Dagur - 17.08.1982, Blaðsíða 12

Dagur - 17.08.1982, Blaðsíða 12
Akureyri, þriðjudagur 17. ágúst 1982 NYLONHÚÐAÐAR GRJÓTHLÍFAR @ 1 FRAMAN Á BÍLA. Wk 1 Nýbygging Sjafnar gengur samkvæmt áætlun. Ljósmynd: KGA. Nýbygging Sjafnar: Framkvæmdir ganga vel Óhöpp íum- ferðinni Mjög harður árekstur varð á horni Þórunnarstrætis og Hrafnagilsstrætis á laugardag. Þar skullu saman fólksbifreið og langferðabifreið. Fólksbif- reiðin skemmdist mjög mikið en meiðsl konu, sem ók henni, reyndust minni en óttast var í fyrstu. Konan var flutt á sjúkra- hús en reyndist óbrotin og mun hafa fengið að fara heim á sunnudag. Á föstudagskvöldið var bifreið ekið á ljósastaur í Höfðahlíð. Bifreiðin skemmdist nokkuð og var ökumaður hennar fluttur á sjúkrahús. Meiðsli hans reyndust ekki alvarleg, en hann mun grun- aður um að hafa ekið ölvaður. Á laugardag var bifreið ekið útaf á milli brúnna yfir Eyjafjarð- ará rétt innan við flugvöllinn. Bifreiðin fór útaf við ræsi og skemmdist eitthvað en um meiðsli var ekki að ræða. Ferðaskrif- stofaá Húsavík? „Ég get ekkert sagt um þetta mál á þessu stigi því það er á viðræðugrundvelli enn sem komið er,“ sagði Auður Gunn- arsdóttir hótclstjóri á Hótel Húsavík er við inntum hana eftir hvað liði stofnun nýrrar ferðaskrifstofu á Húsavík. „Það er ekki búið að stofna þessa ferðaskrifstofu ennþá, en þeir sem eru í viðræðum varðandi málið eru aðilar sem myndu hafa hagsmuna að gæta ef af þessu yrði eins og Hótel Húsavík, Húsavík- urbær, sérleyfishafar og Flugleið- ir svo einhverjir séu nefndir. Það þarf að fara að gerast eitthvað í þessu máli áður en um langt líður, ef þetta á að koma til fram- kvæmda t.d. á næsta ári,“ sagði Auður. Framkvæmdir við nýbyggingu Efnaverksmiðjunnar Sjafnar ganga samkvæmt áætlun og mun framkvæmdum verða haldið áfram í haust og vetur. Sá hluti byggingarinnar sem nú er unnið við verður tveggja hæða og mun hýsa svamp- og sápuframleiðsluna. Búið er að skipta um jarðveg fyrir alla bygginguna, en eftir er að reisa málningarverksmiðjuna og iagerhúsnæði. Að sögn Aðal- steins Jónssonar forstjóra Sjafnar hefur ekki enn verið tekin ákvörðun um áframhald þeirra framkvæmda. Ekki er að fullu ákveðið hversu mikið verður unnið í því húsnæði sem gert verður fokhelt í haust. Steypt munu verða gólf, en ekki er ákveðið hvort múraðir verða útveggir. Gott útlit með berjasprettu Senn líður að þeim tíma sem menn nota venjulega til hug- leiðingar um ber og berja- sprettu. Dagur hafði samband við nokkra „berjabændur“ og spurðist fyrir um útlitið í berja- málum. Sigurður Stefánsson bóndi í Stærra-Árskógi á Árskógsströnd hefur undanfarin ár selt aðgang að berjalandi og kvað hann útlitið vera heldur gott með berja- sprettu. Væri hann vanur að opna svæðið í kring um 20. ágúst og myndi líklega gera það einnig í a ef hlýnaði í veðri. Skógræktarfc lag Eyjafjarðar hefur í nokkur i haft opinn berjamó að Miðháls stöðum í Öxnadal og þaðan feng ust þær upplýsingar að útlitið væi gott. Mikið væri af berjum en þai væru smá. Svipaða sögu er að segja af öðr um góðum berjalöndum við Eyja fjörð. Útlitið er gott með berja sprettu og um 20. ágúst getur fóll byrjað að dusta rykið af berjaföt unum og tínunum. Safn lifandi runna og tijáa á Akureyri Listigarðurínn, garðyrkjustjóri og Skógræktarfélag Eyjafjarð- ar hafa nú tekið höndum saman um að koma á fót safni lifandi runna og trjáa á Akureyrí. Söfn sem þessi kallast „Arbor- etum“ á fræðimáli og eru þekkt víða erlendis en hér á landi er ekkert slíkt safn. Að sögn Jó- hanns Pálssonar forstöðumanns Listigarðsins er reyndar töluvert safn af trjám og runnum í garðin- um en hin eiginlega arboretum byggðu meira á því að hver teg- und fengi meira rúm og að rækt- aðir væru heilir lundir af hverri tegund við aðstæður sem hæfðu henni, s.s. við læki, í holtum o.s.frv. Jón Rögnvaldsson gekk með þann draum að koma upp safni sem þessu á Akureyri en entist ekki aldur til þess. En það var Björgvin Steindórsson sem gerði fyrstu drögin með könnun í brekkunum á Akureyri, allt frá kirkjunni suður að Kjarna, í þeim tilgangi að safninu yrði komið fyrir á þessu svæði og þar yrði jafnframt útivistarsvæði í tengsl- um við Kjarnasvæðið. Könnun þessi var prófritgerð Björgvins frá Garðyrkjuskólanum íHveragerði og fékk mjög góða dóma. Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt að safninu verði komið þarna fyrir smám saman, gang- stígar gerðir um brekkurnar, lundirnir merktir og svæðið gert þannig úr garði að bæði verði gagnlegt og skemmtilegt fyrir fólk að ganga þar um og skoða. Jóhann sagði að enn lægju að- eins grófustu drög að safninu fyrir. Nokkur hluti lands á þessu svæði er í einkaeign og er eftir að ákveða hvort sveigt verðí framhjá þessum landsvæðum eða samið við landeigendur. Byrjað að taka upp „Þetta er sæmileg uppskera að stærðinni til en það eru ekki mjög margar undir,“ sagði Ingi Þór Ingimarsson bóndi í Neðri- Dálksstöðum er Dagur spjall- aði við hann, en Ingimar er far- inn að taka upp kartöflur og hefur selt á almennan markað. „Kuldakastið núna getur sett strik í reikninginn, en ég reikna með, ef ekkert óvænt kemur upp, að uppskeran verði í góðu meðal- lagi. Ég setti niður tvö og hálft tonn og er búinn að taka upp eitt og hálft tonn.“ Ingi Þór sagði að meðalupp- skera gæfi 8-10 falt miðað við það sem sett hefði verið niður. Hann sagðist aðeins vera farinn að taka upp eftir pöntunum til að setja á sumarmarkað en myndi annars ekki byrja að taka upp af fullum krafti fyrr en í september. Þess má geta að í fyrra lauk Ingi Þór við að taka upp tveimur dögum áður en snjóa festi, og var hann einn örfárra kartöflubænda sem sluppu með allt sitt undan snjó í það skiptið. Finnbogi ráðinn „Það er í sjálfu sér ekki mikið að segja af starfi Iðnþróunar- félags Eyjafjarðarbyggða enn sem komið er,“ sagði Helgi Bergs bæjarstjóri á Akureyrí i samtali við Dag, en Helgi er formaður félagsins. „Það hefur verið meginverk- efni stjórnarinnar til þessa að koma félaginu af stað ef svo má segja. Við höfum haldið 5-6 stjórnarfundi frá því stjórnin var kosin og á þeim fundum hefur fyrst og fremst verið unnið að því að koma fyrirtækinu á legg.“ - Nú hafið þið ráðið Finnboga Jónsson sem starfað hefur hjá Iðnaðarráðuneytinu sem fram- kvæmdastjóra félagsins, er það ekki? „Jú, stjórnin hefur samþykkt að leita eftir því við hann í sam- ræmi við hans umsókn að hann taki við þessu starfi en það er enn eftir að semja við hann um kaup og kjör. Við eigum von á því að hjólin fari að snúast af fullum krafti þegar við verðum komnir með starfslið að félaginu og að- stöðu fyrir okkur," sagði Helgi Bergs. # Steingrímur heldur áfram Sem kunnugt er sagði Stein- grímur Bernharðsson, banka- stjóri Búnaðarbankans á Ak- ureyri upp störfum fyrir skömmu og mun hann hafa verið óánægður með ein- hverjar þær reglur sem yfir- völdin fyrir sunnan gera úti- bússtjórum að vinna eftir. Steingrímur sem unnið hefur í Búnaðarbankanum í yfir 30 ár mun vegna eindreginna tll- mæla bankaráðs hafa fallist á að framlengja starfsferil sinn hjá bankanum. # Rugluö kvik- myndasýning Bíógestir í Borgarbíói fengu óvænta þraut að glfma við á fimmtudagskvöldið. Þá var sýnd mynd um þrælahald, margir drepnir og mikið gerðist, en það sem vafðist fyrir bíógestum var að eftir að sumar söguhetjurnar voru dauðar sáust þær í fullu fjöri, þær voru í miðjum hrakning- um og druliugar upp fyrir haus en birtust síðan f skjannahvítum hitabeltis- klæðnaði strax á eftir. Eftir tæplega klukkutfma sýningu kom The end og iisti yfir leik- endur en síðan kom næsti kafli á undan þeim síðasta og þar á eftir sá sem átti að vera annar í röðinni. Spólurnar rugluðust sem sagt. Einn bíó- gesta hafði orð á því að þeir hefðu átt að biðja fólk afsök- unar á þessu úr því ekki var hægt að fylgjast betur með sýningunni og leiðrétta mis- tökin strax. # Margtþarf að lagfæra Yfirmaður á einum stóru tog- aranna á Akureyri hafði sam- band við S&S og mótmælti sumu af því sem þar kom fram f síðasta blaði. Hann sagðí t.d. að hásetahlutur á Sólbaki og Kaldbaki hafi verið svip- aður í fyrra, en ekki helmingi hærri á Sólbaki. Kaldbakur var hins vegar með helmingi meiri afla. Varðandi vinnu- álagið sagði hann að meiri afll krefðist að sjálfsögðu meiri vinnu en hún skiptist á fleiri hendur á þeim stóru. Hann sagðist skilja áfstöðu háset- ans og vita að fyrir sunnan færi besti mannskapurinn á litlu togarana. Margt þyrfti að lagfæra og samræma f samn- ingum sjómanna á togurun- um.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.