfarið á móti álveri,“ sagði Jósavin „og ég held mér sé óhætt að segja að þeir ábúendur sem ég hef talað við hér í kring séu allir á móti þessu. Mál þetta hefur að vísu ekki enn verið tekið fyrir á hreppsfundi og er mér því ókunnugt um afstöðu margra hreppsbúa, t.d. Hjalteyr- inga. Staðarvalsnefnd var hér á ferð- inni í vor en sumum hreppsnefnd- armönnum var ekki kunnugt um það fyrr en löngu seinna. M.a. kom nefndin hingað í Arnarnes en þeir hafa ekki komið síðan og þeir fá ekkert að fara hér inn fyrir til þess að rannsaka neitt hér hjá mér. Ég held ég geti fullyrt það að þeir sem eru á móti álveri hér í hreppnum séu töluvert fleiri en þeir sem eru því fylgjandi. Eftir því sem staðarvalsnefnd tjáði mér í vor yrði þetta um ferkílómetri sem færi undir umsvifasvæði og þar yrði ekki ráðlegt að vera með nokkra skepnu miðað við þann hreinsibúnað sem áætlað væri að notast við í álverinu. Þá er ekki um það að ræða að ein jörð verði óbyggileg heldur en jarðir í ná- grenninu líka. Ef t.d. álver kæmi hingað í Arnarnes við landamerk- in þá yrði óbúandi í Arnarnesi, Fagraskógi, Kambhóli, Skriðu- landi, Baldursheimi og Bragholti. Ytri-Bakki gæti farið vegna norðanáttar og jafnvel fleiri bæir. Ég hef einnig heyrt nefndan þann möguleika að reisa álver í landi Gilsbakka. Þá færi Gilsbakki, Sjávarbakki, stór hluti af Hvammi, Ós að miklum hluta, Búland, Pálmholt, Bragholt og Ytri- og Syðri-Bakki.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.