Dagur - 17.08.1982, Blaðsíða 9

Dagur - 17.08.1982, Blaðsíða 9
 ?* Er KA fallið? eftir tap á heimavelli gegn ísfirðingum Ef KA ætlar að halda sér í fyrstu deildinni í knattspyrnu er það greinilegt að þeir hafa ekki valið auðveldustu leiðina. Eftir að hafa tapað fyrir ísfirð- ingum á laugardaginn, hljóta leikirnir sem eftir eru við Vest- mannaeyjar, Víking og Breiða- blik að verða mun erfiðari. Svo virðist sem liðið sé hálfvæng- brotið Elmarslaust, og ekki bæt- ir úr skák þegar útispilararnir þurfa að fara í markið, og það á kostnað miðjunnar. Það er í sjálfu sér ekkert mikið að tapa leik í fyrstu deild en að tapa fyrir lélegu liði ísfirð- inga á sínum eigin heimavelli, sem að vísu er ekki mjög mikils virði því í þessum leik hvöttu nokkrir ölvaðir ísfirðingar sína menn allan tímann, en ekkert heyrðist í stuðningsmönnum KA. Þessum leik lauk með sigri ís- firðinga sem skoruðu þrjú mörk en KA aðeins tvö. Leikurinn var aðeins fimm mín. gamall þegar fyrsta markið kom. Þá myndaðist nokkur þvaga við KA-markið og sak- leysislegur bolti kom frá Gunn- ari Péturssyni, yfir þvöguna framan við markið og efst í blá- hornið, án þess að markvörður- inn Gunnar Gíslason ætti mögu- leika á að verja. KA lék undan norðangolunni í fyrri hálfleik, en þrátt fyrir nokkrar ágætar sóknarlotur tókst þeim ekki að skora. Á 14. mín. björguðu ísfirð- ingar á línu eftir langa aukc spyrnu frá Guðjóni og mis heppnað úthlaup markmanns ins. KA notaði hléið í hálfleik t: 1 að þjálfa upp nýjan markman \ þar sem þjálfarinn ákvað aö setja Gunnar Gíslason aftur i sína gömlu stöðu úti á vellinum. Það varð hlutskipti Ormars Öi lygssonar að verja markið í síðari hálfleik og verður hann ekki sakaður um þau mörk sen i liðið fékk á sig í síðari hálfleik. KA sótti nær stanslaust síðai i hálfleikinn en þó áttu ísfirðinga eina og eina skyndisókn sen margar voru hættulegar. Á 24. mín. björguðu ísfirð ingar aftur á línu eftir mikl; pressu KA-manna. Á 37. mín ætlaði Eyjólfur Ágústsson ai renna boltanum fram hjá Gunn ari Péturssyni, en það tókst ekk betur til en svo að boltinn fó beint fyrir fæturna á Gunnai sem brunaði upp að KA-mark inu, með vörnina á hælunum, ei hann náði góðu skoti í stöngin. og í mark. Þannig var staðan tvö gegn engu þar til þrjár rgín voru til leiksloka. Þá minnkað Eyjólfur muninn í tvö gegn einu en á næstu mín. bættu ísfirðing ar við þriðja markinu. Gunnar Gíslason minnkað muninn með hörkuskoti i þverslá og inn rétt fyrir leikslok, en þrátt fyrir stanslausa sókn KA-manna tókst þeim ekki að jafna. Svo lér of| að einstaka orrnslur vinnast |>ótt striðiil lapist. ()g her hefur Ashirni tekist að vinna íslirð- ing i harattn uni hollann. Kn ekki dugði það til sig- urs. I.jósniynd: K.G.A. Fram sigraði Þór á þröskuldi 1. deildarinnar Úrslitakeppni fjórða flokks fór fram á Akureyri um helgina. Þar léku átta lið alls staðar að af landinu, meðal þeirra voru poll- ar úr KA. Þeir léku í úrslitunum um sjöunda og áttunda sætið við Stjörnuna, og'töpuðu þeim leik með þremur mörkum gegn einu. Um fyrsta og annað sætið léku Fram og Valur. Fram sigraði með einu marki gegn engu, enda þjálfar þá landsliðsþjálfarinn Jóhannes Atlason. Þór vann mjög þýðingarmikinn leik í annarri deildinni á laugar- daginn þegar þeir lögðu Sand- gerðinga að velli á þeirra heima- velli. Þessi lið höfðu hlotið jafn- mörg stig fyrir þennan leik ásamt FH, en nú að þessari um- ferð lokinni eru Þórsarar í öðru sæti deildarinnar, tveimur stig- um á undan næstu liðum. Það var Guðjón sem skoraði fyrsta markið á 10. mín. og Haf- þór bætti við öðru rétt áður en flautað var til hálfleiks. Um miðjan síðari hálfleik bætti Ein- ar Árason við þriðja markinu, en hann var þá rétt kominn inn á. Skömmu síðar minnkuðu Sandgerðingar muninn í þrjú gegn einu, en það urðu lokatölur leiksins. Þessi leikur var nokkuð harður og Þór mun betri aðilinn. Með þessum sigri eru þeir komnir með annan fótinn í fyrstu deildina þ.e.a.s. ef þeir fylgja þessum sigri eftir í næstu leikjum, en þeir eiga fjóra leiki eftir í deildinni. Markaregn hjá stúlkunum Rafn að hætta Fyrir leik KA og Isfirðinga færði stjórn knattspyrnudeildar KA dómara leiksins Rafni Hjaltalín blómvönd, en þessi leikur var síðasti fyrstu deildar leikur sem Rafn dæmir hér á Akureyri, en hann er nú kominn á aldurstak- mörk dómara í fyrstu deild og dæmir því sína síðustu leiki í sumar. Rafn hefur dæmt knatt- spyrnuleiki hér á Akureyri og um allt land í tugi ára og eru leik- ir hans eflaust orðnir nokkur hundruð. Tveir leikir í annarri deild kvenna fóru fram um helgina. Fyrst lék KA við Hveragerði og unnu auðveldan sigur, sjö mörk gegn engu. Mörk KA skoruðu Sigrún Sævars 3, Hrefna Magg og Vanda Sigurðardóttir 2 hvor. Daginn eftir léku Hveragerð- isstúlkurnar við Þór og sigraði Þór örugglega með fjórum mörkum gegn engu. Mörk Þórs gerðu Anna Einars 2, Laufey Pálsdóttir 1 og Inga Bragadóttir 1. KA-stúlkurnar eru efstar í þessum riðli og komnar mað annan fótinn í úrslitakeppnina. Aðalsteinn meiddur Rafni afhent blóm fyrir leik KA og ÍBÍ. Það vakti athygli á laugardaginn að Aðalsteinn Jóhannsson var ekki í KA-markinu. Hann meiddist í leiknum á móti Kefla- vík um siðustu helgi. Sprunga mun vera í hryggjarlið hjá hon- um og þrátt fyrir það að hann mætti til leiksins og byrjaði að hita upp, tóku meiðslin sig upp og treysti hann sér ekki til að leika. Varamarkmaður liðsins hafði ætlað sér í allt sumar að skreppa einn túr á togara, til að afla sér smávegis peninga fyrir næsta vetur, en hann stundar nám í MA, þegar hann fór vissi hann ekki hvernig ástatt var fyrir Aðalsteini og hefði að sjálf- sögðu ekki farið ef hann hefði vitað hvernig ástatt var. Von- andi verður hann kominn fyrir næstu helgi, því óvíst er hvort Aðalsteinn getur leikið meira í sumar. U.ágúst 1982 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.