Dagur - 17.08.1982, Page 5

Dagur - 17.08.1982, Page 5
Kristján frá Djúpalæk á tali við Jónas Jónasson Kári Jónasson, varafréttastjóri útvarpsins, ásamt Bimi Sigmundssyni, tækni- manni, og Pálma Matthíassyni, sem ráðinn hefúr verið fréttaritari útvarpsins á Akureyri. Lárus Zophoníasson og Óskar Ingimarsson. Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra: og gengi fylgja þessari starfsemi nú og ævinlega Guðmundur Jónsson, framkvæmdarstjóri útvarpsins, ávarpaði gesti í hófinu á Hótel KEA. Kæru hiustendur. Við stöndum á tímamótum í sögu Ríkisútvarpsins. Ríkisútvarpið er gróin menn- ingarstofnun sem starfað hefur í meira en hálfa öld. Stofnunin á því að baki langa leið sem mörkuð er áföngum eins og ferðalag þar sem langt er á milli upphafs og ferðaloka. Hvað Ríkisútvarpið snertir spyr auðvitað enginn um ferðalok en áfangana á leið þess látum við okkur varða. Hér verður ekki gerð sérstök grein fyrir þróun Ríkisútvarpsins í meira en hálfa öld en vart verður annað sagt en að stofnunin hafi vaxið og dafnað og að greina megi marga áfanga á vegferð hennar. Á þessari stundu er þess minnst með hátíðlegum hætti að náðst hefur enn einu sinni mikilvægur áfangi á starfsferli Ríkisútvarps- ins. Sá áfangi felst í því að upp frá þessari stundu er hafin reglu- bundin útvarpsstarfsemi á Akur- eyri með föstu starfsliði, sem ekki ber að sinna öðrum verkefnum en þeim sem snerta norðlenskt út- varpsefni. Áð þessu máli hefur verið unn- ið markvisst síðan 19. janúar 1981, þegar ég sem menntamála- ráðherra skipaði 5 manna nefnd til þess að „kanna hver væri efnis- legur og fjárhagslegur grundvöll- ur þess að Ríkisútvarpið ræki fréttastofu með föstu starfsliði á Norðurlandi." Fjórðungsþing Norðlendinga hafði fjallað um þessa hugmynd og ályktað um hana á þingum sínum, enda skip- aði ég nefndina í samræmi við óskir Fjórðungsþings og í fullum samráðum við framkvæmdastjóra Fjórðungssambandsins, Áskel Einarsson. Vil ég nota tækifærið til þess að þakka Fjórðungssam- bandinu frumkvæði í þessu efni og framkvæmdastjóranum ágætt samstarf við mig um málið. Norðlenska útvarpsnefndin lauk störfum og skilaði áliti sínu til mín 3. nóvember 1981, þ.e. fyrir u.þ.b. 9 mánuðum. Niður- staða nefndarinnar var jákvæð og skoðun hennar einróma um það að efnislegur, fjárhagslegur og tæknilegur grundvöllur væri fyrir aukinni þátttöku Norðlendinga í frétta- og dagskrárgerð Ríkis- útvarpsins. Lagði nefndin til að ráðinn yrði frétta- og dagskrár- fulltrúi auk tæknimanns fyrir Norðurland, með aðsetri á Akur- eyri. Má segja að sú fasta útvarps- starfsemi sem nú er að hefjast sé í samræmi við álit norðlensku út- varpsnefndarinnar frá 3. nóvem- ber sl. Vil ég nota tækifærið til þess að þakka nefndinni mjög mikilvægt starf í sambandi við þá ákvörðun að hefja útvarp frá Ak- ureyri með þeim hætti sem nú verður gert. í þessari nefnd áttu sæti: Andrés Björnsson, útvarps- stjóri, Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður útvarpsráðs, Hermann Sveinbjörnsson, ritstjóri, Krist- inn G. Jóhannsson, skólastjóri og Knútur Hallsson, skrifstofustjóri í mennamálaráðuneytinu, sem var sérstakur fulltrúi minn í nefndinni. Eftir að ljóst varð í nóvember- mánuði síðastliðnum að fljótlega yrði unnið að því að koma upp reglubundnu útvarpi frá Akureyri varð í ráði milli mín og forráða- manna Ríkisútvarpsins að kaupa skyldi framtíðarhúsnæði fyrir út- varpsstörfin á Akureyri og hefur það verið gert. Því miður var ekki unnt að hefja norðlenska útvarpið í þessum nýju og rúmu húsakynn- um að svo komnu, en unnið verð- ur að því að gera húsið hæft til notkunar svo fljótt sem verða má. Það er von mín og vissa að þessi fasta útvarpsstarfsemi á Akureyri er upphaf þess að deildir Ríkis- útvarpsins munu rísa í öðrum landshlutum áður en langt um líður. Tveir menn hafa verið fastráðn- ir til þess að vinna við útvarps- stöðina á Akureyri, Jónas Jónas- son, dagskrárfulltrúi, og Björn Sigmundsson, tæknimaður. Hér er um tvo ágætlega hæfa menn að ræða og fylgja þessum inngangs- orðum mínum heillaóskir þeim til handa, enda mun starfið að sjálf- sögðumæðaáþeim umfram aðra menn, ekki síst á Jónasi Jónas- syni, sem verður forstöðumaður þessa norðlenska útibús Ríkis- útvarpsins, aðaldagskrárgerð- armaður og fréttamaður. Þótt nú sé verið að hefja fasta útvarpsstarfsemi fyrir Norður- land á Akureyri ber að minnast þess að síðustu 3 ár hefur Ríkis- útvarpið ráðið yfir eigin húsnæði til upptöku og sendingar útvarps- efnis. Þetta húsnæði hér í Norður- götu 2b hefur mikið verið notað sl. 3 ár og aukið að mun framlag Norðlendinga til dagskrárgerðar. Vil ég leggja á það sérstaka áherslu að starfsemin hér í Norðurgötu á Akureyri hefur reynst merkur þáttur í heildar- starfi Ríkisútvarpsins og að sínu leyti aðdragandi að fastri útvarps- starfsemi á Norðurlandi. Eins og ég sagði í upphafi máls míns gefst ekki tími til að ræða al- mennt um Ríkisútvarpið, þróun þess, menningarhlutverk og stöðu í þjóðfélaginu. Sú umræða verður að bíða annars tækifæris. Útvarp- ið fær sinn skerf af gagnrýni og er ekkert við því að segja ef hún er á rökum reist. Og síst vil ég draga úr réttmæti þess að ræða hrein- skilningslega og opinskátt málefni Ríkisútvarpsins og stöðu þess í samtímanum. Éghef talið eðlilegt að útvarpsiögin frá 1971 verði endurskoðuð og skipaði því á síð- asta ári nefnd manna úr öllum stjórnmálaflokkum til þess að vinna að gerð nýrra útvarpslaga. Þessi nefnd er að störfum undir formennsku Markúsar Á. Einars- sonar veðurfræðings og má vænta þess að nefndin ljúki störfum á næstu mánuðum. Fjárhagur Ríkisútvarpsins hef- ur farið batnandi síðustu 2 ár og hallarekstri þess frá fyrri árum breytt í eðlilega afkomu á árunum 1981 og 1982. Byggingsérstaks út- varpshúss sem á sér langan að- draganda miðar nú vel áfram og unnið er að dreifikerfi eftir fastri áætlun. Stefnt er að því að efla sjónvarpsrekstur á næsta ári, m.a. með lengingu sumardagskrár. Fastur útvarpsrekstur á Akureyri og kaup á stóru húsnæði fyrir norðlenska útvarpsstarfsemi er vottur um þróttmikið starf Ríkis- útvarpsins og vitni um það að stofnunin er í örum vexti og hefur mörg járn í eldinum. Ég fæ ekki séð að íslendingar eigi betri kosta völ um almenna útvarpsstarfsemi en að halda áfram að treysta Ríkisútvarpið og gera því kleift að vera sá frjálsi vettvangur umræðu og menning- arstarfsemi sém það hefur verið í nærfelt-52 ár. En vissulega er nauðsynlegt að auka fjölbreytni útvarpsstarfseminnar. Frá upphafi hefur Ríkisútvarp- ið verið að vaxa og dafna þrátt fyrir erfiðleika endrum og eins á löngum starfsferli. Áfangarnir á vegferð þess eru orðnir margir. í dag minnumst við þess að einum þessara mörgu áfanga er náð: Fastri útvarpsstarfsemi á Norður- landi. Megi gæfa og gengi fylgja þess- ari starfsemi nú og ævinlega. Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra, að flytja ávarp sitt í beinni útsendingu úr hljóðhúsinu við Norðurgötu. m ágú^t l9Q2 -O.AGUfl - 5

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.