Dagur - 16.11.1982, Blaðsíða 9

Dagur - 16.11.1982, Blaðsíða 9
Stórsigur hjá Þór Þórsarar unnu stórsigur á Skallagrími úr Borgarnesi, þegar liðin mættust á föstu- dagskvöldið í þriðju deild í handbolta. Leikið var í íþróttaskemmunni fyrir of fáa áhorfendur. Sigur Þórs var snemma í leiknum í höfn, en Borgnesingar höfðu ekkert að gera í Þórsara. Lokatölur leiksins urðu 32 mörk gegn 12, eða 20 marka munur en það er sjaldgæft þegar iið úr sömu deild leika saman. Þór náði fljótlega yfirburða- stöðu, en þegar fyrri hálfieikur var hálfnaður var staðan orðin 8 gegn 2 Þór í vil. I hálfleik var staðan 16-7 og nánast formsatriði að ljúka leiknum. Þór gerði síðan þrjú fyrstu mörkin í síðari hálfleik og staðan orðin 19 gegn 7. Skallagrímur gerði síðan tvö mörk, en þá komu níu í röð hjá Þór án þess að Borgnesingar næðu að skora og staðan þá orð- in 29 gegn 9. Bæði liðin gerðu síðan þrjú mörk til viðbótar og lokatölur urðu síðan eins og áður sagði 32 gegn 12. Þórsarar bættu þarna við tveimur stigum í safnið, en þeir virðast ennþá eiga möguleika á að komast upp úr þessari deild, ef þeim tekst vel upp í síðari um- ferðinni. Það var Guðjón sem skoraði flest mörk Þórs eða 9, Sigurður gerði 8,7 úr víti, Einar Arason gerði 5 en hann var jafn- framt besti maður liðsins, Gunn- ar Gunnarsson 4, Sigtryggur 3, Smári 2og Jón 1. Kemur úrvals- deildarlið norður? Með tilkomu nýju íþróttahallarínn- ar opnast ótal möguleikar til íþróttakeppna. Það er mál manna að þetta hús verði það glæsilegasta sinnar tegundar hérá landi, og þess vegna vilja ýmsir verða tilað leika í höllinni. Vitað er að mörg ef ekki öll úr- valsdeildarliðanna í körfunni hafa sett sig í samband við fýrstu deildar lið Þórs, og óskað eftir að koma og leika i húsinu. Þórsarar hafa staðið sig ágætlega í leikjum sínum í vetur, og það m.a. ýtir undir önnur lið að koma og spreyta sig við þá. Vonandi fáum við því að sjá eitt úrvalsdeildarliðanna í keppni við Þór á næstunni og gaman væri að sjá ÍR-inga, en þeir hafa fengið til liðs við sig Pétur Guðmundsson. Víkingar með tvo ósigra heim Fyrstu deildar lið Víkings í blaki kom norður um helgina og lék tvo leiki. Á föstudags- kvöldið lék það við Iið Bjarma í íþróttahúsinu í Hafralækjar- skóla. Bjarmi gerði sér lítið fyrir og sigraði með þremur hrinum gegn einni. Þetta var fyrsti sigur Bjarma í fyrstu deild og vonandi fylgja fleiri á eftir. Á laugardaginn léku Víkingar og UMSE í íþróttahúsinu í Gler- árhverfi. Víkingar byrjuðu af fullum krafti og sigruðu mjög auðveld- lega í fyrstu hrinunni með 15 stigum gegn 3. Önnur hrinan var mjög spennandi, en UMSE komst í 14 gegn 9. Víkingum tókst síðan að jafna 14-14, og þannig var stað- an lengi, en uppgjafirnar gengu til skiptis á milli liðanna. Að lok- um tókst Eyfirðingum að knýja fram sigur, 16-14. Næstu hrinu sigruðu síðan Eyfirðingar með 15 gegn 11, og þeir gerðu betur og sigruðu einnig í fjórðu lot- unni 15-9. Þarna sigraði því UMSE með þremur hrinum gegn einni, en þetta var jafn- framt fyrsti sigur Eyfirðinga á þessu ári. Auðvelt hjá Dalvíkingum Dalvíkingar léku við Skalla grím í þriðju deildinni í hand Dómara- námskeið Björgvin var markahæstur einnig mjög góðan leik. Vignir Dalvíkinga með 7 mörk, en gerði 4, Björn, Ólafur og Albert knattleik á laugardaginn, en hann sýndi mikið öryggi á lín- 3 hver, Birnirnir og Tómas íþróttaskemman er þeirra unni. Júlíusgerði5,enhannátti gerðu2hvor. heimavöllur. Dalvíkingar höfðu fimm mörk yfir í hálf- leik, og þegar leikurinn var flautaður af, var munurinn sex mörk eða 31 gegn 25 Dal- vík í vil. Lengi framan af var leikurinn jafn, og nánast jafnt á öllum töl- um fram til 6-6. Þá komust Borgnesingar í tveggja marka forskot, en Dalvíkingar hresst- ust fljótlega og náðu að jafna 10-10 og síðan aftur 12-12. Þá gerðu Dalvíkingar fimm mörk í röð og breyttu stöðunni í 17 gegn 12. lhálfleik var staðan 19-14. Borgnesingar byrjuðu af full- um krafti í síðari hálfleik og náðu að komast í 20 gegn 19. Dalvíkingar voru síðan sterk- ari á endasprettinum og sigruðu örugglega með 31 marki gegn 25. Þegar Dalvíkingar ná vel saman leika þeir mun betri handbolta en Skallagrímur, og oft sjást hjá þeim skemmtilegar og vel út færðar leikfléttur. Handknattleiksráð Akureyr- ar mun standa fyrir dómara- námskeiði helgina 26.-28. nóvember nk. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða þekktir dómarar úr Reykjavík. Með tilkomu nýju íþróttahallarinnar mun hand- boltinn hér á Akureyri eflast til muna, þannig að í framtíðinni mun verða mikið að gera fyrir dómara hér á Akureyri. Þeir sem áhuga hafa á að koma á námskeiðið tilkynni þátttöku sína til Jónasar Hallgrímssonar í síma 24552 fyrir 17. þ.m. KA-Þór frestaö Loksins þegar aftur átti að fara að leika í annarri deildinni í handbolta, var ófært til Akureyrar vegna stórhríðar, þannig að Þórarar frá Vestmannaeyjum komust ekki til Akureyrar til að leika við KA. Leik- urinn er áætlaður á miðvikudagskvöldið kl. 20.00 í Iþróttaskemmunni. 16. nóvember 1982 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.