Dagur - 17.08.1982, Blaðsíða 4

Dagur - 17.08.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBjORNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÖRISSON OG GYLFIKRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Þáttaskil í útvarpsrekstri Laugardagurinn 14.8. markaði þáttaskil í út- varpsrekstri á íslandi en þann dag tók form- lega til starfa sérstök deild Ríkisútvarpsins með aðsetri á Akureyri, en hún á að þjóna Norðurlandi öllu. Ráðnir hafa verið fastir starfsmenn til þess að veita þessari starfsemi forstöðu og einnig hefur Ríkisútvarpið fest kaup á húsnæði á Akureyri. Er gert ráð fyrir að í því húsnæði muni bæði útvarp og sjónvarp fá aðstöðu. Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra, flutti ræðu í sérstakri dagskrá sem útvarpað var sl. laugardag, og sagði hann m.a.: „Á þessari stundu er þess minnst með há- tíðlegum hætti að náðst hefur enn einu sinni mikilvægur áfangi á starfsferli Ríkisútvarps- ins. Sá áfangi felst í því að upp frá þessari stundu er hafin reglubundin útvarpsstarfsemi á Akureyri með föstu starfsliði sem ekki ber að sinna öðrum verkefnum en þeim sem snerta norðlenskt útvarpsefni. Að þessu máli hefur verið unnið markvisst síðan 19. janúar 1981, þegar ég sem mennta- málaráðherra skipaði 5 manna nefnd til þess að kanna hver væri efnislegur og fjárhagsleg- ur grundvöllur þess að Ríkisútvarpið ræki fréttastofu með föstu starfsliði á Norðurlandi. Fjórðungsþing Norðlendinga hafði fjallað um þessa hugmynd og ályktaði um hana á þing- um sínum, enda skipaði ég nefndina í sam- ræmi við óskir Fjórðungsþings og í fullum samráðum við framkvæmdastjóra Fjórðungs- sambandsins, Áskel Einarsson.“ í lok ræðu sinnar sagði Ingvar: „Frá upphafi hefur Ríkisútvarpið verið að vaxa og dafna þrátt fyrir erfiðleika endrum og eins á löngum starfsferli. Áfangarnir á vegferð þess eru orðn- ir margir. í dag minnumst við þess að einum þessara mörgu áfanga er náð. Fastri útvarps- starfsemi á Norðurlandi. Megi gæfa og gengi fylgja þessari starfsemi nú og ævinlega." Andrés Björnsson, útvarpsstjóri, flutti ávarp við þetta tækifæri og sagði í niðurlagi þess: „Ég hef þá trú að sá þáttur fjölmiðlunar sem nú er verið að tryggja við annað mesta fjölmennissvæði landsins muni skila góðum árangri og reynast heilladrjúgur öllum sem hans njóta í framtíðinni. Fjölbreytni og al- menningsþátttaka vex á öllum sviðum sem Utvarpið nær til. Fyllri og sannari mynd skap- ast af mannlífi í blíðu og stríðu, af landi og þjóð. Nýir straumar og nýjar hugmyndir fá út- rás og mótast. Með því er tilgangi þessara að- gerða í útvarpsmálum náð. Ég óska Akureyringum, Norðlendingum og öllum útvarpsnotendum á landi hér til ham- ingju með þennan dag og aukna þátttöku í fjölmiðlun sem hann boðar. “ UTVARP NORÐURLAND Útvarp Norðurland - sérstök deild innan Ríkisútvarpsins - tók formlega til starfa sl. laug- ardag. Flutt var eins og hálfs klukkustundar löng dagskrá frá Akureyri og um kvöldið hafði Ingvar Gíslason, menntamála- ráðherra, boð inni fyrir gesti að Hótel KEA. Fyrst um sinn verður starfsemi útvarpsins á Akureyri, sem nær yfir allt Norðurland, rekin í gamla hljóðhúsinu við Norðurgötu en útvarpið hefur keypt húsið Fjöln- isgötu 3a þar sem nú er trésmíða- verkstæðið Pan. Gera þarf talsverðar breytingar á því húsnæði svo það henti þeirri starfsemi sem það á að hýsa í framtíðinni og gera menn sér von- ir um að á næsta ári verði búið að taka allt það húsnæði í notkun. Hér í opnunni fylgir ræða Ingvars Gíslasonar, mennamálaráðherra, sem hann flutti í dagskránni sl. laugardag og einnig ávarp And- résar Björnssonar, útvarpsstjóra, sem hann flutti við sama tækifæri. Þá eru í opnunni myndir sem K.G.A. tók í hófi menntamála- ráðherra á Hótel KEA. IMenntamálaráðherra hélt hóf á Hótel KE A í tilefni opnunar norðurlandsdeildar Ríkisútvarpsins. Hér sést hann ásamt konu sinni taka á móti Jónasi Jónassyni og Sigrúnu Sigurðardóttur konu hans. Myndir KGA. Andrés Bjömsson, útvarpsstjóri: „Nýir straumar og nýjar hugmyndir fá útrás og mótast“ Góðir áheyrendur Deginum í dag er ætlað að marka nokkur þáttaskil í þróun- arsögu Ríkisútvarpsins, þar sem nú er verið að skapa og tryggja að- stöðu til útvarps frá Akureyri og Norðurlandi í mun ríkara mæli en verið hefur. Frumforsenda þessarar þróun- ar í fjölmiðlum er auðvitað bætt og aukin tækni til dreifingar efnis, sem mjög er umrædd. Má líklega segja að stökkbreyting hafi orðið í þessu efni eftir að örbylgjusam- bandi var komið á út um land. En margt þarf til að slíkt samband komi að gagni. Fastri aðstöðu til dagskrársendinga hefur verið komið upp og útvarpið hefur nú fest kaup á húseign hér á Akur- eyri sem ætti að geta dugað til dagskrárvinnslu og útsendingar útvarps og jafnvel sjónvarps eitt- hvað framvegis. Þannig eru nú fyrir hendi tækni- legar og efnislegar forsendur auk- innar útvarpsstarfsemi og er það gleðiefni fyrir útvarpið og hina nýju þátttakendur norðanlands, og mun án efa auka hlutdeild al- mennings í útvarpsrekstri sem mjög er nú keppt eftir. Mjög verður tíðrætt um sam- göngur og samskipti manna og þjóða í milli, og ekki síst um æski- legar framfarir í þeim efnum hér innanlands, en bylting í tækni sem gengur yfir er forsenda þess að slík spor verði stigin. Samgöngur eru annað og meira en farvegir lofts og láðs og lagar, með flugvélum, bílum eða skipum. Þær eiga ekki síður við um sendingar á tali, tónum og myndum. Þessar nýju flutnings- leiðir þjappa saman fólki, minnka veröldina ef svo mætti segja. Margt er rætt um vegakerfi landsins, um fullkomnun þess og endurbætur. Vafalaust verður áður en langt líður unnt að aka bifreiðum um landið á langt um skemmri tíma en nú gerist og með hagkvæmari og ódýrari hætti. En enginn skyidi gleyma í þessum miklu umræðum að tafarlausar og auðveldar samgöngur af hverju tagi sem er, eru ekki algjört eða einhliða takmark í sjálfu sér. Þær bera með sér möguleika til margs- konar breytinga á lífi manna og lífsviðhorfum en meginatriði málsins er heldur lítið rætt. Hver er flutningurinn, hvað er í bílnum, hvað er á örbylgjunni? Ég hef þá trú, að sá þáttur fjölmiðlunar sem nú er verið að tryggja við annað mesta fjöl- mennissvæði landsins muni skila góðum árangri og reynast heilla- drjúgur öllum sem hans njóta í framtíðinni. Fjölbreytni og al- menningsþátttaka vex á öllum sviðum sem útvarp nær til. Fyllri og sannari mynd skapast af mann- lífinu í blíðu og stríðu, af landi og þjóð. Nýir straumar og nýjar hug- myndir fá útrás og mótast. Með því er tilgangi þessara aðgerða í útvarpsmálum náð. Ég óska Akureyringum, Norð- lendingum og öllum útvarpsnot- endum á landi hér til hamingju með þennan dag og aukna þátt- töku í fjölmiðlum sem hann boðar. 4 - DAGUR — 17. ácjúst1982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.