Dagur - 16.11.1982, Blaðsíða 12

Dagur - 16.11.1982, Blaðsíða 12
Flugfélag Norðurlands: Áætlun raskast Flug hjá Flugfélagi Norður- ekki úr leik nema í fjóra daga. ‘ lands hefur gengið vel í haust Sigurður sagði að flutningar að sögn Sigurðar Aðalsteins- væruminninuent.d. ásamatíma sonar framkvæmdastjóra fél- í fyrra. Hann sagði einnig að dag- agsins. legur rekstur félagsins væri nokk- „Tíðarfarið hefur verið gott og uð erfiður fjárhagslega, en átti þó gert það að verkum að áætlun von á því að þegar upp væri staðið okkar hefur h'tið raskast. Að vísu um áramót myndi útkoman á ár- lentum við í erfiðleikum þegar inu í heild verða nokkuð góð. tvær vélar okkar voru úr leik sam- tímis, Chieftainvélin bilaði í Reykjavík og á sama tíma var ekið á Mitsubishi vélina okkar á Akureyrarflugvelli. Hún var bó Mjög mikið rok var á Akureyri í gær og var Pollurinn ekki mjög aðlaðandi á að horfa. Flytja þurfti til bátinn Þórð Jónsson á milli bryggja og gekk það ekki erfiðleikalaust. Veðurhæðin var mjög mikil í verstu hriðjunum og ekkert var flogið utan þess að tvær vélar „læddust“ norður um morgun- inn. Ljósm.: KGA. Húsavík: 25 ára gömul lúða á land! Togarinn Kolbeinsey Þ.H. 10, kom meö óvenju stóran fisk úr veiðiferð í sl. viku. Var það stórlúða, sem að sögn Konráðs Þórissonar fiskifræðings, sem veitir forstöðu útibúi Hafrann- sóknarstofnunnar á Húsavík mældist 234 cm að lengd og vó 195 kg. Hann kvað skepnu þessa vera 25 ára gamla og þá stærstu sinnar tegundar sem hann hefði séð. Konráð sagði að lúður gætu orðið fjörgamlar, komist á fimmtugs- aldur. Svoleiðis skessur yrðu 3-4 metrar á lengd, en væru löngu hættar að veiðast. Kolbeinsey var með rúm 80 tonn eftir 8-9 daga veiðiferð. Lúð- an veiddist á Mánáreyjahrygg. í sl. viku kom hinn togari Hús- víkinga, Júlíus Havsteen, að landi meðum 120 tonn af fiski eftir 9-10 daga veiði. Hillir undir varanlega lausn Loks hillir undir varanlega lausn í símamálum Akureyr- inga, en eins og kunnugt er hef- ur ekki verið hægt að afgreiða ný símanúmer í langan tíma. Ástæðan er einfaldlega sú að númerin í gömlu stöðinni eru fyrir löngu uppurin. I síðustu viku afhenti Norðurverk Pósti og síma tækjasal þann sem Norðurverk byggði ofan á Bögglapóststofuna við Skipa- götu og starfsmenn Pósts og síma hófu skömmu síðar að undirbúa uppsetningu tækja. Að sögn Gísla Eyland, stöðv- arstjóra, verður hægt að afgreiða ný símanúmer eftir u.þ.b. fjóra mánuði, en í nýju tækjasamstæð- unni eru 1000 númer. Gísli sagði að um þessar mundir væru um 300 á biðlista eftir síma og það væri ekki fjarri lagi að það kæmi nýtt nafn á listann á hverjum degi. Nýbyggingin ætti að duga næstu árin því hún rúmar fimm sam- stæður af þeirri gerð sem nú er unnið við uppsetningu á - eða fimm þúsund númer með öðrum orðum. Hins vegar er þess að geta að um þessar mundir eru tölvu- stýrðar stöðvar að ryðja sér til rúms og sagði Gylfi Már Jónsson, tæknifræðingur, að þær tækju mun minna pláss en eldri tækja- samstæður. Það má því gera ráð fyrir að viðbyggingin dugi næstu áratugina. Þess má geta að nú eru fimm þúsund númer í notkun á Akureyri en verða sex þúsund innan tíðar eins og áður sagði. Framkvæmdir við tækjahúsið hófust í april, en tilboð í bygging- una voru opnuð þann 16. mars. Tilboð Norðurverks hljóðaði upp á tæpa 1.4 milljón. Húsasmíða- meistari við bygginguna var Sig- urbjörn Þorsteinsson, múrara- meistari Sigurður Hannesson, rafvirkjameistari Tómas Sæ- mundsson og málarameistari Héðinn Jónasson. F.v. Heiðar Ásgeirsson, eftirlitsm. fyrir hönd Pósts og síma með byggingunni, Gylfi Már Jónsson, tæknifræðingur, Gísli Eyland stöðvarstjóri og Frans Árnason, framkv.stj. Norðurverks. Fyrir framan þá eru kassar sem hafa að geyma brot af þeim tækjabúnaði sem fer í nýju samstæðuna. Mynd: áþ. Menningarsamtök Norðlendinga: Theódór ráðinn framkvæmda- Menningarsamtök Norðlend- inga sem stofnuð voru 18. júní sl. hafa nú ráðið Theodór Júl- íusson leikara, framkvæmda- stjóra samtakanna. Menning- arsamtökin eru heildarsamtök einstaklinga og félaga sem vinna að menningarmálum á Norðurlandi. Tilgangur þeirra er að efla menningarlíf og menningarsam- skipti á Norðurlandi. Samtökin hafa fengið aðstöðu á skrifstofu Fjórðungssambands Norðlendinga að Glerárgötu 24, Akureyri og verður starfsmaður samtakanna á skrifstofunni þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17- 19 og er símanúmer hans 22453. Theódór Júlíukson. • Ekki vansalaust Á undanförnum árum hafa menn æ meir farið að huga að umhverfismálum. Það er ekki langt síðan ferðafólk fleygði rusli út um bílglugga og mönnum þótti eðlilegt, jafnvel fallegt að sjá plastpoka í fjör- um landsins. Sem betur fer hafa viðhorf manna breyst og raddir náttúruverndarmanna gerst háværari og það er hlustað á þær - hitt er aftur annað mál hvort óskir þeirra séu allar framkvæmdar. Nátt- úruverndarráð Akureyrar gegnir mikilvægu hlutverki og hafa nefndarmenn látið ýmis mál til sín taka. Sem dæmi má nefna að á dögun- um ræddu þeir m.a. um sorp- eyðingarmál og festu á blað, að ekki sé vansalaust stóru sveitarfélagi sem Akureyri að fresta því að leysa sorpeyð- ingarmál sín með því að grafa rusl í jörð með tilheyrandi mengun í jarðvegi og vatni og ærnum kostnaði. # Sorpeyðing- arstöð Náttúruverndarnefnd sam- þykkti að beina því til bæjar- stjórnar að hefja nú þegar undirbúning að sorpeyðing- arstöð með það fyrir augum að unnt yrði að taka hana í notkun innan 2ja til 3ja ára. Nefndarmenn benda á að við sorpbrennslu losnar mikil orka úr læðingi og ætti að vera einboðið að nýta hana til upphitunar vatns fyrir Hita- veitu Akureyrar. „Stundum heyrist því haldið fram sem einskonar sjálfgengnu lög- máli að til að standa undir rekstri slíkrar stöðvar þurfi 20.000 manna byggð. Sá mannfjöldi býr nú þegar við Eyjafjörð. Auk þess hljóta áð- urgreindar forsendur að telj- ast hæpnar þar sem t.d. Hús- víkingar sem eru nokkru færri hafa lengi rekið slíka stöð“, segir í greinargerð sem Nátt- úruverndarnefnd sendi bæjarstjórn. # Húðflúraður kroppur Reykjavík, höfuðborg íslands, býður upp á flest það sem hugurinn girnist. Nú ber- ast þær fréttir að sunnan að þar sé búið að koma á fót „húðflúrunarstofu“ og geta menn loksins látið skreyta á sér kroppinn. Dagbiaðið - Vísir birti fyrir skömmu ítar- legt viðtal við mann nokkurn sem hefur sérhæft sig í húð- flúri og annan sem er búinn að láta húðflúra sig hátt og lágt. Það er ekki ónýtt fyrir okkur sem í strjábýlinu búum að geta látið skreyta okkur næst þegar leiðin liggur til Reykjavíkur. Bændur geta t.d. látið húðflúra Galloway naut á magann á sér til merkis um áhuga á framförum í landbún- aði og þeir sem starfa í sjávar- útvegi geta fengið sér hring- orm á magann.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.