Dagur - 17.08.1982, Blaðsíða 6

Dagur - 17.08.1982, Blaðsíða 6
Komir þú á 2. hluti Grænlandsgrund 31. júlí Við ætluðum reyndar að líta á hestinn, tilefni fararinnar, en hann var þá kominn á fjall til ann- arra hesta og byrjaður að vinna fyrir sér. Grænland fyrir stafni. 1. ágúst Nú er aftur komið bjartviðri og hlýtt vel, en helst til hvasst til að fást við heyskap. Lítið sakar það fyrst enginn maður er byrjaður að bera Ijá í gras. í dag skipuleggur hótelið hóp- ferð til gamla biskupssetursins, Garða, Igaliko. Par er siglt á góð- um mótorbát út eftir firði. Á nokkrum stöðum sjást manna- bústaðir á ströndinni, sauðfjárbú. Fimm til tíu km út með firði Brattahlíðarmegin eru rústir norrænnar byggðar og mun vera það sem í fornum ritum er nefnt „undir Sólarfjöllum“. Það eru víðar Sólarfjöll en á Árskógs- ströndinni. eftirgrennslan að hér á að stofna til félagsræktunar bænda í Garða- hverfinu. Það er m.a.s. íslending- ur, Þór, tilraunastjóri, Þorbergs- son á Skriðuklaustri sem hvað vera hér núna til að segja fyrir um ræktunarframkvæmdir. Ekki er landið álitlegt, það verð ég að segja. Fyrst þarf að ýta eða draga burt allt stórgrýtið. Síðan að koma einhverju lífi í þetta þyrkingslega land. Við skulum vona að þetta verði ekki ein helj- armistök allt saman. Garðar Báturinn leggur upp að lágum klettum á suðurströnd fjarðarins Við göngum upp malartroðn- ing áleiðis upp á hálsinn milli fjarðanna. Með í för, auk Dan- anna, er sendiherra vor í kóngsins Kaupmannahöfn, Einar Ágústs- son og hans góða kona, Þórunn. Allt í einu er komið á hæsta ás og við blasir Eiríksfjörður og Garðahverfið í lægð norðanund- ir. Svo þarna var þá biskupssetrið. Við fáum að heyra ýmislegt um hina fornu byggð og minjar nor- ræna fólksins sem bjó hér í 4-500- ár. M.a. þetta: og menn stíga upp á klöppina. Héðan á að ganga yfir mjótt eiði til Garða í Einarsfirði, um klukkutíma gang. Hvað er nú þetta? Er það ekki einhverskonar nýræktarnefna þarna uppi í brekkunni? Jú, ekki ber á öðru. Það kemur í ljós við Hér í kirkjugarði var grafin upp gröf þar sem hjá beinagrind mannsins lá biskupsstafur útskor- inn úr náhvalstönn (krókurinn). Líka fannst þar biskupshringur úr gulli. Sem sagt, þarna var grafinn biskup. Það sýndi að hér hafði verið biskupssetur sem þýddi að þetta væru Garðar. Þar með var það Ijóst að þetta var Einarsfjörð- ur fornsagnanna. Þá var líka hinn fjörðurinn Eiríksfjörður og rúst- irnar þar af bæ og kirkju var Brattahlíð og þannig hefur verið hægt að rekja sig áfram og átta sig á stöðum og örnefnum sem eng- inn var til að segja frá nema óljós- ar heimildir fornsagnanna og svö þöglar rústir eyddra byggða. (Ég sel þetta ekki dýrara en ég keypti það hjá danska fornfræðingnum Knud Krogh sem var að útskýra þetta fyrir okkur. Kannski hafa ís- lenskir fræðimenn eitthvað við þetta að athuga). Hvað um það, nú er þarna tals- verð byggð grænlenskra og sauð- fjárrækt mikil. Of mikil, sagði Knud Krogh og ég verð að játa að gróðurinn ber öll einkenni ofbeit- ar. Nú er samt ætlunin að auka sauðfjárhald til muna en ekki minnka í þessum héruðum en meiningin er sú að stjórna beit- armálum þannig (með girðingum og minnkun vetrarbeitar) að land- ið þoli álagið og um leið á að reyna að hlífa gömlu rústunum og öðrum minjum um norræna tíma- bilið hér í Eystribyggð. 2. ágúst Sólskin og brúsandi þurrkur. í dag koma allir tignu gestirnir og hátíðahöldin hefjast. Um 11 leyt- ið kemur SAS-flugvél með Ólaf Noregskóng og Sonju prinsessu tengdadóttur hans. Margrét drottning tekur á móti þeim sem þjóðhöfðingi Grænlands og með henni Hinrik prins, maður hennar. Mestu myndarhjón, það fer ekki á milli mála. Og svo rétt fyrir 12 önnur SAS-vél með for- seta vorum, Vigdísi og föruneyti. Og aftur kemur drottningin að taka á móti. Með sömu vél eru t.d. dr. Kristján Eldjárn og Hall- dóra og fulltrúi Akureyrarbæjar (vinabæjar Nassaq), Sigurður Öli Brynjólfsson og Hólmfríður. Gerist nú þéttsetinn Svarfaðar- dalur á hótelum flugstöðvarinnar. En ekki er allt búið enn. Kl. hálf 4 koma svo Kanadamennirn- ir. ísbrjótur þeirra liggur úti á firðinum og þyrla flytur þá í land. Út úr vélinni stígur herra Schreyer og föruneyti, þ.á m. Ted okkar Árnason bæjarstjóri í Gimli í Manitota sem landstjór- inn Schreyer vildi endilega að kæmi með vegna þáttar íslands í grænlenska landnáminu til forna. Yeisla á sjó og landi Um hálfsexleytið er boð inni hjá drottningu á skipinu hennar sem er bundið við bryggju, ljómandi falleg og rennileg fleyta með gylltu útflúri um bóga en eitthvað lítillega löskuð eftir kynningu við ísinn útifyrir ströndinni á dögun- um. Þarna fá gestir að taka í hönd á hvorki meira né minna en 4 þjóð- höfðingjum (ef Kanadamaðurinn er talinn með, en hann er fulltrúi Bretadrottningar þar í landi). Á miðju stóru matarborði er blóm- vöndur í vasa sem sagt er að Margrét drottning hafi tínt þarna uppi í brekkunum, sigurskúfur, bláklukka, baldursbráo.s.frv. Og svo er þetta venjulega skvaldur sem einkennir svona veislur, sam- fellt mal á dönsku, ensku, ís- lensku og grænlensku. Síðar um kvöldið er önnur veisla sem Julianeshobssýsla (Æaqortoq) heldur gestum í stóru nýju flugskýli á vellinum. Þarna heldur bæjarstjórinn, Henrik Lund, langa ræðu á grænlensku og dönsku um tilefni hátíðahald- anna og um málefni Suður- Grænlands í nútíð og framtíð. Og allt í einu gengur íslensk 4—5 manna hljómsveit „Hrxm“ og fer að spila. Salurinn fýllist af tónum við „Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn" o.s.frv. 3. ágúst Enn er það sól og sumar og nú á að halda yfir um fjörð til Bratta- hlíðar. Þar skal hápunktur há- tíðahaldanna með afhjúpun minnisvarða um komu Eiríks rauða hingað. Sá sem heldur stutta ræðu og afhjúpar minn- isvarðann heitir reyndar Eiríkur Rauði Fredreksen sveitastjórnar- maður og kunningi frá heimsókn Grænlendinga til KEA og SÍS á Akureyri í fyrra. Þarna á varðan- um stendur Eiríkur karlinn í stafni skips síns og lyftir höndum í forundran og hrifningu af þeirri landsýn sem við blasir. Lista- maðurinn, Hans Lynge, 75 ára gamall, gengur líka fram stoltur -p, - * '7‘ * Nokkrir prúðbúnir Grænlendingar. og glaður og meðtekur hyllingu mannfjöldans. Síðan er gengið um rústasvæðið undir leiðsögn Knuds Krogh þar sem drottningin og allt tignarfólk- ið fær ágæta uppfræðslu um gömlu húsin, þ.á m. Þjóðhildar- kirkju og við hin njótum góðs af. Kveikur - Iperaq Við stíginn gegnum svæðið er bundinn hestur, rauður, gljáandi og rennilegur. Þarna er þá hann Kveikur okkar frá stóðhestastöð- inni, fæddur í Hvítárholti uppi á íslandi vorið 1977. Gæslumaður hans hefur gert það okkur til heið- urs að sækja hann á fjall og hafa hann þarna til sýnis. Hann vekur mikla athygli og fær góða auglýs- ingu. Hann er margmyndaður í bak og fyrir og með honum þeir ráðunauturinn og formaður sauð- fjárræktarsambandsins, Kai Eg- ede og Eskild Jerrmiasen. Þetta var prýðisgott, gjöf BI og Stóðhestastöðvarinnar, gerir mikla lukku og kemst í fjölmiðl- ana. Og nú heitir hesturinn Ipef- aq (Kveikur). Áftur er siglt yfir fjörð og menn búast til nýrrar veislu í flugskýl- inu. Nú er það Nassaqbær og -sýsla sem býður og bæjarstjór- inn, frú Agnete Lund, heldur stutta tölu, bráðhugguleg mið- aldra kona með sterka drætti kyn- stofns síns í þeldökku andliti. 4. ágúst Menn vakna eldsnemma og það er komin þoka og seinna úrhellis- rigning. Þetta var það sem gróð- urinn þurfti en gestirnir kunna síður að meta. Annað er verra, það hefur frést að ástand íssins út með firði sé svo afleitt að ekki þyki hættandi á að láta drottning-i arskipið sigla inn til Narssaq og Æagortoq. Því eru allir drifnir út í danska eftirlitsskipið Beskytteren 6 - DAGUR -17. ágúst 1982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.