Dagur - 16.11.1982, Blaðsíða 7

Dagur - 16.11.1982, Blaðsíða 7
Myndir: áþ & KGA. ‘VELLI farþegar og flugvallarstarfs- menn séð til sólar og heyrt til flugvélarinnar sem hefur orðið að snúa við. „Það er við skilyrði af þessu tagi sem aðflug úr suðri kemur e.t.v. hvað mest að notum,“ sagði Þorsteinn „fyrir utan styttingu flugtímans." Lengi hefur Akureyringa dreymt um að á Akureyri væri staðsett flugvél sem flygi á hverj- um morgni til Reykjavíkur. Þá gætu menn verið komnir suður um eða fyrir klukkan níu, en í dag er komutími þangað um kl. 10. Þorsteinn sagði að í þessu efni væri h^gara um að tala en í að komast. Hann benti á að það þyrfti að stækka flugskýlið og hafa hér búsetta flugvirkja og áhöfn. Með öðrum orðum myndi allur tilkostnaður hækka á sama tíma og leitað er aðhalds í rekstri. En Flugleiðir hafa reynt að koma til móts við við- skiptavini sína og látið vélarnar fara fyrr frá Reykjavík til Akur- eyrar svo farþegar frá Akureyri kæmust snemma til höfuðborg- arinnar. En að sjálfsögðu væru ýmsir kostir því samfara að ein Flug- leiðavélanna ætti heimahöfn á Akureyri. Oft er það svo að vél- ar geta komist frá Akureyri, not- fært sér þau augnarblik þegar verður hlé á veðri. Ósjaldan hafa menn séð vélar frá F.N. lyfta sér til flugs og fara suður þegar vélar Flugleiða bíða þar og koma ekki norður. Og þar að auki hafa vélar F.N. oftlega get- að lent á Akureyrarflugvelli á veturna en ekki vélar Flugleiða. Það hefur fólk stundum átt erfitt með að skilja en í þeim tilfellum getur því verið til að dreifa að litlar vélar þurfa mun styttri vegalengd til að hemla á en þær stóru. Næsta skref er farmiðaprentari í mörg ár hafa starfsmenn Flug- leiða háð heilagt stríð gegn þeim sem panta sæti og sitja síðan heima án þess að láta nokkurn mann vita. Að sjálfsögðu er það ekkert annað en óafsakanlegur trassaskapur að lyfta ekki upp tóli og segja við starfsfólkið á vellinum: því miður kemst ég ekki. Vildir þú gjöra svo vel að sjá til þess að nafn mitt yrði strikað út af listanum? Máski er það séríslenskt fyrirbæri að láta ekki vita af sér - og þó. En svo mikið er víst að kurteisi og tillits- semi kostar ekki (nema andvirði eins símtals) mikið en getur gert lífið léttbærara fyrir starfsfólk flugvallarins og einhver annar fær strax sætið en þarf ekki að bíða í óvissu. Þorsteinn sagði að starfsfólk Akureyrarflugvallar ætti ekki í fórum sínum „svartan lista“ yfir þá sem panta en fara ekki, en hann ítrekaði að með ALEX, bókunartölvu Flugleiða, væri búið að girða fyrir hluta af vandamálinu. Við sögðum frá því í upphafi eins og er þér í fersku minni og endurtökum það ekki hér. Alex hefur einnig gert það að verkum að biðlistar sem voru algengir fyrir nokkru hafa nær alveg horfið. Áður fyrr var algengt að 10 til 20 manns væru á biðlista þar sem hluti sætanna var frátekinn fyrir hina ýmsu staði. Sem dæmi má nefna að Flugleiðaskrifstofan í Reykja- vík hafi frátekin 10 sæti í hverja þá vél sem fór frá Akureyri. Það var ekki fyrr en skömmu áður en vélin fór að athugað var hvort Reykjavík hefði fyllt sinn kvóta -ef svo var ekki hrukku inn nokkrir biðlistafarþegar. Áfram verður haldið að tölvu- væða afgreiðslu Flugleiða á Ak- ureyrarflugvelli. Næsta skref verður tekið áður en langt um líður og þá munu farþegar sjá farmiðaprentara á borði af- greiðslufólksins. Með tilkomu slíks áhalds verða pennar lagðir á hilluna en miðunum stungið beint í prentarann. Þetta fyrir- komulag mun flýta fyrir af- greiðslu og gera hana öruggari. „Enn hafa engar ákvarðanir ver- ið teknar um að kaupa svona prentara svo mér sé kunnugt um,“ sagði Þorsteinn. Þegar við gengum niður á jarðhæðina stóð kona á óræðum aldri við af- greiðsluborðið. Hún var að kaupa miða. Afgreiðslumaður- inn afgreiddi hana lipurlega og sýndi henni að sjálfsögðu fyllstu kurteisi. Ég held að slíkir menn þurfi að vera sérstakir mann- þekkjarar og þolinmóðir að auki. Þorsteinn játti þessum hugleiðingum mínum og bætti við að enn væri mikið af fólki hrætt við að fljúga og því yrði af- greiðslufólkið að sýna slíkum farþegum sérstaklega gott viðmót, hughreysta það ef með þyrfti. Þorsteinn harðneitaði því að vera sjálfur flughræddur, benti á að allar athuganir sýna að flugið er öruggasti ferðamát- inn og um leið sá þægilegasti. Mér er sama. Ég ætla að sitja aftast í vélinni næst þegar ég fer suður. Það brakaði og brast í tækjum Gunnars Egilssonar, flugum- ferðastjóra, frá Kópaskeri bárust þau tíðindi að völlurinn væri þokkalegur, fyrir utan svellbungu sem væru á honum miðjum og skömmu síðar kom rödd í talstöðina sem sagði að vindur væri hægur í Grímsey og að völlurinn þar væri í góðu ásigkomulagi. Gunnar hripaði niður þessar og fleiri tilkynningar sem bár- ust um veður og skyggni. Sig- urður Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri F.N. var að halda af stað. Ég átti von á að sjá mörg blikkandi ljós í flugturninum en varð fyrir vonbrigðum. Þarna gaf hins vegar á að líta radara og fjarskiptatæki af ýmsum toga. „Við erum fjórir sem störfum hérna. Frá klukkan níu til sex erum við tveir á vakt, en það er einskipað frá sjö á mognana til níu og sömu sögu er að segja frá kl. sex og framúr.“ Starf flugumferðarstjóra er fjölþætt og Gunnar sagði að á stærri völlum þekktist það ekki að þeir tækju á móti tilkynning- um um veður og ástand flug- valla, en hér gerir fámennið það að verkum að þessi störf eru sameinuð. „Okkar starfssvið er fyrst og fremst að gæta þess að flugvélar rekist ekki saman og að greiða fyrir allri umferð.“ Umferð um Akureyrarflug- völl er mikil og Gunnar sagði að hún ykist stöðugt. Hins vegar er það algengur misskilningur að fyrirhugað þotuflug til og frá Ákureyri muni auka til muna álagið á flugumferðarstjórana. Hvernig afmarkast starfs- svæði Akureyrarflugvallar? „ Við getum sagt að okkar um- ráðasvæði sé hringur með u.þ.b. 40 mílna radíus, en að sjálf- sögðu eru undantekningar á þessu. Spurningin er sú hvenær við fáum afhentar vélar frá flug- stjórninni í Reykjavík," sagði Gunnar og játti því að starf flugumferðarstjóra væri ábyrgð- armikið en spurði á móti hvort ekki mætti segja það sama um öll störf. „Því er ekki að neita að það geta komið upp flóknar stöður sem við verðum að geta greitt úr. Ég held hins vegar að það sé ekki rétt að koma með dæmi.“ Og aftur brakaði í tækj- unum - nú var að rödd frá Sauð- árkróki sem vildi koma frá sér einhverjum upplýsingum. Verðlaun afhent í blaða- bingó KA Fyrir helgina voru dregnir út fyrstu vinningarnir i blaða- bingói KA sem staðið hefur yfir að undanförnu og er reyndar ekki lokið enn. Fyrstur til að fá lóðrétt línu á bingóspjaldið sitt var 10 ára piltur, Magnús Teitsson sem á heima á Byggðavegi 123 og mætti hann í Cesar til að veita viðtöku forláta reiðhjóli af Motobecane gerð sem Ces.ar gaf. Fyrst til að fá lárétta línu varð hinsvegar Ingi- björg Snorradóttir og hennar verðlaun voru gönguskíðaútbún- aður frá Sporthúsinu. Bróðir hennar Rögnvaldur veitti verð- laununum viðtöku. Þegar þetta er skrifað hefur enn enginn unnið til þess að fá aðal- vinninginn sem er Sharp-mynd- segulbandstæki frá Cesar, en reiknað er með að ekki sé langt þar til einhver dettur í lukkupott- inn. Þátttakendur á námskeiðinu. Myndina tók Kristján Pétur. Myndlistarnemar iæra Ijósmyndun Kristján Pétur Guðnason Ijósmyndari úr Reykjavík heimsótti Myndlistarskólann á Akureyri á dögunum, og hélt hálfsmánaðar námskeið fyrir 7 nemendur í framhalds- deild skólans. Á námskeiðinu kenndi Kristján Pétur undir- stöðuatriði í Ijósmyndun og var farið yfir öll stig Ijósmynd- unar, allt frá því að læra að beita vélinni og setja fílmuna í, og til þess að vinna mynd- irnr og ganga frá þeim. Jafnframt fengu nemendur þau verkefni að taka myndir og vinna þær til enda, og heimsóttu þeir m.a. vinnustaði í þeim til- gangi og elliheimili. Að sögn Helga Vilberg skóla- stjóra Myndlistarskólans á Ak- ureyri gerist það sífellt algeng- ara að listmálarar taki ljós- myndavélina í sína notkun, til þess að viða að sér efnivið. Þá kemur ljósmyndin að miklu gagni fyrir listmálara sem heim- ild. Það hefur komið í ljós að margir listmálarar vita ekkert hvar myndir þeirra eru niður komnar og því erfitt að ná til þeirra þegar halda á sýningar og gefa út bækur um verk þeirra svo eitthvað sé nefnt. Þarna getur ljósmyndin komið til skjalanna og listamaðurinn getur haldið eftir ljósmynd af listaverki sínu ásamt upplýsingum um viðkom- andi listaverk. 16. nóvember 1982 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.