Dagur - 16.11.1982, Blaðsíða 3

Dagur - 16.11.1982, Blaðsíða 3
Hundurinn Snati í Garðshomi lítur á viðskilnað RARIK manna hjá einum staumum. Þess má geta að vatnið í þessari holu var nokkuð djúpt, en meiri athygli vakti e.t.v. allt ruslið umhverfis staurinn. Mynd: áþ. Landsspjöllin í Glæsibæjarhreppi: „Verkið unnið í hugsunarleysi“ - segir Guðmundur Gunnarsson ráðunautur „Það hefði verið hægur vandi að vinna þetta verk þannig að svona slysagildrur stæðu ekki eftir. Þetta hefur greinilega verið unnið hugsunarlaust og menn ekki gert sér grein fyrir afleiðingunum“ sagði Guð- mundur Gunnarsson ráðunaut- ur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar er Dagur ræddi við hann um hin miklu Iandsspjöll er orðið hafa í Glæsibæjar- hreppi er unnið var við svo- nefnda Dalvíkurlínu. Dagur skýrði frá þessum landsspjöllum í síðustu viku og birti myndir af vettvangi. í gær- morgun fór svo Guðmundur Gunnarsson og skoðaði vegsum- merki ásamt mönnum frá RARIK en það voru starfsmenn þess fyrirtækis sem þarna voru að verki. Sagði Guðmundur í spjalli við Dag í gær að ástæðan fyrir þessum viðskilnaði væri hugsun- arleysi, en RARIK-menn ætluðu sér að reyna að gera við verstu slysagildrurnar strax en ekki yrði hægt að ljúka viðgerðum á þessu ári. „Það þarf að girða stærstu pytt- ina af eða loka þeim á einhvern hátt því ef skepnur eða menn fara niður í þá koma þær ekki uppúr aftur“, sagði Guðmundur. „Hefði mátt ganga betur um þama“ Viðnám gegn verðbólgu Dömuflauelsbuxur st. 26-36 verð aðeins kr. 280,- Fóðraðar barnaflauelsbuxur st. 110-176 verð kr. 275,- Opið til kl. 19.00 á föstudögum- lokað laugardaga. Firf irSrrS Hia|teyrar9ötu 4- IJ V* sími 25222, Akureyri. ‘Verslun til sölu' Höfum fengiö til sölumeðferöar sérverslun í Miö- bænum. Vörulager hæfilega stór og mjög seljan- legur. Gott tækifæri fyrir tvo aöila aö vinna saman. Afhending eftir samkornulagi. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. MSlEIGNA&fl aapasM&ag NORÐURIANDS II Amaro-húsinu II. hæð. Síminn er 25566. Benedikt Ólafsson hdl. Sölustjóri Pétur Jósefsson. Er viö á skrifsfofunni alia virka daga kl. 16,30-18,30. Kvöld- og helgarsími: 24485. Fáum í dag Holta unghænur aðeins 37 kr. pr. kíló Sérstakt verð á niðursoðnum sveppum. HAGKAUP Norðurgötu 62 Sími 23999 4 - segir Ingólfur Arnason rafveitustjóri RARIK á Norðurlandi eystra „Það er ekki ætlunin að fara með vélar til þess að gera við þessar skemmdir að svo stöddu enda myndi það aðeins verða tU þess að skemma enn meira“, sagði Ingólfur Árnason raf- veitustjóri RARIK á Norður- landi eystra er við slógum á þráðinn til hans í gær og spurð- um hann hvort og hvenær RARIK ætlaði að gera við skemmdirnar í Glæsibæjar- hreppnum. „Við reynum að girða af núna verstu staðina og það verður svo gengið frá þessu endanlega á næsta ári“, sagði Ingólfur. „Vinn- an við línuna á þessum stað var ekki svo lítil og það þurfti að fara með stórvirkar vinnuvélar á staðinn, en svæðið sem unnið var á var þannig að þessar vélar sukku bara í jörðina, t.d. stór belta- grafa. Hinu neita ég ekki að það hefði mátt ganga betur um þarna,“ sagði Ingólfur. Sérieyfisferðir Dalvík - Akureyri Alia virka daga nema laugardaga. Frá Dalvík kl. 9.00. Frá Akureyri kl. 17.00. Sunnudagsferð frá Dalvík kl. 20.00. Athugið: Afgreiðslan á Dalvík er flutt í Víkur- torg, sími 61199 Ævar Klemenzson. 5P0RT VÖRU DEILD VEFNAÐAR VÖRU DEILD LEIK FANGA DEILD VIÐ VINNUM AÐ Þ VI AÐ SAMEINA GÆÐI OG GOTT VERÐ HAFNARSTR. 91-35 - AKUREYRl - SÍMI (96)21400 16. nóvemher 1982 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.