Dagur - 17.08.1982, Blaðsíða 3

Dagur - 17.08.1982, Blaðsíða 3
Grímsey Grímsey: Gríðarlega mikið um ferðamenn Frá Grímsey „Héðan er allt gott að frétta,“ sagði Steinunn Sigurbjörns- dóttir í samtali við Dag á dög- unum. „Hér hefur vinnuflokkur verið að undirbúa hafnargerð sem áætl- að er að ráðast í næsta sumar ef einhverjir fjármunir verða fyrir hendi þá. Hér bíða allir spenntir eftir vindmyllunni sem væntanlega kemur í næstu viku. Það verður gaman að sjá hvort hún dugi til að hita upp húsin tvö sem við hana tengjast. Nýi Drangur hefur komið hér einu sinni og okkur þótti hann heldur ljótur en það er notagildið sem mestu máli skiptir og það á eftir að koma í ljós hvernig hann reynist. Það var blíðskaparveður þegar hann kom og þá stóð hann sig ágætlega. Annars söknum við gamla Drangs. Hann er búinn að þjóna okkur svo vel og dyggilega og brást okkur aldrei. Maður. saknaði hans þegar hann fór í síð- ustu ferðina á þriðjudaginn. Það hafa verið ógæftir undan- farið en þeir eru á sjó núna og það er farið að glæðast hjá þeim aflinn. Svo er síldin farin að sýna sig hérna. Þeir lögðu net til prufu um daginn og veiddu vel í beitu. Framan af sumri var heldur kalt í veðri hjá okkur en sólskin og þurrt. En að undanförnu hafa komið alveg yndislegir kaflar. Grassprettan var léleg framan af en er orðin sæmileg núna og menn eru byrjaðir að heyja þeir sem einhvern búskap hafa. Annars fer sauðfé hér fækkandi og unga fólk- ið nennir ekki að standa í bú- skapnum. Því finnst betra að fá vöruna unna upp í hendurnar. Það hefur verið gríðarlega mikið um ferðamenn í sumar og hér hefur verið starfrækt matsala og svefnpokapláss í félagsheimil- inu. Drangur hefur komið tvisvar í viku, stundum með stóra hópa. Um verslunarmannahelgina var yndislegt veður hérna og var þá haldin fjölskylduhátíð fyrir Kiwanysmenn upp við svokallaða Hólatjörn, virkilega skemmtilegt útivistarsvæði. Þar skemmtu sér allir konunglega, ungir og gamlir en við söknuðum þess að ekki skyldu fleiri koma úr landi því veðrið var stórkostlegt, sjórinn spegilsléttur, sólskin og blíða. Sumt tjaldaði og sumt var í poka- plássi og svo voru dansleikir og fólkið skemmti sér konunglega vel. Ég man nú ekki eftir fleiru. Þetta hefur sem sagt allt gengið vel hjá okkur og við kvörtum ekki.“ Líf og fjör í höfninni í Grímsey > » Hestamannafélagið Funi heldursína árlegu bæjarkeppni laugardaginn 21. ágúst kl. 1. Unglingakeppni á eftir. Melgerðismelamót verður haldið sunnudag ágúst nk. og hefst kl. 10.00 22. Keppnisgreinar: 1. Gæöingakeppni A og B flokkur. 2. 150 m skeið, opinn flokkur. 3. 250 m stökk, opinn flokkur. 4. 300 m brokk. Skráning verður miðvikudag 18. ágúst, fimmtudag 19. ágúst, föstudag 20. ágúst frá kl. 19-21 hjá Guðmundi Óskarssyni (Léttir) sími 21441, Smára Helgasyni (Funi) sími 31164 og Hauk Laxdal (Þráinn) sími 23227. Á laugardag verður tekið á móti skráningu á Mel- gerðismelum frá kl. 16-18. Dagskrá mótsins: 1. Kl. 10. Undanrásir kappreiða. 2. Kl. 13. Hópreið allra viðstaddra hestaunnenda um svæðið. 3. A-B flokks keppni gæðinga. 4. Úrslitasprettir kappreiða. Hestamóttaka hefst föstudaginn kl. 18. Vin- samlega hafið samband í síma 31160 (Ketill). Nú er tilvalið tækifæri fyrir unga sem aldna að ríða á Melgerðismela. Léttir, Funi, Þráinn. Hafnarstræti 88 Vorum að taka upp vörur Opið 4-7 • Föstudaga 1-7 Laugardaga 10-12 Kirkjugarðurinn í Grímsey Þar sem fyrirhugað er að slétta gamla kirkjugarð- inn í Grímsey eru þeir sem hug hafa á að merkja leiði aðstandenda sinna beðnir að hafa samband sem fyrst við undirritaða. Jórunn Magnúsdóttir, sími (96) 73118. ...... Hafið þið prófað SALAT- og BRAUÐ barinn á BAUTANUM?, ef ekki þá ættuð þið að reyna hann sem fyrst. Bæði seldur sem sérrétt- ur og með öðrum réttum. Um helgar á kvöldin verðum við einnig með SALAT- og BRAUÐBAR í SMIÐJUNNI. Fylgir hann öllum réttum, en er ekki seldur sem sér- 17. ágúst‘1982 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.