Dagur - 17.08.1982, Blaðsíða 10

Dagur - 17.08.1982, Blaðsíða 10
; Smáauölvsinöar bitreióir Til sölu ágætur Saab 96 árg. '74. Til greina koma skipti á dýrari bíl 80-95 þúsund. Uppl. í síma 24207. Til sölu Willys Wagoner árg. 1970. Vélin Perkings disel, ekinn 25 þús. km. Mjög hátt hraðahlutfall á drifum. Verð kr. 100.000. Jón Ólafsson, Vökulandi sími 31204. Til sölu Ford Cortina 78 1600 L sem ný. Ekin aðeins 5 þús. km. Á sama stað eru til sölu notuð snjó- dekk 640x13. Uppl. í síma 21859 eftir kl. 18. Til sölu Toyota Landcruiser árg. 76 ekinn 32 þús. mílur. Útvarp og segulband fylgja, góð dekk. Skipti möguleg. Uppl. gefur Pétur í síma 44170. Til sölu Ford Cortina árg. 74 í góðu lagi, skoðaður '82. Fæst á góðum kjörum ef samið er strax. Uppl. gefur Bílasalan Stórholt sími 21430. Til sölu Daihatsu Runabout árg. '80. Uppl. í síma 21439. Til sölu Benz 1418 árg. '67, góð dekk, þarfnast lagfæringar. Gott verð ef samið er strax. Volga árg. 73. Frambyggður Rússajeppi árg. '66 bensín, einnig jarðýtupallur í góðu lagi. Uppl. í síma 43506 eftir kl. 19. Rússajeppi. Mig vantar ógang- færan Rússajeppa til niðurrifs, helstárg. 1956-1978. Uppl. ísíma 24770. Colt 1200 GL '82. Til sölu Colt 1200 GL árg. 1982, 5 dyra, ekinn 3.500 km. Er með grjótgrind og sílsalista. Útvarp. Skipti á ódýrari bíl. Uppl. í síma 24222 á daginn og ísíma 23788 eftirkl. 17. Dvrahald Dýrafóður i góðu úrvali fyrir hunda, fugla og ketti. Hafnarbúðin vörumarkaður, Skipagötu 6. Ýmisle&t Vegna lélegrar sprettu er ákveð- ið að leyfa ekki berjatöku í skóg- ræktargirðingunni að Kóngsstöð- um i Skíðadal fyrr en 28. ágúst nk. Landeigendur. Til sölu Yamaha MR-50 árg. '80 í toppstandi. Uppl. í sfma 25690. Hænuungar 10 vikna gamlir til sölu. Valur Guömundsson Fremri- Hlíð, Vopnafirði. Til sölu Honda SS 50 árg. 79. Verð kr. 3.500-4.000. Uppl. í síma 21960 eftir kl. 19 á kvöldin. Til sölu: Þvottavél kr. 1.000, eld- húsborð og stólar kr. 800, stelpu- reiðhjól 10 ára kr. 1.000, stelpu- reiðhjól 6 ára kr. 700. Uppl. í síma 24113. Til sölu nýlegt „Picasso" sófa- sett. 3ja sæta sófi, 2 stólar og borð. íslensk framleiðsla. Ef þú vilt eign- ast virðulegt sófasett, hringdu þá í síma 25795. Til sölu Honda 550 Four F. Gull- fallegt og vel með farið hjól, lítið ekið. Uppl. í síma 24119 eða eftir kl. 19 ísíma 21554. Við seljum rautt Stetmaster reið- hjól vel með farið og í góðu lagi. Uppl. í síma (96) 33172. 10 gíra DBS reiðhjól lítið notað til sölu. Kr. 3.400. Uppl. í síma 22879 milli kl. 20og21. Húsnæói Tveggja herbergja íbúð til sölu við Keilusíðu. Uppl. í sima25241 á kvöldin. Ung hjón með eitt barn óska eftir 2-3ja herb. íbúð til leigu strax. Uppl. í síma 21400 (221) á vinnu- tíma. Til leigu skrifstofuhúsnæði, 2 herb. ca 65 fm. Uppl. í síma 22244. 2ja herb. íbúð til leigu. Uppl. í síma 23748. Óska eftir að kaupa 3-4ra herb. íbúð, góð útborgun. Uppl. i síma 21580 eftir kl. 16 á daginn. Einhleypur kennari óskar eftir að taka á leigu nú þegar 2-3ja herb. íbúð á Brekkunni. Uppl. í sima 21139. Ungur vélvirki óskar eftir að taka á leigu litla einstaklingsíbúð eða herbergi með aðgangi að eldhúsi. Uppl. í síma 22943 eftir kl. 18. Þiónusta Garðeigendur. Þökuskurður, þökusala. Sími 22882. Hreingerningar - Teppahreins- un. Tökum að okkur teppahreins- un, hreingerningar og húsgagna- hreinsun, með nýjum fullkomnum tækjum. Gerum föst verðtilboð ef óskað er. Uppl. ísíma21719. Taoað Tapað. Föstudaginn 6. ágúst tap- aðist Tewo quarts kvenúr í mið- bænum. Finnandi vinsamlegast látið vita á afgr. Dags. Fundarlaun. Vil kaupa vel með farinn barna- vagn. Uppl. i síma 24576. Einkamál Einkamál. Ungur maður á Stór- Reykjavíkursvæðinu, rúmlega þrítugur, óskar eftir kynnum við kvenfólk gift eða ógift. Fullum trún- aði heitið, en þær sem áhuga hafa sendi upplýsingar í lokuðu umslagi á afgreiðslu Dags Strandgötu 31 merkt: „Einkamál". Safnarinn BÆKUR OG BLÖÐ Tímarit (Kompl.): Gangleri, Stefnir, Reykjalundur, Sjálfsbjörg, Prestafélagsritið, Ársrit fræðafél. (ób. & ib.). Almanak Þjóðvinafél., Árbók fornleifafél., Sunnudags- blað Tímans. Auk þess einstök hefti og árgangar í fjölmörg önnur. Bækur: (slenskar ártíðaskrár, Bréfabók Guðbrands, Hestar og reiðmenn, Safn fræðafélagsins 1- 6; 8, 9, 10,11,13, Origines Island- icae I—II, Ævisaga Árna Magnús- sonar, Fákur, Egils saga 1856, Saga (slendinga, Kvæðabók úr Vigur, Kvæðabók Gizurar, Árnes- ingabók, Miðaldasaga Páls Melsteð, Gerska ævintýrið og fleiri frumútg. Laxness, mikið úrval skáldsagna og ævisagna. Fornbókaverslunin Geislagötu 1 (gegnt Ráðhúsi). Hjálpræðisherinn, Hvannavöll- um 10: Fimmtudagur 19. ágúst kl. 17.30 barnasamkoma. Kl. 20.30 hermannasamkoma. Velkom- in(n). Kaffisala verður í sumarbúðum KFUM og K við Hólavatn sunnu- daginn 22. ágúst frá kl. 14.30 til 18. Akureyringar - Eyfirðingar fjölmennið á kaffisöluna. KFUM og KFUK. Gjafir til SVN. Nýlega bárust Styrktarfélagi vangefinna á Norðurlandi peningagjafir. Frá félagi málmiðnaðarmanna kr. 7.000 og frá Kvenfélaginu Öld- unni í Öngulsstaðahreppi kr. 3.000. SVN þakkar þessar góðu gjafir, en þeim mun verða varið til bygginga sumarbúða fyrir þroskahefta að Botni í Hrafna- gilshreppi. Gefin voru saman f Tullebölle- kirkju í Danmörku Gitte Y. Andersen dóttir Gretha og Vern- er Andersen Tullebölle og Bald- vin Þröstur Sveinsson sonur Önnu Sigurðardóttur og Sveins Brynjólfssonar Norðurgötu 60 Akureyri. Ferðafélag Akureyrar minnir á eftirtaldar ferðir: Norður fyrir Hofsjökul: 20.-22. ágúst (3 dagar). Ekið til Hvera- valla, þaðan yfir Blöndu, síðan norðan Hofsjökuls um Ásbjarn- arvötn í Ingólfsskála. Gist í húsum. Fjörður: 28.-29. ágúst (2 dagar). Hvalvatnsfjörður - Þorgeirs- fjörður. Öku- og gönguferð. Gist í tjöldum. Laugafell: 4.-5. sept. (2 dagar). Róleg ökuferð þar sem gefst kost- ur á léttum gönguferðum. Gist í húsi. Hljóðaklettar - Hólmatungur - Forvöð: 10.-12. sept. (2 dagar). Róleg síðsumarsökuferð. Haust- litir. Gist í húsi. Skrifstofa félagsins er að Skipa- götu 12, sími 22720. Skrifstofan er opin frá kl. 17-18.30 alla virka daga. Símsvari er kominn á skrif- stofu félagsins er veitir upplýsing- ar um næstu ferðir. Bókfyrir veðurhneigða íslendinga Nýlega er komin út dálítil bók, sem veðurhneigðir íslendingar til sjávar og sveita ættu að hafa ánægju af. Bókin er safn greina um veður og veðurfræði, og eru höfundarnir 12 talsins. Veður- stofan teflir þar fram 11 manna liði fróðra veðurfræðinga, sem skrifa um hin margvíslegustu efni en í greinarflokki um veðráttuna og hafið kemur til liðs við þá haf- fræðingurinn Svend Aage Malmberg. Bókin nefnist „Allraveðra von. - Greinar um veðurfræði.“ og er hún tæplega 100 blaðsíður, prýdd myndum og línuritum til skrauts og skýringar. Útgefandi greina- safnsins er Fiskifélag íslands, en ritstjóri er Þór Jakobsson, veður- fræðingur. Hafa þeir Birgir Her- mannsson, ritstjórnarfulltrúi Ægis, tímarits Fiskifélagsins, búið bókina til prentunar. Bókin, Tökum að okkur allt múrbrot, stíflulosun og steinsteypusögun, frá- gangsvinna og verktil- boð ef óskað er. Erum byrjaðir að taka pantanir fyrir kjarnabor. Vanir menn. Verkval, sími 25548 Kristinn Einarsson. sem er pappírskilja, er prentuð hjá ísafoldarprentsmiðju. í ritinu „Allra veðra von“ eru greinar um allt milli himins og jarðar, svona hér um bil; greinar um veðurspá, þ.á m. tölvuspár, háloftin, alþjóðlega veðurþjón- ustu, haf og loft, ofviðri, veðrátt- una og loftmengun. Ennfremur er sagt frá veðurduflum, sólgeislum, loftbornum ögnum úr sjó, veður- farsbreytingum og hafís. Athygli skal vakin á því, að keiinarar og skólanemendur ættu að geta fundið hér margs kyns fróðleik og upplýsingar um veður- far og náttúrufyrirbrigði. Auk Þórs og Svend Aage skrifa í bókina þeir Hlynur Sigtryggs- son, veðurstofustjóri og veður- fræðingarnir Adda Bára Sigfús- dóttir, Borgþór H. Jónsson, Eyj- ólfur Þorbjörnsson, Flosi Hrafn Sigurðsson, Hafliði Helgi Jónsson, Heinn Hjartarson, Markús Á. Einarsson, Páll Berg- þórsson og Trausti Jónsson. Þess má geta, að helmingur greinanna var upphaflega lesinn í útvarp og síðan birtur í tímaritinu Ægi. Þrjár greinar til viðbótar birtust á sínum tíma einnig í Ægi. Öllum þessum greinum hefur nú verið safnað saman í bókinni „Allra veðra von“ en fjórar frum- samdar greinar sem ekki hafa komið fyrir almenningssjónir fyrr, auka þar enn á fjölbreytnina. Bókin verður til sölu hjá bók- sölum, og kostar eintakið kr. 100. Frá leitarstöð Krabbameinsfélags Akureyrar Höfum opnað aftur Tekið á móti pöntunum í síma 21592 á miðviku- dögum frá kl. 17-18. it Við þökkum af alhug vinarhug, kveðjur og blóm við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar og sonar GUNNARS EINARSSONAR Hjallalundi 7b Pála Svanhlldur Geirsdóttir, Þórdfs Gunnarsdóttir, Helgi Valur Gunnarsson, Helga Brynjólfsdóttir, Einar Eggertsson. Móðir okkar og amma JÓNÍNA INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR frá Syðra-Dalsgerði andaðist í Landsspítalanum föstudaginn 13. ágúst. Jarðarförin ákveðin síðar. Gauti Valdimarsson Sigurður Valdimarsson, Sigrún Kristjánsdóttir og börn Anna Lilja Valdimarsdóttir, Hjálmar Jóhannesson og börn. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns mins, föður okkar, tengdaföður og afa ÞORGEIRS PÁLSSONAR Fjólugötu 12, Akureyri. Sérstakar þakkirtil lækna og starfsfólks lyfjadeildar Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri fyrir góða aðhlynningu. Ólöf Sigríður Sigurðardóttir, Sigurður Þorgeirsson, Bernadette Thorgeirsson, Páll A. Þorgeirsson, Halldóra H. Höskuldsdóttir, Sigríður A. Sigurðardóttir, Davíð Sigurðsson, Vincent S. Sigurðsson, Soffía H. Pálsdóttir, Sigríður H. Pálsdóttir, Þorgeir Pálsson. 10 - DAGUR -17. ágúst 19Ó2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.