Dagur - 16.11.1982, Blaðsíða 6

Dagur - 16.11.1982, Blaðsíða 6
Mér hefur alltaf þótt flugstöðv- ar vera fremur hcillandi hús. Sífellt er eitthvað að gerast í þeim, fólk að koma og fólk að fara, en sumir bíða eftir næstu vél eða þá þeirri þarnæstu. Flugstöðvar hafa orðið mörg- um að yrkisefni - ekki síst kvikmyndaleikstjórum sem hafa séð í þeim prýðileg svið fyrir harm-, gaman- og spennumyndir. Eg veit ekki hvort flugstöðin á Akureyri muni nokkru sinni verða þungamiðjan í kvikmynd en svo mikið er víst að umsvifin aukast stöðugt á Akureyrar- velli. Síðast liðið sumar komu flugvélar Flugleiða fimm sinnum í dag til Akureyrar frá Reykjavík og í júní næsta sumar er áætlað að hefja reglulegt áætlunarflug milli Akureyrar og Kaupmanna- hafnar. Eflaust munu margir verða til þess að notfæra sér þær ferðir, sem er áætlað að verði einu sinni í viku til að byrja með. Fríhöfnin kemur ekki strax Fyrir nokkru síðan kom Herbert Jónsson tollvörður fram á flu.g- völl og skoðaði húsnæðið með tilliti til áætlunarflugsins. Ekki þýðir að hafa eftirlitið minna hér en í Keflavík og er í ráði að suðurhluti farþegasalarins verði fyrir þá farþega sem eru að koma að utan eða í þann veginn að fara af stað. En því miður verður að hryggja hluta af til- vonandi farþegum með þeim tíðindum að það er ekki fyrir- hugað að setja á fót frfhöfn fyrir þá. Það verður að bíða aukinnar umferðar til útlanda og aukins rýmis í flugvallarbyggingunni. Tæknin hefur svo sannarlega haldið innreið sína í afgreiðslu Flugleiða á Akureyrarvelli. í herbergi inn af afgreiðslunni er hann Alex til húsa, en það er bókunartölva sem er tengd við móðurstöð í Reykjavík. Það kom fram í samtlali við Bergþór Erlingsson, starfsmann Flug- leiða, sem sat fyrir framan skjá- inn þegar ég átti þarna leið um, að Álex hefur stóraukið mögu- Ieika starfsmanna Flugleiða til að þjóna farþegum. Eins og til að leggja áherslu á orð sín studdi hann á nokkra takka og farþegal- isti næstu vélar frá Reykjavík til Akureyrar birtist á skjánum. Við athuguðum líka ýmislegt fleira sem Alex getur gert sáum m.a. hvaða vélar færu um Keflavíkurf- lugvöll og hvort væru laus sæti með þeim. Nú er unnið að endurbótum á herberginu sem Alex er geymd- ur í, en fram til þessa hafa kapl- arnir sem hann dregur sína nær- ingu úr hangið upp á veggjum. Þegar dregur nær jólum verður búið að koma þessum líftaugum í stokka, mála og setja fallegt teppi á gólfið. Alex hefur sem sagt bætt farþegabókhaldið og það sem meira er - þann getur refsað þeim sem panta far á ákveðnum tíma en mæta ekki. Það er nauðsynlegt að útskýra þetta örlítið nánar - Gerum ráð fyrir að farþegi panti t.d. far til Reykjavíkur kl. 9 á föstudags- morni og til baka á mánudegi. Hann hættir við að fara á tilsett- um tíma suður, veit að það er laust sæti síðdegis og fer án þess að láta Alex vita. Þegar Álex verður þess áskynja að farþeg- inn hefur ekki farið suður um morguninn þurrkar hann um- svifalaust út pöntunina norður á mánudaginn. Hugsunarleysi far- þegans getur sem sagt komið honum í koll þegar hann ætlar heim. Allir voru að spyrja um flugið Þorsteinn Jónasson vaktstjóri tók því vel að upplýsa mig um leyndardóma hússins á Akur- eyrarflugvelli, hússins sem sagt er að hafi kostað eina milljón á sínum tíma. Þeim peningum hefur eflaust verið vel varið, en sumir minnast þó enn græna braggans með örlitlum söknuði. Hann stendur enn, ellimóður með skakka hurðakarma. Hundruð þúsunda hafa geng- ið um sali nýju byggingarinnar og oft hefur verið líf og fjör í húsinu á annatímum. Um jól og páska hefur varla verið hægt að þverfóta í því og Þorsteinn sagði að flestir hefðu farþegarnir suður verið um eitt þúsund á ein- um degi. Þá kom Boeing þota fjórum sinnum til Akureyrar til að ná í farþega. Ég veit ekki hvaða met hann Guðmundur Stefánsson í vöruafgreiðslu Flugleiða á í fórum sínum, en gæti trúað að þau væru mörg. Hans farþegar eru pakkar af ýmsum stærðum og gerðum og allir eru þeir afgreiddir með sömu róseminni. Síminn hringir og kona spyr Þorstein hvenær morgunvélin komi frá Reykjavík. Hún fær þau svör að vélin hafi bilað og brottför sé áætluð um hádegi. Klukkan var um ellefu og engin vél hafði komið að sunnan og aftur hringdi síminn. Álagið var þó mun meira í afgreiðslunni og það bætti ekki úr skák að tvær af línunum voru óvirkar. Allir voru að spyrja um flugið, ég held að spurningarnar hafi allar verið eins: Hvenær er von á vélinni, hvenær fer vélin suður? „Það er ótrúlegt hvað fólk sýnir okkur mikið umburðarlyndi, ef eitt- hvað fer úr skorðum,“ sagði Þorsteinn. „Mín skoðun er sú að það beri að segja því rétt og satt frá ástandi mála, en þá og því aðeins er fólk rólegt. Ánnars má líka segja um þær tarnir sem koma hér um jól og páska að þá eru farþegarnir afskaplega þol- inmóðir. Stundum er það merki- legt hvað langlundargeð manna er mikið. Þegar þessar tarnir koma virðist mér það skipta fólk mestu máli að það komist á leið- arenda, það er ekki að veltafyrir sér nokkrum klukkustundum til eða frá. Ég viðurkenni fúslega að þjónustan við farþegana verður þá ekki alltaf sem skildi en fólkið sýnir okkur skilning. Ætti að staðsetja Fokker á Akureyri? Þorsteinn neitaði því að starfs- fólkið á Akureyrarflugvelli væri skammað ef veður hamlaði flugi. En oft er það svo að fólk á erfitt með að skilja af hverju er ekki flogið þegar veður er prýði- legt á Akureyri og í Reykjavík. Þorsteinn minnist þess að fyrir nokkrum árum kom um hálfs mánaðar kafii í febrúar að dag eftir dag var spáð ísingu í lofti. Var því suma daga ekkert flogið eða ekki fyrr en seint um kvöld, en allan tíman var bjartviðri bæði á Akuréyri og í Reykjavík. „Auðvitað er mikið tillit tekið til veðurspárinnar, en ef hún segir að illt veður sé í aðsigi eru vélarnar ekki sendar af stað,“ sagði Þorsteinn og sagði mér nú frá bakkanum fræga sem situr oft úti í firði og kemur í veg fyrir að flugvélar geti lent á Akureyri. Það er e.t.v. réttara að segja „kom“ því nýtt aðflug úr suðri hefur gert það að verkum að skýja- og þokubakkinn, sem ætt- aður er úr Hörgárdal og leggur yfir svæðið sem takmarkast af Oddeyri og Svalbarðseyri hindr- ar einnig flugumferð. Þessi bakki hefur oft gert starfsmönn- um vallarins gramt í geði, því æði oft hafa flugvélarnar verið að sveima í ágætu veðri milli Hjalteyrar og Svalbarðseyrar en ekki komist í gegnum bakkann. Á sömu stundu hafa tilvonandi DAGURÁ AKUREYRARFLUG Svipmyndir úr flugstöðinni. Guðmundur í riki sínu, Vöruafgreiðslu Flugieiða. Þorsteinn Jónasson. Friðrik Adólfsson sér um afgreiðslu á vélum Flugfélags Norðurlands. Gunnar Egilsson flugumferðarstjóri. 6-DAGUR-16. nóvember 1982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.