Dagur - 17.08.1982, Blaðsíða 7

Dagur - 17.08.1982, Blaðsíða 7
Veisla í flugskýli. (Verndarinn), fyrirfólkið uppi hjá offísernum en almúginn niðri. Svo er siglt norðureftir Eiríksfirði í þoku og regni og krækt milli ís- jakanna. Þegar utar kemur er ísinn svo vondur að þyrlan aftur á dekki er látin fara í ískönnunar- flug til að finna greiðustu leið til Narssaq. Narssaq - vinabær Akureyrar Loks blasir bærinn við, strjál hús á klettaborgum, mjög falleg byggð til lands að sjá. Það lítur út fyrir að allir staðarins innbyggjarar séu niður við höfnina til að fagna þjóðhöfðingja sínum. Og í mót- tökusalnum í samkomuhúsinu er gaman að stúdera mannskapinn. Konurnar eru flestar á sínum frægu þjóðbúningum, klofháum skinn„bússum“ utanyfir sel- skinnsbuxum og svo allt fíneríið ofar. Karlarnir á hvítum hettu- stökkum (anorökkum). Svo koma börnin í þjóðbúningum og dansa þjóðdansa. Á eftir er gestum ekið um bæ- inn og nágrennið í leigubílum. Aldrei á ævinni hef ég haft jafn skrautlegan leigubílstjóra. Það var ung gift kona og þriggja barna móðir, frú Sörensen. Hún var í forkunnar fínum síðum sam- kvæmiskjól og skreytt djásnum, t.d. gullhring með stórum ópal úr Kvanefjalli þarna skammt frá. Til viðbótar var hún svo dásamlega grænlensk í útliti að annað eins sá ég ekki í allri ferðinni. Þar á ofan ók hún splunkunýjum ágætum bíl sem hún á sjálf og er óaðfinnan- legur bílstjóri. Að áliðnum degi er fólki ekið upp á klettaborg eina flata í út- jaðri bæjarins. Það er flugvöllur- inn,þ.e.a.s. þar lendirþyrlan sem er í stöðugu áætlunarflugi milli bæjanna á ströndinni. Við stígum upp í þyrluna og von bráðar lyftir hún sér hæglega til flugs. Eftir 7 mínútur sléttar lendir hún á öðr- um svipuðum klettaflöt við höfn- ina í Æagortoq sem áður hét Julianehob. Æagortoq - höfuðborg S.-Grænlands 5. ágúst Þokan hefur lyft sér og við og við sér til sólar. Dagurinn er ætlaður til kynningar á bænum. Það er best að segja það strax, hann er sérkennilegur og beinlínis falleg- ur, bæði náttúrufarið og mann- anna verk. Hann er byggður í hvilft milli hárra klettaása og langt upp eftir þeim. Skjólsæl höfn við vog. Við göngum upp á hæsta ásinn bak við bæinn. Útsýn- ið er stórfagurt inn til Hvalseyjar og Einarsfjarða og út um eyjar til hafs. Gróðurinn ber heimskauta- keim. Þannig myndi vera umhorfs á Akureyri ef bærinn stæði efst í Vaðlaheiðinni eða uppi á Súlna- mýrum. Gestirnir eru leiddir í helstu atvinnu- og menningarstaði bæjarins. Fyrst skóla og barna- heimili, þá fiskvinnslustöð, þ.e. frystihús og saltfiskverkun sem allt þekkist vel frá Eyjafirði. Þá er það sútunarstöðin. Sú einá á Grænlandi. Ekki er hún jafn stór í sniðum og Iðunn okkar en bætir það upp með fjölbreytn- inni því auk venjulegra gæru- skinna súta þeir þarna mikið magn selskinna að viðbættum skinnum af bjarndýrum, hrein- dýrum, moskusuxum, sleðahund- um, refum og snæhérum (en ekki nautgripum því kýr fyrirfinnast ekki á Grænlandi). Hápunkturinn Ég var víst of fljótur á mér hérna á dögunum að segja að hápunktur Eiríkshátíðar hefði verið í Bratta- hlíð við afhjúpun minnisvarðans. Hápunkturinn reyndist vera kvöldveisla þennan dag í íþrótta- höll bæjarins. Þar voru saman- komin sjálfsagt 500-1000 manns þ.á.m. allar hátignirnar nema Ólafur Noregskonungur sem var floginn heim, aldraður heiðurs- maður, áttræður á næsta ári. Margar voru ræðurnar og ávörpin og löng því allt þurfti að segjast bæði á dönsku og græn- lensku. Drottningin steig í stólinn klædd grænlenskum búningi, fjallmyndarleg manneskja og brosti á báðar hendur. Vigdís okkar gekk fram í skautbúningi og vakti sýnilega hrifningu eins og alltaf. í lok ávarps afhenti hún gjöf, ljósprentun af íslendinga- bók Ara fróða þar sem segir frá fundi og landnámi Grænlands, forkunnarfagran grip. Þá Sonja Noregsprinsessa, þá Sebrever Kanadalandsstjóri, þá Ellefsen Færeyjalögmaður (forsætisráð- herra) og að lokum Oluf Olsen þjóðminjavörður Dana sem af- henti nokkurskonar gjafabréf að húsi við Menningarmiðstöð S.- Grænlands sem á að standa hér í bænum. Þar munu allar hinar dýru og dýrðlegu gjafir verða geymdar. Síðan standandi matarveisla í næsta húsi og afhending gjafa frá vinabæjum. Þetta verður að nægja um hina miklu samkomu, þá mestu sem þekkst hefur á Suður-Grænlandi. 6. ágúst Sæmilegheita veður, þurrt, kyrrt en þoka í fjöllum. I dag á að halda til Hvalseyjar- fjarðarkirkju. Fjöldi báta, heill floti heldur úr höfn Æagortoq og siglir inn eftir stuttum firði framhjá eynni Hvalsey inn að botni fjarðarins. Þar eru geymdar undir lágum hamri heillegustu minjar norrænnar byggðar á Grænlandi, kirkjutóft og rústir af mjög stórum bæ eða prestsetri. Nú er ekki hægt að eyða mörg- um orðum í að lýsa þessum stór- furðulega stað, svo það verður að nægja að segja, að þarna fór nú fram einhver sú hátíðlegasta og áhrifamesta athöfn sem ég hef lifað. Presturinn og stjórnarfor- maðurinn (forsætisráðherra) sr. Jónatan Motzfeldt „steig í stólinn" þ.e.a.s. gekk inn í kirkju- tóftina og kirkjukór með lítið org- el meðferðis fylgdi á eftir og tók sér stöðu á grasinu undir gafli þar sem kór og altari hefúr áður staðið. Síðan gekk söfnuðurinn inn í þaklausa kirkjuna, kannski 200 manns, en fleiri stóðu utan- dyra. Sr. Jónatan hélt glimrandi ræðu og organistinn lék sálmalög, sem eru alkunn hér á landi. Og svo var sungið af hjartans list á a.m.k. þremur tungumálum „Hærra minn Guð til þín“ og annað gam- alkunnugt. Yfir höfði safnaðarins flugu sól- skríkjur sem átt hafa hreiður í smugu milli hleðslusteina, og skildu víst ekki neitt í öllu þessu tilstandi. Tilraunasföðin Upernaviarssuk Á heimleiðinni var gestum boðið að skoða tilraunastöð í landbún- aði. Þar er tilraunastjóri Paul Bjerge og aðstoðarmaður hans Lasse sem er búfræðingur frá ís- landi og talar íslensku reiprenn- andi. Þarna býr líka ráðunautur Sauðfjárræktarsambandsins Kai Egede, búnaðarkandidat frá Hafnarháskóla. Þarna eru gerðar tilraunir með margskonar matjurtarækt og enn fremur trjárækt. Skilyrðin á Grænlandi eru óneitanlega heldur slæm. Þó gengur yfírleitt vel að rækta næpur sem eru mikið eftir- sóttar. Rabarbari er líka auðrækt- aður. Vonir standa til að unnt sé að finna staði þar sem kartöflurækt getur lukkast í flestum árum. En vorin eru köld og allur gróður kemur skelfing seint til, svo helst þarf að rækta allar aðrar matjurtir undir gleri. Þetta er hastarlegt á stað sem er á svipaðri breidd og Bergen í Norgegi. Þarna segir ís og kaldur sjórinn til sín. Þarna voru nokkrar kindur og hestar til sýnis allt af íslenskum uppruna. Ærnar voru allar skjannahvítar í framan en vel vænar og sömuleiðis dilkarnir. Hestarnir þóttu okkur heldur klunnalegir og veitir ekki af að fá nýtt blóð frá íslandi. Við eigum eftir að ræða betur við ráðunaut- inn næsta dag og látum þessa frá- sögn nægja að sinni. Kaffemik og dansemik Um kvöldið enn ein veislan. Nokkurskonar skilnaðarhóf í boði Æagortoqbæjar. Og enn kemur drottningin og enn kemur forseti vor Vigdís. Bæjarstjórinn Henrik Lund heldur enn eina ræðuna á tveimur tungumálum. Það kemur margsinnis fram í ræðum þessara manna að allt þetta tilstand er í rauninni gert ekki bara til að minnast Eiríks rauða og gamla norræna fólksins heldur fremur til að sýna ná- grannaþjóðunum og kannski öll- um heiminum að nú eru Græn- lendingar að verða húsbændur á sínu heimili. Þeir séu þjóð út af fyrir sig og vilji sem slt'k standa við hlið nágrannanna og bera höfuðið hátt. Maður hlýtur að virða þetta sjónarmið og vona að þeim farnist vel og að þessi dýra auglýsing beri nokkurn árangur. 17. ágúst 1982 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.