Dagur - 16.11.1982, Blaðsíða 5

Dagur - 16.11.1982, Blaðsíða 5
Námsstefna um viðhald og endurbætur gamalla húsa Byggingaþjónustan, Hallveig- arstíg 1, Reykjavík og Fræðslu- miðstöð iðnaðarins, gangast fyrir námsstefnum um viðhald og endurbætur gamalla húsa, og er þá fyrst og fremst átt við timburhús og járnvarin timbur- hús. Með námstefnum þessum verð- ur leitast við að koma sem mest- um og bestum upplýsingum á framfæri til byggingameistara, eigenda gamalla húsa og forráða- manna bæjar- og sveitastjórna. Mjög færir fyrirlesarar hafa verið fengnir til að þessar náms- stefnur megi takast sem best og má þar nefna m.a. Leif Blumen- stein, byggingafræðing, sem ræðir og kynnir verklega hlið varðandi viðgerðir og endurbyggingu gam- alla húsa, Hjörleif Stefánsson, arkitekt með fagurfræðilega hlið málsins, Þór Magnússon, þjóð- minjavörð, varðandi húsfriðunar- lög í framkvæmd og fl., Hörð Ágústsson, listmálara, sem fjallar um ágrip af íslenskri húsagerðar- sögu, Guðmund Pálma Kristins- son, verkfræðing, sem ræðir kostnaðarhlið við endurbyggingu húsa og Helga V. Guðmundsson, deildarstjóra, sem kynnir og út- skýrir lánamöguleika og styrki varðandi ofangreint. Ofangreindar námsstefnur verða haldnar á Akureyri dagana 26. og 27. nóvember n.k. og í Reykjavík dagana 3. og 4 des- ember. Námsstefnan á Akureyri verður haldin á Hótel KEA í sam- vinnu við Meistarasamband bygg- ingarmanna á Norðurlandi og Trésmiðafélag Akureyrar. Par mæta aúk ofantaldra aðiia og flytja erindi, Gísli Jónsson form. húsfriðunarsjóðs Akureyrar og Unnið að lagfæríngum á gömlu húsi. Sverrir Hermannsson, bygginga- meistari. Helgi Bergs, bæjar- stjóri, setur námsstefnuna og Ingvar Gíslason, menntamála- ráðherra mun flytja ávarp í náms- stefnulok. Tilkynningar um þátttöku skuiu berast til Byggingaþjónustunnar, Hallveigarstíg 1, Reykjavík, sími: 29266 eða til Byggingaþjón- ustunnar á Akureyri í síma 96- 21022. Lágmarksþátttaka á hvort námskeið eru 30 manns. AKUREYRARBÆR Viðtalstímar bæjarfulltrúa Miövikudaginn 17. nóvember nk. kl. 20-22 veröa bæjarfulltrúarnir Helgi Guðmundsson og Jón G. Sólnes til viötals í fundarstofu bæjarráös, Geisla- götu 9, 2. hæö. Bæjarstjóri. KJORNARHffiE# Juvel hveiti 2 kg poki aðeins HRfSALUNDI 5 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 60., 62. og 65. tbl. Lögbirtingablaðsins 1981 á fasteigninni Lundargötu 8, norðurenda, Akureyri, þingl. eign Jóseps Hallssonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 19. nóvember nk. kl. 16.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 81., 83. og 87. tbl. Lögbirtingablaðsins 1981 á fasteigninni Ásabyggð 4, Akureyri, þingl. eign Árna Vals Viggóssonar, fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar ríkisins á eigninni sjálfri föstudaginn 19. nóvember 1982 kl. 14.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 21., 26. og 29. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á fasteigninni Dalsgerði 6a, Akureyri, þingl. eign Grétars Gísla- sonar, fer fram eftir kröfu bæjargjaldkerans á Akureyri á eign- inni sjálfri föstudaginn 19. nóvember nk. kl. 15.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 64., 66. og 68. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á fasteigninni Fjólugötu 2, Akureyri, þingl. eign Margrótar Harð- ardóttur, fer fram eftir kröfu Jóns Kr. Sólnes hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 19. nóvember nk. kl. 16.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. 16'. nóverrtbér 1982^ DAGUR* - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.