Dagur - 16.11.1982, Blaðsíða 1

Dagur - 16.11.1982, Blaðsíða 1
SKARTGRIPA- SKRÍNUM GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 65. árgangur Akureyri, þriðjudagur 16. nóvember 1982 127. tölublað Fasteignamarkaðurinn á Akureyri: „Mikið framboð en lítil eftirspurn“ Ölvuð stúlka olli tveimur árekstrum Hún gekk ekki erfíðleikalaust ökuferðin hjá ungu stúlkunni á Akureyri á laugardagskvöldið. Það var reyndar ekki von, því hún var ölvuð og hafði litla stjórn á ökutæki sínu. Á Ráðhústorgi ók stúlkan aftan á bíl. Ekki lauk ökuferðinni þó þar, því stuttu síðar ók hún á bíl í Kaupvangsstræti á móts við Hótel KEÁ. Missti stúlkan stjórn á bíl sínum, fór yfir á hinn vegarkant- inn og ók þar á bíl sem kom á móti. Urðu talsverðar skemmdir á bílunum, engin meiðsli á fólki og lauk ökuferð stúlkunnar þar. Þá ók maður á ljósastaur í Gler- árgötu á móts við Þórunnarstræti, og var sá ökumaður grunaður um ölvunarakstur. Gáfu starfs- mannafélaginu lOOþúsund í tilefni af 100 ára afmæli Sam- vinnuhreyfingarinnar hefur stjórn verksmiðja SÍS gefið starfs- mannafélaginu 100 þúsund krónur. Júlíus Thorarensen, formaður félagsins, sagði í sam- tali við Dag að uppi væru hug- myndir um kaup á sjónvarpi og tilheyrandi videóbúnaði. „Ef það verður af þessum kaupum þá munum við koma þessum tækjum fyrir í sal starfsmannafélagsins,“ sagði Júlíus. Kostnaður við Laxdalshús tæplega 100 þús. krónur Framlag bæjarsjóðs Akureyrar til húsfriðunarsjóðs var 130 þúsund krónur á þessu ári og um sl. mánaðamót var búið að bókfæra kostnað við Laxdals- hús kr. 61.855. í þessari tölu eru ekki vinnulaun fyrir lóðar- framkvæmdir. Á fundi í stjórn húsfriðunar- sjóðs, sem haldinn var fyrir skömmu, lagði garðyrkjustjóri fram reikinga fyrir lóðavinnu og hirðingu, samtals kr. 30.992. Skýringin á því hve þetta hefur farið langt fram úr áætlun er helst sú að vinna við hellulögn og efn- isöflun til hennar var miklu meiri en gert var ráð fyrir. Stjórn húsfriðunarsjóðs sam- þykkti á fundinum að fela Sverri Hermannssyni að vinna áfram innivinnu á neðri hæð Laxdals- hússins eftir því sem fé hrekkur til. „Ástandið á fasteignamark- aðnum hefur verið afskaplega dapurt að undanförnu, og það sem farið hefur af íbúðum hef- ur nær undantekningarlaust verið í skiptum,“ sagði Bene- dikt Ólafsson hdl. og fasteigna- sali á Akureyri í spjalli við Dag fyrir helgina. „Það er greinilegt að fólk er fjárvana og er ragt við að hella sér út í kaup sem það sér ekki fyrir endann á hvernig á að fjármagna. Fólk er orðið mun varkárnara í þessum málum en áður var. Hvassviðrið af vestri sem ganga átti yfír í nótt virðist hafa orðið minna víðast hvar en gert hafði verið ráð fyrir og ekki var vitað um neitt meiriháttar tjón þegar Dagur kannaði málið í morgun. Þó fuku þakplötur af húsi við Þingvelli, gamla býlinu á leið- inni upp á Sólborg. Þá mun eitthvert tjón hafa orðið á verk- smiðjubyggingu Árna Árna- sonar, rétt norðan Akureyrar. Þó veðrið hafi verið betra en menn áttu von á komu samt mjög miklir vindstrengir ofan af Gler- árdal. Lentu þeir mest á Síðu- hverfinu. Sumar rokurnar voru mjög sterkar og t.d. gekk illa að hemja stóran og þungan Land- Verð á fasteignum hefur hækk- að mjög mikið á þessu ári en ég sé ekki í fljótu bragði hvernig sú þróun getur haldið áfram. Stað- reyndin er sú að það er mikið framboð á fasteignum en afskap- lega lítil eftirspurn,“ sagði Bene- dikt. „Það eru greinilega minni pen- ingar í umferð en var,“ sagði Ólafur Birgir Árnason fasteigna- sali. „Það er erfiðara fyrir ungt fólk sem er að byrja að komast áfram í peningamálum, því gamla Rover jeppa á leið yfir nýju Glerárbrúna um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi. Þegar Dagur ræddi við einn þeirra sem vann við að halda í horfinu hjá verksmiðjuhúsi Árna Árnasonar, Þórhall Gíslason, sagði hann að los hefði verið kom- ið á einangrun og annað smávegis um klukkan hálf átta í gærkvöldi, en þakplötur hefðu enn ekki losnað. Starfsmenn voru að setja þungar sprengjumottur ofan á þak hússins fram undir miðnætti þar sem mest var hætta á að það lyftist. Þarna gekk á með miklum hvössum byljum annað veifið. Hjálparsveit skáta á Akureyri var í viðbragðsstöðu í alla nótt. reglan að þeir sem eiga peninga fá frekar lánafyrirgreiðslu er fyrir hendi. Það er talsvert mikið um íbúða- skipti og áberandi að fullorðið fólk skiptir til þess að minnka við sig. Þetta gerir markaðinn flókn- ari og kostar mun meiri vinnu hjá okkur fasteignasölunum,“ sagði Ólafur. Hann vildi einnig koma því á framfæri að þegar verið er að gera verðsamanburð á íbúðum á Ak- ureyri og t.d. í Reykjavík væri Búisi var við hvassri norðanátt á Akureyri þegar liði á daginn. Hjá lögreglunni á Siglufirði fengust þær upplýsingar í morgun að þar hafi ekkert verið að veðri nema svolítið hvasst hafi verið fram yfir miðnætti. Á Húsavík hvessti um sex-leytið í morgun og þar var komin norðlensk stórhríð um átta leytið. Hvasst var á Dal- vík í nótt en ekki svo að til skaða yrði. Hjá lögreglunni í Ólafsfirði fengust þær upplýsingar að þar hefði allt verið með kyrrum kjör- um í nótt, enda næði vestan áttin sér sjaldan verulegu upp þar ytra. Allir bátar voru í landi og tog- arar komu til hafnar í gærkvöldi, enda fyrirvari á óveðursspánni nokkuð góður. ekki tekið tillit til þess að yfirverð er á íbúðum í Reykjavík, þær eru yfirleitt stærri og sameign nær undantekningarlaust mun stærri. Ólafur sagði að beinn verðsaman- burður væri ekki raunhæfur nema þessi atriði væru tekin með í reikninginn. Þeir fasteignasalar sem Dagur ræddi við voru sammála um að íbúðaverð hafi hækkað mikið á Akureyri á þessu ári, alveg fram undir haustið, en hefði síðan að mestu staðið í stað. Vilja kanna jafnrétti Jafnréttisnefnd Akureyrar samþykkti að beina því til bæjarráðs að nefndin fái fjár- veitingu á næsta fjárhagsári til að standa straum af kostnaði vegna könnunar á stöðu jafn- réttismála á Akureyri. Nefndin telur að hún þurfi eitt hundrað þúsund til verksins. Ganga frá pöntun á toglyftu Á dögunum fól íþróttaráð Akur- eyrar íþróttafulltrúa og forstöðu- manni Skíðastaða að ganga frá pöntun á Bohrer toglyftu frá Sviss, sem á að setja niður í Hóla- braut, Hlíðarfjalli, í stað kaðal- lyftu. Umrædd toglyfta á að hafa svipaða afkastagetu og togbrautin sem fyrir var. Loðdýrabú á Hrapps- staða- grundum Skipulagsnefnd Akureyrar hef- ur samþykkt að stofnað verði loðdýrabú á Hrappsstaða- grundum. Það eru þeir Gunnar og Guðmundur Blöndal sem sóttu um leyfið og ætla þeir að reka kanínubú á umræddu landi. Hafa þeir loforð fyrir því að fá keyptan eða leigðan einn hektara úr landi Víkings Guðmundssonar fyrir þessa starfsemi. Skipulags- nefnd óskaði eftir að nánari stað- setning yrði lögð fyrir nefndina til samþykktar, en lagði til að leyfið yrði til 20 ára. Starfsmenn Norðurverks þurftu að njörva límtrésverksmiðjuna fyrir norðan Lónsbrú niður og notuðu til þess jarðýtur og fleira. Mynd: áþ. Hvassviðrið minna en gert hafði verið ráð fyrir Ekki vitað um neitt verulegt tjón

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.